Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 11
Pimmtudagurmn I7>nóvember 1994 70 ÁRA VERSLUNARAFMÆLI ElNARS SlGURÐSSONAR íii Sjötíu ára verslunarafmæli Einars Sigurðssonar: Saga athafna- skálds -sem alltaf var skrefi á undan sinni samtíð. Á sunnudaginn, þann 20. nóvember eru 70 ár frá því Einar Sigurðsson hóf verslunarrekstur í Vest- mannaeyjum. Þetta var árið 1924 en þá um vorið hafði Einar útskrifast frá Verslunarskólanum. Einar, sem þá var aðeins 18 ára gamall, opnaði sína fyrstu verslun, Boston sem stóð við Heimatorg. Einar byrjaði smátt en áður en yflr lauk rak hann átta verslanir vítt og breitt í bænum. Einar byggði Vöruhúsið og rak þar fimm verslanir eða deildir og var hann þá stærsti kaupmaðurinn í Vest- mannaeyjum. Sjálfur miðar Einar upphaf at- vinnurekstrar síns við 20. nóvember. Það kom að því að verslunin nægði ekki til að svala athafnaþrá hans og eftir að hafa flutt út ferskan físk og gert til- raunir með að frysta fisk stofnar hann Hraðfrysti- stöðina 16. febrúar árið 1938. Þar með hefst annar kafli í athafnasögu Einars sem átti eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif í Vest- mannaeyjum. Var Hraðfrystistöðin, sem rak fiskvinnslu, útgerð og loðnubræðslu, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins á sínum tíma. Einar Sigurðsson kom víðar við á ævinni. Hann var einn þeirra sem hafði forgöngu um stofnun Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og fyrirtækja tengdum henni. Var hann m.a. formaður stjórnar SH um tíma. Það sem einkenndi öll störf Einars var að hann var yfirleitt einu til tveimur skrefum á undan sinni samtíð. Sé hægt að tala um athafnaskáld á það við um Einar Sigurðs- son, sem fékk viðurnefnið ríki. Einar ríki markaði djúp spor í framfarasögu Vestmannaeyja og landsins alls og gætir þeirra víða enn þann dag í dag. Einar byrjaði með 500 krónur þegar hann opnaði verslun sína en sennilega hefur verðmæti fyrirtækja hans verið metið í milljörðum þegar veldi hans stóð sem hæst. * I blaðinu í dag er stiklað á stóru í ævi Einars Sigurðs- sonar. Efnið er aðallega unnið upp úr bókum Þór- bergs Þórðarsonar, sem hann skrifaði um ævi Einars. Einnig er stuðst við upplýsingar frá afkomendum Einars. Ó.G. Einar Sigurðsson um borð í Sigurði RE 4 en Sigurður er í dag gerður út frá Vestmannaeyjum og er eitt fengsælasta loðnuskip íslenska flotans. o. Einar stundaði búskap í Vestmannaeyjum og hér er hann ásamt heyskaparfólki sínu. Vöruhúsið var eitt myndarlegasta verslunarhús landsins þegar það var byggt. Einar er hér framan við Vöruhúsið við heybíl. Él HH Fyrsti báturinn Einar, lengsttil hægri um borð í Sæbjörgu VE, sem var fyrsti báturinn sem hann eignaðist en þeir áttu eftir að verða fleiri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.