Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Page 1
\ R Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stað. HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Garðavegi 15- sími 48 1 115 1 ^LAMELLA PARKET 1 1 23. árgangur Vestmannaeyjum, 21. mars 1996 12. tölublað - Verð kr. 130 - Sími: 481-3310 - Myndriti: 481-1293 Vestmannaeyingurinn Logi Jes Kristjánsson kom sá og sigraði á Innanhússmeitaramóti íslands í sundi. Hann setti tvö íslandsmet og varð þrefaldur íslandsmeistari. Á myndinni er Sólveig Adolfsdóttir, formaður ÍBV, að afhenda honum verðlaun. Bæjarráð á þriðjudaginn: Samþykkf að stofna Þróunarfélag Vm -Starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa lagt niður en forstöðumaður félagsins tekur við hlutverki hans. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram tillögu að stofnun Þróunarfélags Vestmannaeyja sem m.a. á að yfir- taka starf atvinnu- og ferðamála- fulltrúa. I tillögunni er gert ráð fyrir að stofnendur félagsins verði Vest- mannaeyjabær, Rannsóknasetur HI, Hafnarsjóður og Bæjarveitur Vestmannaeyja. Gera á samning um framlag frá Atvinnuþróunar- sjóði Suðurlands vegna samnings sjóðsins við Byggðastofnun um at- vinnuráðgjöf á Suðurlandi. Starf atvinnu- og ferðamálafulitrúa verð- ur Iagt niður en forstöðumaður Þróunarfélagsins mun taka að sér verkefni hans. Guðjón Hjörleifsson fylgdi tillögu um Þróunarfélagið úr hlaði í bæjarráði á þriðjudaginn. I gögnum með tillög- unni kemur fram að félaginu er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun atvinnu- lífs í Vestmannaeyjum með nánu samstarfi við Rannsóknasetrið, at- vinnufyrirtæki, einstaklinga og Vest- mannaeyjabæ. Menn eiga að snúa sér til félagsins varðandi ráðgjöf og því er ætlað að leita uppi möguleg tækifæri sem leitt gætu til fleiri atvinnutæki- færa í bænum. I skilgreiningu á þjónustu félagsins fyrir einstaklinga segir að það skuli leggja mat á nýjar hugmyndir, afla upplýsinga og aðstoða við útvegun (jármagns og ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja. Fyrirtækjum verður m.a. boðið upp á aðstoð við markaðsvinnu, mat á hug- myndum, upplýsingaleit, gerð greiðslu- og rekstraráætlana og verk- efnis- og framleiðslustjómun. Þróunarfélagið á einnig að vinna að stefnumörkum í ferðamálum í samráði við ferðamálahóp sem hagsmuna- aðilar standa að. Stofnfé verður í upphafi I milljón króna, bærinn greiðir 40%, Hafnar- sjóður, Bæjarveitur og Rannsókna- setrið 20% hvert. Forstöðumaður Þróunarfélagsins á einnig að sinna verkefnum fyrir væntanlegt al- menningshlutafélag sem bæjarstjórn samþykkti að koma á stofn sl. haust. Fulltrúi V-listans í bæjarstjóm sam- þykkti tillöguna þar sem hún væri í takt við hugmyndir minnihlutans að stofna sérstakan atvinnuþróunarsjóð í Vestmannaeyjum. „Við ætlum með þessu að fara í markvissari aðgerðir í atvinnu- og ferðamálum og koma forstöðumann- inum nær fyrirtækjum og atvinnu- lífinu almennt. Og reyna að tengjast Háskólanum enn meira sem bak- hjarli. I gegnum Byggðastofnun fáum við 1,2 milljóna styrk úr Atvinnuþró- unarsjóði