Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Sigurrós amma mín hefur
alltaf skipað stóran sess í
hjarta mér. Hún var alveg ein-
stök og hafði svo fallega orku
sem fylgdi henni hvert sem hún
fór. Ég á margar af mínu bestu
minningum annaðhvort með
henni, heima hjá henni eða að
stússast í kringum hana. Það
var alltaf svo yndislegt að vera
í kringum hana. Hún náði að
láta manni líða betur ef maður
var dapur eða órólegur og alltaf
var hægt að leita til hennar
með hvað sem var. Minning-
arnar um ömmu mína saman-
standa af ilmi af pönnukökum
og heitu súkkulaði, spjalli,
hlátri, gríni og glensi. Ég man
allar yndislegu stundirnar á
Langholtsveginum. Sem krakki
sat ég oft uppi á eldhúsborði og
bakaði með henni. Eitt skipti
þegar hún var að búa til sína
frægu laxakæfu ætlaði ég að
vera hjálpsöm og bætti vanillu-
dropum út í hjá henni svo hún
ekki vissi. Hún smakkaði og
skildi ekkert í þessu yfirgnæf-
andi vanillubragði sem var af
kæfunni. Svo viðurkenndi ég
seinna að ég hefði bætt smá
dropum í og þá fékk hún eitt af
sínum mörgu hlátursköstum og
sagði að það hefði greinilega
verið eitthvert aukabragð af
kæfunni. Henni datt ekki til
hugar að skamma mig og það
var svo einkennandi fyrir elsku
ömmu. Hún var með svo fallega
sál og hafði það aldrei í sér að
vera reið eða vond við neinn,
hvað þá barnabörnin sín, sem
henni fannst einstök.
Hún amma var falleg kona
og ég á ótal minningar um
hana. Fyrir stuttu vorum ég,
mamma og amma í sumarbú-
staðnum okkar. Amma var á
þeim tíma orðin frekar léleg í
fótunum og átti erfitt með að
halda jafnvægi. Samt sem áður
krafðist hún þess að baka
pönnsur og elda kótilettur í
raspi. Hún harðbannaði okkur
mömmu að gera nokkurn skap-
aðan hlut. Við áttum bara að
slaka á, helst leggja okkur og
láta hana um þetta. Svona var
hún amma mín.
Alltaf að hugsa um alla aðra
en hún elskaði líka að hafa okk-
ur fjölskylduna sína í kringum
sig. Við spjölluðum um allt milli
himins og jarðar og hlátur-
sköstin voru ófá. Ég hef aldrei
vitað um neinn með jafnsmit-
andi hlátur og það var svo gam-
an að hlæja með henni. Því
meiri sem fíflagangurinn var
því betra. Hún var húmoristi af
bestu gerð.
Ó hvað var líka gaman að
hlusta á hana. Hún hafði þenn-
an hæfileika að segja svo fal-
lega frá. Það var hægt að
hlusta tímunum saman á þegar
hún rifjaði upp minningar um
gamla tíma. Sögurnar hennar
voru svo myndrænar og ég gat
séð fyrir mér hvernig var þegar
hún var lítil stúlka og maður
gat týnst í fallegu röddinni
hennar. Þótt hún sé farin,
drottning drauma minna, þá á
ég yndislegar minningar sem
eiga eftir að fylgja mér alla tíð.
Minningar um fallega, hlátur-
milda og einstaka konu. Ég
vildi óska þess að allir væru
eins heppnir og ég að hafa átt
svona yndislega ömmu. Þá væri
Sigurrós R.
Jónsdóttir
✝ Sigurrós R.Jónsdóttir
fæddist 16. júlí
1924 á Suðureyri í
Tálknafirði. Hún
lést á Skjóli í
Reykjavík 8. nóv-
ember síðastliðinn.
Útför Sigurrósar
fór fram frá Lang-
holtskirkju 18. nóv-
ember 2014.
heimurinn betri.
