Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 1
♦ LAMELLA' Parket HUS BYGGINOAVÖRUVeRSLUN VESTMANNAEYINGA Simi 481 1151 • F»« 481 3202 • Kt. 460195-2179 ■ V«k. 4528» GarOavegur 15 • 900 Vostmamiaaytar ;k&8§ll 23. árgangur • Vestmannaeyjum 24. október 1996 • 43. tölublað • Verðkr. 130,- • Sími: 481 3310 • Myndriti:481 1293 Ársuppgjör Vinnslustöðvarinnar: Eigið fé nálgast 1300 milljónir kr. í ársuppgjöri Vinnslustöðvarinnar fyrir reikningsár félagsins, frá 1. sept. 1995 til 31. ágúst 1996, kemur fram að afkoma félagsins hefur verið góð á árinu og hefur batnað verulega frá árinu á undan. Rekstrartekjur á tímabilinu námu 3.153,8 milljónum kr. en á reikn- ingsárinu þar á undan námu rekstrartekjur 2.645,3 milljónum. Heildartekjur námu nú 3.649,1 milljón en á rekstrarárinu á undan námu þær 2.982,8 milljónum. Aukningin er því um 22,3% milli ára. Af öðram eftirtektarverðum tölum í ársuppgjörinu má nefna að niðurstaða af reglulegri starfsemi varð jákvæð um 83,3 milljónir en að teknu tilliti til annarra tekna og gjalda nam hagnaðurinn 597,7 milljónum króna. Nú nemur bókfært eigið fé félagsins 1.288,7 milljónum, samanborið við 317 milljónir í lok ágúst 1995. Eiginfjárhlutfall er því 27,4% en var 8,3% í lok síðasta reikningsárs. Hlutafé félagsins er nú 794,2 milljónir. Veltufjárhlutfall er nú 1,05 en sama hlutfall var 0,68 í lok ágúst. Bókfært verðmæti heildareigna nemur nú 4.703,6 milljónum en var 3.807 milljónir í ágúst 1995. Eignir hafa því aukist um 896,6 milljónir. Heildarskuldir nema nú 3.414,9 milljónum eri voru 3.490 milljónir í ágúst 1995 og hafa því lækkað um 76 milljónir króna. Nettóskuldir námu nú 2.490,4 milljónum en þær voru 2.586,8 milljónir í ágúst 1995. Lækkunin nemur því 96,4 milljónum. Þá kemur fram í uppgjörinu að fjármagnsgjöld, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, hafa einnig lækkað verulega, nema nú 117 milljónum en voru áður 293 milljónir. í ársuppgjörinu gætir bjartsýni um áframhaldandi rekstur félagsins, rekstrarútlit fyrir nýhaftð rekstrarár talið gott. Loðnu- og síldarstofnar séu sterkir auk þess sem þorskstofninn sé að styrkjast. Þá er talið að arðsemi í nýfjárfestingum muni skila enn bættri afkomu þegar líða tekur á rekstrarárið. Arni b/ggir bjálkahús suiuráeyju Árni Johnsen, alþingismaður, vinnur þessa dagana að því að koma upp bjálkahúsi sunnan við Steinsstaði. Kjaliarinn er þegar kominn upp og bjálkarnir í húsið eru þegar komnir til Eyja. Sjálft húsið er um 100 fm auk rissins. „Húsið verður reist á næst- unni,“ sagði Árni og vísaði á bug orðrómi um að hann hefði ekki fengið öll tilskilin leyfi. „Það byggir enginn í dag án þess að hafa alla pappíra í lagi. Þá hef ég upp á vasann," sagði hann ennfremur. Þegar rætt var við Áma í síðustu viku var hann að olíubera mótafleka og eins og myndin ber með sér skartaði haustsólin sínu fegursta. Er þetta smá sýnishom af því sem hann má vænta þegar hann flytur í húsið. Hér má sjá hluta af vinakeðju um 400 nemenda við Hamarsskóla Vestmannaeyjum sem náði utan um allan skólann. Þarna lögðust allir á eitt, nemendur, kennarar, starfsfólk ásamt nokkrum foreldrum. Vinakeðjan innrammaði stórskemmtilega og vel heppnaða vinaviku í Hamarsskólanum þar sem lögð var áherslu á að bæta samskipti nemenda í skólanum. Vinatengsl voru á milli yngri og eldri nemenda þar sem ýmislegt var til gamans gert. í lok vinavikunnar var vinalegasti bekkur Hamarsskólans valmn eftir ábendingar frá starfsfólki og kennurum. Sá heiður kom í hlut 7. S.Þ. - &TÁ NÁNAR Á BLS. 18 íþróttahreyfingin á tímamótum: Samkomulag um að stofna nýttfélag Viðræðunefndir Vestmannaeyja- bæjar og Týs og Þórs undirrituðu á þriðjudaginn samkomuiag sem miðar að kaupum bæjarins á eignum félaganna gegn því að félögin verði lögð niður og sameinist í Knattspyrnu- og handknattleiks- félagi ÍBV. Samkomulagið er und- irritað með fyrirvara um sam- þykki bæjarstjórnar og aðalfunda í Þór og Tý og ársþings ÍBV hvað varðar samstarfs- og rammasamn- ing. „Samkomulagið er bam síns tíma. Þór og Týr eru of litlar einingar til að takast á við þá þróun og það umhverfi sem íþróttahreyfmgin í landinu býr við. Með þessu ætlum við að halda uppi öflugu íþróttastarfi í bæði yngri og meistaraflokkum. Sameining félaganna hefur verið vilji bæjarbúa og nú leitum við til þeirra um að styðja við bakið á nýja félaginu. Við höfum verið að leita að fólki til að taka við stjóm nýja félagsins og er sú vinna langt komin en fleiri hendur þarf til ef við ætlum að efla iþróttastarf í bænum,“ segir í yfirlýsingu viðræðunefndar Týs og Þórs vegna samkomulagsins. Guðjón Rögnvaldsson og Viktor Helgason, fulltrúar Týs og Þór Vil- hjálmsson og Björn Þorgrímsson frá Þór skipuðu viðræðunefnd félaganna. I samtali við Fréttir sögðu þeir, að eins og staðan er í dag, séu þeir ánægðir með samkomalagið og segjast vona að þama sé komin lausn sem fólk sætti sig við. Þeir leggja áherslu á að mikil og góð samstaða hafi verið innan nefndarinnar. - Sjá nánar á baksíðu. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Vetraráætlun Herjólfs Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Aila daga n/sunnudaga Kl. 08:15 Sunnudaga kl: 14:00 Aukaferö Föstudaga kl: 15:30 Kl. 12:00 kl: 18:00 kl: 19:00 Ucrjólfur h(. BRUAR BILIÐ Sími 4812800 Fax 4812991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.