Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 14
Fréttir
Fimmtudagur 24. október 1996
Fróðlegur fyrirlestur Herdísar Storgaard um slysavarnir barna: jj| athugunar
Há dysatíéni bma í Eyjum
Slysatíðni barna í Vestmannaeyjuni
er há og Eyjamenn verða að fara að
athuga sinn gang hvað varðar
öryggismál barna. Þetta kom m.a.
fram hjá Herdísi Storgaard,
slysavarnarfulltrúa Slysavarnafél-
ags Islands í fróðlegu erindi um
slysavarnir barna sem hún hélt í
Eyjum sl. mánudagskvöld. Herdís
kom víða við í máli sínu og benti á
að víða leynast hættur fyrir börnin.
Með forvörn og upplýsingum væri
auðveldlega hægt að fækka slysum
umtalsvert og benti hún á mörg
dæmi því til sönnunar.
Hvorki fleiri né færri en 10.303
böm, eða tjórða hvert bam hér á landi,
þurfti á læknisfræðilegri meðferð að
halda árið 1994. ísland er með hæstu
slysatíðni á Norðurlöndum en sem
dæmi eru helmingi færri slys í
Svfþjóð.
A aldrinum 04 ára verða 40% slysa
í heimahúsum, á aldrinum 5-9 ára
verða 40% slysa heima og á aldrinum
10-14 verða aðeins 15% heima.
Drengir verða að meðaltali 15% oftar
fyrirslysum en stúlkur. Forvamarstarf
af ýmsu tagi, á heimilum og stofn-
unum, hefur skilað góðum árangri
mjög víða. Nærtækt dænti er bara í
Hafnarfirði þar sem het'ur orðið 60%
slysafækkun á 10 árum.
Meira frjálsræði - fleiri slys
En hvaða ástæður eru fyrir því að
slysatíðni hjá bömum áíslandi erjafn
há og raun ber vitni? Herdís benti á
þrjú atriði:
í fyrsta lagi virðist frjálsræði ísl-
enskra barna vera meira en á öðrunt
Norðurlöndum. Herdís vill meina að
þetta eigi ekki að kallast frjálsræði
heldur ill meðferð á börnum og stand-
ist varla bamaverndarlög. Sent dæmi
eru lítil böm oft í umsjá lítið eitt eldri
systkina. Böm eru sett allt of snemma
út án eftirlits. Herdís hvetur foreldra til
að flýta sér hægt í þessum efnum,
kynna sér umhverfið vel og fræða
bömin um hættumar. fslenskt um-
hverfi er hættulegt að mati Herdísar.
í öðru lagi benti Herdís á
þroskabresti bama sem bjóða hættunni
heim. Sem dæmi hefðu böm undir 10
ára aldri ekki náð fullum hreyfiþroska
og þau gerðu sér engan veginn grein
fyrir þeiirt hættum sem eru t.d. bara á
leikskóla eða skólalóðinni. Mikilvægt
væri að kenna bömunum hvemig á að
leika sér á leiktækjum. Þá bendir
Herdís foreldrum á að setja ávallt
öryggið á oddinn. Alvarleg slys hefðu
orðið þegar ungaböm detta af bað-
borði niður á gólf. Sambærileg
fallhæð fyrir fullorðið fólk er að detta
niður af bílskúrsþaki. Hins vegar
virðist það koma fullorðnu fólki
„alltaf jafn mikið á óvart" þegar bam
dettur af skiptiborði.
í þriðja lagi eru ýmsar faldar hættur
í umhverfmu, innanhúss sem utan.
Sem dærni eru bönd úr rimlagardínum
stórhættuleg, grill á svölurn em einnig
slysagildra því börn vilja príla þarna
upp á, skápar og hillur sem ekki eru
fest við veggi geta verið stórhættuleg,
fótboltamörk sem ekki eru fest niður
hafa valdið 30 alvarlegum slysum hér
á landi á 13 árum. Var bent á að mikill
misbrestur væri á þessu hjá
íþróttafélögunum í Eyjunt. Einnig eru
nýbyggingasvæði oft slæm.
Mörg brunaslys tengd
kaffidrykkju
Brunar eru stórt vandamál hér á
landi. Herdís benti á að á aldrinum 0-
2 ára væru flest brunaslys tengd
kafftdrykkju fullorðna fólksins. Eftir
2ja ára aldur orsakaði hitaveituvatnið
frá Herdísi
■ Þegar alvarlegri slys ber að
höndum er mikilvægt að láta gera
lögregluskýrslu ef um trygg-
ingamál verður að ræða. Þá er
slysið til skjalfest hjá lögreglu.
■ Þegar foreldrar kenna börnum
sínum, sem eru að hefja
skólanám, gönguleiðina í skólann,
ermikilvægt fyrir foreldrana að sjá
hætturnar út frá sjónarhæð
barnsins, þ.e. gott er að fara niður
á hnén og sjá umhverfið þannig.
• Pollar geta verið stórhættulegir
fyrir lítil börn. Pollarnir þurfa
aðeins að vera 2 til 5 sm. djúpirtil
að valda dauðaslysum. Börn sem
detta á höfuðið og með andlit í poll
kunna ekki réttu viðbrögðin, háls
þeirra er viðkvæmur og þau geta
orðið fyrir þvi sem kallað er þurr-
drukknun, þ.e. þau drukkna þrátt
fyrir að vatn komist ekki í lungu.
• Farið varlega með kaffið nálægt
þörnum.
• Gætið þess að hjálmar séu rétt
útbúnir og festir á börn. Hjálmar
þjóna litlum tilgangi ef ekki er farið
eftir leiðbeiningum.
• Athugið líka hjólin og að þau séu
rétt útþúin.
