Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Síða 8
8 17. Október 2014
Úttekt
atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com
Einkarekstur hótunar-
tæki gegn kjarabótum
Vagnstjórar sem starfa fyrir undirverktaka Strætó bs. geta búist við lægri
launum en þeir sem starfa beint hjá fyrirtækinu. Nokkur hluti þeirra leiða
sem Strætó rekur í leiðakerfi sínu eru í höndum undiverktaka líkt og fyrir-
tækisins Hagvagna. Þeir starfsmenn sem þar vinna eru sumir félagsmenn
í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni en flestir eru þeir þó í Verkalýðsfélaginu
Hlíf. Blaðið hefur vitneskju um að starfsfólki og jafnvel fulltrúum Starfs-
mannafélags Reykjavíkur sé hótað útboði á störfum þeirra af hálfu Strætó
bs. fari þeir fram á bætt kjör. Hafnarfjörður og Garðabær eru báðir aðilar
að byggðasamlaginu Strætó og eiga einn fulltrúa í stjórn hvor.
40% í útboði
„Það eru um 40 prósent af akstrinum
sem eru í útboði, það er ekinn af öðrum
en okkur sjálfum. Við erum að íhuga
þessi mál núna og ég held að stefnan
sé að halda áfram að vera með allavega
hluta af akstrinum boðinn út. Það er
samt alltaf ákvörðun stjórnar hvort
farið er í útboð eða ekki,“ segir Bryndís
Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó.
- Hvert er hagræðið fyrir strætó?
„Það eru upplýsingar sem fram-
kvæmdastjórinn yrði að gefa þér,“
segir Bryndís Haraldsdóttir, stjórnar-
formaður Strætó bs. og bæjarfulltrúi
í Mosfellsbæ.
Blaðið óskaði upplýsinga um rök-
semdafærslu Strætó bs. fyrir útboði
ákveðinna leiða sem og skýringu á
þeirri pólitísku stefnumótun sem að
baki slíkum útboða er. Engin svör hafa
borist.
Geta jafnað launin
„Okkar menn falla undir kjarasamning
á almennum markaði. Aftur á móti er
Strætó í Reykjavík undir samningum
Reykjavíkur. Þótt grunnlaunin séu
lægri þá hafa hér verið borgaðir ýmsir
bónusar t.d. tjónlaus bónus og reyklaus
bónus,“ segir Kolbeinn Gunnarsson
formaður Hlífar og bætir við að eftir
greiðslu bónusanna þá séu tekjurnar
nokkuð svipaðaðar.
- Bónusar eru samt ekki jafn traust kjör
og grunntaxtar?
„Ég gerði nú einhverntíman könnun
á þessu og þá voru menn á svipuðum
stað. En það er alveg rétt og þess vegna
hef ég verið að reyna að gera kröfu um
að festa þetta inn í kjarasamninginn.
Það hefur bara gengið frekar hægt. Það
er alveg rétt þetta er ekki alveg í hendi
með bónusum.“
- Þegar þú segir festa þetta áttu þá við
að setja bónusa í kjarasamninga eða ná
upp grunnlaunum?
„Já við erum náttúrulega alltaf að
reyna að ná upp laununum í okkar
kjarasamningum en því miður hafa
laun á almennum markaði verið ívið
lægri en hjá Strætó í Reykjavík,“ segir
Kolbeinn og bætir við að almennt telji
hann bílstjóra allt of lágt launaða á Ís-
landi. Starfinu fylgi mikil ábyrgð en að
greiðslu vegna hennar sé ekki að finna
í launakjörum.
Unnið að nýjum
kjarasamningum
„Það eru að koma nýir samningar og
það er verið að fara í þessa vinnu um
áramótin - væntanlega byrjar vinnan
fyrir áramót. Það á að fara inn í kafla
sem varða bílstjóra. Það er eitt af því
sem átti að gera við gerð síðustu kjara-
samninga en var ekki gert vegna þess
að það voru bara stuttir samningar
sem gerðir voru í fyrra. Núna er næsta
skref að vinna í gerð kjarasamninga
fyrir þetta fólk,“ segir Kolbeinn.
- Hvað hefur þessi staða, það er launa-
munur þrátt fyrir sambærilega vinnu,
verið lengi?
„Þetta er búið að vera til nokkurra
ára. Það hefur alla tíð verið þessi mis-
munur á Strætó í Reykjavík og hóp-
ferðabílstjórnunum hér suður frá.
Það hefur gengið mjög tregt að ná að
samræma þetta.“
Lítið frumkvæði
Lítill hluti vagnstjóra eru félagar í Bif-
reiðstjórafélaginu Sleipni. Á skrifstofu
félagsins fengust þær upplýsingar að
þeir væru fáir. Félaginu hefði borist
það til eyrna að félagsmenn þeirra
væru á lægri launum en félagsmenn
í Starfsmannafélagi Reykjavíkur.
Sleipnir hefði hins vegar ekki tekið
frumkvæði í málinu. Þeir starfsmenn
sem blaðið ræddi höfðu orð á launa-
mun starfsmanna og sögðu þann
mun notaðan til að kæfa gagnrýni á
framkvæmdastjórn Strætó og óánægju
með laun. Þá voru nefnd dæmi þess
að launamunurinn væri notaður sem
hótun um enn frekari útboð og einka-
rekstur vagnleiða Strætó.
Nýlega var greint frá hótunum um
starfsmissi mótmæltu vagnstjórar
notkun öryggismyndavéla í vögnum
fyrirtækisins.
