Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 9
Fimmtudagurinn 17. nóvember
Garðar, Rinda og Sigríður Lára. Sæþór var í skólanum þegar myndin var tekin.
Rinda Rissakorn og Garðar Rúnar
Garðarsson búa í Ashamri í sérlega
notalegu og snotru heimili. Yfir-
bragð þess krystallast af því
umhverfi sem þau eru alin upp við,
íslenskum nútímaþægindum með
austurlensku kryddi. Rinda kemur
frá Tælandi og í maí nk. eru liðin
10 ár síðan hún fiuttist til landsins.
Þau eiga tvö börn, Sæþór sem er 6
ára og er nýbyrjaður í skóla og
Sigríður Lára sem er 8 mánaða.
Blaðamanni er boðið inn í stofu og
gestrisnin í hávegum höfð eins og
austurlensku fólki er í blóð borið.
Sú Iitla var vakandi og lét Ijós sitt
skína.
Rinda skilur vel íslensku og getur
talaó hana en til aö fylla í eyðumar
notar hún ensku. Hún segir að Is-
lendingar hafi tekiö henni mjög vel
þegar hún kom til landsins fyrir
tæpum áratug. Fólki hafi verið
nokkuð starsýnt á hana á sínum tíma
enda ekki eins algengt að sjá austur-
lenskt fólk setjast hér að eins og nú
er. En íslendinga segir hún mjög
vingjamlega og hafi reynst sér vel.
Garðar bendir á að ekki séu svo mörg
ár síðan útlendingar fóm aö setjast
hér að en þeim hafi fjölgað á undan-
förnum árum. Rinda segir að
íslenskur og tælenskur hugsunar-
háttur og lífsform sé tvennt ólíkt,
reyndar svo ólíkt að erfitt sé að bera
saman af einhverju viti. Hins vegar
hafi verið mjög auðvelt fyrir hana að
aðlagast nýju umhverfi og menningu
en Garðar segir að mikla skriffinnsku
hafi þurft til að fá atvinnuleyfi fyrir
hana. Rinda er nú orðinn íslenskur
ríkisborgari.
Ekki fundið fyrir kyn-
þáttafordómum
Tungumálasamskipti hjónanna em
meö nokkmm sérstökum hætti, eins
og gefur að skilja. Garðar hefur ávallt
talað við Rindu á íslensku og hún
talar við hann á íslensku, ensku og
jafnvel tælensku ef því er að skipta en
Garðar segist skilja eitt og eitt orð í
því máli. Reyndar tekur hann varla
eftir því lengur hvaöa tungumál hún
talar við hann því hann er orðinn svo
vanur því að fá að heyra öll þrjú. Sæ-
þór, sonur þeirra, er 6 ára og hann er
með íslenskuna alveg á hreinu. Móðir
hans talar við hann á tælensku sem
hann skilur jafn vel og íslensku. Hins
vegar talar hann ekki mikið móður-
mál móður sinnar! Hjónin segja það
nauðsynlegt fyrir Sæþór að kunna
bæði tungumálin vegna uppmna síns.
Síðast fór fjölskyldan til Tælands til
að heimsækja fjölskyldu Rindu þegar
Sæþór var þriggja ára og þá gekk
honum mjög vel að nálgast tælensk
böm.
Þau s.egjast ekki hafa fundið fyrir
kynþáttafordómum eða öðru slíku
meðal Vestmannaeyinga. Þvert á
móti hafi Rindu verið mjög vel tekið.
Krakkar taka eftir því að Sæþór hefur
annað yfirbragó en íslensk börn og
fyrir hefur komið að honum hafi
verið strítt en það er mjög óverulegt
og einfaldlega sé við því að búast
þegar börn eru annars vegar. En það
hefur vakið upp spurningar hjá
stráknum eins og t.d. hvernig standi á
því að hann sé bara hálfur íslendingur
en ekki heill!
Hrifín af íslenskum mat
Rinda segir að tælenskar konur
haldi ágætu sambandi sín í milli. I
Eyjum eru nokkrar tælenskar konur
en hún segist fá margar góðar heim-
sóknir frá samlöndum sínum í
Reykjavík. Hún er búddisti en böm
þeirra hjóna em skráð í þjóðkirkjuna.
Rinda segir að sér líði mjög vel í
Vestmannaeyjum og tengda-
fjölskylda sín sé alveg yndisleg hafi
tekið henni opnum örmum. En henni
finnst heldur kalt hér þrátt fyrir að
það venjist óvenju skjótt. Hvað mat
varðar er auóvelt að fá hráefni í
tælenska matargerðarlist en hún er
einnig mjög hrifin af íslenskum mat.
Garöar hlær að því að Rinda borðar
meiri íslenskan mat heldur en hann
sjálfur. Hún hafi t.d. dálæti á sviðum,
skötu og súrhval.
Rinda hefur unnið í eldhúsinu á
sjúkrahúsinu og á öðru hótelinu í
bænum og segir að það hafi verið
mjög góð störf. Það hafi verið af-
bragðs samstarfsfólk með henni á
sjúkrahúsinu. Garðar er sjómaöur og
þrátt fyrir oft á tíðum nokkuð langar
útiverur segist Rinda ekki verða ein-
mana. Hún hafi nóg að gera með
bömin sín tvö og hcimilið og þegar
Garðar kemur í land hafi þau það
mjög gott.
Wilaiwan Saithong frá Tælandi:
Snjórinn var ný upplifun
Rinda Rissakorn frá Tælandi:
Islendingar
hafa tekið
mér mjög vel
- Vantar tungumálanámskeið
fyrir útlendinga.
Sigurjón, Bonni, Wan og Sólveig Ýr sem var ekkert hrifin af því að láta mynda sig.