Mikið á ég eftir að
sakna hennar.
Valgerður
Björnsdóttir.
Elsku besta
amma okkar, nú
ertu loksins komin
til systra þinna
eins og þú vildir.
Nú er það okkar að
lifa lífinu á jörðinni og gera þig
stolta af okkur. Þú varst reynd-
ar alltaf stolt af okkur og auð-
velt var að greina það í aug-
unum þínum. Þú mættir á alla
tónleika og messur sem við
sungum í og varst klárlega
stoltasta amman í salnum. Það
var alltaf gaman í kringum þig
og alltaf hægt að læra eitthvað
nýtt. Þú kenndir okkur að
prjóna, baka, spila, hlæja og
hafa gaman af lífinu. Þú spar-
aðir ekki hrósið og fengum við
systkinin oft að heyra frá þér
hvað við værum falleg og góð.
Við efumst ekki um að þessi
góðu gen koma frá þér.
Eftirminnileg er nóttin þegar
Snorri bróðir fæddist, þegar þú
komst og passaðir okkur syst-
urnar. Byrjaðir á því að hrópa í
sífellu: „Viljiði hringja á sjúkra-
bíl, hringiði á sjúkrabíl.“ Síðan
þegar mamma og pabbi voru
farin á fæðingardeildina vaktir
þú með Hafdísi alla nóttina í
biðinni eftir litla bróður. Öll
þau skipti sem við gistum hjá
þér, oft með frændsystkinun-
um, voru okkur kær. Þá voru
oft bakaðar pönnukökur seint
um kvöld sem runnu svo vel
niður með heitu súkkulaði.
Þrjár þreyttar mýs
fóru á skautum út á ís
og sungu pollý vollý dúdívollýdey,
ísinn var svo þunnur
ein þeirra hét Unnur,
pollý vollý dúdívollýdey
hljómaði oft á andvöku-
nóttum og tókst okkur oft að
sofna eftir að þú kenndir okkur
að segja aftur og aftur í hug-
anum „ég er alveg að sofna“.
Það var alltaf jafngaman að
hlusta á sögurnar þínar og báð-
um við alltaf um að fá að heyra
þær aftur. Sagan frá því þegar
þið systurnar tókuð upp á því
að klippa hárið á Ernu er sér-
staklega minnisstæð og enda-
laust var hlegið. Það var alltaf
ánægjulegt að koma til þín eftir
skóla á mánudögum og föstu-
dögum í dýrindismat og veit-
ingar. Þú tókst alltaf á móti
okkur opnum örmum og vildir
allt fyrir okkur gera. Það er
sárt að þurfa að kveðja þig en
við munum áfram lifa eftir því
sem þú kenndir okkur. Takk
fyrir að vera besta amma í
heimi.
Hafdís María og
Vera Hjördís Matsdætur.
Amma mín, hún langamma,
hún brosti öllum breitt,
mikið þykir mér það leitt,
að þurfa þig að kveðja,
ég vil þig gleðja,
elsku langamma mín.
Nú held ég að þú sért að baka
pönnukökur
með hátíðarbrag á himnum.
Hún elskaði alla,
konur og kalla.
Var svo jákvæð
og yndisleg,
elsku langamma mín.
Nú held ég að þú sért að krulla hárið
á systrum þínum
með hátíðarbrag á himnum.
Hún var með fallegt,
grátt, glitrandi hár
og kóngafjólubláan silkiklút
um hálsinn
elsku langamma mín.
Nú held ég að þú sért sólin að setj-
ast
með hátíðarbrag á himnum.
Embla Einarsdóttir
langömmubarn.
Samferð Sillýjar móðursyst-
ur minnar í sextíu ár hefur ver-
ið mér dýrmæt og mikil gæfa.
