Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Side 9
Fimmtudagurinn 21. mars 1996 „Vissulega höfðu ýmsar framkvæmdir dregist aftur úr vegna gossins en það var eins og Vestmannaeyingar vildu gleyma því. Þeir voru mjög kröfu- harðir á alla þjónustu en í því kom líka fram stolt þeirra til að gera betur en aðrir á öllum sviðum.” Gatnakerfið var enn lélegt og ýmis- legt, sem fólki finnst nú sjálfsagt að samfélagið sjái um, hafði dregist aftur úr. Amaldur sá því fram á mörg stór verkefni þegar hann kom til starfa. Hann leit á þetta sem eðlilegar af- leiðingar gossins. Hann segir þó að bæjarfulltrúamir hafi ekki verið á sama máli og það var þeirra að taka ákvarðanir. „Menn vom óhræddir við að ráðast í framkvæmdir og það stundum umfram getu bæjarfélagsins en dæmið virðist hafa gengið upp. Gleðst ég yfir því sem ég heyri, að bæjarsjóður standi vel í dag. Þannig að hann virðist hafa ráðið við fram- kvæmdir á þessum tíma og þeim sem komu seinna.” Stoltastur af orkusamningnum Þegar Amaldur var spurður að því hverju hann væri stoltastur af frá bæjarstjóraárum sínum í Eyjum stóð ekki á svarinu. „Það var lausnin sem fékkst á veitumálum bæjarins. Þetta var stór áfangi sem bæjarfélagið býr að enn þann dag í dag og mun gera um langa framtíð. Nú búa Eyjamenn við öryggi í orkumálum. Orkuverð hefur lækkað umtalsvert frá þessum tíma og á enn eftir að lækka. Þama var um flókna lausn að ræða sem náðist með samstöðu allra flokka í bæjar- stjóm. Er mér ljúft að minnast samstarfsins við Eirík Bogason, veitu- stjóra, og veitustjóm alla í þessu máli.” Trúði ekki á sigur vinstri manna Þegar kom að kosningunum 1990 var ekki annað að sjá en að vinstri flokkamir héldu meirihluta sínum í bæjarstjóm Vestmannaeyja. Alla vega töldu bæjarfulltrúar meirihlutaflokk- anna sig hafa sterka málefnastöðu og bentu á miklar framkvæmdir á kjör- tímabilinu því til staðfestingar. Amaldur segist ekki hafa verið sömu skoðunar þegar kom að kosningunum sem voru afhroð fyrir vinstri menn. Alþýðuflokkur hélt sínum tveimur bæjarfulltrúum, Alþýðubandalagið tapaði öðram manni sínum en Fram- sókn þurrkaðist út út bæjarstjóm. A rústum meirihlutans hreyktu sjálf- stæðismenn sér af sex bæjarfulltrúum af níu en þeir höfðu fjóra áður. Það þarf alltaf að finna sökudólg Amaldur segist ekki gera sér grein fyrir hvað brást. „Þessi úrslit vom í sjálfu sér mjög óverðskulduð en ég reiknaði alltaf með því að meirihluti vinstri manna félli. Það réði ég af því að Alþýðubandalagið myndi ömgg- lega tapa öðmm fulltrúa sínum en að Framsókn missti sinn eina fulltrúa kom mér á óvart. En þar réðu mestu innbyrðisátök í þeirra röðum og skortur á samstöðu, held ég þó ég hafi ekki verið kunnugur innviðum Fram- sóknarfélagsins í Vestmannaeyjum.” En hveijum var um að kenna hvemig fór? „Ömgglega var mér kennt um að einhverju leyti. Það þarf alltaf einhvem sökudólg en í dag verð ég ekki var við það í viðmóti þessara fyrmm samherja minna eða Vestmannaeyinga almennt. Sjálfur varð ég ekki sár en vonbrigðin vom mikil. Þetta em nú einu sinni leik- reglumar í pólitíkinni. Þegar ráðið er pólitískt verður maður að gera ráð fyrir þessu og hlíta úrslitum þegar þau liggja fýrir,” sagði Amaldur og er ekki annað að sjá en að þama fylgi hugur máli. Fréttir Örugglega var mér kennt um að einhverju leytí. Það þarf alltaf einhvern sökudólg en í dagverðég ekkivarvið það í viðmóti þessara fyrrum samherja minna eða Vestmannaeyinga almennt. Sjálfur varð ég ekki sár en vonbrigðin voru mikil. Hver var vilji sjálfstæðismanna? Eftir kosningamar heyrðust raddir um það í Eyjum að sigurvegarar kosn- inganna, sjálfstæðismenn hefðu augastað á Amaldi sem bæjarstjóra. Þegar þetta er borið undir Arnald segir hann að þessi orðrómur hafi borist sér til eyma. „I hreinskilni sagt þá átti ég ekki von á því og sá ekki að það gæti gengið. En þegar ég heyrði þennan orðróm vildi ég kanna hvort eitthvað væri hæft í