Uppsögn og einkavæðing
„Strætó BS. gerir þá kröfu að allir
starfsmenn sem sinna farþegaflutn-
ingum á fyrirtækisins, hafa umsjón
með ökutækjum eða eftirlit í vögnum
samþykki búnaðinn,“ segir í nýlegri
umfjöllun blaðsins en orðin eru bein
tilvitnun í fjöldapóst sem sendur ar á
vagnstjóra Strætó bs. „Starfsmenn hafa
andmælarétt en nýti þeir sér hann leiðir
það til starfsmissis,“ segir enn fremur
í bréfinu. Í samtölum við starfsfólk
Strætó og við fulltrúa Starfsmannafé-
lags Reykjavíkur að undanförnu hefur
komið fram að starfsandinn á Strætó
er afar slæmur. Stéttarfélaginu berist
til að mynda töluvert magn af kvört-
unum. Þá er stjórnunarstíll fyrirtæk-
isins sagður afar harkalegur. Í samtali
við blaðamann, vegna fréttar af upp-
töku öryggismyndavélakerfis sagðist
Reynir Jónsson framkvæmdastjóri
byggðasamlagsins telja að aðeins einn
starfsmaður væri óánægður með upp-
töku eftirlitskerfisins en að aðrir væru
ánægðir. Þetta er í andstöðu við við-
mælendur blaðsins sem segja megna
óánægju með upptökukerfið í ljósi þess
að innan fyrirtækisins ríki ekki traust
milli starfsfólks á gólfi og yfirmanna.
Starfsfólk óttist að kerfið verði mis-
notað og notað í öðrum tilgangi en
kynnt hafi verið.
Allt í útboð
Blaðið fékk staðfestingu hjá Starfs-
mannafélagi Reykjavíkur á að hótanir
um útboð væru reglulega nýtt þegar
semja eigi um laun og almenn kjör
fyrir félagsmenn félagsins. Þessi um-
ræða kæmi þannig alltaf upp í kringum
kjarasamningagerð. Fulltrúar Stætó bs.
bentu þannig iðuleg á að hægt væri að
bjóða út allar ferðir byggðarsamlagsins
taki verkalýðsfélagið of harkalega á í
samningsgerðinni. Samkvæmt þessu
virðist framkvæmdastjórn Strætó
meðvituð um að kostnaður útboða falli
meðal annars á herðar óbreyttra starfs-
manna. Bryndís Haraldsdóttir segir
stjórn félagsins ekki hafa rætt útboð á
þessum forsendum en þau séu vissu-
lega hagkvæmari fyrir Strætó sé miðað
við kostnað á hvern ekinn kílómetra.
Á herðar láglaunafólks
- Eruð þið í stjórn meðvituð um að þegar
þið takið akstur í útboð að ein af af-
leiðingum þess er að laun starfsmanna
á gólfi lækka miðað við laun í sambæri-
legu starfi hjá Strætó bs.?
„Útboð eru í eðli sínu gerð til að ná
fram hagræði í rekstri. Það er alveg ljóst
að ekinn kílómetri í útboðnum akstri er
lægri en ekinn kílómetri í okkar eigin
akstri. Þannig að við erum bara sem
stjórn að gæta hagsmuna eigenda og sjá
til þess að hægt sé að reka Strætó með
sem hagkæmasta hætti,“ segir Bryndís
Haraldsdóttir.
- Þú ert þá að segja að þið eruð með-
vituð um það að hluti kostnaðarins
við hægræðingu er borinn á herðum
óbreyttra starfsmanna Strætó í formi
verri starfskjara?
„Já, ég þekki bara ekki þær tölur. Ég
veit bara að einkaðaðilar hafa getað gert
þetta með hagkvæmari hætti en við.“
Útboð áfram
Bryndís segir að stjórn Strætó bs. muni
á næstunni fara yfir þessi mál. Þá er vert
að benda á að kjarasamningar ASÍ losna
fljótlega en samningar síðasta árs voru
tímabundnir samningar. Yfirferð yfir
útboð Strætó fer því fram skömmu áður
en vinna við kjarasamninga fer í gang.
- Hvert er hagræðið fyrir strætó?
„Það eru upplýsingar sem fram-
kvæmdastjórinn yrði að gefa þér,“ segir
Bryndís.
- Þetta er þrátt fyrir allt fyrirtæki í al-
mannaþjónustu þá spyr maður hvort
þessi umræða, um afleiðingar fyrir
starfsfólk sem þegar starfar við störf sem
ekki eru beinlínis hálaunastörf, hafi átt
sér stað innan stjórnar?
„Umræðan hefur ekki verið tekin út
á þeim grundvelli. Fyrst og fremst erum
við bara að gæta hagræðingar í rekstri
og við höfum talið það heppilegt fyrir
Strætó að hafa hluta af þessu í eigin
akstri og hluta hjá öðrum. Það hefur
komið hagstætt út fyrir félagið. Ég held
að það sé almennur vilji hjá stjórn og
eigendum að halda því þannig.“
- Blaðið hefur fengið úr nokkrum áttum,
þar á meðal frá Starfsmannafélagi
Reykjavíkur sem og starsfólki sjálfu, að
útboð sé notað sem hótunartæki innan
fyrirtækisins gagnvart starfsfólki sem
gerir kröfu um betri kjör. Hefur þú vit-
neskju um slíkt og hvað finnst þér um
slíkar aðferðir?
„Ég get ekki svarað fyrir þetta
og þekki ekki þennan hluta. Fram-
kvæmdastjóri fer með starfsmannamál
og hefur fullt taust og umboð stjórnar
til þess.“
reynir Jónsson.bryndís Haraldsdóttir.
„Því miður hafa laun á almennum markaði verið ívið lægri en hjá Strætó í reykjavík,“ segir kolbeinn Gunnarsson hjá Hlíf. bryndís Haraldsdóttir, stjórnar-
formaður Strætó, segir að útboð séu gerð til að lækka rekstrarkostnað.