Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 1
24. árgangur • Vestmannaeyjum 7. ágúst 1997 • 31. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 ESB styrkurinn: Hæsti styrkur sem veittur hefur verið til íslenskra fyrírtækja tilþessa Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Frétta fengu Þróuna-r- félag Vestmannaeyja, ásamt nokkrum fyrirtækjum, styrk frá ESB. I fréttinni sagði að styrkur- inn næmi 120 milljónum en hið rétta er að sjálfur styrkurinn er 60 milljónir. Aftur á móti er umfang verkefnisins 120 millj- ónir og leggja aðildarfyrirtækin til 60 milljónir, að mestu í formi vinnuframlags. Þetta verkefni ber heitið Information Techno- logy For Food Production sem á íslensku myndi útleggjast Upp- lýsingatækni fyrir matvæla- framleiðslu. Þessi styrkveiting er mikil viðurkenning fyrir íslenskan sjávar- útveg og hugbúnaðargerð enda er hugmyndin sprottin úr þeim jarð- vegi. Hinir íslensku aðilar verk- efnisins eru Þróunarfélag Vest- mannaeyja, Tæknival hf., Vinnslu- stöðin hf., Hólmadrangur hf., Sæunn Axels ehf., ísfélag Vest- mannaeyja hf. og Nord Morue, dótturfyrirtæki SIF í Frakklandi. Auk þess eiga Royal Greenland í Danmörku og liorska rannsókna- stofnunin SINTEF aðild að verk- efninu. Verkefnið hefst innan skamms og er áætlað að þvf ljúki í maí 1999. Það mun reyna mjög á hæfni, þekkingu og fagmennsku allra þeirra er að því koma. Meginmarkmið verkefnisins er að beisla og þróa upplýsingatækni til hagsbóta fyrir litla og meðalstóra matvælaframleiðendur í Evrópu. Sérstök áhersla verður lögð á að auka framleiðni til að styrkja sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna. Þátttakendur í verkefninu gegna mismunandi hlutverki en samræmd heildarþekking þeirra er sá upplýs- ingabrunnur sem úr verður unnið. íslensku sjávarútvegsfyrirtækin, ásamt Royal Greenland, leggja að mestu fram reynslu og þekkingu en verkefnisstjómunin er í höndum Þróunarfélags Vestmannaeyja. Samkvæmt þessu er ljóst að stærstur hluti þessa verkefnis kemur til framkvæmda í Vest- mannaeyjum og því verður stjómað héðan. \ff ^Httub U , •**'" iJX I i m /' 7500 á þjóðhátíð Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1997, sú fyrsta í nmsjá ÍBV- íþróttafélags, tókst með ágætum þrátt fyrir rysjótt veðurfar. Samkvæmt úttekt þlaðsins voru líklega um 7500 manns í Herjólfsdal og telst það vera meðal þjóðhátíð. Blaðið í dag er að stórum hluta helgað þjóðhátíðinni. Myndina að ofan tók Guðmundur Sigfússon. Leikskólastjórar hækka um 27 þús, kr. I síðasta tölublaði Frétta birtum við samanburð á Iaunakjörum bæjar- stafsmanna í stjórnunarstöðum hjá nokkrum sveitarfélögum. Leik- skólastjórar í Vestmannaeyjum voru þar mjög neðarlega borið saman við kollega sína annars staðar á landinu. En nú hefur verulega ræst úr, hvort sem það er nú umfjöllun Frétta að þakka eða öðru. Samkvæmt upplýsingum frá bænum hafa laun leikskólastjóranna á Rauða- gerði og Sóla verið hækkuð, þ.e.a.s. föst yftrvinna, úr 18 tfmum í 35 tíma á mánuði. Þetta þýðir hækkun um u.þ.b. 27 þúsund kr. og þar með hafa heild- arlaunin hækkað úr 133.821 kr. í um 160 þúsund. Yfirvinna leikskóla- stjórans á Kirkjugerði hækkaði um 15 þúsund. Þá fengu aðstoðarleikskóla- stjórar einnig hækkun, hafa nú 15 fasta tíma á mánuði en höfðu ekkert áður. Páll Einarsson, bæjarritari, sagði, aðspurður um hvemig þessi hækkun væri tilkomin, að beiðni hefði borist frá félagsmálaráði um að laun þessara aðila væru færð til samræmis við aðra yfirmenn hjá bænum og hefði verið brugðist við því á þennan hátt. igilegan Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉUINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ, Græðisbraut 1 - sími 4813, Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alladaga Kl. 08:15 Kl. 12:00 Aukaferðir eru á: Fimmtu-.föstu- og sunnudögumKI: 15:30 Kl: 19:00 14erjólfur BRUAR BILIÐ Sími4ai2M0Fax 4812991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.