Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 7. júlí 1997 Fréttir Rólegt og gott Lögreglumenn í Vestmannaeyjum em sammála um að þjóðhátíðin í ár hafi verið með ágætum. „Sú rólegasta, sem ég man eftir í þau tíu ár sem ég hef staifað í lögreglunni,” sagði einn þeirra. Alls voru 245 bókanir í dagbók lögreglunnar frá miðvikudegi í síðustu viku til mánudags í þessari viku og hafa oft fleiri mál komið til kasta lögreglu á þessum annasama tíma. Sjö fíkniefnamól Þrátt fyrir þessi rólegheit, eins og lögreglumenn nefna það, voru nokkur atvik sem settu ljótan blett á hátíðina. Þar á meðal nauðgunar- málið, sem sagt er frá annars staðar í blaðinu, og svo þau fíkniefnamál sem upp komu. Alls voru það sjö tilfelli og ellefu aðilar sem þeint tengdust sem neytendur og söluaðilar. Lögregla lagði hald á 27 grömm af amfetamíni og 5,5 grömm af hassi. 36 gistu fangaklefa lögreglunnar Alls voru 36 sem gistu fangaklefa ýmissa hluta vegna. Og tíu manns gistu þar að eigin ósk en alltaf koma upp nokkur tilfelli þar sem menn eru í húsnæðishraki og hafa ekki í önnur hús að venda en að snúa sér til lögreglunnar. Fjórir stútar Ölvun er fastur fylgifiskur þjóð- hátíðar og þarf ævinlega að hafa afskipti af fólki sem ekki kann fótum sínum forráð í þeini málum. Alls þurfti lögregla að hafa afskipti af ellefu manns vegna ölvunar og voru flestir þeirra færðir í fangaklefa þar sem þeir sváfu úr sér vímuna. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvun við akstur og þrír sem voru teknir fyrir að aka réttindalausir. Fjórtón líkamsárásir Alls voru fjórtán líkamsárásir kærðar til lögreglu á þjóðhátíð. Flest voru það minniháttar mál, tennur höfðu brotnað og þess háttar. Þá voru fjórtán þjófnaðir kærðir og hafði þá verið stolið úr tjöldum. Átta skemmdarverk voru kærð til lögreglu, ýmist voru þau unnin í dalnum eða í bænum. Og fjórum sinnum kom upp eldur í tjöldum en í öllum tilvikum tókst að slökkva hann áður en tjón varð af. Pysjutíminn fer í hönd Nú er hafinn hinn sérstæði pysju- tími í Vestmannaeyjum, tími sem á sér enga hliðstæðu annars staðar í veröldinni. Pysjur eru þegar byrj- aðar að fljúga, eins og greint er frá annars staðar í blaðinu fengum við þá fyrstu í heimsókn á blaðið í gærdag. Það eru tilmæli frá lög- reglu að foreldrar sjái til þess að börn þeirra séu með endurskins- merki við pysjuleit eftir að skyggja tekur. Sömuleiðis beinir lögregla því til ökumanna að þeir taki tillit til pysjusafnara og sýni aðgát í akstri. Hingað til hefur pysjutíminn farið fram stórslysalaust og vonandi að svo verði áfram. Að sögn lundaveiðimanna hefur verið mikið um pysjudauða í sumar og talið að það stafi af ætisskorti. Því má búast við færri fugium í bænum nú í ágúst en endranær. Eyiamaður í sjóhrakningum - Bátur hans sökk við Akranes og komst í land við illan leik Gunnar Árnason, trillusjóniaður úr Vestmannaeyjum lenti í hrakning- um á aðfaranótt laugardags í síðustu viku þegar bátur hans sökk við Akranes. Forsaga málsins var sú að hann hugðist sigla bátnum frá Ólafsvík til Eyja. Veðurspá var hagstæð um morguninn þegar lagt var af stað og gekk ferðin vel fram yfir hádegi en þá var hann kominn frarn hjá Malarrifi með stefnu á Reykjanes. í Faxaflóanum byrjaði að kula á suðvestan og ákvað hann því að sigla inn til Akraness. Rétt utan við Akranes bilaði vélin og rak bátinn hratt að landi. Ekki tókst honum að koma vélinni í gang og steytti hann á skeri við svonefnda Vesturflös og síðan lagðist liann á hliðina og hálffyllti. Engin talstöð var unt borð, aftur á móti var farsími en sá galli á gjöf Njarðar að rafhlöður í honum voru tómar. Því gat Gunnar ekki kallað eftir aðstoð né heldur gafst tími til þess. Honum tókst að komast í land og þar lagði hann land undir fót og komst kaldur og hrakinn upp í bæ þar sem hann gat gert vart við sig. Haft var samband við lögreglustöðina á Akranesi þar sem hann skýrði frá málavöxtum og fékk síðan aðhlynningu á sjúkrahúsinu. Honum varð ekki alvarlega meint af volkinu. Strax unt morguninn var geftn ítarleg skýrsla til Sjóslysanefndar. Þessi atburður er litinn alvarlegum augum þar sem ýmislegt er talið hafa verið vanbúið fyrir sjóferðina. Til að mynda kom fram í fréttum af atvikinu að báturinn hefði ekki verið skráður og reglurum tilkynningaskyldu hefðu verið brotnar. Gunnar hafði haft samband við sína