Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 24. október 1996
NÝI LÓÐSINN KOMINN ÚT. Hann er fyrsta stálskip sem smíðað er í Vestmannaeyjum. Hann er
næst stærsta skip sem hér hefur verið byggt, 164 tonn. Á innfelldu myndinni er Ólafur Friðriks-
son, framkvæmdastjóri ásamt fleiri starfsmönnum Skipalyftunnar að fylgjast með.
Nýi Lóðsinn kont-
inn undir bert ioH
Fréttatilkynning frá Sjóvá-Almennum:
Bjóða 17 til 20 úra ökumönnnum ú númskeið
Nýi Lóðsinn var tekinn út úr húsi
Skipalyftunnar á mánudaginn var.
Enn er talsverð vinna eftir við
skipið og ekki vitað hvenær henni
verður að fullu lokið.
Nýi Lóðsinn verðurum 164 tonn að
stærð og er annað stærsta skip sem
smíðað hefur verið í Vestmanna-
eyjunt. Helgi Helgason var stærri.
Vélbúnaður er af Mitsubishi-gerð,
2x1000 hestöfl við 1500 snúninga á
mínútu og skrúfugírar frá Mekanord
svo og framgír fyrir brunadælu.
Skrúfubúnaður er frá Hundested, tvær
skrúfur í skrúfuhringjum, hvor skrúfa
um sig 2080 mm í þvermál og eiga
þær að gefa um 30 tonna togkraft.
Tvær hjálparvélar eru í skipinu af
Mitsubishi-gerð, 70 kW. Dráttarvinda
verður 10 tonna með 70 tonna
bremsukrafti og dráttarkrókur fyrir 75
tonna togkraft. Þá verður krani með
vindu aftan á þiifarshúsi.
Brunadæla verður við framgír
aðalvélar og mun hún afkasta 250
tonnum á klst. við 150 m vatnssúlu.
Þá verður slökkvibyssa á brúarþaki og
kvoðukútur tengdur inn á
slökkvibúnaðinn.
Ibúðir verða í eins og tveggja
manna klefum í þilfarshúsi og er annar
þeirra sjúkraklefi. Þar verða einttig
eldhús og matsalur, ásamt snyrtingu.
Þá verður þriggja til fjögurra manna
klefi frammi í undir aðalþilfari.
Helstu undirverktakar Skipa-
lyftunnar við smíðina voru Drangur,
sem sáu um tréverk, Geisli í rafmagni
og Grétar Þórarinsson með pípulagnir.
Á námskeiðinu verða skoðaðir þeir
þættir sem hjálpað geta ungum
ökumönnum til að verða enn betri
ökumenn. Námskeiðið er frítt og geta
þeir sem hyggjast koma skráð sig hjá
Sjóvá-Almennum í Vestmannaeyjum
ís. 481-2550.
Með þátttöku á námskeiðinu fá
þátttakendur tveggja bónusflokka
hækkun á bíiatryggingu á sínu nafni,
allt að 20% lækkun iðgjalda á ári. Séu
þeir ekki með bfl tryggðan, eiga þeir
þessa hækkun inni þegar þeir koma
með bfl í tryggingu. Á stórum fólksbfl
nemur upphæðin um 22 þúsund kr. á
ári eða um 120 þúsund á næstu átta
árum meðan þú ert með fullum bónus
og l5 þúsund á ári fyrir lítinn bfl.
I tengslum við námskeiðið mun
Veltibíll Bindindisfélags ökumanna
og Umferðarráðs verða í Eyjuin.
Almenningi verður boðið að fara í
hann og upplifa hve bflbeltin eru
mikilvæg.
Hann verður í gangi kl. 14-16
laugardaginn 26. október framan við
Skátaheimilið Faxastíg 38.
Með kveðju frá Sjóvá-Almennum
tryggingum í Vestmannaeyjum.
Vinna við innréttingar á brú og mannaíbúðir í Lóðsinum er
langt komin en hún er unnin af starfsmönnum Drangs. Þrír
klefar verða í Lóðsinum og þar af einn sjúkraklefi. Öll aðstaða
fyrir áhöfn er eins og best verður á kosið.
Á myndinni eru Kristján ' framkvæmdastjóri
Drangs og Ægir Sigurjónsson.
Við gerum stundum glappaskot sem
við getum lært af. Hvað umferðina
varðar þá tekur það okkur mörg ár að
ná góðri fænii sem ökumenn. Meðan
við erurn að ná þessari fæmi er okkur
hættara við mistökum.
Því munu Sjóvá-Almennar trygg-
ingar í Vestmannaeyjum bjóða ungurn
ökumönnum á aldrinum 17 til 20 ára á
dags námskeið um ökutækjatrygg-
ingarog tjónamál.
Námskeiðið ntun standa frá kl.
10.30 - 16.30 laugardaginn 26. okt-
óber að Heiðarvegi 7 efri hæð
(Sveinafélagi jámiðnaðarmanna).
Lögreghn leHbeimr
bömunum í imferóinni
Endurskinsmerki á öll börn
í síðustu viku var lögreglan með
umferðarfræðslu í grunnskól-
unum þar sem nemendur fyrsta til
sjötta bekkjar voru leiddir í allan
sannleikann um veigamestu atriði
umferðarreglna fyrir gangandi
vegfarendur.
