Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 24. október 1996 Hitaveitan leysti olíukyndinguna af hólmi á áttunda áratugnum. Smám saman hefur þeim sem kynda með olíu verið að fækka. Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum eru um tíu íbúðarhús í Vestmannaeyjum kynt með olíu af tæplega 1500. Auk þess eru nokkrar veiðar- færagerðir og fáeinir kofar kyntir með olíu. Olíukynding fór að ryðja sér til rúms í kringum seinni heimstyrjöldina að því er fróðir menn telja. Katlarnirsem notaðir voru í byrjun þóttu ekki merki- leg smíði en þegar þeir urðu traustari voru flest öll íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í Vestmannaeyjum kynt með olíu. Ragmagnskynding fór svo að ryðja sér til rúms áður en hitaveitan kom til sögunnar. Hér er ekki ætlunin að gera fræðilega úttekt á olíukyndingu eða hitaveitukostnaði heldur grafa upp síðustu móhikanana/sérvitringanna sem enn kynda með olíu í þessu bæjarfélagi. Til skamms tíma þótti ódýrara að kynda með olíu. í dag ber „sérfræðingum" saman um að svo sé ekki, nema kynda húsið aðeins hluta úr degi eins og dæmi eru um. Lítirinn á hráolíu í dag til húsakyndingar er á 23.99 kr. og hefur hækkað um 1,80 kr. á nokkrum vikum. Olía til húshitunar ber 14% virðisaukaskatt en olía í bíla og skip er dýrari þar sem hún ber 24,5% virðisaukaskatt. Tonnið af heita vatninu hjá Bæjarveitum Vestmannaeyja kostar í dag 103 kr. en heita vatnið ber einnig 14% virðistaukaskatt. Meðaleinbýlishús notar að meðaltali 2-2,5 tonn af heitu vatni á sólarhring. - Þorsteinn Gunnarsson Gústaf os Aðalheiður: Olíukyndins yfir kaldasta tímann Palli í Olíunni sá um að keyra olíunni í mörs ár: Mikill slöngu- dráttur Gústaf Sigurjónsson og Aðalheiður Hjartardóttir búa að Hólagötu 48. Þau tóku að sjálfsögðu hitaveituna inn á sínum tíma. En þegar karlarnir aetluðu að taka fírinn úr kjall- arannm sagði Gústaf hingað og ekki lengra. Það væri aldrei að vita nema hann þyrfti á honum að halda. ,Ég nota olíukyndinguna stundum yfir kaldasta tímann. Hitaveitan ein Hallgrímur Njálsson og Sigfríð Björgvinsdóttir búa að Hólagötu 15 og hafa kynt með olíu síðan þau keyptu húsið fyrir nokkrum árum. „Við kyndum með hráolíu af þeirri einföldu ástæðu að við fáum betri hita í húsið. Þeir sem áttu húsið á undan hituðu með olíu vegna þess að það var ódýrara. Ég er ekki viss um að svo sé í dag, ég hef hreinlega ekki reiknað það út. Að sjálfsögðu var lögð inn hitaveita í húsið á sfnum og sér kyndir ekki nægilega vel. Húsið er gamalt og ofnarnir líka. Fírinn er í góðu lagi og ég lokaði aldrei skorsteininum. Þetta er í góðu lagi og ég er ekki frá því að olíu- kyndingin sé mun betri. Alla vega er hitinn meiri og jafnari. En olíukynd- ingin er dýr, er ekki reyndar allt dýrt í dag? Það var nú ákveðinn sjarmi yfir þessari olíuntenningu hér áður fyrr þegar karlarnir komu á olíu- bílunum til dæla,” sagði Gústaf. tíma. En ofnaketfið er ekki nógu gott. Það kemur að því að skipta yfir í hitaveitu en það verður bara að hafa sinn gang,“ sagði Hailgrímur. Fírinn í kjallaranum hefur stund- um biiað en gengur annars ágætlega. Grétar pípari sér til þess að hann gangi. „Fólk er hissa á að við kyndum með olíu þangað til það heyrir skýringuna. Hitinn er góður og ekki svo ntikið dýrari en hitaveitan. Á meðan svo er tel ég þetta vera í lagi.