Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. ágúst 1997 Fréttir 11 Stórleikur í Eyjum á laugardaginn kl. 16.00 þegar IBV og KR mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar: Látum KR-inga ekki tækla ekkur í kaf eins eg síðast Frá undanúrslitaleik ÍBV og KR í fyrra sem ÍBV vann 1-0 með marki Bjarnólfs Lárussonar úr vítaspyrnu. Ýmsar uppá- komur verða fyrir leik liðanna á laugardaginn og í hálfleik. Stórleikur sumarsins í Eyjum er á laugardaginn þegar ÍBV fær KR í heimsókn í undanúrslitum bikar- keppninnar kl. 16.00. Þetta er endurtekning á undanúrslitunum frá því í fvrra þegar þessi sömu lið áttust við í Eyjum. IBV vann í fyrra 1- 0 með marki Bjarnólfs Lárus- sonar úr vítaspyrnu undir lok lciksins eftir að Tryggvi Guð- mundsson var felldur af markverði KR með glórulausu úthlaupi. KR- ingar hefndu ófaranna með því að vinna ÍBV í deildinni fyrr í sumar 2- 1. Atta stiga munur er á liðunum í deildinni, IBV í efsta sæti með 24 stig en KR með 16. Það hefur lítið að segja þegar út í bikarslaginn kemur því þar er að duga eða drepast. Ingi Sigurðsson, leikmaður ÍBV, segir að KR-ingar muni ekki fá að tækla Eyjamenn um allan völl eins og ekkert sé. „Vissulega eiga þeir harma að hefna frá því í fyna en við eigum líka harma að hefna frá því í deildinni í sumar. Ég held að menn láti ekki eitt stykki þjóðhátíð trufla sig og við mætum fullir sjálfstrausts í leikinn. KR-ingar hafa verið á góðri siglingu að undanförnum og komust áfram í Evrópukeppninni. Eigum við ekki að segja að þeir séu bestir gegn útlendu liðunum. En KR-ingar hafa alltaf verið á meðal eifiðustu mótherja okkar. Leikimir við KR hafa yfirleitt verið okkur mjög erfiðir og útkoman frekar neikvæð fyrir okkur. En það verður bara enn meira gaman að slá KR út úr bikamum annað árið í röð," segirlngi. I leik ÍBV og KR í deildinni fyrr í sumar. sem KR vann verðskuldað. mættu KR-ingar mun grimmari til leiks og léku mjög fast gegn Eyjamönnum sem vissu hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir voru hreinlega tæklaðir í kaf. „Já, þeir komu kolvitlausir í þann leik. En það kemur ekki til greina að þeirfari að tækla okkur niður um allan völl. Þeim verður svarað og vel það," sagði Ingi. IBV lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik í fyrra síðan 1983 og tapaði fyrir 1A 2- 1. ÍBV mætir Leiftri eða Ket'lavík í úrslitaleik. „Leikmenn kynntust því í fyrra hvað það er mikil upplifun að spila bikarúrslitaleik. Ég hef nú þegar tapað tveimur bikarúrslitaleikjum. Ég er viss um að ef við klárum KR förum við alla leið í ár og tökum dolluna. Við höfum reynsluna í liðinu og í hópinn hefur bæst útlendingar, Zoran Miljkovic sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Skaganum." Framundan eru mikilvægir leikir í ágúst en Evrópuleikur ÍBV og Hibemian verður eftir viku, fimmtu- daginn 15. ágúst á Möltu. I ágúst eru þrír deildarleikir og svo jafnvel bikarúrslitaleikur. Ingi segir að ÍBV- liðið sé tilbúið í slaginn að klára þau verkefni sem framundan eru. „Það virðist henta okkur ákaflega vel að hafa nóg af leikjum og spila stíft. En