Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 14
70 ÁRA VERSLUNARAFMÆLI ElNARS SlGURÐSSONAR
Rmmtudagunnn 17, nóvember 1994
Störf Einars að útflutnings-
málum á fiskafuröum;
Forystu-
maður í
útflutningi
sjávarafurða
Einar og Svava meö börnum sínum. Aftari röö frá vinstri: Svava, Elísabet, Agúst, Siguröur, Olöf og
Guðríður.
Fremri röö frá vinstri: Sólveig, Svava og Einar og á milli þeirra er Auður, svo koma Elín og Helga.
Einar var cinn helsti forystumaður
Islendinga í útflutningi sjávaraf-
uröa. Hann var einn frumkvöðla
að stofnun Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna árið 1942. Hann og
Elías Þorsteinsson frá Keflavík
voru cinkum í forystu fyrir SH
fyrstu áratugina ásamt fjöl-
mörgum frystihúsamönnum víðs
vegar af landinu. Samstarf Einars,
Elíasar og Ólafs Wrðarsonar frá
Laugabóli í Isafjarðardjúpi var
langt og farsælt. Ólafur var for-
stjóri Jiikla scm var skipafélag í
eigu frystihúsanna og flutti frystan
fisk á erlenda markaði. Sölumið-
stöðin hóf lljótt markaðssctningu í
Bandaríkjunum og réð stjórn SH
Jón Gunnarsson verkfræðing til
starfa fyrir Coldwater sem var
dótturfyrirtæki SH í Banda-
ríkjunum. Þessi markaðssókn tókst
vel og er Coldwater nú stærsta
sölufyrirtæki á frystum fiski í
Bandaríkjunum.
Uppbygging
Sölumiðstöðvarinnar
Einar var stjómarformaður
Coldwater uni skcið og sat
sömuleiðis í stjóm Sölumiðstöðvar-
innar, lengst af sem varaformaður.
Hann var formaður stjómar SH um
tíma. Einar eyddi miklum tíma í
þessa uppbyggingu og starf hans fyrir
Sölumiðstöóina var mjög mikið.
Hann skynjaði það sem eitt mikil-
vægasta vcrkcfni Islendinga el'tir stríð
að þróa frystiiðnaðinn hratt og ná fót-
festu með íslensk fyrirtæki við sölu
afurðanna erlendis. SH varð fljótt
stærsta útflutningsfyrirtæki ís-
lendinga og hefur haldið því sæti æ
síðan. Ymis fyrirtæki voru stofnuð í
tengslum við SH, t.d. Umbúðamið-
stöðin sem framleiddi umbúðir fyrir
frystihúsin, Jöklar sem áður var getið
um sem flutti fiskinn á erlenda
markaöi og Tryggingamiðstöðin sem
starfaði sem vátryggingafélag og
tryggði bæði afurðir og fiskiskip.
Þessi félög eru öll starfandi enn þann
dag í dag og em öflug og fjárhagslega
mjög sterk. Fyrirtæki Einars voru
jafnframt stórir hluthafar í þessum
fyrirtækjum en eignaraðild var annars
dreifð milli frystihúsanna í þessum
fyrirtækjum. Sölumiðstöðin var að
hluta til félagsleg hreyfing sem
byggði upp atvinnulíf víða um land
með samvinnu og einstaklingsfram-
taki dugnaðarmanna á hverjum stað.
SÍF, LÍÚ og Fiskifélagið
Einar var einnig tengdur Sölusam-
bandi íslenskra fiskframleiðenda
(SIF) og tók virkan þátt í starfi sam-
takanna og sat m.a. í stjóm þeirra. SÍF
hefur annast útflutning á saltfiski
fyrir íslendinga um áratuga skeið.
Einar tók þátt í mörgum öðmm fé-
lögum innan sjávarútvegsins s.s. LÍÚ
og Fiskifélaginu. Alls staðar var hann
ásamt öðrum til forystu kallaður.
Einar hafði mjög gaman af félags-
málum innan atvinnulífsins og hafði
auk þess áhuga á stjómmálum. Hann
þótti mjög góður ræðumaður, lét hátt
rómur á fundum og var rökfastur í
deilum. Það var sjaldnast lognmolla í
kringum hann hvort sem var í fyrir-
tækjarekstri eða félagsmálum.
Starfsþrek hans var mjög mikið og
hann átti gott með að laða til starfa
unga og upprennandi mcnn. Fjöl-
margir sjómanna hans urðu ungir
skipstjórar og mjög margir þeirra
síðar landsþekktir aflamenn.
