Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 7. ágúst 1997 Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1997tókst með miklum ágætum. Sú rólegasta i mórg ár Aðsókn í meðallagi þrátt fyrir þoku. Ein nauðgun var kærð og nokkur fíkniefnamál Milli 300 og 400 gestir fylgdust með setningu þjóðhátíðarinnar og voru flestir uppáklæddir. Á að giska 300-400 manns voru við setningu Þjóðhátíðarinnar, flestir prúðbúnir. Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV íþróttafélags setti hátíðina, Kirkjukór Landakirkju söng nokkur lög og prestarnir sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson tluttu stutta hugvekju í leikrænu formi. Þar gerðu þau innihald þjóðhátíðarinnar að umtalsefni. Hátíðarræðuna flutti Stefán Runólfsson. Hann sagði m.a. í sinni ræðu að sú kenning að fyrsta þjóðhátíðin árið 1874 hefði verið haldin vegna þess að Vestmanna- eyingar komust ekki til fastalandsins vegna sjógangs við Landeyjasand, væri röng. Því til sönnunar sagði hann að þessi fyrsta þjóðhátíð Vestmanna- eyinga hefði verið haldin þremur dögunr fyrir þjóðhátíðina á Þing- völlum. Þá sagði hann að næsta þjóðhátíðin hefði verið haldin árið 1901 og sfðan óslitið að árinu 1914 undanskildu, en þá var henni sleppt vegna heimsstyijaldarinnar fyrri. Árið 2000 yrði því 100. þjóðhátfðin haldin. Hvatti hann IBV og bæjaryfirvöld að skipa nefnd sem hefði það hlutverk að minnast afmælisins á veglegan hátt. Formaður ÍBV íþróttafélags Þór Vil- hjálmsson og formaður þjóðhátíðar- nefndar, Birgir Guðjónsson drógu síðan íslenska fánann og fána Vestmannaeyjabæjar að húni og þrír lögreglumenn stóðu heiðursvörð. Hin seinni ár hefur setningin verið færðtil kl. 15.00 en varáður kl. 14.00. Hefur þessi breyting verið til hins betra, því fleira fólk hefur séð sér fært að vera viðstatt. Þá hefur sú hvatning þjóðhátfðarnefndar. að fólk mæti prúðbúið til setningarinnar gert hana mun hátíðlegri og skemmtilegri. Stundum hefur heimilisfólki af Hraunbúðum sérstaklega verið boðið til athafnarinnar, slíkt varekki gert nú og er það ntiður. Ekki heldur stóð allt lögreglulið Eyjanna heiðursvörð eins og stundum hefur verið gert, heldur einungis þrír. Skipulag gæslu var gott „Það er sanieiginlegt álit okkar í lögreglunni, gæslumanna og að- standenda þjóðhátíðar að þjóð- hátíðin hafi farið vel fram. Fíkniefnamál sem komu upp og nauðgun sem var kærð eru reyndar svartir blettir á hátíðinni en miðað við fjölda erum við nokkuð sáttir,“ sagði Jóhannes Olafsson yfirlögreglu- þjónn í samtali við Fréttir. Hann er sammála öðrttm sem blaðið liefur rætt við um að upp til Itópa hafi þjóðhátíðargestir verið til mikillar fyrirmyndar. „Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og fíkniefnaneytendur eru hluti af þjóðfélaginu. Eitthvað var um pústra en áverkar vegna þeirra voru minniháttar." Alls var 21 lögreglumaður að störfum á þjóðhátíðinni, 11 úr Eyjum og tíu ofan af landi. Auk þeirra voru 70 hjálparsveitarmenn Lögreglan átti náðuga stund inn á milli og á myndinni sjást nokkrir lögreglumenn fylgjast með brekkusöngnum. við gæslu og læknavakt var alla þjóðhátíðina í Dalnum. Jóhannes segist sannfærður um að öflug gæsla hafi skilað sér. „Á mestu álagspunktunum voru um 60 manns á vakt. Skipulagið á gæslu var gott og það skilaði sér í betri þjóðhátíð.“ Ekki vildi Jóhannes slá tölu á fjölda gesta á hátíðinni en sagði að aðsókn hefði verið í meðallagi. Merki ÍBV var í fyrsta skipti í öndvegi á Þjóðhátíðinni í ár enda hefur ÍBV tekið við af Þór og Tý. Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur verið einn af föstu punktunum við setningu þjóðhátíðar og hún brást ekki að þessu sinni. Birgir Guðjónsson, form. þjóðhátíðarnefndar: Cestirnir voru tíl fyrirmyndar ■ og^ ég get ekki veríð annað en ánægður hverng til tókst Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, er ánægður með hvernig til tókst á þessari fyrstu þjóðhátíð sem ÍBV stendur fyrir. Hann segir gesti hafa verið til fyrirmyndar og untgjörð hátíðarinnar hafi staðist væntingar þó ýmislegt megi Iagfæra innan hins hefðbundna ramrna. Veður segir hann hafa verið ótrúlega gott niiðað við spár en flesta dagana spáði 6 og 7 vindstigum. Ófært var með flugi fyrri part fimmtudags og föstudags og þá segir Birgir að frekar lágt ris haft verið á þjóðhátíðamefndinni. ,,En það léttist á mönnum brúnin þegar þokunni létti og þjóðhátíðargestir byrjuðu að streyma til okkar. Þrátt fyrir einn og einn skúr var aldrei vindur að ráði þannig að þegar upp var staðið var besta veðrið í Vestmannaeyjum á Suður- og Vesturlandi. Ég get því ekki verið annað en ánægður. Það var greinilega einhver sem hélt vemdarhendi yfir okkur,“ sagði Birgir. Birgir er ánægður með aldurssamsetningu gestanna, segir hann aðkomufólkið hafa verið mikið á aldrinum 20 til 30 ára og unglingamir hafi því leitað eitthvað annað. „Þetta er myndarlegt fólk sem var hingað komið til að skemmta sér. Það var vel búið og tilbúið í slaginn hvemig sem viðraði. Þetta hefur verið að færast til betri vegar á undanfömum ámm. Það er líka ótrúlegt hvað Dalurinn lítur vel út miðað við bleytuna. Teppin, sem fólk er að leggja í götumar, konta í veg fyrir að svæðið verði eitt svað þegar svona stendur á.“ Birgir segir gæslu hafa verið góða á þjóðhátíð og umgengni hafi verið til sóma en hvað finnst honum um gagnrýni á skemmtidagskrána? „Brennan, flugeldasýningin, brekkusöngurinn og tjöldin gera þjóðhátíð að því sem hún er. Þjóðhátíðin er gömul en hún líka síung og auðvitað er margt að skoða. Skemmtidagskráin hlýtur að vera meðal þeirra atriða,“ sagði Birgir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.