Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar
7
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal-H.S., MBL
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
L
DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:40-8-10:20
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30
JOHN WICK Sýnd kl. 10:10
BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 8
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
-T.V. - Bíóvefurinn.is
Hörku spennumynd
Keanu Reeves
Þorgrímur Þráinsson ernæmur á sálarlíf ung-linga sem sannast einnabest á því hversu mikilla
vinsælda bækur hans njóta. Hann
kann nefnilega þá list að tala til
ungra lesenda á máli sem þeir
skilja og þá um hluti sem skipta
þá máli, án þess þó að tala niður
til lesandans. Hjálp er gott dæmi
um það, bók sem segir sannfær-
andi sögu af unglingum sem lenda
í ævintýralegum erfiðleikum,
mátulega spennandi og mátulega
óhugnanleg þar sem (nánast) allt
fer vel að lokum.
Bókin hefst þar sem ungmenni
halda á jeppa frá Egilsstöðum
seint að kvöldi í leit að volgru til
að baða sig í á Jökuldalsheiði.
Þegar þau eru á
heimleið er þeim
rænt af grímu-
kæddum ofbeld-
ismönnum og
flutt með hraði
til móts við
óhugnanleg ör-
lög. Atburðarásin
er að mestu hröð
og spennandi
þótt hún detti nokkuð niður á köfl-
um þegar Þorgrímur kafar í hug-
skot ungmennanna og á stundum
finnst manni sem hann sé ekki al-
veg viss hvað hann eigi að gera
við allar persónurnar, þær eru
kannski fullmargar. Að því sögðu
þá eru þær forvitnilegar hver fyrir
sig og sannfærandi. Það er helst
að manni finnist hlutverk og hegð-
un Kesang ótrúverðug en smám
saman kemur í ljós hvað rekur
hana áfram þó að saga hennar sé
aldrei sögð almennilega.
Í bókinni tæpir Þorgrímur á
erfiðum siðferðisspurningum og
grafalvarlegu málefni sem verður
æ áleitnara. Þótt hann sé ekki að
predika sýnir hann vel óhugnaðinn
sem býr undir viðurstyggilegum
viðskiptum.
Morgunblaðið/Golli
Spenna „Þorgrímur Þráinsson kann þá list að tala til ungra lesenda á máli
sem þeir skilja og þá um hluti sem skipta þá máli,“ segir í gagnrýni um Hjálp.
Til móts við
óhugnanleg örlög
Unglingabók
Hjálp bbbnn
Eftir Þorgrím Þráinsson.
Mál og menning gefur út. 208 bls.
ÁRNI MATTHÍASSON
BÆKUR
Ný útgáfa af hinu sögufræga lagi
Band Aid-hópsins „Do They Know
It’s Christmas?“ rokseldist í forsölu
á netinu eftir að fríður hópur heims-
kunnra tónlistarmanna frumflutti
hana í hæfileikaþættinum X-Factor
á ensku sjónvarpsstöðinni ITV
sunnudagskvöldið sl. Á örfáum mín-
útum nam salan einni milljón sterl-
ingspunda, jafnvirði um 194 milljóna
króna. Allur ágóði af sölu á laginu
rennur til baráttunnar gegn út-
breiðslu ebólu. „Do They Know It’s
Christmas?“ var fyrst gefið út árið
1984 til styrktar baráttunni við
hungursneyð í Eþíópíu. Írski tónlist-
armaðurinn Bob Geldof er upphafs-
maður og skipuleggjandi Band Aid-
verkefnisins og meðal þeirra sem
sungu lagið að þessu sinni eru One
Direction, Bono, Chris Martin, Pal-
oma Faith og Sinead O’Connor.
Milljón pund á örfáum mínútum
AFP
Baráttumaður Bob Geldof umsetinn fjölmiðlafólki og forvitnum vegfarend-
um við hljóðver í Lundúnum þar sem lagið var tekið upp, 15. nóvember sl.
vera með proggpopp líka,“ segir Þor-
valdur.
– „Æðislegt“ er einmitt í mínum
eyrum diskólag …
„Já, það byrjaði svolítið þannig en
svo þegar Eyþór Ingi kom og tók lag-
ið mitt, braut það í tvennt og límdi
saman við sitt lag, án þess að spyrja
mig, þá fór það einhvern veginn frá
glamrokki yfir í diskó. Það finnst mér
mjög skemmtileg stökkbreyting,“
segir Þorvaldur og hlær.
Tónlist sem fer í ferðalög
Hvað þátt Andersons og Hacketts
varðar, hvort hann hafi breytt tónlist
Todmobile að einhverju leyti, segir
Þorvaldur Bjarni að erfitt sé að meta
það. „Við finnum kannski frekar
ákveðinn samhljóm með þessum
meisturum, hjartað slær á svipuðum
nótum hvað varðar stíl og áhuga á
tónlist sem leyfir sér að fara í svolítil
ferðalög. Eins og þú heyrir á „Wings
of Heaven“ með Anderson er þetta
bókstaflega orðið sinfónískt. Hans
hjarta slær svolítið þar líkt og mitt.“
– Það hefur verið mikill kraftur í
hljómsveitinni undanfarna mánuði …
„Já og ég held að sá kraftur heyrist
í fyrstu tveimur lögunum á plötunni
og það er nú það sem okkur langar að
geisla út; lífsorka, kraftur og gleði,“
segir Þorvaldur.
Todmobile heldur tónleika með
Hackett í Eldborg á næsta ári, 16.
janúar, og þegar blaðamaður ræddi
við Þorvald, á útgáfudegi plötunnar,
var hann á tónleikaferð um landið
með Todmobile og fjöldi tónleika
framundan. Hægt er að fylgjast með
ferðum Todmobile og fréttum af
hljómsveitinni á facebooksíðu hennar:
facebook.com/todmobile.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Eldborg Frá tónleikum Todmobile og Jon Anderson, sem hér sést með
Þorvald Bjarna brosandi í bakgrunni, í Eldborg í nóvember í fyrra.