Nærvera hennar í lífi mínu hef-
ur verið með þeim hætti að hún
hefur ávallt átt sinn dýrmæta
stað í hjartanu. Einstakir eig-
inleikar hennar og tengsl okkar
á milli hafa birst í svo óend-
anlega mörgu; djúpri vináttu,
einlægri og góðri hlustun, víð-
sýni, veglyndi og gleði. Hún
hefur verið vegvísir og dýpkað
skilning minn á lífinu og tilver-
unni á svo margan hátt. Hún
deildi með mér og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum myndum og
atburðum úr fortíðinni, frá
æskuárum sínum, reynslu, erf-
iðleikum, gleði. Einn af mestu
kostum hennar var hvað hún
var hláturmild. Ekki leið það
samtal okkar að við brystum
ekki í ærlegt hláturskast, oftast
fleiri en eitt. Hún hafði ótrúlega
gaman af tilsvörum og aðstæð-
um sem hægt var að snúa upp í
einlæga gleði og kátínu af besta
tagi, kunni líka að gera grín að
sjálfri sér. Fjölskyldan var
henni einstaklega kær; Eyvi,
dæturnar þrjár og fjölskyldur
þeirra. Með sanni má segja að
hún hafi ávallt verið kletturinn í
stórfjölskyldunni sem allir gátu
leitað til, speglað sig í sýn
hennar á lífið og orðið ríkari
eftir hvert samtal. Þess vegna
var hún einstök. Ég held að það
sé mjög sérstakt að við, afkom-
endur þriggja systra hennar,
höfum öll tengst henni órjúf-
anlegum böndum.
Eftir því sem árunum okkar
saman fjölgaði urðu tengsl okk-
ar enn sterkari. Þegar hún
Erna Jóns, eins og við kölluðum
hana mömmu mína, komst á
efri ár og sigldi inn í tilveru þar
sem Alzheimer-sjúkdómurinn
varð fylginautur sýndi hún enn
og aftur hvað hún var mikil
stoð og stytta. Hún var óþreyt-
andi að gefa henni af sínum
tíma, syngja með henni, rifja
upp og hlæja. Þvílíkur gleði-
gjafi af Guðs náð. Það er okkur
systkinunum ógleymanlegt þeg-
ar hún var með okkur nánast
samfleytt tvo síðustu sólar-
hringana hennar mömmu áður
en hún kvaddi. Þar sýndi hún
svo óendanlegan kærleika,
væntumþykju og góða nærveru.
Það er ekki hægt að skrifa
minningarorð án þess að rifja
upp þegar ég, mamma, Sillý og
Gunna fórum í ógleymanlega
mæðgnaferð á æskuslóðir
systranna frá Suðureyri í
Tálknafirði. Við tókum ferjuna
Baldur yfir Breiðafjörðinn. Áð-
ur en farið var um borð brugð-
um við okkur á kaffihús. Þegar
út var komið hvarf Sillý, eins og
jörðin hefði gleypt hana.
Mömmu var fylgt í bílinn og við
Gunna hlupum kallandi út um
allt og skildum ekkert í því
hvað orðið hefði af Sillý. Eftir
þó nokkra leit fann Gunna hana
– inni í allt öðrum bíl. (Meira að
segja allt öðru vísi á litinn.) Þar
hafði hún setið og séð okkur
hlaupa um allt – og hélt, sér til
hrellingar, að mamma væri
týnd. Segja má að við höfum
hlegið nánast stanslaust yfir
allan Breiðafjörðinn. Hvað það
var gaman hjá okkur fjórum í
þessari ferð. Þá deildu þær með
okkur dætrunum gleði, upprifj-
unum, trúnaði og reynslu sem
dýpkaði skilninginn á tilverunni
og lífi kynslóðarinnar á undan.
Á kveðjustund hugsa ég um
Sillý, frænku mína, sem eina
merkilegustu konu sem ég hef
kynnst. Minning hennar verður
ávallt umvafin aðdáun, virðingu
og kærleika.
Margrét Theodórsdóttir
(Maggý).
