Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 30. október 1997 Náttúrustofa Suðurlands vígð: Mikilvægt að hafa aðgang að rannsóknum heima í héraði -segirArmann Höskuldsson forstöðumaður Það kom í hlut Ingibjargar Pálma- dóttur, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra að vígja Náttúru- stofu Suðurlands á fóstudaginn í fjarveru Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra. Náttúrustofan tók til starfa fyrr á árinu og veitir Armann Höskuldsson hennir forstöðu. „Ingibjörg varð að klippa á borðann því Guðmundur umhverfisráðherra komst ekki,“ sagði Ármann í samtali við Fréttir. „Náttúmstofan er þar með fonnlega komin á laggimar og komin í eigið húsnæði í Rannsóknasetrinu. Höfum við yfir að ráða 16% af húsnæðinu." Náttúrustofan er rekin í tengslum við Náttúrugripasafn Vestniannaeyja en Ármann segir að þar sé ekki um fjármálaleg tengsl að ræða. „Þessar tvær stofnanir þyrftu að komast undir eitt þak. Ég sé það ekki gerast á næstunni en að því þarf að stefna. Þá mundu þær njóta betur hvor annarrar og safnið er ein aðalástæðan fyrir því að Náttúrustofu var valinn staður í Eyjum. Ármann segist vera þokkalega bjartsýnn á framtíðina en bendir á að ennþá standi aðeins ríkið og Vestmannaeyjabær að Náttúrustof- unni. „Önnur sveitarfélög á Suður- landi hafa ekki ennþá tekið ákvörðun um að vera með. Hún verður tekin innan SASS á næstunni. En við erum með verkefni hér og uppi á landi þannig að við höfum ekki sett það fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir sveitarstjórnir að hafa aðgang að upplýsingum rannsóknarstofu heima í héraði þannig að það yrði allra hagur að sem flest sveitarfélög komi að þessu með okkur,“ sagði Armann. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöisráðherra, klippir á borðann við vígslu Náttúrustofunnar. Landssamband smábálaeigenda: Fiskveiðistefncm fjand» smleg landsbyggðinni Landssamband smábátaeigenda sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem varað er við núverandi fiskveiðistefnu stjórnavalda. I á- lyktuninni segir að annars vegar fari ekki saman hugmyndir stjórnvalda um stjórnun fiskveiða og verndun, og hins vegar að tæknin sem notuð er við fiskveiðar geti reynst tvíeggjað sverð í sókninni eftir lífsgæðum. Sigurbjörn Hilmarsson, smábáta- karl, segir að í ályktuninni sé bent á að óbreytt fiskveiðlög skapi miklar þrengingar hjá þeim stóra hópi smábátaeigenda sem nú vinni innan sóknardagakerfisins. Smábátaeig- endur í aflamarkskerfinu hafi einnig beðið þess til margra ára að hlutur þeirra yrði réttur gagnvart öðrum útgerðarhópum. „Stöðugur fólksflótti úr strandveiði- byggðum landsins, þar sem nú standa hundruð íbúða auðar og eigendum verðlausar, sýnir glögglega að mark- mið fiskveiðilaganna um atvinnu- öryggi og eflingu byggðar eru að snúast í andhverfu sína,“ segja smá- bátamenn og leggja áherslu á að réttlætiskennd þjóðarinnar sé stórlega misboðið. „Þessi óánægja brýst m.a. fram í ruglingslegum kröfum um skattlagningu á sjáarútveginn - sem er úr öllu samhengi við starfsumhverfi atvinnugreinarinnar.“' Einnig er bent á að kerfið sé lokað ungu fólki. „Hliðið sem til skamms tíma hefur staðið opið fyrir hinni nauðsynlegu endumýjun veiðimanna í veiðimannasamfélagi, hefur verið smábátaflotinn. Þannig hefur hann gegnt því hlutverki að ala upp hverja sjómannakynslóðina af annarri. Á sama tíma hefur ásókn í menntun í sjávarútvegi stórlega dregist saman. Það er verðugt íhugunarefni hvort ekki sé beint samhengi hér á milli. Veiðimannasamfélag velur búsetu eftir aðlægi veiðilenda. Þannig risu byggðir íslands í hundraðatali vegna nálægðar við gjöful fiskimið. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur þessa grundvallarforsendu byggðanna brýtur að Iokum byggðimar sjálfar. LS skorar á almenning og stjóm- völd að vakna nú þegar til skilnings á þeirri nauðsyn að snúa þessari þróun við. Eitt af meginverkefnum þeirrar vinnu er að styrkja og efla smábáta- útgerðina,“ segir í lokaorðum álykt- unarinnar. Hemmi Gunn á opnu húsi í kertaverksmiðjunni Opið hús var í kerta- verksmiðjunni Heimaey á laugardaginn var. Við það tækifæri gafst gestum og gangandi tækifæri til þess að skoða verksmiðjuna og kynnast því hversu miklu má koma til leiðar, ef allir leggjast á eitt. Eftir að markaðsátakið hófst, sem nú er í gangi, hefur vegur fyrirtækisins verið allur upp á við. Hermann Gunnarsson, sem þekktur er fyrir að styðja málefni fatlaðra, kom á staðinn og vakti vera hans mikla gleði og áhuga jafnt gesta sem starfsmanna. Hermann segir að sér finnist þetta ólýsanlegt framtak. „Eghef kynnst fötluðu fólki og veit að svona átak er bylting í lífi þess. Við gerum okkur betur grein fyrir því að það þarf að veita fötluðum hjálparhönd og vitum að öll vinna sem miðar að því að virða rétt þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu af fullri reisn skilar sér. Við sjáum bara gleðina og áhugann sem skín úr hverju andliti hérna.*1 Hermann segir að önnur byggðarlög geti tekið Vestmannaeyjar sér til fyrirniyndar í þessu efni. „Það er margt hægt að gera,“ segir hann. „Einnig tel ég að við getum margt lært af þessu fólki og ég er ekki í nokkrum vafa að það hefur kennt mér að meta margt í lífinu á annan og betri hátt, en ella,“ sagði Hermann. Dæja, starfsmaður Kertaverksmiðj- unnar Heimaeyjar, á spjalii við Hemma Gunn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.