Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 6
FRÉTTIR
Dregið í FIV
Dregið hefur verið í happdrætti FÍV
sem efnt var til á degi símenntunar
24. febrúar 1996. Vinningsmiði er
nr. 21.
Handhaft miðans haft samband
við Áslaugu Tryggvadóttur náms-
ráðgjafa í síma 481 1079.
NÁmRunuDim
0G fíUÐLÖND
Sunnudaginn 24. mars heldur Sig-
rún Helgadóttir líffræðingurerindi í
Rannsóknasetri Háskóla íslands og
Vestmannaeyjabæjar og hefst það
kl. 14:00. í erindinu mun hún íjalla
um náttúrufriðun og friðlönd. Sig-
rún er með mastersgráðu í „þjóð-
garðafræðum” frá Edinborgarhá-
skóla. Hún hefur starfað sem land-
vörður og starfar nú hjá Náttúru-
vemdarráði. 1 erindi sínu mun Sig-
rún fjalla um friðlönd, náttúmfrið-
un, náttúiuvemd og skilgreiningar á
hinum ýmsu hugtökum sem tengj-
ast þessu viðamikla og mikilvæga
efni. Hún mun einnig ræða um
skipulag innan friðlýstra svæða hér-
lendis og segja frá tilgangi einstakra
friðlýsinga.
SPURT&SVAKAÐ:
Eiga
sfelpurnar
eitthvað
þrek ettír?
SlGBJÖRN ÓSKARSSpN,
PJÁLFARI KVENNALIÐS ÍBV:
„Já já, ég er nú hræddur um
það. Stelpurnar eru í mjög
góðu formi og það skiptir
engu máli þótt við fáum
aðeins þrjá daga til að hvíla
okkurfyrir undanúrslitin en
Stjarnan heila viku. Það er
ekkert skárra að vera í
vikusleni í stað þess að
demba sér strax í næsta
verkefni, sem er auðvitað að
slá Stjörnuna út. Við erum
eina liðið sem höfum náð
stigum af þeim undanfarin
misseri og við erum nú á
mikilli siglingu."
ÍBV sló Víkinga út i æsi-
spennandi oddaleik í Eyjum
á þriðjudaginn. ÍBV mætir
Stjörnunni í undanúrslitum
úrslitakeppninnar. Fyrsti
leikurinn fer fram í Garðabæ
á laugardaginn en annar
leikurinn í Eyjum á
mánudaginn kl. 20.
Fréttir
Fimmtudagur 21. mars 1996
Línuskautafaraldur geisar þessa
dagana enda hefur veðurblíðan
leikiö við okkur að undanförnu. En
það er aldrei of varlega farið því á
mánudaginn slasaðist þrennt eftir
að hafa farið of geyst á línuskau-
tunum. Tveir unglingspiltar hand-
leggsbrotnuðu mjög illa og stúlka
meiddist nokkuð í andliti. Annan
piltinn þurfti að senda til Reykja-
víkur í aðgerð en hinn pilturinn,
Ivar Ágústsson sem er að verða 15
ára, var í tvo tíma á skurðarborðinu
hjá Birni Ivari Karlssyni. Báðar
pípur í hægri hönd fóru í sundur og
var um opið brot að ræða. Unga
fólkið sem er á línuskautunum hef-
ur því miður notað göturnar sem
sín svæði og er yfirleitt án nokkurra
hlífa. Einnig eru dæmi um að verið
sé að hanga aftan í bílum á skaut-
unum en þá er auðvitað verið að
leika sér að dauðanum.
I samtali við Fréttir sagði ívar, þar
sem hann lá inni á sjúkrahúsinu, að
hans fyrsta verk yrði, þegar hann fer
aftur á línuskauta eftir nokkra mánuði,
að kaupa sér hjálm og hlífar á oln-
boga, hné og úlnliði en slíkar hlífar
hefðu getað dregið verulega úr meiðsl-
um hans og jafnvel komið í veg fyrir
handleggsbrotið sem var rétt fyrir
neðan úlnlið. Slysið átti sér stað í
brekku norðan við Tangann. „Eg var
að fara niður brekkuna og að beygja til
hægri. Eg var á frekar lítilli ferð og var
að bremsa mig af en lenti þá á smá-
steini. Eg fór í hring í loftinu og lenti
með hægri höndina á rennustein.
Höndin var alveg í sundur og beinin
stóðu út. Þetta var opið beinbrot. Það
voru nokkrir karlar að vinna þama rétt
hjá og þeir hlupu til mín og hringdu á
sjúkrabíl. Mér leið alveg hræðilega
illa,“ sagði Ivar sem enn var sár-
kvalinn þegar rætt var við hann í gær
og ekki útséð með hvort hann slyppi
við aðra aðgerð á hendinni.
skautum fyrir tveimur árum og segist
vera sá næst besti í Eyjum. „Eg hef
ekki mikið meitt mig, bara smá í
þumalputta. En það er mjög algengt
að krakkar séu að hrufla sig og fá
blöðrur á hælana. Það svakalegasta
sem ég hef lent í er þegar ég renndi
mér niður Helgafellsbraut og alveg
niður að Imynd á Strandveginum á
fimm mínútum. Auðvitað var ekkert
vit í því, svona eftir á. Ég hef líka
verið að teika en það er ntjög vinsælt
en það er lífshættulegt," segir Ivar og
móðir hans tekur heils hugar undir
það. Hún bendir á að ekki þurfi nema
smá steinvölu til að stórslys geti hlotist
af.
hvet krakka sem eru að byrja
að kaupa sér hlífar og almennilega
línuskauta. Þetta er algjört drasl sem er
verið að selja í búðunum héma. Fyrstu
línuskautamir mínir dugðu bara í einn
mánuð. Svo finnst mér að bærinn ætti
að skaffa okkur einhverja aðstöðu.
Vinsælast er að safnast saman á
bflastæðunum aftan við Trygginga-
miðstöðina og svo er verið að skauta á
götunum sem er líka hættulegt. Það
vantar þrautir og eitthvað fjör í þetta.
Línu skautar em orðnir mjög vinsælir
og það safnast hellingur af unglingum
saman á kvöldin til að skauta um
bæinn. Ef einhver aðstaða væri til
þyrftum við ekki að vera á götunum,"
sagði ívar að lokum.
Datt a linuskautum
hlaut oi
- Hveturalla til þess
að vera vel hlífum
búna og með hjálm.
Islendingur
sjósettur
Víkingaskip Gunnars Marels Egg-
ertssonar skipasmiðs, var sjósett
við Reykjavíkurhöfn sl. laugardag.
Borgarstjóri Reykjavíkur, forseti
íslands og fleira fyrirfólk var við-
statt sjósetningu auk fjölda fólks.
Vestmannaeyingar voru þar einnig
áberandi enda Gunnar Marel
Vestmannaeyingur í húð og hár.
Frú Vigdís Finngadóttir, forseti
íslands, gaf víkingaskipinu nafnið
Islendingur. Að sögn Gunnars
Marels er það sama nafnið og á
fyrsta og eina víkingaskipinu sem
smíðað var hér á landi fyrir um
þúsund árum síðan eftir því sem
sögur segja. Myndin var tekin á
hafnarbakkanum í Reykjavíkur-
höfn á iaugardaginn. Gunnar
Marel telur að mánaðarvinna í
viðbót við bryggjuna fari í að gera
skipið klárt til að sigla undir fulium
seglum.
VOR KYNNING
10% afsláttur af líkams- og
förðunarvörum
og fleira fallegt.
Föstudag kl. 11-19
Laugardag kl. 11-15
Qpev-ið að /ita i'K'ti/