Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Side 13
iHWHWWWli
rimmtudagurinn IT.
nóvember 1994 70 ÁRA VERSLUNARAFMÆLI ElNARS SlGURÐSSONAR
Einar Sigurðsson startar FES í fyrsta skipti. FES var loðnubræðsla sem rekin var í tengslum viö
Hraðfrystistöðina.
Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja verður til
Ég tel, aö ég hafi byrjað minn at-
vinnurekstur 20. nóvember 1924,
daginn, sem ég opnaði búóina. Upp á
þann dag hef ég haldið síðan sem
tímamót í lífi mínu.“
Að kvöldi þessa dags skrifar Einar
í dagbók sína: „I gærkvöldi kom Esja
með nokkuð af vörunum mínum frá
Reykjavík og „Islandið" í morgun
með vaminginn frá Skotlandi. Ég
hafði ætlað aó opna í morgun á
venjulegum búðartíma, en gat það
ekki, því að ég þurfti að komast í
bankann til þess að leysa út vörunar,
og bankatími hófst ekki fyrr en
klukkan ellefu. Ég gat þess vegna
ekki byrjað höndlunina fyrr en eftir
hádegið. Ég seldi því lítið þann dag.“
Verslunina nefndi Einar Boston
eftir fyrsta húsinu sem faðir hans
eignaðist í Eyjum. Nafnið virtist hitta
í mark því ekki leið á löngu áóur en
Einar var kallaður Einar í Boston og
loddi það við hann þangað til hann
fór að versla í Vömhúsinu, þá var
hann kallaður Einar í Vöruhúsinu.
Neftóbak í 25 kg. mottum
Boston var að mestu matvöruverslun
en þar var einnig selt tóbak. Einar
hafði á boðstólum skorið neftóbak
sem móðurbróðir hans skar en sumir
vildu skera sitt tóbak sjálfir. „Rjólið
var flutt inn í svokölluðum mottum,
og voru 25 kíló í hverri mottu, en
hver rjólbiti vó eitt kíló. Vandfýsnir
neftóbaksmenn lögóu mikið upp úr
því, að rjólið væri ekki farið að
þoma. Brugðu þeir ekki ósjaldan
nokkmm bitum á vogina til að ganga
úr skugga um, hver kynni að vera
þyngstur. Rjólbitinn kostaði 9 krónur
og 50 aura.“ Þessi meðferð á tóbaki
þætti varla við hæfi í dag en þegar
Einar Sigurðsson var að byrja sína
höndlun þótti þetta sjálfsögð og eðli-
leg þjónusta.
Af frásögn Einars má ráða að aðrir
kaupmenn hafa ekki tekið hann, 18
ára unglinginn, alvarlega. Gísli J.
Johnsen sá þó ástæðu til að setja upp
feikna stóra auglýsingu framan við
búðardymar á Boston. „Þar vom
myndir af jólasveinum og mikil upp-
talning á alls konar góðgæti, sem
fengist hjá Gisla við gjafverði. Ekki
var þessi auglýsing sett mér til
höfuðs. Það er varla aó Gísli hafi
vitað, að ég var til og verslaði í
Boston. Og þannig held ég að það
hafi verið með fleiri af þessum stór-
körlum í Eyjum í þann tíð. Þeir sáu
mig ekki, enda var ég þá farinn aó
stunda upp á kraft að ganga lotinn í
herðum til þess að sýnast sem
minnstur.11
Húsaleiga hækkaði úr 60 í
100 krónur eftir fyrsta
árið
Þegar Einar hafði verslað í eitt ár
kom að því að endumýja húsaleigu-
samninginn. „Og nú var ekki við
annað komandi hjá Stefáni en að
húsaleigan hækkaði úr 60 upp í 100
krónur á mánuói. Og ég varð aö gera
mér það að góðu. Þetta var mat
Stefáns á afkomu forretningarinnar.
Hundrað krónur voru ekki lítill
peningur í þann tíð, og ekki síst,
þegar haft er í huga húsnæðið, sem ég
átti þama við að búa. Hundrað krónur
mundu vera nálægt hálfum mánaðar-
launum verkamanns nú á tímum. Þá
var tímakaupið 1 krónaog lOaurar.
