Kópavogur - 21.11.2014, Side 8
8 21. Nóvember 2014
Einstakir gripir og
fjölbreyttar rannsóknir
„Safnið geymir marga góða gripi sem eru af margvíslegum toga og erfitt
er að gera upp á milli þeirra. Safn Jóns Bogasonar af skeldýrum er afar
merkt safn, geymir um 790 skráðar tegundir af innlendum skeldýrum
og um 1350 erlendar tegundir Safnið sem slíkt er merkilegt fyrir það að
vera að stofni til einkasafn þar sem eigandinn hefur haldið vel utan um
uppruna gripanna með nákvæmri skráningu,“ segir Finnur Ingimarsson,
líffræðingur og settur forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fleiri
einstaka gripi má finna á stofunni og nefnir hann meðal annars fyrstu há-
hyrningsbeinagrindina sem sett var upp á Íslandi en hún var upphaflega á
Hvalasafninu á Húsavík. Þá er á safninu upprunalegt eintak af landakorti
sem var teiknað eftir mælingum Guðbrands biskups Þorlákssonar en það var
gefið út í kortabók hollenska kortagerðamannsins Abrahams Orteliusar árið
1590. Steingerðar tennur rostunga, steingerðar skeljar úr Tjörneslögunum,
laufblöð og surtarbrand frá Barðarströnd er þar einnig að finna.
Risaeðla?
Finnur segir að aðsóknin að Nátt-
úrúfræðistofunni hafi aukist til muna
eftir að hún flutti í Safnahúsið, Hamra-
borg 6a, árið 2002 en þar er að finna
eina náttúrugripasafn höfuðborgar-
svæðisins sem opið er almenningi.
Nýja húsnæðið býður upp á góða
sýningaraðstöðu þar sem gestir geta
fræðst um jarðfræði Íslands og íslensk
dýr en þar er að finna fjölbreytt úrval
náttúrugripa. Áður hafi fjöldi gesta
verið 1-2000 á ári en sú tala hafi farið
upp í 7000 strax við flutningana. Síðan
þá hefur fjöldi gesta verið á bilinu 10
– 12.000 á ári. Náttúrufræðistofan er
opin gestum sex daga vikunnar. „Síð-
ustu ár hafa skólahópar verið ríflega
þriðjungur safngesta en hlutfall grunn-
og framhaldsskólanema hefur farið
vaxandi. Þá hefur borið á því síðustu
tvö ár að nemar úr erlendum fram-
haldsskólum, einkum frá Danmörku,
sæki safnið heim.“ Aðspurður hvað sé
vinsælast í skólaheimsóknum barna
og ungmenna segir Finnur að búr með
lifandi ferksvatns– og sjávarlífverum
veki gjarnan mikinn áhuga hjá öllum
skólastigum. Þá eigi örninn, fálkinn,
álftin og krumminn ávallt sinn sess auk
þess sem marglitir steinar og kristallar
veki verðskuldaða athygli. „Beinagrind
háhyrningsins veldur einnig miklum
heilabrotum um hvort þar sé risaeðla
á ferð“
Sérstæðir þörungar
Meðal þess sem gestir geta skoðað á
Náttúrufræðistofu Kópavogs, í sér-
smíðuðu búri, er svokallaður kúlu-
skítur. Hann er eitt af sérstæðustu
fyrirbærunum í náttúru Íslands og
finnst aðeins í Mývatni hér á landi en
hefur auk þess fundist í Akanvatni í
Japan og vatni í Úkraínu. Kúluskítur
er stórvaxið vaxtarafbrigði af grænþör-
ungategundinni Aegagropila linnaei
sem er nokkuð algeng víða í vötnum
og vex þá oftast eins og skófir. Kúlurnar
sem finnast í Mývatni geta orðið allt að
10cm í þvermál en smærri kúlur, 1-3cm
í þvermál finnast í Vatnshlíðarvatni á
Vatsskarði, Selvallavatni á Snæfellsnesi
og Snjóholtsvötnum á Héraði. Nafn
fyrirbærisins kann að vekja eftirtekt en
það er dregið af því að í gegnum tíðina
hefur sá gróður sem festist í netum
bænda við Mývatn verið kallaður einu
nafni skítur. Sökum sérstöðu sinnar
hefur þótt við hæfi að kúlurnar fengju
nafn og lá beinast við að kalla þær
kúluskít. Finnur segir tilvist Kúluskíts
sé nú ógnað og ekki hafi fundist nema
nokkrar kúlur síðast þegar var leitað
eftir þeim. „Sennilega vegna aukinnar
næringarefnaákomu í vatninu, einkum
fosfórs, í kjölfar kísilgúrnámsins og svo
aukins fjölda ferðamanna. Blágrænar
bakteríur sem áður mynduðu mikinn
blóma eða grugg í vatninu í sumum
árum hafa undanfarin ár gert það ár-
lega og jafn vel stærri hluta úr ári. Af
því leiðir að minna sólarljós nær til
botns sem nærir kúlurnar“ Á heima-
síðu Náttúrufræðistofu má finna ítar-
legar upplýsingar um kúluskít og þar
er einnig að finna stutt myndskeið frá
botni Mývatns. Af öðrum tegundum
sem finnast eingöngu á Íslandi nefnir
Finnur rykmýstegundina stóru topp-
flugu (Chironomus islandicus) og tvær
tegundir hellamarflóa sem fundust
fyrst í Þingvallavatni 1998.
