Málfríður - 15.10.2008, Qupperneq 11

Málfríður - 15.10.2008, Qupperneq 11
MÁLFRÍÐUR 11 Ég  vissi  ekki  alveg  við  hverju  átti  að  búast  þegar  ég  lagði  að  stað  til  Danmerkur  einn  sólbjartan  júnímorgun  þann  18.  júní  síðastliðinn.  Ég  hafði  skömmu  áður  ráðið  mig  sem  dönskukennara  við  Verzlunarskóla  Íslands  og  ákvað  að  slá  til  þegar  mér  bauðst  að  fara  á  námskeið  fyrir  dönskukenn- ara í Danmörku. Ég þekkti aðeins til tveggja kvenna  í  hóp  þeirra  tuttugu  og  einnar  sem  voru  að  fara  á  námskeiðið  en  annars  hafði  ég  ekki  hugmynd  um  hvers  konar  hóp  ég  var  að  fara  með,  enda  nýliði  að stíga sín fyrstu skref sem dönskukennari í fram- haldsskóla. Strax í Leifsstöð fann ég á mér að þetta  yrði  góður  hópur  sem  yrði  ekki  erfitt  að  kynnast.  Þegar við vorum lentar í Kóngsins Köben var ferð- inni haldið áfram með öðru flugi til Álaborgar en þar  voru fyrstu fjórir dagar námskeiðsins  haldnir. Ferðalagið gekk vel og hvert  skref var vandlega skipulagt.  Í Álaborg var vel tekið á móti okkur  á  Park  hótel,  þar  sem  við  gistum  og  eftir  að  hafa  komið  okkur  fyrir  fórum  við  út  að  kanna  bæinn,  enda  margar  í  hópnum  að  koma  þangað  í  fyrsta  sinn.  Jette  Dige  Pedersen,  sem er annar tveggja skipuleggjenda  námskeiðsins,  gekk  með  okkur  um  miðbæinn  en  hún  er  frá Álaborg  og  þekkir þar hvern krók og kima. Strax  þetta  fyrsta  kvöld  má  segja  að  við  höfum  byrjað  að  kynna  okkur  ungl- ingamenningu þegar við  fórum með  Jette  á  kaffe  Tusindfryd  (1000fryd)  sem  er  menn- ingarmiðstöð  ungs  fólks  og  er  haldið  uppi  af  not- endum. Allir sem vinna þar gefa vinnu sína og þar  eru haldnir tónleikar og annars konar uppákomur.  Staðurinn er bæði hippalegur og drungalegur með  gömlum sófum og veggirnir eru þakktir plakötum.  Það var  eitthvað magnað við andrúmsloftið  inni á  Tusindfryd  og  sumar  okkar  stigu  þar  dans.  Unga  fólkið  á  barnum  var  eflaust  svolítið  hissa  að  sjá  okkur  þarna  inni,  en  svona  kynnist  maður  ungl- ingamenningu. Með því að sækja hana heim. Næsta  dag  hófst  námskeiðið  fyrir  alvöru  og  við  fengum  til okkar Anker Gemzöe prófessor við Háskólann í  Álaborg. Hann hélt fyrirlestur um bókina Nordkraft  og  samnefnda  bíómynd  sem  fjallar  um  ungt  fólk  í Álaborg.  Eftir  fyrirlesturinn  fór  hann  með  okkur  í  göngu  um  miðbæinn  þar  sem  hann  sagði  okkur  sitthvað um sögu bæjarins. Hann sýndi okkur bæði  staði sem komu fyrir í Nordkraft og eins aðra sögu- fræga staði. Eftir  hádegi  þennan  dag  fórum  við  í  heimsókn  í  Háskólann  í  Álaborg.  Þar  tók  á  móti  okkur  Lise  Holmgaard,  námsráðgjafi  við  skólann,  og  kynnti  fyrir okkur þá miklu möguleika sem skólinn hefur  upp  á  að  bjóða.  Hún  sagði  okkur  einnig  hvernig  þeim  fjölmörgu  Íslendingum  sem  koma  í  skólann  gengi að fóta sig. Íslendingarnir eru flestir ekki mjög  góðir í dönsku þegar þeir koma í skólann en mun- Guðrún Rannveig Stefánsdótt­ ir kennir dönsku við Verzlunar­ skóla Íslands Guðrún Rannveig Stefánsdóttir Guðrún Rannveig Stefánsdóttir Læring og litteratur – kunst og kultur Umsjónarmenn námskeiðsins voru: Jette Dige Pedersen og Ingibjörg S. Helgadóttir.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.