Á sólríkum sumardegi stóð
ég úti á gangstétt í Banka-
stræti og var að tala í símann –
hallaði bakinu upp að gluggan-
um á veitingastað. Var að bíða
eftir gömlum skólasystkinum
sem ætluðu að hittast. Ég var í
slíku hláturskasti að fólkið í bíl-
unum sem ók hjá var farið að
veita mér athygli. „Það er ald-
eilis gaman hjá þessum manni,“
sagði vegfarandi. Áfram héldu
ég og viðmælandi minn að
hlæja svo tárin láku í stríðum
straumum. Þegar eina skóla-
systurina bar þarna að og ég
hafði lokið símtalinu spurði
hún: „Við hvern varstu eigin-
lega að tala?“ „Ég var að tala
við uppáhaldsfrænku mína –
hún er 86 ára. Hlæ aldrei eins
mikið og þegar ég tala við
hana.“ „Um hvað voruð þið eig-
inlega að tala?“ „Bara fífla-
ganginn í okkur sjálfum. Og
hana Ernu frænku til dæmis.
Hún kunni nú aldeilis á fífla-
ganginn. Við frænka segjum
líka að við hljótum að vera
komin með lífsreynslu á við
þrjú elliheimili eftir allt sem við
höfum lent í. Hún frænka mín
er hláturmildasta og besta kona
lífs míns,“ sagði ég. Og það eru
orð að sönnu. Símtölin við hana
Sillý frænku voru mér alltaf
eins og sterkur vítamínskammt-
ur. Mannbætandi. Betri ein-
stakling er ekki hægt að hugsa
sér. Það var rætt um allt milli
himins og jarðar. Farið yfir
fjölskyldumálin og svo gert grín
að öllu saman. Í lokin kom svo
uppáhaldssetningin okkar þeg-
ar ég sagði: „Já og þakka þér
svo fyrir komuna, Sillý mín.“
Þá hló frænka sem aldrei fyrr
og símtalið hélt áfram um
stund. Og svo sagði hún. „Já og
sömuleiðis, það er alltaf svo
gaman þegar þú ferð.“ Fífla-
gangurinn ætlaði stundum aldr-
ei að taka enda, áfram var hleg-
ið.
Sillý var systir Gerðu, móður
minnar. Ég á sterkustu minn-
ingarnar um hana og Eyjólf og
dæturnar Gunnu, Dóru og Kötu
frá Langholtsvegi 168 en þar
bjó einnig Jón Guðmundsson
móðurafi okkar. Ekki langt frá,
í Goðheimum, bjó önnur móð-
ursystirin, Magga, ásamt Baldri
og sex börnum þeirra, Halla,
Gumma, Brynju, Halldóru,
Nonna og Badda. Og svo var
þriðja systirin, Erna, á tímabili
skammt undan, í Hlunnavogi,
með Tedda og þremur börnum,
Maggý, Hadda og Sigrúnu
Eddu. Þessi ár mótuðu svip-
sterkan hóp og Sillý var gjarn-
an miðdepillinn og hrókur alls
fagnaðar. Mér fannst ég alltaf
kominn í frændgarð, umvafinn
mikilli væntumþykju, þegar við
fórum úr Hvassaleitinu niður í
Vogahverfi – til afa og móð-
urfólksins. Heim sem mótaði
bernskuna. Við afabörnin vor-
um fimmtán en tvö hafa helst
úr lestinni. Ég er afar þakk-
látur fyrir að eiga allt þetta
góða frændfólk að. Við höfum
haldið hópinn, síðast í sumar á
ættarmóti á Akureyri þar sem
Sillý var „mætt“ á skæpinu.
