Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 8
8 Fimmtudagurinn 17. nóvember 1994 Hvernig líður nýbúum í Eyjum? ímyndið ykkur hvernig það væri að flytja búferlum í austurlönd fjær, kannski til Asíu, og þurfa að að- lagast nýrri menningu og þjóðháttum í landi þar sem tungu- málið er framandi og gildismat og lífsyiöhorf eru frábrugðin því sem við íslendingar eigum að venjast. Ekki nóg með það heldur að skera- sig úr í útliti, fasi og klæönaöi, borða öðruvísi mat og taka upp nýja siði og venjur. Ef til vill eigum við auðveldara með að setja okkur í spor nýbúa sem flytja hingað til lands úr fjarlægum löndum ef við ímyndum okkur þessi hlutverka- skipti. Það er reyndar aðdáunarvert að nýbúar skuli velja þessa litlu eyju norður í ballarhafi sem sinn dvalar- stað en margir eiga ekki annarra kosta völ. Nýbúar koma hingað til lands sjálfsagt á misjöfnum for- sendum en yfirleitt er þetta yndælis- fólk sem vill öllum vel. Þeir koma með önnur viðhorf en landinn og lífga upp á menningarflóruna og mannlífið. A undanförnum misserum hefur umræðan um nýbúa farið vaxandi í þjóðfélaginu samfara aukningu þeirra. UmQölIunin hefur yfirleitt verið jákvæð og er það vel en þess á milli hefur mátt greina athuga- semdir sem geta flokkast sem fordómar. Hvernig er þessu farið í Vestmannaeyjum? Hvernig mót- tökur hafa nýbúar fengið í Eyjum? Hafa þeir fundið fyrir fordómum eða kynþáttahatri? Hvernig líður Fyrir skömmu var sagt frá inn- broti í verslun hér í bæ sem var í eigu Íslendíngs og konu hans sem kemur frá Filipseyjum. Maðurinn taldi að innbrotið stafaði af kyn- þáttasóknum í garð eiginkonu sinnar en Iögreglan var vantrúuð á þessar fullyrðingar. Vegna um- ræðna sem hafa spunnist í framhaldi af þessum fréttum, tóku FRÉTTIR hús hjá nokkrum ný- búum í Eyjum. Hafa þeir sömu sögu að segja? Þaö er ótrúlegt hvað margir íbúar í Eyjum eru af erlendu bergi brotn- ir, þ.e. sem hafa fæðst erlendis en búa hér nú. Samkvæmt upp- lýsingum frá bæjarskrifstofunum bjuggu 108 einstaklingar í Eyjum í febrúar sl. sem voru fæddir erlendis. Þeir koma frá 22 löndum. Þau eru: Danmörk, Guatemala, Serbía, Ungverjaland, Noregur, Tékkland, Grænland, Argentína, Taíland, Bretland, Þýskaland, írland, Svíþjóð, Costa-Ríca, Spánn, Bandaríkm, Færeyjar, Kanada, Holland, Ástralía, Jórdanía og Króatía. Langflestir eru íslenskir ríkisborgarar. ÞOGU/ÓG Robert Hugo Blanco frá Argentínu og kennarí við Framhaldsskólann: Vestmannaeyingar opnari en aðrir Islendingar Sólrún, Eva Natalja, Alexandra Sharon og Robert Hugo Blanco á hciinili sínu við Hásteinsveg. Robert Hugo Blanco, senn kennir hér við Framhaldsskólann og er með námskeið í spænsku, hafði kynnst Is- lendingum vel áóur en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1992. Það var þó engin tilviljun sem réði því að Vestmannaeyjar uröu fyrir valinu því kona hans, Sólrún Bergþórsdóttir sem kennir við Bamaskólann, er borin og barnfædd í Vestmannaeyjum. Dóttir Bergþórs Guðjónssonar, fyrrum skip- stjóra og útgerðarmanns á Skuld VE, og Maríu Davíðsdóttur konu hans. Þau eiga tvær dætur, Alexöndru Sharon 3ja ára og Evu Natalju 14 ára. Þeim líkar vistin vel í Vestmanna- eyjum og hefur fjölskyldan ákveðið að setjast hér að. Robert er Argentínumaður, fæddur í Argent í nágrenni borgarinnar Chaco, sem er í norð-austurhluta landsins. Robert var alinn upp hjá sænskum trúboðum og sem unglingur fór hann á biblíuskóla í Englandi. „Þar var mér boðið að fara til Islands þar sem ég talaði á samkomum fyrir unglinga hjá Hvítasunnu- söfnuðinum," sagði Robert um fyrstu kynni sín af Islandi á ágætri íslensku. Þegar hann kom aftur til Englands var hann ákveðinn í að fara ekki aftur til Argentínu. „Mig langaði mest til að fara til einhvers af Norður- löndunum og varð Island fyrir valinu vegna þess að þangað var auðveldast að komast inn. Maður þurfti ekki að vera pólitískur flóttamaður til að fá landvistarleyfi á Islandi en það þurfti til að komast inn í Svíþjóð," sagði Robert um ástæðu þess að hann flutti til Islands. Tungumálið erfiðasti þröskuldurinn