Það var þó svo, að verslunin óx,
Einar Sigurðsson naut hefðbundinnar
skólagöngu sem á fyrri hluta aldar-
innar var miklu styttri en skólaganga
sú sem ungt fólk nýtur í dag. Að
loknu námi frá Bamaskólanum hélt
hann til Reykjavíkur í Verslunar-
skólann. Það hefur ömgglega talist til
undantekninga á þessum ámm að
fólk utan af landi héldi til náms i
Verslunarskólanum enda var það
bæði fyrir aukið vömval og að hún
varð æ kunnari í bænum. Eg fór að
lána í mánaðarreikninga. Það jók
veltuna. Þá var samkeppni mjög hörð
og einstaka vömr seldar jafnvel við
innkaupsverði. Þetta var auðvitað
gert til að draga viðskiptamenn að
verslun-inni í von um, að þeir keyptu
líka i leiðinni fleira, sem álagningin
var meiri á.“
Vöruhúsið
Greinilega bjó þó meira í stráksa en
stórkarlamir reiknuðu með og árið
1926 falast Einar eftir lóð á mótum
Vestmannabrautar og Skólavegar.
Þar reisti Einar Vöruhúsið sem enn
þann dag í dag er eitt myndarlegasta
verslunarhús sem reist hefur verið í
Vestmannaeyjum. Það tók ein fjögur
eöa fimm ár aó byggja Vöruhúsið.
„Mönnum sýndist nú sitthvað um
þetta tiltæki mitt, nýlega orðinn tví-
tugur og aðeins búinn að versla í
búðarkytm í hálft þriðja ár. Ég átti
ekkert undir mér í bankanum eins og
þeir stóm, Gunnar Olafsson og Gísli
J. Johnsen eða kaupfélögin Bjarmi,
Fram og Drífandi. Ég fékk ekki
heldur neina fjárhagsáðstoð viö
bygginguna hjá Islandsbanka. I dag-
bókinni stendur: „Kristinn Olafsson
bæjarstjóri hefur það eftir Gunnari
Ólafssyni, að ég sé sjálfsagt ekki
mikill kaupmaður." Seinna sagði
Gunnar, þegar ég keypti eignir
aðalkeppinautar hans, Gísla J.
Johnsen: „Nú er Einar orðinn vit-
laus.“ „Ástþór Matthíasson telur mig
núll sem kaupmann," hef ég fært í
dagbókina.
Þrátt fyrir þessar hrakspár byrjaði
Einar að versla í hluta Vömhússins
fyrir jól. „Þetla var á þriðja ári eftir að
ég hafði byrjaó í Boston með tvær
hendur tómar og vörur, sem komust
fyrir í einu kofforti."
Einar rak átta verslanir
í Eyjum
Þegar Vömhúsiö var fullbúið fjórum
til fimm ámm síðar er því skipt í
deildir eins og seinna varð algengt í
verslun. Þetta framtak Eir.ars sýndi
framsýni hans og útsjónarsemi. A
þeim ámm sem hann stóð í verslunar-
rekstri rak hann átta verslanir. Var
Vömhúsið þeirra stærst og stóðst það
samanburð við hvaða verslun sem
var á Islandi á árunum um og eftir
1930. Það kom að því að verslunin
nægði ekki til að svala athafnaþrá
hans en um þetta tímabil segir hann:
„Frá því ég byrjaði í Boston með
tvær hendur tómar, var nú komið að
því að ég átti myndarlegasta
verslunarhúsið í bænum, Vöruhúsið,
með fjómm búðum og íbúð yfir og
auk þess tvö önnur verslunarhús, sem
ég hafði byggt, raunar ekki stór, en á
góðum stöðum. Kallaði ég annað
Verslunina Vísi og hitt Sjóbúðina.
Auk þes_s rak ég verslun í Boston og
Viðey. Ég var þannig samtímis með
átta búðir eða deildir og var ekki enn
farinn að komast í tæri við lána-
stofnanir. Ég hafði að vísu fengið
smáveðdeildarlán út á Vömhúsið, tvö
til þrjú þúsund krónur. Þá fengu
menn veðdeildarbréf og urðu sjálfir
að koma þeim í veró. Ég varð að selja
mín bréf og láta 'rúmlega þriója hlu-
tann í afföll. Þetta var þá kallaóur
frjáls markaður, en heitir nú svartur,"
sagði Einar Sigurósson í bók
Þórbergs Þóðrarsonar, Fagur fiskur í
sjó um lánaviðskipti á þessum ámm.
mikill áfangi í lífi Einars þegar hann
útskrifaðist. Einar segir reyndar að
einkunnir sínar hafi ekki verið til að
hrópa húrrra fyrir en útskriftin þótti
það mikill viðburóur að móðir hans
sá ástæðu til aó fara til Reykjavíkur
til að fagna þessum áfanga í lífi hans.