þetta eru allt erfiðir leikir hjá okkur. Þótt bikarkeppnin og Evrópu- keppnin séu spennandi verkefni meg- um við alls ekki slaka á í deildinni. Eg er sannfærður um að 39 stig dugi til að vinna deildina í ár. Við verðum því að vinna af 5 af 7 leikjum sem eftir eru til að klára dæmið. Við verðum að vinna heimaleikina þrjá og taka Skallagrím og Stjörnuna úti, þá ætti titillinn að vera okkar. En fyrst er það bikarinn á laugardaginn. Ég efast ekki um að það verður mjög margt á vellinum og mikil stemmning," sagði Ingi. Sigurvin bætti fyrir sjálfsmarkið ÍBV kveikti heldur betur í þjóðhátíðarstemmningunni í síðustu viku með því að vinna Leiftur 3-2 í hörkulcik í Eyjum. Með sigrinum tyllti ÍBV sér á topp deildarinnar að nýju. Leiftur byrjaði reyndar betur en Bjarnólfur Lárusson skoraði fyrsta mark leiksins með langskoti. Þorvaldur Makan jafnaði fyrir Leiftur en Tryggvi náði aftur for- ystunni fyrir ÍBV í upphafi seinni hálfleiks. Sigurvin Ólafsson bætti fyrir sjálfsmarkið um daginn og skoraði gullfallegt mark en Þorvaldur Makan minnkaði aftur muninn fyrir Leiftur undir lok leiksins. Leiftursmenn mættu sterkir til leiks og eru án efa besta liðið sem komið hefur til Eyja í sumar. En það sýnir styrk IBV að vinna leikinn þrátt fyrir að spila ekki vel nema í seinni hálfleik. Hlynur fór á kostum hjá ÍBV og þá lék Kristinn Hafliðason vel í seinni hálfleik. Hermann Hreiðarsson lék kveðju- leik sinn fyrir IBV og átti stórleik. Hjalti Jóhannesson meiddist, togn- aði aftan í læri og óvíst með framhaldið hjá honum. i/ IBV átti að spila gegn Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöldi. Úrslit leiksins lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. líVgjöf FRÉTTA HásteinsveNi, 9. umferö ÍBV-Leiftur 3-2 (1-1) Gunnar - ívar, Hermann Hlynur tYtfr, Hjalti -ft (Guðni Rúnar) - Sigurvin ☆, Sverrir -fr, Bjarnólftir (Kristinn ☆) - Ingi •&, Steingrímur, Tryggvi Mörk ÍBV: Bjarnólfur-A- T ryggvi -ör Sigurvin* Stoósendingar: Ingi-íA-* Steingrímur-iar IBV stelpur úr leik í bikornum - Náðu forystunni gegn Breiðabliki en töpuðu l-4 ÍBV stelpur töpuðu fyrir Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppninnar 4-1 á Kópavogsvelli í síðustu viku. Þetta var í fyrsta skipti sem IBV komst svona langt í bikarnum og því árangurinn góður út af fyrir sig. Eyjastelpur byrjuðu af krafti gegn Breiðabliki og höfðu í fullu tré við þær til að byrja með. Fanný Yngvadóttir náði óvænt forystunni fyrir ÍBV á 30. mín. „Við vomm svo hissa á því að ná forystunni að við fögnuðum ekki einu sinni," sagði Stefania Guðjóns- dóttir fyrirliði. En Breiðabliki tókst að jafna rétt fyrir leikhlé og skoraði sitt annað mark strax í byrjun seinni hálfleiks. Þar með datt botninn úr leik ÍBV og Breiðablik hafði öll tök á leiknum og bætti tveimur mörkum við. „Ef við hefðum náð að halda út í fyrri hálfleik og vera marki yfir er aldrei að vita hvemig leikurinn hefði þróast. Við lékum vel í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik náði forystunni áttum við aldrei séns,“ sagði Stefanía. Stjörnugjöf FRÉTTfi hjá kvennaliði ÍBV: Elena trónir