Sterk eru böndin og ljúft að
bera gæfu til að fá að rækta
frændgarðinn með börnum og
barnabörnum, mökum og
venslafólki. Við munum um
ókomin ár minnast systranna
frá Tálknafirði. Við munum ylja
okkur við að rifja upp hlátur
Sillýjar, manngæsku hennar og
hlýju, vera þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við
hana – sem gerði okkur að
betra fólki. Ég mun í huga mín-
um um ókomna tíð segja:
„Elsku besta Sillý, þakka þér
fyrir komuna.“
Óttar Sveinsson.
Við systurnar, og
önnur barnabörn í
fjölskyldunni, vor-
um svo heppin að
detta í þann lukkupott að fá ynd-
islegustu ömmu og afa í vöggugjöf
sem hugsast getur. Þau hafa kennt
okkur svo margt um lífið, kærleik-
ann, vináttuna, gildi samveru og
ekki síst um sorgina og samheldni.
Nú eru liðin nærri 11 ár frá að því
amma kvaddi þennan heim en
hefði hún lifað hefði hún fagnað 80
ára afmælinu í dag, 19. nóvember.
Margs er að minnast og margs er
að sakna. Amma var ekki bara ein-
stök amma heldur líka yndisleg
vinkona og skarðið sem hún skildi
eftir sig er stórt. Þau voru ófá sím-
tölin þar sem var spjallað, jafnvel
tímunum saman, um alla heima og
geima, skipst á skoðunum og
margt af því sem þar kom fram
hefur mótað viðhorf og lífsskoðanir
til hins betra. Hún var ákveðin, viss
í sinni sök, en á sama tíma svo ljúf
og hlý.
Uppáhaldsminningarnar með
ömmu eru úr sumarbústöðum með
henni og afa. Oftast við Laugar-
Guðbjörg
Valdimarsdóttir
✝ GuðbjörgValdimars-
dóttir fæddist 19.
nóvember 1934.
Hún lést 1. janúar
2004. Útför hennar
fór fram 9. janúar
2004.
vatn. Sú vika þar
sem við barnabörnin
fengum að fara með
ömmu og afa í bústað
var hápunktur sum-
arsins og minning-
arnar sem þar voru
skapaðar munu lifa
um ókomna tíð. Spil-
að fram eftir kvöldi,
bakað, teiknað,
göngutúrar, sólböð
og ekki má gleyma
mini-golfinu! Eftir stendur tilfinn-
ing um djúpa vináttu, væntum-
þykju, sem aldrei gleymist.
Í eitt af síðustu skiptunum sem
við spjölluðum saman, á krabba-
meinsdeildinni á Landspítalanum,
sagði amma við aðra okkar: Þú átt
svo eftir að vinna hér. Þá stóð það
alls ekki til enda ætlunin að verða
sálfræðingur. Á útskriftardaginn
sem hjúkrunarfræðingur, um 10
árum seinna, rifjuðust svo upp
þessi orð ömmu. Hún vissi sann-
arlega sínu viti og þekkti okkur
barnabörnin líklega betur en við
gerðum sjálf.
Minningin um ömmu, þessa
ljúfu konu sem mótaði okkur svo
mikið, er perla sem aldrei gleym-
ist. Við minnumst hennar með
bros á vör, kærleika og síðast en
ekki síst þakklæti fyrir allt sem
hún hefur kennt okkur og gefið
með nærveru sinni.
Ella Björg og Tinna
Rögnvaldsdætur.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílar
Nýr Ford Transit 17 manna
hópferðabíll
tilbúinn í túrismann. Á frábæru verði
aðeins 5.990 þús. án vsk. miða við
hópferðaleyfi. Þegar vsk reglur brey-
tast um áramót hækkar þessi um 1
milljón í verði !
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Til leigu
Íbúðir til leigu
2 íbúðir, hæð og ris , önnur með
bílskúr. Samtals um 320 m2 á besta
stað í suðurhlíðum Kópavogs
Hentugast er fyrir einn aðila að leigja
allt og leigja svo frá sér.
en ekki skilyrði. Íbúðir í toppstandi
og allt nýmálað.
Upplýsingar h83046@gmail.com