Verslunarskólanum var slitið þann
1. maí kl. fjögur og þetta var árið
1924.
í Vöruhúsinu hafði Einar Sigurðs-
son komið upp vísi að frystihúsi
sem upphaflega var byggt til að
geynia kjöt. Þarna fer Einar að
framleiða ís og í bcinu framhaldi af
því fer hann að kaupa fisk, aðal-
lega ýsu á vertíðinni, og ísar hann
til útflutnings. Þar með var
teningunum kastað í annað sinn í
lífi Einars Sigurðssonar ríka. Þessi
fiskútflutningur, sem byrjaði
smátt, varð vísirinn að stórveldi
Einars í útgerð og fiskvinnslu sem
átti eftir að teygja anga sína víða
um land.
Á þessum ámm eru menn aó stíga
fyrstu skrefin í frystingu á fiski og
fylgdist Einar með og tók þátt í því
ævintýri sem þá var að hefjast í ís-
lenskum sjávarútvegi. Gerði Einar
m.a. tilraunir til að senda frystan fisk
til Englands, með misjöfnum árangri
reyndar en mjór er mikils vísir. Um
upphaf Hraðfrystistöðvarinnar segir
Einar: „Ég var alltaf að smástækka
frystihúsið í Vöruhúsinu. Nú kom að
því, að ég tók mín fyrstu lán í útibúi
Utvegsbanka Islands í Vestmanna-
eyjum. Þaó var 21. október 1936,
6000 krónur. Svo fékk ég annað lán
jafnhátt mánuði seinna. Þá voru liðin
12 ár frá því, er ég byrjaði að versla í
Boston. Frystihúsið var þá metið með
vélum og öllu saman á 66.400
krónur, 14. apríl 1937.
Hraðfrystistöö Vestmanneyja var
formlega tilkynnt til firmaskrár Vest-
mannaeyja 16. febrúar 1938. Ég var
einkaeigandi og rak fyrirtækið með
ótakmarkaðri persónulegri ábyrgð,
og hefur svo verið allt fram á þennan
dag, eða í 30 ár.“
Fiskur frystur
í fyrsta sinn
Um vorið og sumarið kaupir Einar
fisk, mest kola, sem hann frysti. „Svo
var það vorið 1939, aó fyrir alvöru
var farið að flaka og frysta fisk í
frystihúsi Vöruhússins, og það var í
fyrsta sinn, sem fiskur var flakaður
og frystur í Vestmannaeyjum með
sama hætti og gert er enn þann dag í
dag. Ég hafði, eins og áður segir,
heilfryst nokkuð af fiski í ísfiskkarinu
pg gert tilraunir meö flakafrystingu.
ísfélag Vestmannaeyja og Fiskur og
ís byrjuðu ekki að frysta flakaðan fisk
fyrr en nokkrum árum seinna.“
Einari var ljóst að ef flökun og
frystingu ætti að reka í stórum stíl
yrði hann að komast nær sjó og í
stærra húsnæði. Fékk hann augastað
á Goodthaabseigninni, sem Gísli J.
Johnsen hafði átt, en Utvegsbankinn
eignaðist eftir að Gísli varð gjald-
þrota árið 1930. Einar var þá 33 ára
og segist ekki hafa átt mikið undir
sér. „Ég var ekki í neinu vinfengi við
framámenn í stjómmálum né fjár-
málum, þekkti ékkert bankastjórana í
Reykjavík, hafði ekki fengið lán hjá
Utvegsbankanum, utan þær 12
þúsundir, sem áður gat. Það hafði því
lítið reynt á hæfileika mína eða getu
til að ávaxta fé, sem mér yrði trúað
fyrir.
Aform um stórt frystihús
Það var svolítið meira en að kaupa
þessar eignir á pappírunum, lang-
stærsta atvinnufyrirtækis, sem verið
hafói í Eyjum. Ég áformaði að koma
þama upp myndarlegu frystihúsi. En
ég gerði mér ekki grein fyrir því í
svipinn, að það hlaut að fylgja í fariö
að koma á fót útgerð eigin báta.“
Það varð svo úr að bankinn vildi
selja og strax var hafist handa vió
uppbyggingu. Gömul hús viku fyrir
nýjum. „Allt var nú steypt í hólf og
gólf, og þá var kominn myndarlegur
frystiklefi, sem tekur 1000 tonn af
fiski. Að lokum var svo gerður vinnu-
salur á neöri hæðinni, í svonefndu
þurrkhúsi, og var það eina nýtanlega
húsið af öllum þeim byggingum, sem
vom fyrir neðan Strandveg. Hitt voru
timburhús. En þau urðu síðar að
þoka, eftir því sem byggingu Hrað-
frystistöðvarinnar miðaði áfram.