Þetta var árið 1977 og tveimur árum síðar, 22. júlí 1979 giftu Robert og Sólrún sig í Betel í Vestmannaeyjum. Brúðkaupsdagurinn er þeim auðvitað í fersku minni og svona til að gera hann eftirminnilegri var veður einstaklega gott í Eyjum þennan dag, tuttugu og tveggja stiga hiti. Þau settust að í Reykjavík og Robert segir að viðbrigðin frá því að búa í Argentínu hafi ekki virkað illa á sig. „Eg fann ekki fyrir breytingunni, veðráttan, skammdegið eða sól allan sólarhringinn truflaði mig ekki. Auðvitað var þetta nýtt fyrir mig en ég var ungur og fannst þetta bara spennandi," sagði Robert og leggur áherslu að að Islendingar hafi tekið sér strax mjög vel en tungumálið var erfiðasti þröskuldurinn. „Ég fann aldrei fyrir rasisma og mér fannst ég strax falla í hópinn en íslenskan er erfið,“ segir Robert. Sérstaklega segir hann að íslenskan sé erfið fyrir fólk sem kemur annars staðar frá en Norðurlöndum og Þýskalandi. „Það er ekki svo erfitt að koma sér upp orðaforða en allar þessar beygingar eru ekkert grín.“ Þegar þama var komió í spjallinu við Robert sagði Sólrún að þau hefðu aðeins einu sinni verið minnt á að hann væri útlendingur en þaó var þegar þau höfðu ákveðið að gifta sig. „Þá sagði maður við Robert að ísl- enskar konur væru ekki ætlaðar til útflutnings. Þetta er eina skiptið sem ég hef fengið að heyra í niórandi merkingu að Robert er ekki Islend- ingur. Annars held ég að litur skipti máli í afstöðu Islendinga tii útlendinga. Ég er sannfærð um að dökkt fólk á erfiðara uppdráttar," sagði Sólrún og vísaði til þess að Robert er varla nema það sem sagt er um fjórða hvem Islending, dökkur á brún og brá. Þegar Sólrún var spurð að því hvemig faðir hennar, Beggi á Skuldinni, hafi tekið því að hún ætlaði að giftast útlending, sagði hún að hann hafi virt rétt hennar til að taka sínar eigin ákvarðanir. „Ég held að foreldrar mínir haFi óttast mest að ég flytti út. Að öðru leyti sýndu þau engin viðbrögð og þau tóku Robert strax mjög vel.“ Tungumál getur virkað sem múr Sólrún sagðist skilja vel þá múra sem tungumál geta myndaó utan um fólk á erlendri grund. „Við fómm í tveggja mánaða brúðkaupsferð til Argentínú og þar gat ég engan talað við nema Robert. I sjónvarpinu var allt á spænsku og m.a.s. John Wayne talaði spænsku." Robert fór í Háskóla íslands þar sem hann nam ensku í tvö ár. Einnig nam hann spænsku þar sem hann tók BA próf en mastersprófi lauk hann á Spáni þar sem fjölskyldan var í tvö ár. Auk þess var hann í íslensku fyrir útlendinga í HI en hann mælir ekki með því að nýbúar fari þá leið því hún miðist við fólk sem hefur staðgóðan gmnn, t.d. nám í fomnor- rænu. „Ég held að íslenskunám hjá góðum kennara í málaskóla eða námsflokkum sé miklu betri leið til að komast inn í málið,“ sagði Robert. Annars segir Robert að hann hafi verið hálfhræddur við að hella sér út í íslenskuna því þá hélt hann að hann tapaði niður enskunni. Hann og Sólrún töluðu saman á ensku til að byrja með en þar kom að því að hann náði tökum á íslenskunni. „Ég veit ekki hvenær það gerist en ég er ennþá að læra íslensku," sagði Robert á sinni ágætu íslensku. Þegar Robert kom frá Spáni fór hann í Háskólann og lauk námi í uppeldis- og kennslufræðum sem veitti honum réttindi til kennslu. Að því loknu fluttu þau til Hafnar í Homafirði þar sem þau kenndu í tvo vetur og þaðan lá leiðin til Eyja áriö 1992. ✓ Anægð í Eyjum „Mér finnst Vestmannaeyingar opnari en aðrir íslendingar. Fólk gerði sér far um að bjóða okkur velkomin. Þetta minnti mig á Spán þar sem fólk er mjög opið,“ sagði Robert og tók Sólrún undir það. „Ég er að koma heim eftir að hafa flakkað um í 16 eða 17 ár og mér líkar þaó mjög vel. Krakkarnir sem ég kennni komu mér virkilega á óvart. Þau eru opin og vel viðræðuhæf um hin ýmsu mál,“ sagði Sólrún og Robert sagði að það sama gilti um nemendur sína í Framhaldsskólanum. En Sólrún á lokaorðin: „Við emm mjög ánægð í Vestmannaeyjum. Við erum búin að kaupa okkur hús og höfum lagt allt flakk á hilluna.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.