Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. ágúst 1997 Fréttir 3 ^estmmwmmjj(£o&r Umsjónarstarf við listaskólann Vestmannaeyjabær auglýsir laust starf umsjónarmanns í Listaskóla Vestmannaeyja. Um er að ræða heils árs ráðningu í nýtt starf, sem felur m.a. í sér símavörslu hluta úr degi, daglega ræstingu og umsjón með húsnæðinu. Gert er ráð fyrir að starfshlutfall á ársgrundvelli verði um 75%. Umsóknum óskast skilað til Skólaskrifstofu Vestmannaeyja fyrir 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita Arnar Sigurmundsson, formaður skólamálaráðs í síma 896 0101 eða Sigurður Símaonarson, skóla og menningarfulltrúi í síma 481 1092 (eftir 11. ágúst). Störf skólavarða Við Barnaskólann eru laus tvö 50% störf skólavarða frá 15. ágúst n.k. Annað starfið er afleysing í eitt ár. Upplýsingar gefa Bjarni í síma 481 1881 og Hjálmfríður í síma 481 1898. Við Hamarsskóla eru laus tvö störf skólavarða, 50 og 100%. Æskileg ráðning erfrá 15. ágúst nk. Upplýsingar gefa Svavar í síma 481 1749, Halldóra í síma 481 2265 eða Ástríður í síma 481 2355. Umsóknareyðublöð um fyrrgreind störf fást á bæjarskrifstofunum og óskast umsóknir sendar til viðkomandi skóla fyrir 9. ágúst nk. Skóla- og mennlngarfulltrúl Frjálsar íþróttir eru hafnar Frjálsar íþróttir hófust síðastliðinn þriðjudag, strax eftir þjóðhátíð. Æfingarnar verða fyrir alla aldurshópa og í fjölbreyttara laginu svo að allir ættu að geta fundið íþróttagrein sem hentar þeim. Æfingamar verða haldnar á Malarvellinum. v/Löngulág kl. 13 - 14.30 á hverjum degi og svo í lok hverrar viku verður svo einhver skemmtileg uppákoma s.s. grill, fjöruferð, göngur, sund o.s.frv. Þjálfarar verða Karen Ólafsdóttir og Guðjón Ólafsson. Aætlað er að æfa vel fyrir Vestmannaeyjamótið sem verður haldið helgina 12.-13. september. Svo við hvetjum alla til þess að koma að æfa og svo ljúka sumrinu með keppni við félagana. Sjáumst hress á æfíngu Þjálfarar Frá Oddinum Það styttist í skólann. Erum byjuð að taka upp skóavörurnar. Mikið af fallegum skólatöskum og pennaveskjum á frábæru verði. Ath. Eldri töskur með 30% afslætti. RITFANGA- OG GJAFAVÖRUVERSLUNIN ODDURINN STRANDVEGI 45 - SÍMI 481 1945 Smáar HÓSIKBðÍ Ibúð til leigu Tveggja herbergja íbúð til leigu að Áshamri 69. 1. hæð. Laus frá 1. sept. Upplýsingar gefur Þóra Guðný í síma 587 7987 íbúð óskast Ungt reyklaust og reglusamt par óskar eftir 2-3 herbergja íbúð í Reykjavík Upplýsingar gefur Guðjón Ágúst í síma 481 2192 -Bíll til leigu GMC Van ‘86 er til leigu til fólks og vöruflutninga Upplýsingar í síma 481 2561 Bíll til sölu Til sölu er Toyota Corolla árgerð ‘95. Fjögurra dyra. Reyklaust eintak. Skipti koma til greina á ódýrari Upplýsingar í síma 481 2695 Bíll til sölu MMC Lancer station 4WD ‘91 á álfelgum + vetrardekk, í góðu standi. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 481 2082 Tapað - Fundið Mjá mjá Dökkbröndóttur kettlingur með fjólubláa hálsól er í óskilum að Miðstræti 15. Síminner481 1253 Frcttir Sími 481-3310 ATVINNA A NORÐURLÖNDUM Dýrlesur kostur fyrir verkafólk sem og kontórista Noregur Sími: 0047-80033166 l-net: www.link.no/aetat. Danmörk: Sími: 0045-33551020 Fax: 0045-35362150 l-net: www.ammulti.dk/af Svíþjóð: Sími: 0046-21153000 Fax: 0046-21153180 l-net: www.umu.se/as. ■östuda laiisarc Tilbod ii*am til mSðnættís: Stór 390 iitm 290 Coca cola bikarinn StórteikuríBVogKR Upphitun á HB pub frá kl. 14.00 - Ölið á boltaverði - - Svipmyndir frá líðandi sumri - Krakkar málaðir í ÍBV litunum í bakgarði HB pub. Óvæntar uppákomur á Hásteinsvelli fyrir leik. Innritun á leikjanámskeið fer fram mánudaginn 11. ágúst \ Þórsheimilinu / síma 481 2060. Námskeiðið hefst daginn eftir ef næg þátttaka fæst. Áætlað að námskeiðið standi yfir í hálfan mánuð kl. 13.15 -15.15.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.