nánustu gegnum farsímann en eftir að raflilöðumar tæmdust var slíkt úr sögunni og var farið að óttast um hann. Búið var að kalla út björgunarsveitir til að hetja leit en þegar fréttist af honum á Akranesi var það afturkallað. í samtali við Fréttir á þriðjudag sagðist Gunnar hafa haft samband við tjölskyldu sína gegnum farsímann og liann teldi að það hefði verið nóg. , jrg hringdi heim um morguninn og tilkynnti nákvæma ferðaáætlun. Svo gerðist það eins og oft vill verða á sjó að veðrið setti strik í reikninginn og ég varð að breyta minni áætlun. Við Öndverðames datt líka síminn út sem var ekki til að bæta ástandið," sagði Gunnar. „Svo er það ekki rétt að báturinn hafi ekki verið skráður. Hann var skráður hjá Siglinga- málastofnun sem Ósk SH 132, með skipaskrámúmer 5328 og búið var að greiða öll gjöld af honum. En það stóð ekki til að gera hann út, þetta átti að vera snattbátur fyrir úteyjaferðir og það sem ég var að gera var einfaldlega að færa hann milli hafna og átti ekki að vera neinn eftirmáli af því. En svo endaði þetta bara svona slysalega. Ég er svona hálfsjokkeraður ennþá og dálítið marinn um skrokkinn en það hlýtur að jafna sig,” sagði Gunnar. „Ég vil bæta því við að mér fmnst fréttaflutningurinn hjá DV af þessunt atburði ekki til fyrirmyndar. Ekkert samband var haft við mig vegna þessa þó svo að ég einn vissi hvemig þetta bar að og ekki mun heldur hafa verið haft samband við Sjóslysanefnd sem hafði þó fengið ítarlega skýrslu um málið. Svona fréttaflutningur dæmir sig sjálfur. Kannnski má virða fréttamönnunum til vorkunnar að verslunarmannahelgin var heldur rýr. slysalega séð,” sagði Gunnar. Báturinn Ósk var tæp tjögur tonn að stærð og var ótryggður þannig að eigandinn ber sjálfur allt tjónið. Listaverka- fíöskuskeyti fínnst í Höfð Flöskuskeyti sem kastað var í sjóinn við Islandsstrendur í mars 1997 fannst í ströndinni í Höfðavík sl. mánudag af 7 ára pilti. Flaskan var vel innpökkuð í plast en á miða í flöskunni, sem er á nokkrum tungumálum, m.a. rússnesku og kínversku, segir að þetta sé ein af 180 flöskum sem kastað var í hafið við Island. í flöskunni er jafnframt málverk sem finnandi flöskuskeytisins má eiga. Sendandi er The Reykjavik Municipal Art (Kjarvalsstaðir), Flókagötu 15 í Reykjavík og jafnframt geftð upp faxnúmer. Finnandinn, hinn 7 ára gamli Daníel Þórisson, var í heimsókn í Eyjunt hjá ömmu og afa, Ólafi Sveinbjömssyni og Kristínu Georgsdóttur. „Ég sá einhvem poka í klettunum. Ég vissi ekki hvað þetta var en ég hélt fyrst að þetta væri sprengja. Svo var þetta bara flöskuskeyti. Flaskan er rosalega stór og flott en það er erfitt að má málverkinu úr henni,” sagði Daníel. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Kjarvalsstaða, er flöskuskeytið eitt af 180 sem eru hluti af listaverkefni sem kallast „Mánuðir, ár.”. „Hugmyndin sem býr að baki snýr að hafinu, sem lengi hefur heillað listamenn; hafið gefur af sér efnivið til listarinnar og því er rétt að listin skili listaverkum til baka - gjafir til hafsins, sem síðan ráðstafar þeim að vild á mánuðum eða ámm - tíminn er einnig virkur þáttur í þeirri heild, sem þannig verður til,” segir Eiríkur. Hugmyndasmiðurinn er Philippe Richard (f. 1963) en hann er franskur myndlistarmaður sem kynntist fslandi fyrst sem unglingur þegar hann dvaldi á ísafirði sem skiptinemi 1980-81. Verkefnið sem Philippe Richard þróaði er þvíþætt að sögn Eiríks. Annars vegar safnaði listamaðurinn saman rekavið og málaði á hann ýmis mynstur. Hins vegar fólst verkefnið í 180 myndverkum á pappír sem voru fyrst sýnd á Kjarvalsstöðum í febrúar- mars 1996. Myndimar voru síðan settar í vel merktar flöskur og þessum 180 listrænu flöskuskeytum var loks kastað í hafið með skipulegum hætti á 18 stöðum umhverfis fsland í leiðangri hafrann- sóknaskipsins Bjama Sæ- mundssonar 16. maí til 9. júní 1997. Þannig hefur hafinu verið skilað til baka einstökum listaverkum fyrir þann efnivið sem það hafði áður lagt listamann- inum til. Fregnir hafa borist af 8-9 flöskum en þetta er sú fyrsta sem finnst hér sunnanlands. Daníel Þórisson meö listaverkaflöskuskeytiö og umbúðirnar sem hann fann í klettunum í Höfðavík \ FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri; Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRETTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.