Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 11
Fimmtudagur 24. október 1996
Fréttir
októbor 1996
Oddurínn yfir-
leitt nógu stór
-enda á tveimur hæðum!
Þau Katrín Magnúsdóttir og
Sigurgeir Jónsson eiga og reka
verslunina Oddinn við Strandveg.
Um þessar mundir eru sex ár síðan
þau keyptu verslunina og þau hafa
á þeim tíma nær tvöfaldað allt
umfang og veltu. I Oddinum er
höfuðáherslan lögð á leikföng,
gjafavöru og ritföng. Katrín Magn-
úsdóttir segir að fleiri vöruflokkar,
svo sem föndurvörur, séu að verða
æ fyrirferðarmeiri enda mikið
föndrað í Eyjum, sérstaklega fyrir
jól.
Nú er plássið ekki rnikið í Odd-
inum, er ekki erfitt að koma öllum
þessum vörum fyrir? Katrín segir svo
ekki vera. „Raunar er húsnæðið of
lítið í desentber þegar jólatraffíkin
stendur sem hæst og eins í júní þegar
sumarlistinn okkar kernur út með
öllum sumarleikföngunum. En við
höfum brúað það með því að taka
viðbótarhúsnæði á leigu og það hefúr
komið vel út. A öðrunt tímum árs er
Oddurinn nógu stór, enda á tveimur
hæðum!” segir Katrín brosandi.
Katrín segir að þau hafi tekið þátt í
öllum þeim sprönguskellum sent
haldnir hafa verið. „Þeir hafa yfirleitt
komið vel út, sérstaklega þó sá síðasti,
í byrjun október, enda vorum við þá
með mjög góð tilboð.”
í „gjuggsprönguskellinum” sem
hefst í dag og stendur til laugardags,
verða ýmis tilboð í gangi í Oddinum.
Þar má nefna 50% afslátt af In Line
línuskautum, sem kosta nú aðeins
1985 kr. Dýrari línuskautamir seldust
upp í síðasta sprönguskelli. Þá er
einnig 50% afsláttur af öllum
myndabolum og 30% afsláttur af
snyrtitöskum og bjútíboxum. Af
öllum öðrum vörum er svo boðinn
10% staðgreiðsluafsláttur
KATRÍN: Síðasti Sprönguskellur kom vel út.
Sprönguskellur
og Gjugg í bæ
-Lág fargiöld til Eyja gera þær að góðum
kosti fyrir þá sem vilja skreppa út á land
Um helgina beina Flugleiðir
kastljósinu að Vestmannaeyjum í
átakinu Gjugg í bæ sem er ætlað
að freista höfuðborgarbúa til að
heilsa upp á bæi á landsbyggðinni
utan hins venjulega ferðamanna-
tíma. Að Gjuggi í bæ standa
Flugleiðir og hagsmunaaðilar í
ferðaþjónustu á hverjum stað.
Félag kaupsýslumanna ætlar að
slást í lið með ferðamálahópnum
og efnir til Sprönguskells í dag,
fostudag og laugardag en þá verða
flestar verslanir opnar til klukkan
5 síðdegis.
Sigurbjörg Axelsdóttir, formaður
Félags kaupsýslumanna, segir að
félagið hafi verið búið að ákveða
þrjá Sprönguskelli í haust, í byrjun
hvers mánaðar. „Þegar það kom upp
að Flugleiðir verða með sitt Gjugg í
bæ um næstu helgi ákváðum við að
slá til með auka Sprönguskell. Hann
verður að öllu leyti með
hefðbundnum hætti og mun hver
verslun bjóða upp á tvær til þrjár
vörutegundir á góðum afslætti,"
sagði Sigurbjörg og er hún sannfærð
um að fólk af höfuðborgarsvæðinu
eigi eftir að finna hér ýmislegt sem
því finnst borga sig að kaupa.
„Það er nefnilega að korna betur
og betur í ljós að vöruúrval og verð
getur verið hagstætt hjá okkur ekki
síður en í Reykjavík,” bætti hún við.
Gunnar Már Sigurfinnsson,
markaðsstjóri hjá innanlandsflugi
Flugleiða, segir að undirtektir við
Gjugg í bæ hafi verið ágætar á
landsvísu en í átakinu er beint að sex
helstu áætlunarstöðum félagsins á
landsbyggðinni. Og um næstu helgi
er komið að Vestmannaeyjum.
„Við auglýsum staðina upp til að
vekja athygli á þeim sem góðum
valkosti í helgarferðum fyrir fólk á
höfuðborgarsvæðinu. Eins og staðan
er í dag, mánudag, þá eru allar vélar
að fyllast til Eyja um næstu helgi.
Það eru hópar sem kaupa allan
pakkann, flug og gistingu, en aðrir
láta sér nægja að kaupa flug og gista
hjá ættingjum og vinum,“ segir
Gunnar.
Hann segir að auglýsingaherferðin
Gjugg í bæ skili sér ekki aðeins fyrir
Flugleiðir. „Átakið kemur sér vel
fyrir t.d. Herjólf því við erurn að
vekja athygli á Vestmannaeyjum
almennt. Við höldum að ásókn í
borgarferðir erlendis hafi náð
hámarki og með Gjuggi í bæ erum
við að bjóða upp á nýjan möguleika
fyrir ferðaþyrst fólk á höfuð-
borgarsvæðinu. Það tekur þrjú ár að
byggja upp markhóp fyrir þessar
ferðir og sérstaða Vestmannaeyja er
rn.a. lágt verð á stuttri flugleið. Flug
og gisting í tvær nætur kostar um 10
þúsund krónur. Pakkanum fylgir
afsláttarhefti sem fólk fær líka þó
það kaupi bara flugið,“ sagði Gunnar
að endingu.
lTnsan
verður með
gleraugnaþjónustu
í versluninni
NINJU
LAUGARDAGINN
26. OKTÓBER
frá kl. 10- 17.
ATH. Opið í hádeginu
Góð gleraugu - Gott veró