Selfoss - 06.11.2014, Side 6

Selfoss - 06.11.2014, Side 6
6 6. Nóvember 2014 „Það er sjarminn í handverkinu,“ segir Helga í Eldstó á Hvolsvelli. Meir en tvöföld veltuaukning. „Jú það hefur gengið vel í ár og verið mikil veltuaukning á milli ára, u.þ.b. 70% í fyrra og 30% - 40% sýnist mér að hún verði í ár,“ segir Helga Ingadóttir, en hún og hennar fjölskylda reka veitinga- og gististaðinn Eldstó á Hvolsvelli. Við birtum fyrir stuttu upplýsingar um umferð á Suðurlandi og um mikla aukningu á Suðurlandi. Veltu- aukningin í Eldstó er til vitnis um að fleiri ferðamenn eru á kreiki. „Við opnuðum veitingareksturinn í mars og vorum með hann opinn fram í september fyrir almenna traffík, en núna erum við einugis með opinn veitingastaðinn fyrir hópa. Þannig verður það fram yfir áramót geri ég ráð fyrir. Gistiheimilið er opið allt árið og alltaf fullt frá júní og þangað til seinni partinn í ágúst, en þá fór aðeins að róast í þeim efnum. Núna er frekar rólegt, en engu síður var mjög góð nýting á gistiheimilinu í september. Það er alls staðar frekar rólegt í gistingum fram í mars - held ég að sé sannleikanum samkvæmt.“ Helga segir að veitingareksturinn gangi vel. „Ég held að okkur hafi gengið þokkalega að mæta þörf- um fólks í fjölbreyttum hópi gesta. Við gerum okkur far um að vera með góðar veitingar og ferskar og á sanngjörnu verði. Við leggjum líka áherslu á að umhverfi allt sé nota- legt þar sem að gestum gefst færi á að borða og drekka úr handgerðum listmunum. Við bjóðum upp á lamb, fisk, ekta nautaborgara í heimagerðu brauði, kjúklingabringur og salat, ásamt matseðli fyrir börnin á sann- gjörnu verði og auðvitað íslenska kjötsúpu. Einnig erum við með hópamatseðil.“ Það fer ekki framhja neinum sem koma í Eldstó listrænt yfirbragð á öllu. „Við erum á fullu í listinni, erum að vinna í heimildarmynd um Nytjalist og Eldfjallaglerunga og mjög bráðlega fer í gang söfnun á Karolina Fund. Við höfum fjár- magnað hana að mestu leiti sjálf, fyrir utan 300 þús. kr. styrk frá Ný- sköpunarmiðstöð. Þetta er vissulega dýrt draumaverkefni, en það er engu síður ánægjulegt að stíga þessi skref, þar sem ég tel þörf á að fjalla um list af þessu tagi á Íslandi.“ Eldstó hefur gegnt mikilvægu hlutverki. „Við höfuð verið að vinna með Eldfjallaglerunga frá árinu 2005 og höfum þróðað okkur mikið þar. Það er alltaf mjög spennt að sjá hvernig gljábrennslan hefur tekist, ekkert er gefið í þessum efnum og það er sjarminn í handverkinu.“ Nú er enn róið á ný mið: „Ég fór í Stúdíó hjá honum Pétri Hjaltested til að taka upp tónlist við myndina og verður sú tónlist ásamt öðru efni gefin út á disk á næsta ári geri ég ráð fyrir. Með mér eru Pétur Hjaltested á hljómborð og stjórn upptöku, Sigur- geir Sigmundsson á gítar og slidegít- ar, Jón Ólafsson - bassagítar, Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur og Irena Roe á fiðlu í þeim lögum sem er búið að taka upp, en það verður breytilegt hverjir spila með mér eftir lögum. Leirkerasmíði er mjög ungt fag á Íslandi, þó að það telji í árþúsund- um út í heimi. Fyrsti leirkerasmið- ur Íslendinga var Guðmundur frá Miðdal og hann er langt inn á 20. öldinni. Svo við höfum ekki mikla hefð eða þekkingu á handbragðinu, þá meina ég svona almennt, “ segir Helga Ingadóttir í Eldstó. Framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Nánari upplýsingar um starfið veita Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar SASS í s. 892 7309 og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS í s. 480 8200. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember n.k. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er öflugur samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. Á vegum samtakanna er veitt ráðgjöf í atvinnu- og menningarmálum á Suðurlandi og jafnframt veittir styrkir í þeim málaflokkum. SASS vinnur einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðaþróunar s.s verkefnið Sóknaráætlun Suðurlands. Þá sér SASS um rekstur ART teymisins sem er meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga með hegðunar- og tilfinningaraskanir. Auk þess sinnir SASS skrifstofuþjónustu fyrir byggðasamlög og samstarfsverkefni á Suðurlandi. Á vegum samtakanna starfa 12 starfsmenn. Nánari upplýsingar um SASS má finna á heimasíðu samtakanna www.sass.is og upplýsingar um Suðurland á www.sudurland.is. Helstu verkefni • Gætir almennra hagsmuna sveitarfélaganna á starfssvæði SASS í samvinnu við stjórn og er málsvari samtakanna út á við ásamt formanni stjórnar • Stjórnar daglegum störfum á skrifstofu og ber ábyrgð á starfsmannamálum og þeirri starfsemi sem undir skrifstofuna heyrir samkvæmt skipuriti og starfslýsingum • Annast fjármál og fjárhagsáætlunargerð SASS • Stýrir rekstri verkefna, s.s. almenningssamgangna og ráðgjafar í atvinnu-, menningar- og menntamálum auk verkefna sóknaráætlunar Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla er skilyrði • Frumkvæði í starfi er nauðsynlegt • Hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg • Innsýn og þekking á málefnum Suðurlands er kostur Starf framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, er laust til umsóknar ráðgjöf ráðningar rannsóknir Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225 Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í janúar 2015 eldstó er vel í sveit sett í gamla póshúsinu á Hvolsvelli. G. Helga Ingadóttir.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.