Selfoss - 06.11.2014, Qupperneq 4

Selfoss - 06.11.2014, Qupperneq 4
4 6. Nóvember 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 21. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! myndin er af Fésbókarsíðu Jarðstrengja. Samtal náttúrunnar við sköpunarkraft mannsins Útilistaverk Halldórs Ásgeirssonar vígt að Borg. Á Safnahelgi var sérstætt útilistaverk eftir Halldór Ásgeirsson vígt að Borg í Grímsnesi, en það var unnið fyrir fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og styrkt af Listskreytingasjóði rík- isins. Verk eftir Halldór eru einnig á sýningu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Verkið á Borg samanstendur af hringlaga flöt sem er í heild tíu metr- ar í þvermál með hraunsteini fyrir miðju sem er um það bil tveir metrar á hæð og breidd. Hraunsteinninn er fenginn úr námu í Seyðishólum í næsta nágrenni við Borg. Hluti hraunsins var logsoðinn á staðnum og umbreyttist við það í svartgljá- andi glerung. Fjöldi manns fylgdist með þegar listamaðurinn mundaði logsugutækið við vígsluna. Verkið endurspeglar kulnaðan jarðeldinn sem umlykur staðinn þar sem hraunsteinninn er fulltrúi eldfjallsins og hringlaga stéttin með máluðu táknunum stendur fyrir tungumál jarðar. Einskonar sam- tal náttúrunnar við sköpunarkraft mannsins. Börnin í Kerhólaskóla munu fá að koma með tillögur að heiti á verki Halldórs og við útskrift skólans í vor verður það afhjúpað hvaða nafn listaverkið fær. ÞHH. Mynd: Inga Jónsdóttir Nemendur þinga um skólann sinn Hvað úrbætur vilja nemendur sjá í skólamálunum? Hvað vilja íbúar að einkenni skólastarf í Grímsnes og Grafningshreppi? Íbúa- þing um skólamál verður haldið í Fé- lagsheimilinu Borg, fimmtudaginn 6. nóvember klukkan 19:30. Fyrr um daginn verður haldið samskon- ar þing fyrir nemendur á grunn- skólaaldri í sveitarfélaginu. Málefni 9. og 10. bekkjar eru sér- staklega á dagskrá. Klýfur land í tvennt eða nauðsynleg aðgerð „Erlendir ferðamenn koma ekki til Íslands til að skoða uppbyggða vegi eða há- spennumöstur,“ segir Árni Finns- son, formaður Náttúruverndarsam- taka Íslands um áform Landsnets og Vegagerðarinnar um að leggja veg og raflínur um Sprengisand. Árni telur veg og línu kljúfa landið í tvennt. Í fréttatilkynningu Landsnets segir að mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu sé í undirbúningi. Línunni milli Suður- og Norður- lands sé ætlað að bæta raforkukerfi landsins og auka flutningsgetu. „Núverandi ástand raforkuflutn- ingskerfisins er óviðunandi og það mun einungis versna og kostnaður samfélagsins aukast ef ekki verður á allra næstu árum ráðist í styrkingu og frekari uppbyggingu kerfisins,“ segir Guðmundur Ingi Ásmunds- son, aðstoðarforstjóri Landsnets í viðtali við RÚV 30. október sl. Vegagerðin og Landsnet stóðu sameiginlega að opnu húsi um matsáætlanirnar í gær (5. nóv- ember) á Hellu. Gísli Gíslason verkefnisstjóri umhverfismats Sprengisandslínu er starfsmaður Steinsholts sf. á Hellu. ÞHH Ef þig langar að smakka keppnismáltíðina „Til gamans ætlum við að gefa nokkrum vinum okkar á Face-book tækifæri til að komast í æfingakvöldverð Kokkalands- liðsins 10. nóvember. Ef þig langar að smakka keppnismáltíðina sem kokkarnir fara með á Heimsmeist- aramótið í Lúxemborg líkarðu og deilir myndinni. Þrjú nöfn verða valin sem hafa möguleika á að taka gest með sér í þriggja rétta kvöldverðinn.“ Agnasmáar bækur í agnarsmáum hillum Sýningin Álfabækur eftir Gara-son eða Guðlaug Arason er í Listagjá Bókasafns Árborgar á Selfossi. Þetta eru agnarsmáar bæk-ur og rit sem er raðað á heimilis-legan hátt í agnarsmáar bókahillur.

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.