Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Heiðraðu dagdraumana. Fólk heldur
áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og
diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér hlýnar um hjartaræturnar í sam-
tölum þínum við aðra í dag. Sá sem biður þig
ráða sækist eftir viðurkenningu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að fá aukið svigrúm svo
þú náir að einbeita þér að þeim verkefnum
sem fyrir liggja. Gakktu frá þessum málum
og stefndu ótrauður fram á við.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er erfitt að mynda sér einhverja
skoðun þegar aðeins liggja fyrir brot af upp-
lýsingum. Taktu hlutina fastari tökum og
rannsakaðu nánar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leit þín að ást ber árangur. Láttu ekki
mannalæti blekkja þig heldur sjáðu í gegnum
þau og hagaðu þér eftir efnum og að-
stæðum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Æðri máttarvöld ýta þér út á ystu nöf
í sjálfsuppgötvuninni. Fólk í kringum þig
dregur rangar ályktanir og telur sig svo geta
treyst þeim.
23. sept. - 22. okt.
Vog Töfrar verða til hvar sem er og hvenær
sem er ef þú ert með einhverjum sem þér
líkar ákaflega vel við. Geymdu samt öll
fagnaðarlæti þangað til málið er komið í
höfn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Kurteisi kostar ekkert og er
sjálfsögð hvernig sem á stendur og hver sem
í hlut á. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær
að þú þarft að standa fyrir máli þínu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að láta athafnir fylgja
orðum þínum svo að þú fáir ekki þá einkunn
að þig sé lítið sem ekkert að marka. En
gættu þess að færast ekki of mikið í fang.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ímyndunaraflið er af hinu góða ef
menn kunna að hafa á því hemil og gera
greinarmun á draumi og veruleika. Festu alla
lausa enda.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Áföll eru óhjákvæmilegur hluti af
lífinu en það eru viðbrögðin sem gera mann
einstakan. Fólk er hjálplegt í þinn garð núna,
nýttu meðbyrinn og þiggðu það sem þér er
rétt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nýir vinir eru á næsta leiti. Hér kem-
ur gamaldags hugmynd: Labbaðu um með
vini og léttu á hjarta þínu. Vertu opinn fyrir
nýjum tækifærum.
Heimildarmynd um Þórð Halldórs-son frá Dagverðará eftir Kára G.
Schram verður frumsýnd í Bíó Para-
dís á föstudag. Víkverji hefur ekki séð
myndina, en í stiklu á netinu má
heyra sænska stórleikarann Max von
Sydow lýsa því að hann sé á leið í
heimsókn til Þórðar. Forvitni Vík-
verja er vakin.
x x x
Þórði frá Dagverðará var margt tillista lagt. 1925 réð hann sig á tog-
ara og lenti í sínum fyrsta túr í Hala-
veðrinu mikla, sem stóð í tvo sólar-
hringa og komu togararnir meira og
minna laskaðir til hafnar, „flestir
þeirra tilsýndar eins og fljótandi haf-
ísjakar, þaktir samfelldri klaka-
brynju frá sigluhún niður í þilfar“,
eins og sagði í blaðinu Víkingi. 68 Ís-
lendingar og sex Englendingar fórust
í óveðrinu. Þórður átti eftir að stunda
sjóinn í þrjá áratugi. Þegar haldið var
upp á aldarafmæli Þórðar 2005 sagði
Reynir Ingibjartsson, einn af stofn-
endum Hollvinasamtaka Þórðar, að
hann hefði haft sérstakt náttúruskyn,
skynjað hluti sem við almennt skynj-
um ekki og það hefði margsinnis
bjargað honum úr háska: „Frægast
var þegar hann batt sig upp í siglutré
í Ólafsvík fyrir rúmum 50 árum,
þegar bátur sem hann var á slitnaði
upp og strandaði fyrir utan. Það skil-
ur í rauninni enginn enn í dag hvernig
tókst að bjarga honum í þessu ofsa-
veðri.“
x x x
Þórður var refaskytta og veiði-maður á landi og eftir að hann
hætti á sjónum fór hann að yrkja og
mála. Hann gaf út nokkrar ljóða-
bækur og hélt fjölda málverkasýn-
inga. Þórður var einnig áhugamaður
um ölkelduvatn og trúði að það hefði
lækningamátt. Vildi hann stofna
heilsuhæli á Lýsuhóli á Snæfellsnesi.
