Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Fréttfl- og auglýsingasíminn 481-3310 ' Fax 481-1293 Helga og Árni Óli íslandsmeistarar Það gerist ekki á hverj- um degi að Vest- niannaeyingar verða Islandsmeistarar. I síð- ustu viku urðu tveir ungir keppendur Ung- mennafélagsins Oðins, Helga Eggertsdóttir (í jjrístökki) og Arni Oli Ólafsson (spjótkast) Islandsmeistarar í sín- um aldursflokkum. Helga gerði sér einnig lítið fyrir og sló Islandsmetið í leiðinni. Helga keppti í altlursllokknum 15 til 18 ára á Laugardalsvelli. Hún stökk 11.52 m í þrístökki og bætti Islandsmetið um 7 sm og varð ís- Iandsmeistari. Þá varð Helga í 2. sæti í langstökki, stökk 5.15 m. Frábær árangur hjá Helgu sem hefur lengi stefnt að því að bæta Islandsmetið í þessum aldursflokki. Ámi Óli Ólafsson keppti í aldursflokknum 14 ára og yngri á Kópa- vogsvelli. Hann kastaði spjótinu 42.58 og varð Islandsmeistari. Auk þess varð Ámi Óli í 2. sæti íkúluvarpi, kastaði 12.42 metra og var hann nálægt sínum besta árangri. Þess má geta að Óttar Jónsson var fjarri góðu gamni að þessu sinni en hann átti góða möguleika á gulli í sínum greinum. Það var glatt á hjalla í tjaldinu hjá þessum Eyjamönnum og gestum þeirra eins og raunar í flestum tjöldum í Dalnum. Að þessu sinni voru þó áberandi færri hvít tjöld í Herjólfsdal en oft áður. Álagning opinberra gjalda 1997 í Vestmannaeyjum: Gunnlaugur enn á toppnum - en lækkar saml um meira en helming á milli ára Álagning opinberra gjalda var kunngjörð í síðustu viku. Af tíu hæstu einstaklingum á þeim lista eru níu skipstjórar og útgerðar- nienn og aðeins Hanna María apótekari sem blandar sér í þann hóp. Rétt eins og í fyrra er Gunnlaugur Ólafsson, útgerðarmaður, í efsta sæti með 6,2 milljónir. í fyrra námu gjöld hans helmingi hærri upphæð eða 12,5 milljónum. Aðrir á listanum em skipstjóramir Grímur Jón Grímsson, með 5,5 milljónir, Gunnar Jónsson, með 5,3 milljónir, Guðmundur Sveinbjömsson, með 5,2 milljónir, Kristbjöm Ámason með 5,2 milljónir og Eyjólfur Guðjónsson með 5 milljónir. Þá kemur Hanna María Siggeirsdóttir, apótekari, með 4,9 milljónir, Jóhann Halldórsson, útgerð- armaður með 4,8 milljónir og síðan skipstjóramir Snorri Gestsson með 4,8 milljónir og Ólafur Ágúst Einarsson með 4,6 milljónir. Eyjólfur, Snorri og Ólafur Ágúst voru ekki á þessum lista í fyrra, þá vom þar nöfn Sighvats Bjarnasonar framkvæmdastjóra, Selmu Guðjóns- dóttur, hjúkmnarfræðings og Matthí- asar Óskarssonar, útgerðarmanns. Fimm hæstu lögaðilarnir eru Vinnslustöðin með 32,5 milljónir, ísfélag Vestmannaeyja með 31,7 milljónir, Vestmannaeyjabær með 30,6 milljónir, ísleifur ehf. með 19,3 milliónir og Sparisjóður Vestmanna- eyja með 15,8 milljónir. ísleifur er nýr á listanum, allir hinir voru þar í fyrra en með mun lægri tölur flestir hverjir. Eins og undanfarin ár glugga Fréttir í skattskrána og skoða álögur einstaklinga og fyrirtækja (sjá bls. 5). Lenti / átökum við fíkniefnaneytanda Á fimmtudagskvöld fyrir þjóðhátíð lenti lögreglumaður í átökum við meintan ITkniefnaneytanda við Týs- heimilið. Hugðist lögreglumaðurinn handtaka manninn sem brást illa við og réðst á hann. Féllu báðir á planið við Týsheimilið, lenti lögreglumaðurinn með andlitið á malbikið og meiddist nokkuð. Mátti hann fara á sjúkrahúsið þar sem rnu spor vom saumuð í andliti hans. En fíkniefnamaðurinn fékk að sjálfsögðu gistingu í fangaklefa. Edcf eldhúsrúllur 4sftr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.