“ Páll Guðjónsson, betur þckktur sem Palli í olíunni, hefur unnið frá 1971 hjá Olíufélagi íslands. Hann sá um að keyra olíu í tankana við húsum bæjarbúa í nokkur ár áður en hitaveitan leysti olíukyndinguna af hólmi. „Ég byrjaði á olíubílnum I97l og var þangað til hitaveitan tók við eftir gos. Hvert einasta hús í bænum var kynt með olíu. Þetta var mikill slöngu- dráttur, úr bílnum og í tankana. Sérstaklega var þetta erfitt þegar snjór var mikill. Þá þurfti að moka niður á tankana," segir Páll. Flestir tankar tóku á bilinu 200 til 300 lítra af olíu. Yfirleitt var dælt í tankana á hálfs mánaðar ffesú að sögn Páls en það fór auðvitað eftir því hvemig tíðarfarið var. „Við höfðunt yfirleitt reglu á þessu hvemig rúnturinn var. En sumir vildu hringja og panta. Yfirleitt var skrifað hjá fólki og því svo sendur reikn- ingurinn. En þeir voru nokkrir sérvitringar sem vildu staðgreiða. Oftar en ekki var okkur boðið inn í kaffi og meðlæti og við þáðum það ef tími var til. Á vertíð var oft mikið að gera því við þurftum að fara í bátana," segirPáll. Tveir olíubflar voru að þjónusta bæinn hjá Esso, tveir frá Skeljungi og einn frá Olís þegar mest var um að vera þegar Páll var að keyra. „Þetta breyttist auðvitað mikið þegar hitaveitan kom til sögunnar. Smátt og smátt hefur þeim verið að fækka sem nota hráolíu til að kynda kofana sína. Ekki vildi ég skipta aftur yfir í olíukyndingu. Þrifnaðurinn er auðvitað miklu meiri að hafa heitt vatn. Mikið viðhald var á fírununt og óþrifnaður gat verið töluverður. Hins vegar er ég ekki frá því að olíukynd- ingin haldi betur hita í húsunum en hitaveitan segir Páll, sem hættir hjá Olíufélaginu unt áramót þegar hann verður kontinn á aldur, eins og hann kemst að orði. Emil Masnússon: Spara allt að helmins Emil Magnússon býr að Hátúni 8. Hann hefur alla tíð kynt með olíu en hitaveitan var lögð á sínum tíma inn í bíl- skúr án þess að Emil hafi tekið hana inn í hús. „Ég kyndi enn með olíu af því það er miklunt mun ódýrara. Ég hef ekki tekið það saman nákvæm- lega en ég er að spara alveg 30 til 50 prósent. Ég borga um fitnm til sex þúsund á mánuði fyrir olíu- kyndinguna en væri líklega að borga helmingi meira fyrir hitaveituna," segir Emil. Spamaðurinn hjá Entil liggur fyrst og fremst í því að hann kyndir aldrei á nóttunni. hann segist vera hræddur við það. ,Þ>að munar ansi miklu að kynda ekki 10 eða 12 tíma á sólarhring. I því liggur spamaðurinn. Ég kveiki upp snemma á morgnana en ef það er kalt kveiki ég eldsnemma. Ég er með góðan ketil sent er frá því fyrir gos og kyndir vel. Þeir hafa verið að bjóða mér afslátt ef ég tæki inn hitaveituna, t.d. með því að fá inntakið frítt. En það er samt allt of dýrt fyrir mig, það verður að leggja allt upp á nýtt og kaupa hitakút," segir Emil. Emil ætlaði á sínum tfma að fá rafmagnskyndingu í húsið en var neitað um það. Helst af öllu vill hann hafa rafmagnskyndingu sem var lögð í hverfið í kring. „Því er ekki að neita hitinn frá olíunni er mun skemmtilegri en hitaveituylurinn. Mér finnst hann mun þurrari frá hitaveitunni. En ef ég ætti nógan aur myndi ég taka hitaveituhelvítið inn,“ sagði Emil. Emil Magnússon. Hallsrímur og Sigfríð: Betri hiti í húsið j

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.