Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. október 1997 Fréttir 15 Úrval af ZCCO skóm Þægindin ganga fyrir! Hjaitans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. Klöru Tryggvadóttur áðurbúsettri í Vestmannaeyjum Tryggvi Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir, Amdís Bima Sigurðardóttir, Garðar Sigurðsson Bergþóra Óskarsdóttir, Óskar Hallgrímsson Kolbrún Óskarsdóttir Hallgrímur Hallgrímsson Steinunn Jónsdóttir börn og bamabörn. D* Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa. ✓ Gunnars Olafssonar frá Gilsbakka Vestmannabraut 10, Vestmannaeyjum. Stella Ottósdóttir og tjölskylda u* Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Kristinn Axelsson lést að heimili sínu Áshamri 30. Utförin verður frá Fossvogskapellu kl. 15 föstudaginn 31. október nk. Þóranna Guðmundsdóttir Daníel Jónsson Valdimar Guðmundsson Guðrún Eyland Axel Guðmundsson Hafsteinn Guðmundsson böm og bamaböm. Besli aÓalfundurinn í mörg ár ísólfur Gylfi stóð sig vel á trommunum á fimmtudagskvöldið. Á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku var haldinn hér í Eyjum aðalfundur Sambands veitinga og gistihúsaeigenda. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda em, eins og nafnið bendir til samtök hótela og veitingastaða og skiptast félagar nokkum veginn jafnt milli þessara tveggja greina. Félagið er aðili að Vinnuveitendasambandi íslands. Félagið rekur skrifstofu með tvo starfsmenn. Um 70 manns sóttu fundinn og dagskrá í tengslum við hann. Fundurinn var haldinn í Ásgarði Stokkhólmi og Lundi, og vara- formaður 100 hótela keðju í Svfþjóð, „Sweden hotels” erindi á fundinum um umhverfismál hótela og veitingahúsa og spamað í rekstri. Farið var í skoðunarferð í rútu og vom fulltrúar á fundinum ánægðir með dagskrána en nokkur hluti þeirra var að koma í fyrsta skipti til Eyja. Samtökin eru nú að vinna að þvf að flokka hótel á íslandi með stjömugjöf. Við þetta verður notað kerfi sem notað er í Danmörku. Slík stjömugjöf hjálpar ekki aðeins ferðamönnum að en gestir á fundinum fylltu bæði hótel bæjarins og einhverjir vom á gistiheimilum. Meðal annarra hélt Ejnar Söder, hótelstjóri og eigandi Star Hotel í gera sér grein fyrir hvers konar hóteli hann kemur til með að dvelja á heldur ekki síður þeim sem eru að selja ferðir. Ekki sé endilega rétt að sækjast eftir sem flestum stjömum. því földi ferðamanna vilji t.d. dvelja á tveggja stjömu hótelum. Þeir ferðamenn hafi ákveðið að vera ekki að borga meira en sem næmi tveggja stjömu hóteli. Viðskiptavinimir væru oft mikið ánægðari á góðu tveggja stjömu hóteli en slöku þriggja stjömu hóteli, því þá væm væntingamar meiri. Áslaug Alfreðsdóttir er formaður samtakanna og Ema Hauksdóttir framkvæmdastjóri. Þær sögðu í samtali við Fréttir á fimmtudags- kvöldið að mjög vel hefði tekist til. Menn hefðu á orði að þetta væri besti aðalfundurinn í mörg ár. SVG (Samband veitinga og gistihúsa- eigenda) halda aðalfundi sína víðs vegar um land, en á fimm ára fresti í Reykjavík. Þær Áslaug og Ema töldu betri stemmningu skapast á þeim aðalfundum sem haldnir væru úti á landi, menn væm á sama stað og eyddu frítímum saman, kynntust innbyrðis, og gætu miðlað hver öðmm af reynslu sinni. Það væri í raun aðalmálið á þessum aðalfundum en ekki aðalfundarstörfm, þau tækju minnsta tímann, þessi almennu samskipti skiluðu mestu og gæfu fulltrúum á aðalfundi oft mest. Fundinum lauk á fimmtudagskvöld með kvöldverði á Hótel Bræðraborg og skemmtun á eftir. Öllum að óvörum birtust þeir Guðjón bæjar- stjóri og Páll Marvin, ferðamála- fulltrúi í miðju borðhaldi og buðu ábót á súpuna. Hélt Guðjón uppi fjörinu ásamt þeim Árna Johnsen, sem að sjálfsögðu spilaði á gítarinn og ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem reyndar er vanur gítarspilari en settist að þessu sinni við trommusettið og spilaði eins og hann hefði aldrei gert annað. Var góður rómur gerður að þessari nýst árlegu hljómsveit og skemmtu menn sér fram á nótt við undirleik þeirra og hljómsveitarinnar Eymanna. Áslaug Alfreðsdóttir formaður og Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri voru ánægðar með fundinn. Árni Johnsen klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Smáar Ibúð óskast Óska eftir íbúð á leigu. Þriggja til fjögurra herbergja. A sama stað er óskað eftir barnakojum. Upplýsingar í síma 481 3462 íbúð til leigu Fjögurra til fimm herbergja íbúð í tvíbýlishúsi í austurbænum til leigu. Leiga 35.000 á mánuði. Laus strax. Upplýsingar í síma 487 9010 Bíll til sölu Mitsubishi Colt ‘88. Gott staðgreiðsluverð. Upplýsingar í síma481 3017 Toyota jeppi Til sölu Toyota jeppi árgerð 1986. Af sérstökum ástæðum er söluverðið aðeins kr. 200.000,- Upplýsingar í síma 481 1177 Bíll til sölu Mitsubishi L300 4x4 árgerð ‘88 til sölu. Til sýnis og sölu að Hrauntúni 17. Upplýsingar í síma 481 1775 og 899 2547 Til sölu Barnakojur Til sölu eru góðar barnakojur Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 481 2070 Barnavagn Til sölu er silver Cross barnavagn, dökkblár með bátalaginu. Notaður af einu barni. Verð kr. 30.000,- Upplýsingar í síma 481-3305 A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Sporafundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartfma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.