á toppnum Elena Einisdóttir er hæst í stjörnu- gjöf Frétta í kvennaliði IBV að loknum átta umferðum í Stofn- deildinni. Elena hefur farið á kostum á hægri kantinum í sumar og aldrei leikið betur. Hún var valin í æfingahóp íslenska landsiiðsins skipað stúlkum 20 ára og yngri en komst ekki í 16 manna hópinn og kom það öllum að óvörum. Sigríður Asa Friðriksdóttur er í 2. sæti ásamt „gömlu“ kempunni Ernu Þorleifsdóttur sem hefur leikið mjög vel í vörninni í sumar. Sigríður Asa var valin í tvö landslið með skömmu millibili, 18 ára og 20 ára landsliðið! Kvennaliði ÍBV var spáð 4. sæti eftir mjög gott gengi í æfingaleikjum í vor. En það verður að segjast eins og er að stelpumar hafa ekki náð að sýna sitt besta í sumar. ÍBV er nú í bullandi fallhættu. er með 7 stig líkt og ÍBA en á leik til góða. Reyndar hafa KR og Breiðablik stungið önnur lið af og Valur kemur þar næst á eftir. En síðan koma 5 lið í einum hnapp og í raun og veru getur allt gerst. Vandamál ÍBV í sumar hefur verið að skora. Vamarleikurinn hefur verið ágætur og liðið skapar sér færi en gengur illa að nýta sér þau. Elena á langflestar stoðsendingamar sem hafa gefið mörk. Hún hefur lagt upp 5 af 12 mörkum liðsins og skorað eitt sjálf. Hún á því þátt í helming marka liðsins. Fanný hefur skorað flest mörk liðsins eða 3. Ema hefur komið skemmtilega á óvart í sumar og hefur fengið flestar stjömumar fyrir frammistöðu. Sem kunnugt er byggir heildarstjömugjöfin á frammistöðu, stoðsendingum, markaskomn og að halda markinu hreinu, sent hefur aðeins einu sinni gerst í sumar. Þá hefur íris leikið vel eftir að hún var færð frarnar á völlinn og Joan hefur verið traust í vöminni. Sigríður Ása hefur sýnt og sannað að þar fer mikið efni. Þá hefur Petra staðið sig með prýði í markinu. Þegar 6 umferðir eru eftir á ÍBV eftir þrjá heimaleiki gegn KR, ÍBA og Val og þrjá útileiki, gegn ÍA, Stjörnunni og Haukunt. Það er því erfiður róður framundan en IBV getur enn náð 4. sætinu sem liðinu var spáð með því að ná sér vel á strik í síðustu leikjunum. Stefanía Guðjónsdóttir, fyrirliði ÍBV, segist vera mjög ósátt við stöðu liðsins. „I þrentur leikjum, gegn ÍA, Stjömunni og Haukum, höfum við verið miklu betri aðilinn og átt skilið að vinna en afraksturinn varð aðeins eitt stig. Okkar vandamál í sumar hefur verið að skora og við verðum að bæta úr því," sagði Stefanía. Staðan í stjörnugjöf Frétta er þessi: Elena Einisdóttir 11 Sigríður Ása Friðriksdóttir 7 Ema Þorleifsdóttir 7 Joan Nilsson 6 íris Sæmundsdóttir 6 Petra Bragadóttir 5 Dögg Lára Sigurgeirsd. 5 Eva Sveinsdóttir 5 Fanný Yngvadóttir 4 Guðbjörg Guðmannsdóttir 4 Hjördís Halldórsdóttir 3 Stefanía Guðjónsdóttir 2 Bryndís Jóhannesdóttir 1 Staðan í Stofndcildinni er þessi: Nr.Félag L U J T Mörk NettStig 1. KR 8 8 0 31:0 31 24 2. Breiðablik 9 8 1 41:11 30 24 3. Valur 8 5 3 20:14 6 15 4. Stjaman 8 3 5 14:21 -7 9 5. ÍA 8 2 2 4 5:10 -5 8 6. ÍBV 8 2 15 12:18-6 7 7. ÍBA 9 2 16 11:39-28 7 8. Haukar 8 1 7 7:28 -21 3 Elena Einisdóttir hefur verið að spila mjög vel fyrir ÍBVí sumar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.