Suðurlands og 250 vinnu- stundir í viðbót, sent eiga að geta nýst fyrirtækjum í bænum,“ sagði Guðjón bæjarstjóri um væntanlegt Þróunar- félag Vestmannaeyja. Heildarloðnuafli Eyjaflotans 160.260 tonn: Sigurður VE ú toppn - um með 22,000 tonn Fjórir bátar komnir með yfir 20 þúsund tonn. Á þriðjudaginn höfðu m'u loðnuskip frá Vestmannaeyjum landað 160.260 tonnum frá áramótum. Guðmundur VE var aflahæstur þeirra með 21.500 tonn. Flotinn er á veiðum við Snæfellsnes og finnst sjómönnum, sem rætt var við, orðið lokalegt. Nánast er búið að afskrifa vestangöngu, sem oft hefur teygt á vertíðinni, en þrátt fyrir það vonast þeir til þess að veiði haldist til mánaðamóta. Sigurgeir Sævaldsson er stýrimaður á Berg VE sem var á leið til Eyja með fullfermi sem þeir fengu við Malarrif. Þar hefur flotinn verið að veiðum undanfama daga og sagði Sigurgeir að ástand loðnunnar væri orðið hálf loka- legt. „Meirihluti loðnunnar er hrygndur en maður vonar að veiði haldist til mánaðamóta eins og hún hefur gert undanfarin ár. Brælan hafði slæm áhrif á loðnunna og það var fyrst í gær, mánudag, sem veiði var þokka- leg,“ sagði Sigurgeir. Vesturgangan svokallaða hefur oft orðið til þess að lengja loðnuvertíðina en sjómenn em svartsýnir á að hún láti sjá sig í ár. Ekkert hefúr frést af loðnu- göngum úti fyrir Vestfjörðum og Guðmundur Sveinbjömsson, skipstjóri á Sighvati Bjamasyni VE, segir að góð steinbítsveiði fyrir vestan styðji þetta. „Steinbíturinn tekur ekki línuna þegar loðnan gengur yfir þannig að allt bendir til þess að engin ganga komi vestan að,“ sagði Guðmundur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í gær var Sigurður VE afla- hæstur Eyjaskipa með 22.000 tonn. Kap VE var næst með 21.600, Guðmundur VE var með 21.500, fs- leifur VE rúm 20.000, Gígja VE 18.800 tonn. Sighvatur Bjamason VE 18.200 tonn, Huginn VE 16.000 tonn, Gullberg VE 16.000 tonn, Kap VE 21.600 tonn, Heimaey VE 13.700 tonn og Bergur VE 9.800 tonn. Samtals em þetta 160.260 tonn. Hver a lottómiðann? Laugardaginn 2. mars kom vinningur að upphæð kr. 3.896.880 á lottómiða sem keyptur var í Söluskálanunt í Goðahrauni. Eigandi ntiðans hefur ekki vitjað vinningsins ennþá. Bjami Guðmundsson. markaðsstjóri íslenskrar getspár, staðfesti þetta þegar Fréttir höfðu samband við hann í gær. Miðinn, sem er tíu raða sjálf- val, var keyptur í Söluskálanunt milli klukkan 5 og 6 föstudaginn 2. mars. Vinningstölumar vom 6 - 11 - 12 - 31 - 33 og skiptist hann á tvo miða. Hinn miðinn var seldur í Hafnarfirði og hefur eigandi hans gefið sig fram. „Eigandi miðans í Vestmannaeyjum hefur aftur á móti ekki enn haft sam- band við okkur,“ sagði Bjami. FJOLSKYLDU- TRYGGING TRYCCINGA fasteigna- MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813235i licriólfur h(. BRUAR BILIÐ Sínti 481 2800 Fax 481 2991 Vetraraætlun n Alla vlrka daga FráEyjum: Kl. 08:15 Frá Þorl.höfn: Kl 12:30 Aukaferð á Föstudögum Frá Eyjum 15:45 Frá Þorl.höfn 19:00 Sunnudaga: Frá Eyjum kl. 14::00 Frá Þorlákshöfn kl. 18.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.