Síðast en ekki síst var hann mikill
sögumaður og taldi hann til sérstakra
mannkosta að rengja aldrei sögu.
x x x
Víkverji hlakkar til að sjá heimild-armynd Kára um þennan merki-
lega og forvitnilega mann, ekki síst til
að sjá hvernig hann fylgir eftir stór-
góðri heimildarmynd sinni, Blikkið,
um sögu Melavallarins.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þú, Drottinn, ert góður og fús til að
fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem
ákalla þig. (Sálmarnir 86:5)
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Sigrún Haraldsdóttir skrifaði „tiltrafala“ í Leirinn á sunnu-
daginn, en í blaðaskrifum hafði þess
verið getið að unnið væri að því að
„þróa orlofsbrjóst“:
Hún Bára við brjóstin slóst,
sú barátta á langinn dróst,
það för hennar tafði
að fengið sér hafði
ólukkans orlofsbrjóst.
Sigrún hafði orð á því að leg-
steinar hefðu verið auglýstir – „ég
tók svo sem ekki vel eftir auglýsing-
unni að öðru leyti en því að þar stóð;
„allt innifalið“:
Líkklæði og legsteinar,
leiði og sálmagjálfur,
innifalið allt er þar,
einnig dauðinn sjálfur.“
Davíð Hjálmar Haraldsson rifjaði
þá upp að „fyrir fjölmörgum árum
las ég grein eftir lærðan mann um
Austurlönd. Í greininni kom m.a.
fram að úlfaldahirðar settu
apríkósusteina upp í legið á kven-
úlföldum og kæmu þannig í veg fyr-
ir ótímabæran getnað. Síðan hef ég
ekki getað tekið mér orðið legsteinn
í munn og alls ekki ort þar um“.
Ekki lét Skírnir Garðarsson það
á sig fá en sagði:
Ef undir torfu auðnast leg
þér, engu skaltu kvíða,
úr apríkósukassa ég,
mun kross á leiðið smíða.
Sigrún Haraldsdóttir svaraði að
bragði:
„Krossinn skrýtna þigg ég þann
þægara svo verða megi
fyrir sjálfan frelsarann
að finna mig á efsta degi.
Það fer að verða tilhlökkunarefni
að deyja, alla vega fyrir aðstand-
endur mína.
Fyrir nokkrum árum lofaði sr.
Hjálmar að jarða mig fyrir lítið og
ef svo sr. Skírnir klambrar þessum
krossi saman þá verður þetta hin
besta skemmtun.
Læt hér fylgja vísuna sem
Hjálmar orti:
Sigrún, er færðu þinn framtíðarstað,
fábreytt mun allt og skrýtið.
Og ég skal koma þar jafnvel að
og jarða þig fyrir lítið.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af orlofsbrjóstum
og apríkósukassa
Í klípu
„HANN ER NÚ ÞEGAR VIÐSKIPTAVINUR
OKKAR. ÞÚ VARST RÁÐINN TIL ÞESS AÐ
FÆRA OKKUR NÝ VIÐSKIPTI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ERTU MEÐ EITTHVAÐ ÓSKALAG SEM ÞÚ
VILT AÐ ÉG STÝRI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... blíð augnablik, saman.
GRAF
GRAF
GRAF
GRAF
MMMMM
ÝLF! ÝLF! ÝLF!
ÝLF! ÝLF! ÝLF!
ÞAÐ ER
STRÍÐ
Í DAG VIL ÉG RÆÐA
RÉTTA MEÐHÖNDLUN VOPNA
VIÐ YKKUR!
ÞAÐ ER
NAUÐSYNLEGT
AÐ HAFA
ÚTBÚNAÐINN
ALLTAF Í GÓÐU
LAGI!
ÞANNIG AÐ ÞIÐ MEGIÐ ALDREI,
ALDREI, ALDREI NOTA SVERÐIN
YKKAR...
... TIL ÞESS AÐ SMYRJA
HNETUSMJÖRI OG SULTU Á
TEKEX!