Fjölskylduhagir
Einar var tvígiftur. Fyrri kona hans
hét Þóra Eyjólfsdóttir. Þau slitu sam-
vistum. Þau áttu einn fósturson, Einar
Þór Einarsson. Einar kvæntist síðar
Svövu Agústsdóttur úr Reykjavík.
Þau áttu ellefu böm á 16 árum og
komust tíu á legg, átta stúlkur og tveir
drengir, en eitt barnið lést í æsku.
Böm þeirra hjóna eru Guðríður,
hjúkrunarfræðingur, gift Guðfinni
Sigurfinnssyni, lækni. Þau eiga tvö
böm. Elísabet var annað bam þeirra
Einars og Svövu en tvö elstu bömin
eru fædd í Vestmannaeyjum. Elísabet
er meinatæknir og gift Þorsteini
Helgasyni, prófessor, og eiga þau
þrjú böm. Sigurður er lögfræðingur
og stjómar nú Isfélagi Vestmanna-
eyja hf. sem er arftaki
Vestmanneyjafyrirtækja Einars.
Sigurður er kvæntur Guðbjörgu
Matthíasdóttur, kennara, og eiga þau
fjögur böm. Agúst er hagfræðingur
og er nú prófessor við Háskóla ís-
lands. Hann er kvæntur Kolbrúnu
Ingólfsdóttur, meinatækni, og eiga
þau þrjú böm. Svava er kennari og
gift Jóni Skaptasyni kennara við Há-
skóla íslands. Þau eiga fjögur böm.
Olöf er efnafræðingur og er prófessor
í efnafræði við háskóla í Kalifomíu í
Bandaríkjunum. Hún er gift David
Deamer prófessor við Kalifomíuhá-
skóla. Helga er meinatæknir og
maður hennar er Davíð Egilson, jarð-
fræðingur. Þau eiga fjögur böm.
Sólveig er málfræðingur og kennari.
Hún er gift Haraldi Hrafnssyni, kenn-
ara og húsasmíðamei«tara. Þau eiga
tvö böm. Auður er íslenskufræóingur
og viðskiptafræðingur. Sambýlis-
maður hennar er Ami Erlingsson
sjómaður og eiga þau eitt bam. Elín
er kennari og er gift Þóri Hrafnssyni,
íslenskufræðingi. Þau eiga þrjú böm.
Haraldur og Þórir em bræður. Bama-
böm Einars og Svövu em nú 26
talsins.
Einar lést árið 1977,71 árs að aldri.
Hann hafði alltaf verið við hesta-
heilsu og var annálað hraustmenni.
Það varð landsþekkt þegar hann synti
gegnum brimgarðinn fyrir Suðurlandi
til aö ná í skip sem var að fara til
Eyja. Hann stundaði sund mikið og
aðrar líkamsæfingar. I för sinni til
Japans og Kína nokkru fyrir andlát
sitt veiktist hann illa fyrir hjarta og
það dró mátt úr honum og leiddi
síðan til dauða hans árið 1977. Kona
Einars, Svava, lést ári seinna.
Staða fyrirtækjanna í dag
Fyrirtæki Einars vom mörg og fjöl-
breytileg. Helst þeirra var
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf.,
sem rak útgerð, fiskvinnslu og loðnu-
bræðslu í Vestmannaeyjum.
Hraðfrystistöðin í Reykjavík var með
fiskvinnslu og útgerð og Isfell var út-
gerðarfélag sem m.a. gerði út Sigurð,
líklega mesta aflaskip Islendinga.
Sigurður, sem heitir í höfuð föður
Einars, Sigurðar Sigurfinnssonar
hreppstjóra, var smíðaður í
Bremerhaven 1960 og var þá ásamt
systurskipum stærsti togari ís-
lendinga. Skipinu gekk illa fyrstu
árin en síðan rættist úr og það var
aflahæst allra íslenskra togara ár eftir
ár. Síðar var Sigurði breytt í loðnu-
skip og reyndist einstaklega vel, var
afiahæstur hverja vertíðina á fætur
annarri. Sigurður er nú gerður út frá
Vestmannaeyjum kominn á fertugs-
aldurinn en ennþá eitt besta skip
fiotans.
Synirnir héldu
merkinu á lofti
Þegar Einar og Svava voru fallin frá
ráku börnin fyrirtækið saman.
Sigurður var þá kominn til Vest-
mannaeyja og hafði tekið við
framkvæmdastjóm fyrirtækisins þar.
Agúst kom heim frá námi sama ár og
Einar dó og tók við framkvæmda-
stjóm í Reykjavík.