Einnig var farið yfir reglur um
útivistartíma og lögð áhersla á að
þær séu virtar að sögn Ágústs Birg-
issonar lögregluvarðstjóra. „Einnig
em bömin áminnt mjög ákveðið um
reglur varðandi reiðhjól, sérstaklega
Ijósabúnað þeirra. Það er einnig
óskað eftir því að þau fari ekki á
hjólunum í skólann,“ segir Ágúst.
„Mjög er höfðað til barnanna að
þau séu vakandi og eftirtektarsöm f
umferðinni og að þau verði ein-
göngu að treysta á sig sjálf. Ekki sé
hægt að treysta á að aðrir virði
umferðarreglumar eða einhver sé til
staðar til að hjálpa þeim," sagði
Ágúst ennfremur.
Hann segir að skólastjórar og kenn-
arar skólanna séu þakklátir fyrir
þessa viðleitni lögreglunnar til að
fræða nemendur urn umferðarreglur.
„Þá hef ég farið í tíundu bekki
skólanna í samvinnu við Gísla
Magnússon kennara. Höfum við
frætt nemendur skólanna um
ökupróf á bifreiðar, bifhjól og
léttbifhjól. Hefur það mæist vel fyrir
hjá krökkunum," sagði Ágúst að
lokum.
í frímínútum var lögreglubifreið á
skólalóðunum og sýndi Ágúst
bömunum búnað hennar. Fengu þau
m.a. að kveikja á neyðarljósum og
sírenu bifreiðarinnar.
Til foreldra skólabarna
Kæru foreldrar. Nú þegar bam
(böm) ykkar hefur hafið skólagöngu
viljum við hjá lögreglunni vekja
athygli ykkar á ákveðnum þáttum
sem bamið og foreldrar þess þurfa
að vita um og hvað ber að varast í
umferðinni á leið í skólann.
Við upphaf skólagöngu verða
þáttaskil í lífi allra bama. At-
hafnasvæði þeirra hefur fyrst og
fremst verið nánasta umhverfi
heimilis en nú bætast við daglegar
ferðir í og úr skóla. Þrátt fyrir að
ýmislegt hafi verið gert til að tryggja
öryggi bamanna á þeirri leið er
margt óunnið. Börnin þarfnast því
aðstoðar okkar. Við getum haftð
aðstoðina með því að finna
öruggustu leiðina í skólann í
samvinnu við þau.
Böm eru í mun meiri slysahættu en
fullorðið fólk í umferðinni. Þau hafa
hvorki þekkingu né reynslu okkar
fullorðna fólksins og þau hafa
einfaldlega ekki þroska til að meta
aðstæður á sama hátt og við gerum.
Það er því afar mikilvægt að vekja
athygli bamanna á fáum einfóldum
reglum sem stuðlað geta að bættu
öryggi þeirra. Það er haldlítil
slysavörn að kenna þeim eingöngu
að hræðast hættur í umferðinni.
Ein algengasta orsök slysa á
bömum í umferðinni er sú að þau
hlaupa skyndilega út á götu á milli
bfla sem lagt hefur verið við
gangstéttarbrún. Þá getur reynst afar
erfitt fyrir ökumenn að sjá bömin og
korna í veg fyrir slys. Bömin eiga
líka mjög erfitt með að meta
fjarlægð og hraða bflanna við þessar
aðstæður. Á þetta þarft þú að
leggja sérstaka áherslu við barnið
þitt.
Einhverjir kunna að sakna þess að
hér er ekki minnst á hjólreiðar bama.
Ástæðan er einfaldlega sú að böm ná
afar takmörkuðu valdi á því að hjóla
í umferð fyrr en þau em 10 til 12 ára.
Böm sem em að byrja skólagöngu
eiga alls ekki að vera á reiðhjóli í
umferðinni.
„Það læra bömin sem fyrir þeim er
haft.“ Óvíða á þessi málsháttur betur
við en í umferðinni. Því miður eru
þess allt of mörg dæmi að atferli
okkar fuilorðna fólksins beiniínis
brjóti niður það sem reynt er að
kenna börnunum. Mikilvægi þess
að vera börnunum gott fordæmi
fellur aldrei úr gildi. Hugleiðum
það.
Það er ósk okkar að ofangreint
megi verða til þess að foreldrar íhugi
öryggi bama sinna í umferðinni og
verði þeim að gagni við að ala
börnin upp í því að verða góðir
vegfarendur. Þá viljum við enn og
aftur hvetja til notkunar endur-
skins í hvaða formi sem er og nota
það alltaf hvort sem er við leik eða
störf.
Endurskinsmerki
Björgunar- og slysavamadeildir
SVFI á Suðurlandi í samstarfi við
Mjólkurbú Flóamanna hafa ákveðið
að gefa öllum 6 ára bömum
endurskinsbelti.
Beltin eru með mjög góðu end-
urskini og eiga að sjást vel í myrkri.
Heppilegt er að festa beltin með
einhverjum hætti í yfirhafnir bam-
anna. Það er von okkar að
forráðamenn brýni fyrir bömum
sínurn að nota beltin og stuðla þar
með að fækkun slysa á börnum í
skammdeginu.
Með slysavarnakveðju,
Slysavarnafélögin á Suðurlandi
og MBF.