Þama var ég með lífi og sál, seint og
snemma, og gladdist af að sjá klefa-
byggingunni og uppsetningu vélanna
miða áfram. Nú var hugurinn ekki
lengur við verslunina." segir Einar
um það þegar uppbygging Hrað-
frystistöðvarinnar við Nausthamars-
bryggju hófst.
Dugnaðar- og
atorkumaður
I grein í marshefti sjómannablaðsins
Víkings 1940 gleðst Ólafur Lámsson
héraðslæknir í Vestmannaeyjum yfir
því að starfsemi skuli vera aö hefjast
á ný eftir aó Gísli J. Johnsen varð að
hætta. „Við Hraðfrystistöðina munu
nú vera 50 fastráðnir karlmenn og 50
stúlkur, en auk þeirra vinna þama
dagiaunamenn af og til, eftir því sem
með þarf. Er augljóst, hversu mikil
atvinnubót þetta er fyrir Eyjabúa.
Allir Eyjabúar geta glaðst yfir því
að kominn er atorku- og dugnaðar-
maöur í staða Gísla J. Johnsen: er það
Einar Sigurðsson. Atorka hans og
dugnaður sýnir sig vel í því hversu
rösklega hann hefur gengið fram í því
að koma á fót Hraðfrystistöð sinni
þama í Edinborgarhúsunum, en
miklu hefur þurft að breyta og byggja
að nýju til þess að fá haganleg húsa-
kynni. Frá 22. desember, en þá
skrifaði Einar undir kaupsamninginn,
hefur Einar verið þama sístarfandi frá
því árla morguns til síðla kvölds, og
hefur verkinu miðað svo hratt undir
hans eftirliti, að hinn 10. febrúar sl.
voru vélar Hraðfrystistöðvarinnar
settar í gang í fyrsta skipti, og hófst
fiökun og frysting á fiski fjómm
dögum síðar eða 14. febrúar. Áfköst
við frystingu eru um það bil 50 smá-
lestir á sólarhring."
Fyrsti báturinn
Þessar línur úr grein Ólafs lýsa því
vel kraftinum sem Einar Sigurðsson
bjó yfir. Þarna var hann að fara inn á
nýjar brautir en á honum var ekkert
hik að finna. Mikilvægið fyrir
byggðarlagió var ómetanlegt og sést
best á því að strax vinna rúmlega 100
manns í Hraðfrystistöðinni og þeim
átti eftir að fjölga. Ekki síst eftir að
Einar hóf útgerð líka. Vorið 1939
kaupir hann sinn fyrsta bát, Sæbjörgu
VE 244, sem var gamall 12 tonna
bátur og úreltur því bátar sem voru
keyptir á þessum tíma vom helmingi
stærri. En Einar byrjaði alltaf smátt
og útgerðin átti eftir að vaxa.
Umhugað um starfsfólkið
Einari var mjög umhugað um velferð
starfsfólksins og var þar langt á
undan sinni samtíð. Hann lét smíða
matstofu sem um leið var samkomu-
staður starfsfólksins. Þar vom m.a.
haldnir tónleikar síðdegis á sunnu-
dögum. Ekki lét hann þar við sitja því
hann kom upp gufubaði og hand-
boltavelli og var starfandi
leikfimiflokkur innan fyrirtækisins.
Fékk fólk að fara í leikfimi og gufu-
bað á fullum launum. Einarkomupp
kvöldskóla fyrir starfsfólkið. Þar var
kennt móðurmálið, erlend mál og Is-
landssaga. Starfaði skólinn einnig í
vinnutímanum án skerðingar á kaupi.
Síðast en ekki síst var bókasafn í
Hraðfrystistöðinni.
Á góðviðrisdögum var algengt að
starfsfólkinu væri boðið inn í
Herjólfsdal eða undir Löngu þar sem
slegið var upp veislu og í þrjú skipti
bauð Einar í skemmtiferðir upp á
land. Þetta segir Einar að hafi mælst
vel fyrir. „Ymsum þótti þetta ganga
vitfirringu næst, aó stökkva úr
húsinu, hálffullu af óunnum fiski, og
fara að leika sér. En fólkið kunni að
meta þetta.“
Skólagangan