Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Segist hafa lent í ánni 2. „Borgaðu mér og nauðgaðu…“ 3. Lést við rjúpnaveiðar 4. Hvar felur þú 120 tonna þotu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Endurútsetning tónskáldsins og söngvarans Bigga Hilmars á laginu „Imagine“ eftir John Lennon hefur verið gefin út í Bandaríkjunum hjá fyrirtækinu Pusher Music. Biggi samdi einnig nýverið tónlist við kynn- ingarstiklu nýrrar sjónvarpsþátta- raðar HBO-kapalstöðvarinnar, Olive Kitteridge, sem Frances McDormand og Bill Murray leika í ásamt fleiri þekktum leikurum. Ljósmynd/María Kjartansdóttir „Imagine“ í útsetn- ingu Bigga gefið út  Leikritið The Heart of Robin Hood, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, fær fullt hús stiga hjá gagnrýnanda kanadíska dagblaðsins Winnipeg Free Press, fimm stjörnur af fimm mögu- legum. Verkið er sýnt í Royal Mani- toba Theatre Centre í Manitoba fram til 6. desember og höfundur þess er enska leikskáldið David Farr. Í gagn- rýni Winnipeg Free Press segir m.a. að heimkynni Hróa hattar séu töfr- andi staður og að leikstjórn Gísla sé kraftmikil og hugvitssamleg. Er í því sambandi nefnd grasi þakin renni- braut sem leikarar nota til að renna sér inn í ólík atriði verksins og kaðlar sem leikarar renna sér á niður á svið- ið, líkt og e.k. „miðaldasérsveit“. Rýnir segir sýninguna bráðskemmti- lega leikhúsupplifun og fulla af óvæntum uppákomum. Þá fær Börk- ur Jónsson einnig hrós fyrir hönnun leik- myndar sem gagn- rýnandi líkir við leik- völl. The Heart of Robin Hood verður sett upp í Toronto skömmu fyrir jól og á Broadway í New York í vor. Hrói í Manitoba fær fullt hús stiga SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, en 13-18 á norðanverðu Snæfellsnesi. Mun hægari vindur vestantil í kvöld. Þurrt og bjart nyrðra og eystra, annars súld eða dálítil rigning. VEÐUR „Ég fékk frábærar móttökur hjá stelpunum í landsliðinu svo mér hefur gengið vel að komast inn í hópinn,“ sagði Steinunn Hansdóttir, lands- liðskona í handknattleik. Hún flutti fjögurra ára til Danmerkur og kveðst engan hafa þekkt í landsliðinu áð- ur en hún mætti á fyrstu æfingu í vor, eftir óvænt símtal. Hún er í landsliðs- hópnum fyrir komandi leiki í undankeppni HM. »4 Þekkti engan á fyrstu æfingunni Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, verð- ur enn einn Íslendingurinn sem gerist leikmaður danska félagsins Sönder- jyskE. „Sönder- jyskE hefur haft gríðarlega góða reynslu af Íslendingum og maður græðir kannski á því núna en ekki þegar maður mæt- ir á svæðið. Þá þarf mað- ur auðvitað að standa sig,“ segir Baldur sem samdi við danska fé- lagið frá og með næstu ára- mótum. »2-3 SönderjyskE hefur góða reynslu af Íslendingum Vonir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik um að komast „bak- dyramegin“ á HM í Katar eru orðnar sáralitlar. Í gær hættu Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin við að sniðganga mótið og sóttu um að fá sæti sín að nýju. Formaður HSÍ segir nær öruggt að það gangi eftir. HSÍ leitar enn réttar síns eftir að Þýskaland fékk sæti Ástralíu. »1 Öllum bakdyrum á HM í Katar verið læst? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er virkilega góður brauð- réttur, þar sem niðursoðnar ferskjur kallast skemmtilega á við beikon og skinku,“ segir Jóhannes Ásbjörns- son um leið og hann sleikir út um á heimili hjónanna Gerðar Unndórs- dóttur og Vilhjálms Einarssonar á Egilsstöðum. „Ekkert sameinar fólk betur en heitur brauðréttur.“ Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes eru aftur á leiðinni í loftið. Að undan- förnu hafa verið tilraunaútsendingar hjá útvarpsstöðinni K100 á Egils- stöðum og í gær flugu Simmi og Jói austur með aðalstykkið í sendinn og nú er allt tilbúið fyrir fyrstu útsend- ingu þáttarins Simma og Jóa á föstu- dagsmorgun. „Þetta er fáránlega skemmtilegt,“ segir Simmi um þáttagerðina í útvarpinu. „Það togar í mann að byrja aftur enda er þetta ávanabindandi og við söknuðum þess.“ Jói tekur í sama streng og leggur áherslu á að þótt yfirskinið hafi verið að fara með sendinn austur hafi að- alatriðið verið að koma við hjá Gerði og Vilhjálmi í Útgarði og smakka brauðrétt, sem hann hafi reyndar óskað eftir að fá við komuna. Rétt eins og hann hafi lagt mikið upp úr því að Gerður væri fastur liður í út- varpsþáttunum eins og í fyrri þátt- um. Útvarpsþáttur þeirra var áður á laugardagsmorgnum. Þeir segja breytinguna viðbrigði. „Aðalatriðið er að þetta sé létt og aðgengilegt og svolítið heimilislegt,“ segir Jói. Á þekktum nótum Pálmi Guðmundsson, forstöðu- maður ljósvakamiðla Skjásins, fékk piltana til þess að snúa aftur í útvarp en þeir voru áður með vinsælan, samnefndan þátt á Bylgjunni í fimm ár. Simmi segir að þeim hafi þótt hugmyndin fjarstæðukennd í byrjun en síðan hafi þeir ákveðið að kýla á þetta. Þátturinn verður byggður upp á svipaðan hátt og áður. Hann verður í loftinu í beinni útsendingu á föstu- dögum kl. 9-12 og endurfluttur á sama tíma daginn eftir. Félagarnir gera upp fréttir vikunnar með sínu nefi og leika sér að þeim málefnum sem koma upp hverju sinni. Gerður Unndórsdóttir verður á sínum stað og þeir halda áfram að semja nýja texta við þekkt dægurlög. Atriðið hver er maðurinn? heldur áfram rétt eins og söngljóðalesturinn, þar sem íslenskir dægurmálatextar eru brotnir til mergjar. „Við höfum líka þróað með okkur nýja dagskrárliði sem byggjast á leikgleði,“ segir Simmi. Brauðréttur fyrir útsendingu  Simmi og Jói aftur í loftið og nú á K100 Skjásins Ljósmynd/Sigga Lund Kræsingar Gerður Unndórsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson hvíla sig á milli rétta. Gerður Unndórsdóttir varð við ósk Jóhannesar Ásbjörnssonar um að gefa honum brauðtertu við kom- una. „Hún er best splunkuný úr ofninum,“ sagði hún rétt áður en Sigmar og Jóhannes mættu í Út- garð í gær. Þáttur Simma og Jóa á K100 hefst á föstudag. Tíðnisvið K100 í Reykjavík, á Suðurlandi, Ísafirði og Egilsstöðum er FM 100.5. Á Ak- ureyri er tíðnin FM 93.3 og FM 101.5 í Bolungarvík. Gerður sér um ljóðalesturinn í þættinum enda lagði Jói áherslu á að sendir yrði settur upp á Egilsstöðum til þess að hún gæti hlustað á þáttinn. „Þetta eru skemmtilegir strákar og ég er glöð ef þeir geta notað mig eitthvað,“ segir Gerður, sem getur samt ekki verið í fyrsta þættinum. „Ég verð tilbúin í næstu viku,“ segir hún og að sjálfsögðu hlæjandi. Sér um ljóðalesturinn SENDIRINN SETTUR UPP FYRIR GERÐI UNNDÓRSDÓTTUR VEÐUR » 8 www.mbl.is Á fimmtudag Sunnan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-15 vestast. Bjart veður á Norður- og Austurlandi, en annars dálítil væta með köflum. Hiti yfirleitt 2 til 8 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.