Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 10
Fréttir Landakirkja Fimmtudagur7.8. 11:00 Kyrrðarstund á Hraunbúðum - sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar Sunnudagur 10.8. 11:00 Almenn Guðsþjónusta - sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar - Messukaffi ÞriOjudagur 12.8. 20:30 Bænasamvera og BiblíulesturiKFUM&K húsinu. Allt fólk veikomið. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 20.30 Biblíulestur Föstudagur 20.30 Unglingasamkoma. Laugardagur 20.30 Brotning brauðsins. Sunnudagur 11.00 Vakningarsamkoma. Ath. breyttan samkomutíma. Aðventkirkjan Laugardaaur 10.00 Bibliurannsókn Allir velkomnir. Baháí SAMFÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B, tyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Biblían talar Sími 481-1585 -------------------------UoAdóHWW Hl FRVFOKRMiniAN ''CLER ■ ■ Sanwei'k ehf. ITTTTl Elsta glerverksmiðja á íslandi Söluumboð í Eyjum (Erum með einfalt gler á lager) Drangur ehf. Strandvegi 80 Gengið inn að norðan Sími 481-3110 og 481-3120 • Fax 481-3109 Heimas. Kristján 481- 1226 og 481-1822. Þórólfur 481-2206 Fimmtudagur 7. ágúst 1997 Ragnheiður gerir það gott í London Ragnheiður G. Guðnadóttir fyrirsæta hefur verið í London í sumar á vegum fyrirsætuskrifstofunnar Wild Internation- al. Ragnheiður fór út í óvissuna í vor en hefur heldur betur tekið London með trompi því hún hefur fengið hvert stórverkefnið á fætur öðru og er þessa dagana í París. Ragnheiður sér ekki fyrir endann á verkefnunum en hún ætlaði að koma heini í haust en töf gæti orðið á því. „Það er allt gott að frétta hjá mér. Ég hef haft nóg að gera og hef fengið nóg af vinnu. Bókararnir mínir segja að þeir viti varla hvað þeir eigi að gera við mig lengur því ég fæ svo mikið af bókunum og góð viðbrögð," sagði Ragnheiður í samtali við Fréttir í síðustu viku. Auk fjölda smærri verkefna hefur Ragn- heiður fengið ýmis fyrirsætuverkefni og hafa birst niyndir af henni í ýmsum auglýsinga- bæklingum á vegum stórfyrirtækja í London. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda tískusýninga. Stærsta verkefni Ragnheiðar verður 15. til 19. ágúst nk. en þá verður tískusýning í London. Þessa dagana er hún í öðru stóru verkefni en hún tekur þátt í tískusýningu í París fyrir fyrirtækið heims- fræga, Giant. Móðir Ragnheiðar, Gerður Sigurðaardóttir, segir að Ragnheiður hafi svo sannarlega fengið að kynnast því að fyrirsætubransinn ytra sé harður heimur. Stelpan hafi hins vegar staðið sig frábærlega vel og henni hafi gengið ótrúlega vel að koma sér áfram. „Ég er mjög ánægð hvernig mér hefur gengið í sumar. Þetta hefur gengið vonum framar. Við búum þrjár stelpur saman hér í London og erum alitaf á djamminu og alveg rosalegt tjör. Ég bið að heilsa ættingjum og vinum í Eyjum,“ sagði Ragnheiður. Að ofan: í auglýsingu fyrir verslunarkeðju í Englandi. Til vinstri: Ný mynd af Ragnheiði. Til hægri: Ragnheiður hefur stytt á sár hárið og breytt aðeins um stíl. Þann 19. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Landakirkju af séra Bjarna Karlssyni, þau Drífa Gunnarsdóttir og Bergsteinn Jónasson. Sonur þeirra, Jónas, er einnig á myndinni. Mynd: Ljósmyndastofa Óskars STIMPLAR STIMPLAR SHnPMLÆi FRÉTTIR Pyrsta lundapysjan Lundapysjuvertíðin er hafin! Fjrrsta lundapysjan sem blaðið hefur fregnað af í ár, fannst í gærmorgun. Tveir ungir piltar, Kristinn Sigurðsson og Hlynur Ólaf sson, fundu lundapysjuna við Ásaveg 34 fyrir algjöra tilviljun. Þeir sögðust alLs ekká haf a verið á pysjuveiðum og urðu heldur en ekki hlessa að sjá pysjuna svona snemma á f erð. Þeir sögðust ætla að láta mikið að sér kveða næstu vikumar við lundapysjuveiðar en hætt er við að eitthvað minna verði um pysjur í ár þar sem lundaveiði hefur verið lítil og pysjudauði þó nokkur. HJALP! Qamla góða úlpan mín, drapplituð með skinni á hettu og Köflóttu fóðri, tapaðist í Herjólfsdal. Upplýsingar í síma 481 - 1322 (Ester) og 481-1043.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.