Herdís Storgaard, lengst til vinstri,
flytur fyrirlestur sinn um öryggis-
mál barna í Barnaskólanum sl.
mánudag.
flest brunaslys, þ.e. að börnin skrúfa
frá heita vatninu o.s.frv.
Herdís hefur undanfarin misseri
vakið sérstaka athygli á drukknun
barna hér á landi. Flest dauðaslys og
alvarlegri slys verða á sundstöðum
eða í næsta nágrenni við heimili.
Klemmuslys eru einnig algengt
vandamál á Islandi. Að meðaltali
kemur eitt bam á dag á slysadeild
vegna alvarlegs klemmuslyss. Þetta á
einkurn við um stofnanir.
Þá vakti Herdís máls á því að í óefni
stefni með öryggi bama í bílum. Þegar
gerð var könnun við leikskóla í
Reykjavík var notaður öryggisbún-
aður fyrir börn í aðeins 78% tilfella,
þar af var búnaðurinn í 20% tilfella
notaður vitlaust. Svo virðist sem full-
orðna fólkið sé að flýta sér um of því í
þeim tilfellum sem öryggisbúnaðurinn
var ekki notaður því hann var samt til
staðar í bílunum, en bara ekki notaður!
Að loknu erindi Herdísar voru
umræður og fyrirspumir. Herdís sagði
þá m.a. að slysatíðni barna í Eyjum
væri há. Reyndar væri brotalöm á
skráningu slysa hér en allt benti til
þess að slysatíðni væri hærri en
Íandsmeðaltalið. Hvatti hún Eyjamenn
til að athuga sinn gang. Þá benti hún á
að meðan á dvöl sinni stóð í Eyjum
stakk hraðinn í umferðinni hana
mikið. Fannst Herdís hraðakstur
mikill og umferðarmenningin eftir
því.
Þess má geta að aðeins átta manns
sátu fundinn sem var hálf sorglegt
miðað við hversu mikilvægur
málaflokkur þetta er.
ÞoGu
Öryggisúttekt Herdísar inni á leikskólum og skólum bæjarins:
Öryggismálin kom vel úf
Ástandið inni á leikskólum og
skóluni bæjarins út frá öryggis-
sjónarmiði eru í nokkuð góðu lagi,
samkvæmt öryggisúttekt Herdísar
Storgaard, slysavarnafulltrúa
Slysavarnafélags Islands.
Að tilstuðlan foreldrafélaganna á
leikskólum bæjarins og í samvinnu
við félagsmálaráð kom Herdís til
Vestmannaeyja sl. vor til að gera
öryggisúttekt á útisvæðum leikskóla.
grunnskóla og útisvæða á vegurn
bæjarins. Ástandið þótti almennt
nokkuð gott. Engu að síður gerði
Herdís nokkrar alvarlegar athuga-
semdir auk ýmissa minniháttar. Var
ákveðið að Herdís kæmi svo aftur að
hausti til að gera öryggisúttekt inni á
leikskólum og skólum í bænum.
Herdís sagði í samtali við Fréttir að
henni fyndist ástandið inni á leik-
skólurn og skólum í Eyjum nokkuð
gott. Hún hefði aðallega gert
athugasemdir við smáatriði. Þá lýsti
hún yftr ánægju sinni yftr því að
þegar væri byrjað að vinna í þeim
athugasemdum sem hún gerði við
útisvæði leikskólanna og skólanna í
vor.
í samanburði við önnur bæjar-
félög koma Vestmannaeyjar því vel
út hvað varðar öryggismál barna á
stofnunum bæjarins.
Þetta vekur athygli þar sem
slysatíðni bama í Vestmannaeyjum
virðist vera há. Verður því að skoða
þessi mál í víðara samhengi.
Golf eldri
borgara
Athygli eldri borgara er vakin á því
að golfsalurinn í ísfélagshúsinu er
opinn mánudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 14-16. Salurinn
er opinn fyrir alla eldri borgara, líka
þá sem ekki eru í Félagi eldri borg-
ara.
Alltaf er heitt á könnunni og létt
spjall.
Ekkert varð
afleigu-
fluginu til
Dublin
Ekkert varð af fyrirhuguðu beinu
leiguflugi frá Vestmannaeyjum til
Dublin sem átti að fara í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðaskrifstofunni Ratvís dró stór
hópur sig til baka á síðustu stundu
og því var hætt við að fljúga beint
frá Eyjum. Aðeins höfðu 12 manns
pantað til Dublin beint frá Eyjum.
Þeirn var hins vegar boðið að fara úl
Dublin í næstu viku og fljúga frá
Reykjavík en ferðaskrifstofan
ætlaði að taka á sig kostnað á ferða-
lagi til Reykjavíkur.
Viðbrögð Eyjamanna við ferða-
tilboði Ratvíss urðu forráða-
mönnum ferðarskrifstofunnar ntikil
vonbrigði því þeir bjuggust við því
að beint leiguflug frá Eyjum og til
Dublin væri fýsilegur kostur fyrir
Eyjamenn.
Frá félagi
eldri borgara
Breyting á vetrardagskrá:
Leikhúsferð aflýst.
Félagsvist og bingó í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 20.
Stjórnin
t
Ástkær móðir okkar. tengdamóðir, amma og langamma
SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR
Faxastíg 45
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 14. október sl. Útför hennar
fer fram frá Landakirkju laugardaginn 26. okt. kl. 14.00.
Ágústa Einarsdóttir Ólafur Oddsson
Dóróthea Einarsdóttir Magnús Sigurðsson
Elín Brimdís Einarsdóttir Gísli Kristinsson
Þorbjörg Guðný Einarsdóttir Einar Öm Amarson
Sveinn Einarsson Þorleif Lúthersdóttir
bamaböm og bamabamaböm