Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. ágúst 1997 Fréttir 7 Fábreytt dagskrá og lítið fyrir börnin Aðstandendur þjóðhátíðarinnar og lögreglan eru sammála um að hátíðin í ár sé ein sú rólegasta undanfarin ár. Aðsókn var í meðallagi þrátt fyrir að ekki gæfi til flugs fyrr en síðdegis á föstudaginn. Það sem helst hrjáði menn voru rigningarskúrir og súld sem helltist yfir í einhverju magni alla dagana. Það var þó bót í máli að tiltölulega lygnt var þannig að tjöldin héldust á sínum stað. Þá hefur sú breyting orðið á undanförnum árum að gestir á þjóðhátíð eru vel búnir og tilbúnir til að takast á við þá fjölbreytni sem íslensk veðrátta býður upp á. Eftir nokkuð hressilega byrjun á húkkaraballinu, þar sem ölvun var mikil, færðist ró yfir mannskapinn og var ölvun ekki eins áberandi eins og oft hefur verið á þjóðhátíðum. Gæsla var góð og virtust krakkarnir halda hópinn til að passa hvert annað. Fólk var yfirleitt ánægt með hátíðina en fannst þó lítið koma til dagskrárinnar. Öll kvöldin var boðið upp á sama prógramið og lítið var í boði fyrir börnin. Þetta eru atriði sem þarf að hyggja að á næstu þjóðhátíð. Þjóðhátíðarbúnmarnir ERU ORÐNIR FASTUR LIÐUR Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að vinir og kunningjar af yngri kynslóðinni taki sig saman og klæðist búningum af ýmsum gerðum á þjóðhátíð. Hátíðin í ár var engin undantekning og hefur Henson verðlaunað þá búninga sem honum finnst frumlegastir. Verðlaunaveitingin hefur mælst misjafnlega fyrir því undantekningalaust velur hann búninga sem hann hefur framleitt. Ekki verður lagður dómur á réttmæti þessarar gagnrýni hér en birtum nokkur sýnishorn af búningum á þjóðhátíðinni í ár. Þessir drengir hlutu verðlaunaskjöld Hensons í ár. Þeir kalla sig Vestmannaeysku mafíuna og voru í fötum sem Selma Ragnarsdóttir hannaði og saumaði. Stelpurnar létu ekki sitt eftir liggja í litagleðinni. 7500 gestír á þjóðhátíð Af samtölum við flutningsaðila má gera ráð fyrir að um 4500 gestir hati komið af fastalandinu á þjóðhátíð í ár. Undanfarin ár hafa Fréttir gert ráð fyrir að 3500 manns úr bænum hafi sótt þjóðhátíð en nú voru hvítu tjöldin óvenju fá þannig að eitthvað færri Eyjamenn hafi sótt háh'ðina í ár. Sé gert ráð fyrir að þeir hafi verið 3000 hafa um 7500 verið á þjóðhátíðinni sem er í góðu meðallagi. Er þá tekið tillit til þess að eitthvað af fólki sem hafði pantað með flugi kom með Herjólfi. Var hann langstærsti fiutningsaðilinn nteð 2800 þjóð- hátíðargesti. Á mánudag og þriðjudag áttu um I ()(M) manns pantað far með Flugfélagi íslands frá Eyjum. Þegar þokan skall yfir á sunnudaginn hafði félagið flutt rúmlega 530 farþega. „Þetta teljum við að séu hinir eiginlegu þjóðhátíðargestir sem við fluttum,1' sagði Þröstur Johnsen hjá Flugfélaginu í gær. Þegar það varð ófært upp úr 4 á mánudaginn áttu átta flugvélar eftir að konta. Þeir farþegar sem þá voru eftir komust með Herjólti um nóttina. Við gerðunt samning við Herjólf og gegn framvísun rniða frá okkur fengu farþegarnir far með rútu niður að Herjólft. farmiða nteð Herjólft og rútuferð lil Reykjavíkur. Ég veit ekki hvað ntargir nýttu sér þennan möguleika en hann var fyrir hendi. Fólkið var til fyrirmyndar, kuneist og þægilegt og gekk allt vandræðaiaust fyrir sig.“ sagði Þröstur einnig. Valur Andersen hjá Flugfélagi Þaö voru þreyttir en ánægðir þjóðhátíðargestir sem þurftu að bíða um stund á flugvellinum á mánudaginn áður en það gaf til flugs. Sumir komust reyndar ekki og þurftu að taka Herjólf. Vestmannaeyja var ekki ósáttur með sinn hlut en félagið tiaug bæði á Bakka og Selfoss. Áætlar hann að hafa flutt milli 800 og 900 farþega á þjóðhátíð. „Við byrjuðum að tijúga klukkan 5 á mánudagsmorguninn og náðum að flytja 770 ntanns á Bakka og 250 til 300 manns á Selfoss þegar völlurinn lokaðist. Vantaði ekki mikið upp á að við næðum að hreinsa allt upp áður þokan skall á.“ sagði Valur. Bjami Sighvatsson hjá íslandsflugi áætlar að um 400 manns hafi komið á þjóðhátíð með félaginu. „Um 370 manns áttu pantað far til Reykjavíkur á ntánudaginn og náðum við að flytja 300 manns í burtu áður en flugvöllurinn lokaðist. Eitthvað fleiri voru með miða sem ekki vom á blaði hjá mér. Þetta gekk ótrúlega vel. Áuðvitað var talsverður hávaði eins og gengur þegar margir korna saman en fólk var kurteist og þægilegt. Gef ég þvf góða einkunn," sagði Bjarni. Magnús Jónasson hjá Herjólfi segir að þeir haft flutt um 2800 farþega á þjóðhátíð að þessu sinni. „Það er nteira en undanfarin ár. Herjólfur tekur 500 manns í ferð og þrjár vom alveg fullar og ein næstum full," sagði Magnús og telur hann að stopult flug á fimmtudag og föstudag hafi átt sinn þátt í hvað rnargir tóku sérfar með skipinu.. Á ntánudaginn fór Herjólfur þrjár ferðir. „Þriðju ferðina fórunt við klukkan I urn nóttina en þá tókum við 430 farþega sem ekki komust með Flugfélagi Islands og íslands- flugi um daginn. Á þriðjudags- morguninn fórn svo 320 rnanns. Allt var þetta sérlega prútt fólk og að sögn áhafnarinnar eins og sunnudaga- skólakrakkar." BREKKUSÖNGURINN undir stjórn Árna Johnsen er orðinn einn vinsælasti þáttur þjóðhátíð- arinnar. Þessar ungu stúlkur létu ekki sitt eftir liggja í söngnum og skemmtu sér konunglega.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.