honum. Ég hef aldrei fengið óyggjandi svar við þvf hvort eitthvað var til í þessu eða ekki. En mér fannst þetta bera vott um að störf mín hefðu verið vel metin og hefðu unnið bænum gagn. Það skiptir í raun mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir." Amaldur. Þegar Amaldur er beðinn um að nefna eftirminnilega menn frá Vest- mannaeyjum segir hann marga koma upp í hugann. „Enda em Vestmanna- eyingar um margt sérstakt fólk en af samstarfsmönnum mínum vil ég nefna Sigga Vídó sem þá var hafnarstjóri. Mér þykir sérstaklega vænt um hann. Við áttum gott samstarf og milli okkar þróaðist góð vinátta. Ég vil lflca nefna Sigga Reim sem alltaf er jafn hreinn og beinn. Hann vildi alltaf ræða við bæjarstjóra sinn um þau mál sem honum lágu á hjarta þegar leiðir okkar lágu saman. Ég gæti nefnt marga fleiri.“ Sárindi Vorið 1990 stóð Amaldur uppi í atvinnuleit og æxluðust málin þannig að hann flutti aftur upp á fastalandið. „ Því fylgdi ákveðið umrót og átök og alltaf fylgja því ákveðnir erfiðleikar að koma sér fyrir á nýjum stað. En bömin okkar vom búsett á höfuð- borgarsvæðinu og þau toguðu í okkur. Ég réðist í tímabundið verkefni hjá Stéttarsambandi bænda. Það snerist um atvinnuþróun til sveita og þar taldi ég mig eiga möguleika á að geta látið gott af mér leiða. Þetta var erfitt í byrjun enda bændafólk vart farið að skynja þörfina á hliðartekjum og auka- búskap. Tómleikinn sem ég mætti í fyrstu gagnvart nauðsynlegum breyt- ingum breyttist mikið á þessum tæplega fjómm árum sem ég starfaði við þetta. Eftir á finn ég að starf mitt hefur orðið til vemlegs gagns og hugarfarsbreytingar,” sagði Amaldur sem í framhaldi af þessu verkefni réðist til Framleiðsluráðs land- búnaðarins. / námi með starfinu Þar vinnur hann að því að kanna áhrif alþjóðaviðskiptasamninga á land- búnaðinn en það hefur þróast upp í könnun á verðmyndun landbúnaðar- vara. „Þetta er bæði skemmtilegt og kreíjandi starf þar sem verið er að þróa aðferðir til að að fylgjast með verð- 13 myndun landbúnaðarvara. Þannig að hægt verði að finna út hvað hver ber úr býtum, bóndinn, framleiðandinn, heildsalinn og smásalinn. Þar hef ég m.a. átt mjög merkilegt samstarf við Neytendasamtökin um verðkannanir á smásölu- stiginu," segir Amaldur. Meðfram starfi sínu hefur hann aflað sér menntunar hjá Endurmenntunar- stofnun HI. Lætur hann það ekki aftra sér þó hann sé kominn á sextugs- aldurinn. „Ég stunda námið með vinnunni þannig að ég hef nóg að gera og stundum of mikið. Fyrst nam ég rekstrar- og viðskiptafræði. Það tók þrjár annir og nú er ég á námskeiði í markaðs- og útflutningsfræðum.” Hugurinn leitar oft til Vestmannaeyja Hugur Arnalds og konu hans, Jónínu Björgvinsdóttur, leitar oft til Eyja og þau fylgist með í gegnum vini og kunningja auk þess sem þau lesa Fréttir í hverri viku og eru félagar í ÁTVR. „Við höfum ekki oft komið til Eyja síðustu sex árin en ferðum þangað á ömgglega eftir að fjölga í framtíðinni því sonur okkar, Björgvin, og unnusta hans hafa ákveðið að setjast þar að,” sagði Amaldur sem ekki hafði meiri tíma í spjall. Um kvöldið átti af að vera árshátíð og sem einn af skemmtikröftum samkom- unnar hafði hann í mörg hom að líta. Eyjamenn hafa mátt horfa á eftir mörgum góðum manninum upp á fastalandið á undanfömum ámm. Auðvitað kemur maður í manns stað en allir skilja þeir eftir sig skarð. Misjafnlega stór, en það er skaði fyrir bæjarfélagið að menn skuli ekki leita fyrir sér á öðrum vettvangi í bænum þegar breyting verður á högum þeirra. Þetta kom m.a. upp í huga blaðamanns þegar hann horfði á eftir Amaldi. -Það er eftirsjá í honum. UNSAN Gleraugnaþjónusta LINSUNNAR verður í snyrtivöruverslvuiinni NINJU verður í dag og á morgun firá kl. 10:00 - 18:00. Heiðar Jónsson aðstoðar við val á umgjörðum á morgun, föstudag Góð gleraugu - Gott verð Nýtt frá Alain Mikli, Ferré og Blue Bay.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.