Fullu nafni heitir hún Wilaiwan
Saithong og kemur frá héraðinu
Nongbúa Deng, sem er sveitahérað
í nágrenni borgarinnar Cayapom í
Tælandi. Þessi nöfn láta nú senni-
lega ekki kunnuglega í eyrum
íslendinga. Wan, eins og hún er
kölluð kynntist eiginmanni sínum,
Sigurjóni Pálssyni, á Pattaya-
ströndinni sem er vinsæll ferða-
mannastaður sem margir Islend-
ingar hafa heimsótt.
Sigurjón var í fríi í Tælandi í
desember árið 1990 þegar fundum
þeirra bar saman. Sjálf vann Wan í
saumaverksmiðju í Bangkok þar sem
systir hennar er yfirverkstjóri og var
hún einnig í fríi á Pattayaströndinni.
Eftir að Sigurjón kom heim héldu
þau sambandi bréflega og það voru
fyrstu kynni Wans af Islandi og Vest-
mannaeyjum, myndir og frásagnir
Sigurjóns í bréfunum. Ekki leist
henni verr á land og þjóð, þrátt fyrir
að hún vissi að viðbrigðin yrðu mikii,
en það að hún var komin til Islands í
júlí árið 1991 en árið eftir náðu þau í
son hennar. I dag eru þap gift og eiga
eina dótcur, Sólveigu Ýr sem er að
verða tveggja ára.
Mikil viðbrigði
Wan á enn í nokkrum erfiðleikum
með íslenskuna en hún skilur hana
nokkuð vel og með hjálp Sigurjóns
tókst henni að koma til skila reynslu
sinni af því að búa á Islandi og
kynnum sínum af Landanum. Fyrst
eftir að hún kom til íslands bjuggu
þau í Reykjavík og komst hún þá í
tengsl við aðra nýbúa frá Tælandi og
var það henni mikil hjálp. Hún
viðurkennir aö viðbrigðin hafi verið
mikil en aldrei segist hún hafa orðið
fyrir áreitni vegna þess að hún væri
útlendingur. Auðvitað voru tungu-
málaerfiðleikar henni fjötur um fót en
þó ekki meiri en við mátti búast.
Veðráttan var kannski ekki verri en
Wan átti von á en viðbrigðin voru
mikil. Þar sem hún er alin upp er
algengur hiti 30 til 35 stig og fer upp í
40 gráöur þegar verst er. Það þykir
Wan orðinn alltof mikill hiti. „En það
er aldrei rok eða snjór á Tælandi.
Snjó sá eg í fyrsta skipti þegar ég
kom til Islands og mér fannst mjög
gaman að sjá snjóinn. Það var alveg
ný upplifun fyrir mig,“ sagði Wan um
fyrstu kynni sín af þessu furðufyrir-
brigði sem snjórinn er fólki sem alið
er upp í nágrenni miðbaugs.
Eftir nokkum tíma í Reykjavík
fluttu þau til Vestmannaeyja. Wan fór
að vinna í Vinnslustöðinni og líkaði
það bara nokkuð vel. „Mér fannst það
ágætt og fólkið sem ég vann með í
Vinnslustöðinni kom vel fram við
mig. Það var þar eins og í Reykjavík
að ég varó aldrei fyrir aðkasti þó ég
væri útlendingur."
Þegar þama er komið sögu barst
talið aftur að tungumálunum. Wan
segir að það hafi valdið sér nokkrum
vonbrigðum að tungumálanámskeið
sem halda átti fyrir nýbúa í Vest-
mannaeyjum í haust var fellt niður
vegna ónógrar þátttöku. „Okkur
vantar að komast á íslenskunámskejð,
þá yrðu öll samskipti okkar við Is-
lendinga miklu auðveldari og við
ættum möguleika á að kynnast þeim
betur. Það stendur til að halda ís-
lenskunámskeið eftir áramót og ég
vona svo sannarlega að af því verði
því ég vil læra meira,“ sagði Wan.
Deng hjálpar
okkur mikið
Sonur Wan, Bonni, sem er að
verða átta ára stundar skóla eins og
aðrir jafnaldrar hans og em Wan og
Sigurjón sammála um að hann falli
vel inn í hópinn. „Strákurinn talar
íslensku eins og innfæddur en við
tölum alltaf saman á mínu móður-
má!i.“
Sigurjón er sjómaöur og á meðan
hann er á sjó þarf Wan aó hafa ofan af
fyrir sér sjálf. „Ég hef ekki unnið úti
eftir að Sólveig Ýr fæddist en þegar
Sigurjón er á sjó heimsæki ég tengda-
mömmu mína og Steinu mágkonu
þannig aó mér leiðist ekki. Svo erum
við fjórar konumar frá Tælandi sem
búum í Vestmannaeyjum og við
höfum félagsskap hver af annarri.
Það hefur líka verið ómetanlegt að
hafa Deng, sem búið hefur hér í mörg
ár. Hún hjálpar okkur mikið.“
Þegar Wan er spurð að því hvort
hún fái ekki stundum heimþrá neitar
hún því ekki. Hún hefur í dag ó-
takmarkað landvistarleyfi og verður
íslenskur ríkisborgari á næsta ári. „Ég
er orðin Islendingur,“ sagði hún
þegar þessi mál bar á góma. „Mér
líður vel héma og bömunum hefur
verið vel tekið. Auðvitað sakna ég
ættingja minna í Tælandi stundum.
Ég stefni að því að heimsækja þá eftir
tvö til þrjú ár. Það verður auðvitað
gaman en hér ætla ég að búa og eftir
því sem ég læri meira í íslensku
verður það auðveldara fyrir mig,“
sagði Wan að lokum.
Framhald á
viðtölum viö
nýbúa á næstu síðu.