Fjölbreyttar rannsóknir
Á Náttúrufræðistofunni hafa verið
stundaðar rannsóknir frá stofnun
hennar 1983. Undanfarin ár hafa
þær einkum verið á sviði ferskvatns-
vistfræði. „Við erum á síðustu metr-
unum með okkar hluta í rannsókn sem
miðar að því að flokka allt yfirborð
landsins í svo kallaða vistgerðarflokka
en sú flokkun er einkum gerð út frá
gróðurfari. Náttúrufræðistofnun Ís-
lands hefur yfirumsjón með verkefninu
en okkar vinna fellst í því að kanna
vötn, bæði straumvötn og stöðuvötn.
Þá eru flokkuð saman vötn og svæði
sem hafa svipað gróðurfar.“
Finnur nefnir ýmis önnur verkefni
sem starfsmenn Náttúrufræðistofu,
sem eru fimm talsins, hafa á sinni
könnu. Vöktun á lífríki og efna- og
eðlisþáttum Þingvallavatns sem er ver-
kefni á vegum Landsvirkjunar, Orku-
veitu Reykjavíkur, Umhverfisstofnunar,
Þingvallaþjóðgarðs, Bláskógabyggðar
og Grímsnes–og Grafningshrepps.
Annað verkefni er vöktun á smá-
dýrum í Elliðaám fyrir Stangaveiði-
félag Reykjavíkur. Þá hafa Stofan, í
samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands
fylgst með landnámi lífs í nýju vatni,
Blávatni, uppi á Oki í Borgarfirði. „Að
auki tökum við að okkur lífríkisúttektir
á vatnavistkerfum og nú stendur yfir
úttekt á Meðalfellsvatni í Kjós að beiðni
Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.“
Erum með landið í láni
Aðspurður um náttúru– og umhverfis-
vitund Íslendinga segir Finnur að um
langa hríð hafi hagsmunir mótað mjög
afstöðu manna til umhverfisverndar,
oft stundarhagsmunir þar sem aðeins
sé litið til nánustu framtíðar. „En það
sem er gott til skamms tíma er kannski
ekki eins gott sé til lengri tíma litið.
Aukin þekking á gangverki náttúr-
unnar, samspili ólíkra tegunda lífvera
og þeirra aðstæðna sem jörðin og hið
ólífræna umhverfi býr þeim í því formi
sem við köllum vistkerfi, er að ýta fólki
til betri umgengi og vitundar um um-
hverfið, en betur má ef duga skal.
Öll efni sem lífverur nærast á ganga
í hringi, eru endurnýtt. Slíka endur-
nýtingu þurfum við að innleiða í alla
framleiðslu okkar mannanna. Í þessu
felst líka að fólk læri að meta það sem
það hefur, við getum ekki alltaf endur-
heimt það sem við höfum skemmt eða
raskað. Viðhorf sem við þurfum að
temja okkur er að við fengum landið
ekki í arf frá foreldrunum, við erum
með það í láni frá börnunum okkar. “
„Viðhorf sem við þurfum
að temja okkur er að
við fengum landið ekki í
arf frá foreldrunum, við
erum með það í láni frá
börnunum okkar.“
Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er
að finna eina náttúrugripasafn höf-
uðborgarsvæðisins sem opið er al-
menningi. Sýningaraðstaðan er með
ágætum segir á heimasíðu stofunnar
www.natkop.is og þar er að finna
fjölbreytt úrval náttúrugripa, með
áherslu á jarðfræði Íslands og íslensk
dýr. Þar eru einnig stór fiskabúr með
lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum.
við erum með landið að láni hjá börn-
unum okkar, segir Finnur Ingimarsson.
risaeðlubein? Finnur Ingimarsson segir að beinagrind háhyrningins veki
spurningar hjá fjölmörgum gestum.
mörg sjávardýr má sjá á Náttúrufræðistofu Kópavogs, eina náttúrugripasafni landsins sem opið er almenningi. Þangað
koma milli 10 og 12 þúsund gestir árlega.