Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Qupperneq 8
Fréttir Fimmtudagurinn 21. mars 1996 Auðvitað var mér kennt wn -segir Arnaldur Bjarnason, fyrrum bæjarstjóri, um úrslit kosninganna 1990 þegar hann hvarf úr bæjarstjórastólnum eftir ósigur vinstri flokkanna.. í biðröð framan við mat- salinn íTæknigarði, þarsem Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands er til húsa, er kunnuglegt andlit. Maðurinn hefur sést á fót- boltaleikjum ÍBV á fastalandinu undanfarin sumur en hefur lítið sést í Vestmannaeyjum síðan 1990. Þarna er kominn Arnaldur Bjarnason, fyrrum bæjarstjóri. Hann stundar nú nám í markaðs- og út- flutningsmálum hjá Endurmenntunarstofnun HÍ en hans aðalstarf er hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Arnaldur var fyrirferðarmikill á síðum Frétta þau fjögur ár sem hann starfaði sem bæjar- stjóri en síðan höfum við litlar fréttir haft af honum. Hér ber vel í veiði og er Arnaldur strax til í að segja frá því sem á daga hans hefur drifið síðan hann flutti frá Eyjum. Einnig kemur hann inn á kynni sín af Eyja- mönnum, vonbrigðum og sárindum í kjölfar kosninganna 1990. Reyndar segist hann hafa séð úrslitin fyrir og varað við þeim en engu að síður var honum kennt um þó enginn vildi viðurkenna það opinber- lega. Ólíkt umhverfi Amaldur Bjamason réðist til Vest- mannaeyja sem bæjarstjóri í kjölfar kosningasigurs vinstri manna í bæjar- stjórnarkosningunum 1986. Þá unnu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur sigur á Sjálf- stæðisflokknum. Arnaldur hafði kynnst sveitarstjómarmálum áður sem sveit-arstjóri en í ólíku umhverfí. Þannig að hann vissi á margan hátt hvað hann var að fara út í. Amaldur bauð af sér góðan þokka sem bæjar- stjóri. Hann leið þó fyrir það að vera ráðinn pólitískt og að vera aðkomu- maður. Sjálfstæðismenn litu aldrei á hann sem sinn bæjarstjóra og svo er það nú einu sinni svo að menn þurfa lengri tíma en eitt kjörtímabil til að sanna sig fyrir Vestmannaeyingum. I bæjarstjómarkosningunum 1990 kol- féll meirihluti vinstri manna. -Það var óverðskuldað, sögðu meirihlutamenn, ARNALDUR BJARNASON, fyrrum bæjarstjóri: -Þessi úrslit voru í sjálfu sér mjög óverðskulduð en ég reiknaði alltaf með því að meirihluti vinstri manna félli. Það réði ég af því að Alþýðubandalagið myndi örugglega tapa öðrum fulltrúa sínum en að Framsókn missti sinn eina fulltrúa kom mér á óvart. sem urðu engu að síður að bíta í það súra epli að sjá á eftir völdunum til sjálfstæðismanna. A vissan hátt má segja að Amaldur hafi orðið hálf- gerður blóraböggull. Hann sá á eftir bæjarstjórastólnum, flutti frá Vest- mannaeyjum og hefur lítið sést þar síðan, er í raun týndur og tröllum gefínn. Gjörólík sveitarfélög Amaldur hafði í nokkur ár verið sveitarstjóri í Mývatnssveit áður en hann réðist til Eyja. Hann var því á heimavelli í sveitarstjómarmálum en ólíkari sveitarfélög er varla hægt að hugsa sér. Eða eins og hann lýsir því sjálfur: Friðsæld Mývatnssveitar með sinn landbúnað og ferðamennsku og beljandi haf í kringum Eyjar þar sem lífið er fiskur og aftur fiskur. „Þetta vom talsverð umskipti en starfið var svipað. Auðvitað em at- vinnuvegir þessara tveggja sveitar- félaga gjörólíkir en alls staðar gilda sömu reglur og lögmál í sveitarstjóm- armálum. Það vom líka umskipti að fara úr víðáttu Mývatnssveitar til Vestmannaeyja þar sem allt er á einum og sama punktinum. Þegar það kom til lals að fjölskyldan flytti til Eyja hafði ég minnstar áhyggjur af sjálfum mér, það var frekar að ég hefði áhyggjur af eiginkonunni en hvorugt okkar varð fyrir von- brigðum,” sagði Amaldur um fyrstu kynni sín af Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. „Okkur líkaði dvölin það vel að við höfum síðan horfit á það með mikilli eftirsjá hafa ekki haldið áfram búsem þar,” bætti hann við. Hörð pólitík á báðum stöðum en ólík Þeir sem fylgjast með fréttum vita að pólitíkin er hörð í Mývatnssveitinni og er slagur í skólamálum nýjasta dæmið um það. En það er líka tekist á í bæjar- pólitfkinni í Eyjum þannig að harka í pólitík kom Amaldi ekki á óvart. „I Vestmannaeyjum er tekist á eftir flokkspólitískum línum en í Mývatns- sveitinni ráða átök milli byggðarlaga ferðinni. Er það oft miklu erfiðara. I flokkapólitíkinni gilda óskráðar reglur sem allir virða og átökin era meira á yfirborðinu. Eins og ég kynntist þessu í Vestmannaeyjum bára allir bæjar- fulltrúar fyrst og fremst hag bæjar- félagsins fyrir bijósti þó oft gustaði hressilega.” Eyjamenn kröfuharðir Þegar Amaldur kom til Vestmanna- eyja var að ljúka þeim kafla í sögunni sem hófst með Heimaeyjargosinu 1973. Uppgjöri við Viðlagasjóð var lokið. Var komið að því að bærinn yrði að standa á eigin fótum. Grettis- taki hafði verið lyft í uppbyggingu bæjarins en margt var enn ógert.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.