Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 27

Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 stofuna og hefur starfað þar síðan. Hann hefur líka verið stundakennari og prófdómari við HÍ frá 2004. Lárus sat í ritstjórn Skólablaðs MR og í stjórn Listafélagsins þar, var varamaður í stjórn SUS 1989-91, í stjórn Heimdallar 1990-91, í rit- stjórn Stefnis 1989-91 og sat í stjórn félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi 1989-92. Hann var ritari stjórnar körfuknattleiksdeildar Vals 1990-91 og formaður deildarinnar 1991-92, gegndi svo aftur stjórnar- störfum fyrir körfuknattleiksdeild Vals 2004-2012 og var formaður deildarinnar 2007-2011. Hann tók sæti í stjórn Körfuknattleiks- sambands Íslands 2013, situr í móta- nefnd sambandsins, sat í stjórn for- eldrafélags Austurbæjarskóla 2010-2014 og í skólaráði Austurbæj- arskóla frá 2014. Þá hefur hann setið í stjórn lestrarfélagsins Krumma frá stofnun árið 2004. Lárus hefur verið sæmdur silfur- merki Vals, gullmerki Vals og silfur- merki Körfuknattleikssambands Ís- lands. Og hvað gerir svo Lárus þegar hann er ekki á Hagstofunni? „Á veturna tek ég þátt í að halda utan um meistaraflokka körfubolta- deildar Vals og vinn að uppbyggingu körfuboltans á vegum Körfuknatt- leikssambands Íslands. Á sumrin erum við fjölskyldan mikið á Grenivík og á Langanes- ströndinni þar sem fjölskyldur okk- ar hjóna eru með aðstöðu. Þar njót- um við útiveru og förum í veiði.“ Fjölskylda Eiginkona Lárusar er Anna Krist- ín Jónsdóttir, f. 13.5. 1965, frétta- maður hjá RÚV. Foreldrar hennar eru Laufey Þorbjarnardóttir, 14.4. 1941, húsfreyja, og Jón Sigurðsson, 17.4. 1941, fyrrv. bankastjóri. Börn Lárusar og Önnu Kristínar eru Laufey Blöndal, f. 6.2. 1992, nemi í ensku og málvísindum við HÍ; Benedikt Blöndal, f. 5.10. 1993, nemi í stærðfræði við HÍ og stærð- fræðikennari við MR; Guðrún Blön- dal, f. 12.2. 2000, grunnskólanemi. Systkini Lárusar eru Karl Blön- dal, f. 6.11. 1961, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, búsettur í Reykja- vík, og Anna Ben. Blöndal, f. 8.12. 1968, leikskólakennari, búsett á Sel- tjarnarnesi Foreldrar Lárusar: Guðrún Karlsdóttir, f. 14.9. 1936, húsfreyja í Reykjavík, og Benedikt Blöndal, f. 11.1. 1935, d. 22.4. 1991, hæsta- réttardómari. Úr frændgarði Lárusar Blöndal Lárus Blöndal Guðrún Jósefsdóttir húsfr. í Rvk Jón Brynjólfsson skósm. og kaupm. í Rvk Anna Margrét Jónsdóttir húsfr. í Rvk Karl Kristinsson forstj. í Rvk Guðrún Karlsdóttir húsfr. í Rvk Kristjana Elínborg Jónsd. húsfr. í Rvík Kristinn Magnússon skipstj. í Rvík Kristinn Karlsson félagsfræðingur Magnús Jónsson forstj. leðurverzl. Jóns Brynjólfssonar Jón Gunnar Zoëga hrl. og fyrrv. form. Vals Björn Zoëga framkvæmdastj. Nexcode og form. Vals Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Sveinn Benediktsson framkvæmdastj. Ólöf Benediktsdóttir framhaldsskólakennari Guðrún Benediktsdóttir húsfr. í Rvík Kristín Blöndal kennari Haraldur Blöndal lögfræðingur Ragnhildur Blöndal bókavörður á Íþöku Margrét H. Blöndal myndlistarmaður Lárus Ari Knútsson stjórnmálafræðingur Guðrún Pétursdóttir frá Engey, kvenréttinda- frömuður Benedikt Sveinsson alþm. og ritstj. í Rvík Kristjana Benediktsdóttir húsfr. í Rvk (seinni kona Lárusar og stjúpmóðir barna hans: Margrét Ólafsdóttir) Lárus H. Blöndal Alþingisbókavörður Benedikt Blöndal hæstaréttardómari Margrét Auðunsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Haraldur Blöndal ljósmyndari á Eyrarbakka Björn Bjarnason fyrrv. alþm Benedikt Sveinsson hrl. og fyrrv. stjórnarform. Guðrún Guðjónsdóttir kennari Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur Lárus Árnason viðskiptafræðingur Kristjana Stella Blöndal dr. í uppeldisfræði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Ingunn Rán Kristinsdóttir þroskaþjálfi Bertel Thorvaldsen mynd-höggvari fæddist 19.11.1770. Hann er talinn fæddur í Kaupmannahöfn en sú sögn var lengi lífseig í Skagafirði að hann hefði fæðst á eða við Hofsós, er for- eldrar hans voru að heimsækja æskuslóðir föður hans. Foreldrar Bertels voru Gottskálk Þorvaldsson, tréskurðarmeistari í Kaupmannahöfn, fæddur á Reyni- stað í Skagafirði en alinn upp á Miklabæ í Blönduhlíð, og k.h., Karen Degnes frá Jótlandi. Gottskálk sigldi til Kaupmanna- hafnar árið