Fyrirtækin voru rekin í svipuðum
farvegi og hafði verið þegar Einar
lifði. I Reykjavík æxluðust mál þann-
ig að við samruna Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og Isbjamarins árið
1985 varð til stórt útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki í Reykjavík Grandi
hf. Arið 1990 var tekin ákvörðun um
að samcina rckstur Hraðfrystistöðvar-
innar og Granda hf. Sú sameining
tókst mjög vel og styrkti fyrirtækið
verulega. Grandi er nú eitt allra
stærsta sjávarútvegsfyrirtæki
iandsins. Ágúst gerðist prófessor við
Háskóla íslands um svipað leyti.
Sigurður rak Hraðfrystistöö Vest-
mannaeyja í óbreyttu formi til 1992.
Þá vom Hraðfrystistöðin og Isfélag
Vestmannaeyja sameinuð undir nafni
Isfélags Vestmannaeyja hf., en það er
elsta starfandi fyrirtæki í sjávarút-
vegi hérlendis.
Þannig má segja að brautryójenda-
starf Einars Sigurðssonar í
atvinnumálum, einkum í Vestmanna-
eyjum beri skýr merki enn í dag.
Fyrirtækin em enn starfandi eins og í
Vestmannaeyjum eða sem hluti af
stærri heild eins og í Reykjavík.
Það eru þúsundir Islendinga sem
hófu sinn starfsferil í fyrirtækjum
Einars og minnast vel þessara miklu
umbrotatíma í íslensku þjóðlífi.
Einar Sigurðsson var frumkvöðull
eða athafnaskáld í margvíslegum
skilningi. Þótt 70 ár séu nú liðin síðan
18 ára piltur í Vestmannaeyjum
opnaði matvömverslun og 17 ár frá
dauða hans þá markaði hann djúp
spor og ruddi brautir til hagsbóta fyrir
landsmenn alla.
Fjöldi
fyrirtækja
um landið
og umsvif
þeirra
Upphaf starfsemi Einars Sigurðs-
sonar var í Vestmannaeyjum og þar
var alltaf höfuðstarfsemi fyrirtækja
hans. Hann rak samt víða fyrirtæki
um landið.
Hann stofnaði Hraðfrystistöóina í
Reykjavík árið 1942, sem var stað-
sett á Grandagarði og varð stórt
fyrirtæki, og rak það til dánardags.
Hann gerði út nokkra báta frá
Reykjavík frá 1950 til 1970. Einar
Sigurðsson fiutti til Reykjavíkur árið
1950 en gerði út togarann Sigurð frá
Reykjavík frá 1960. Hann rak enn-
fremur frystihús í Kefiavík um 20
ára skeið, þar sem gerðir voru út þrír
bátar, þegar mest var, og var eitt af
stærri frystihúsum þar.
Einar rak á tímabili lítið frystihús í
Höfnum og rak frystihús og gerði út
tvo togara frá Flateyri í nokkur ár.
Hann rak í stuttan tíma frystihús á
Seyðisfirði. Hann gerði út 14 báta,
þegar þeir vom fiestir.
Hann átti lengi einn fjórða í
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni
hf. í Reykjavík og í lokin einn þriðja
af hlutafé félagsins. Félagið rak tvær
loðnu- og fiskimjölsverksmiðjur í
Reykjavík og gerði út um tíma fjóra
togara og síldarflutningaskip og var
það eitt af öfiugustu fyrirtækjum í
íslenskum sjávarútvegi á milli
áranna 1955 og 1980.
Hann átti jafnframt hlut í
Fiskiðjunni hf. í Kefiavík og var þar
stjómarformaður um tíma en það
félag rak loðnu- og fiskimjöls-
verksmiðju í Kefiavík um 20 ára
skeið, sem hætti rekstri upp úr 1980.
Gerði félagið á tímabili út fjóra stóra
loðnubáta sem voru seldir í
framhaldi af því að félagið var lagt
niður upp úr 1980.
Störf að félagsmálum í
Véstmannaeyjum og
annars staðar
Einar tók mikinn þátt í félagsmálum,
fyrst og fremst í Vestmannaeyjum,
sem ungur maður. Þar má nefna
félagsstörf á vegum íþróttahreyfing-
arinnar, sem voru mjög
umfangsmikil. Hann var einn af
stofnendum félagsins Akóges 1926,
tók mikinn þátt í starfi þess og var
heiðursfélagi Akóges í Vestmanna-
eyjum og Reykjavík, þar sem hann
beitti sér mjög mikió fyrir stofnun
þess síðamefnda 1942. Hann sat í
bæjarstjóm Vestmannaeyja tæplega
tvö kjörtímabil fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og sat á Alþingi, sem
varaþingmaður Austurlands í
nokkur ár.
Einar Sigurðsson, Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshólum og
Jakob Ó. Ólafsson, skrifstofustjóri, á fiugvellinum í Vestmanna-
eyjum.