sem hann fermdist, lærði þar tréskurð og bjó þar síðan. Bertel þótti snemma afburða- teiknari, hóf nám í fríhendisteikn- ingu í undirbúningsdeild Fagurlista- skólans í Kaupmannahöfn 1781, vann fljótlega til verðlauna í skól- anum og hlaut síðan öll verðlaun sem þar voru veitt, síðast hin svo- kölluðu stóru gullverðlaun, árið 1793. Þeim verðlaunum fylgdi utan- fararstyrkur sem varð til þess að hann fór til Rómar 1796 og starfaði þar til 1838. Bertel vann högg- myndir í nýklassískum hetjustíl og varð brátt virtasti og eftirsóttasti myndhöggvari Evrópu. Á meðal þekktari verka hans má nefna stytt- urnar af Nicolaus Copernicusi og Jó- zef Poniatowski í Varsjá, styttuna af Maximilian I. í München og minnis- merkið um Píus páfa VII. í St. Pét- urskirkjunni í Róm. Er Bertel sneri heim til Kaup- mannahafnar, 1838, og var honum tekið sem þjóðhetju. Thorvaldsen- safninu var fundinn staður við hlið- ina á Christiansborgarhöll og er hann lést var hann borinn til grafar í húsgarði safnsins. Bertel gaf Dómkirkjunni í Reykjavík skírnarfont kirkjunnar 1838. Árið 1874 gaf Kaupmanna- hafnarborg Reykjavík fyrstu myndastyttu bæjarins, sjálfslíknesi Bertels sem stóð lengi á Austurvelli en er nú í Hljómskálagarði. Þá voru skreytingar eftir hann á gamla Reykjavíkurapóteki við vestan- verðan Austurvöll, enda heitir strætið þar Thorvaldsensstræti. Bertel lést 24.3. 1844. Merkir Íslendingar Bertel Thor- valdsen 90 ára Halla S. Jónatansdóttir 85 ára Hörður Viktor Jóhannsson Sigurjón Helgason 80 ára Bjarni Kristjánsson Ívar Kolbeinsson María Margrét Einarsdóttir Þórir Kristinsson 75 ára Gary Allen Severe Guðfríður G. Jónsdóttir Guðlaugur H. Helgason Karl Vignir Dyrving 70 ára Edda Árnadóttir Eiríkur Örn Kristjánsson Elísabet Bjarnadóttir Eyjólfur Friðgeirsson Haraldur Friðriksson Jórunn Jörundsdóttir Kristján B. Þórarinsson Ólafur K. Óskarsson Rannveig Agnethe J. Óskarsdóttir Þórir Jensen 60 ára Bjarni Jónas Jónsson Daði Örn Jónsson Einar Ólafur Haraldsson Guðmundur Ingason Jakob Gunnarsson Kamilla Suzanne Kaldalóns Óskar Óli Jónsson Ragnheiður A. Gunnarsdóttir Rúnar Geirmundsson Vilhelmína I. Eiríksdóttir 50 ára Arnar Matthíasson Árni Stefánsson Bjarni Þór Ólafsson Davíð Sigurðsson Fjóla Karlsdóttir Waldorff Helga Sigfríður Snorradóttir Kristjana E. Guðlaugsdóttir Stefán Ingi Óskarsson Zdzislaw Antoni Podsiadlo Þórhalla Guðbjartsdóttir 40 ára Alicja Kolakowska Auður Ásgeirsdóttir Erna Ragnhildur Gísladóttir Fífa Lísa Óskarsdóttir Gaukur Garðarsson Heiðrún Gunnarsdóttir Kjartan Hafsteinn Óskarsson Kristín Björk Hermannsdóttir Kristjana Jenný Ingvarsdóttir Nanna Baldvinsdóttir Ólafur Kristján Ragnarsson Patrycja Wodkowska 30 ára Elwira Katarzyna Kolakowska Jóhann Hermann Ingason Kolbrún Sigurðardóttir Málmfríður Sigurðardóttir Þorbjörg Daphne Hall Til hamingju með daginn 30 ára Matthildur ólst upp á Akureyri, lauk sveinsprófi í klæðskurði 2012, í kjólaklæðskurði 2013, vinnur í Vogue og saumar á eigin vegum. Maki: Einar Kristinsson, f. 1982, viðskiptafræðingur og sálfræðinemi. Stjúpsynir: Víkingur, f. 2002, og Róbert, f. 2005. Foreldrar: Benedikt Þór- isson, f. 1953, bifvélavirki, og Elínborg Birna Stur- laugsdóttir, f. 1952, húsfr. Matthildur B. Benediktsdóttir 40 ára Ólafur ólst upp í Ólafsvík, býr í Hafnarfirði, er húsasmíðameistari og er nú sjómaður á frysti- togara. Maki: Steinunn Rut Æg- isdóttir, f. 1976, húsfreyja. Börn: Arnar Logi, f. 1993; Sonja Lára, f. 1995, Krist- ín Sólborg, f. 2000, og Margrét Líf, f. 2010. Foreldrar: Ingi Arnar Pálsson, f. 1952, og Krist- ín Sólborg Ólafsdóttir, f. 1954, d. 1999. Ólafur Ragnar Ingason 30 ára Elísabet ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MSc-prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ og starfar hjá Terra Nova. Maki: Ólafur Jónsson, f. 1981, bankastarfsmaður. Börn: Bjarki Leó Ólafs- son, f. 2010, Laufey Katla Ólafsdóttir, f. 2012, og Hekla Karen, f. 2014. Foreldrar: Ragna Har- aldsdóttir, f. 1958, og Leó Jónsson, f. 1958. Elísabet Eydís Leósdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Gómsætt og girnilegt konfekt Ensk jólakaka, lagkaka Stollen Gjafakörfur með ýmsu góðgæti Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Gómsætar jólagjafir Jólakonfektkaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.