Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Qupperneq 12
12 Fréttir Fimmtudagur 5. febrúar 1998 Staða Vestmannaeyja í upphafi nýs árs: í upphafi síðasta árs skrifaði ég grein sem ég kallaði, Slagurinn um fólkið harðnar á næstu árum. Og í yfirfyrirsögn er spurt að því hvort útgerðarstaðir eins og Vestmannaeyjar séu dæmdir til að verða undir í baráttunni við þéttbýlið við Faxaflóa. Hvort tveggja hefur komið fram af fullum þunga á því ári sem nú hefur kvatt. Fólk af landsbyggðinni streymir þaðan til höfuð- borgarinnar af meiri þunga en nokkru sinni fyrr og allar spár segja að ekki sjái fyrir endann á þessari þróun. Á meðan fbúum hefur fækkað um tvö prósent árlega undanfarin ár hefur ekki einn einasti bæjarfulltrúi komið fram og sagt okkur að gott sé að búa í Vestmannaeyjum. Miklu frekar er óskapast yfir fréttum af því hvað í raun er að gerast og fyrirsagnir geta líka framkallað ótrúlega sterk við- brögð þó þar sé ekkert of sagt. Beinist ergelsið oftar en ekk út f Fréttir. Ekki voru það þó Fréttir sem tilkynntu alþjóð að hátt í 600 manns hefðu flutt frá Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Þama var einn bæjarfulltrúinn að verki, einn og óstuddur. Þessi frétt vakti óskipta athygli á landsvísu og skilningurinn var sá að hér hefði fækkað um tæplega 600 manns. Er það skiljanlegt því það er ekki lítil blóðtaka fyrir 4900 manna byggðar- lag. Það var ekki minnst á að hingað hafði flust fólk á móti og fæðingar eru alltaf umtalsvert fleiri en dauðsföll. Niðurstaðan er engu að síður nöturleg. Árið 1990 voru 4.926 fbúar skráðir í Vestmannaeyjum en þeir voru komnir niður í 4.655 þann 1. desember sl. Þess ber þó að geta að árið 1988 voru íbúamir 4.743 þannig að fækkunin á tíu árum er um 90 manns en frá árinu 1990 hefur íbúum fækkað um 271. Nú nægir ekki að vel f ískíst Auðvitað má margt lesa út úr þessum tölum. Athyglisvert er þó að frá árinu 1986 til 1990 var mikil uppsveifla í sjávarútvegi og henni fylgdi fjölgun íbúa. Eftir það fer að halla undan fæti en árið 1995 fer aftur að rætast úr og tvö síðustu ár hafa svo verið metár í sjávarafla. Þrátt fyrir það fækkar fólkinu. Þetta em þær staðreyndir sem menn verða að horfast í augu við. Ástæðurnar eru auðvitað margar en í skýrslu sem Byggðastofnun gaf út sl. haust kemur fram að Eyjamenn eru tiltölulega ánægðir með atvinnu og atvinnuöryggi en menning og tækifæri til skemmtanahalds fá ekki háa einkunn. Mennmginblómstrar Mat á framboði á menningu er mjög afstætt en þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að á fjörur Eyjamanna reka merkir listviðburðir. Á hverju ári koma í heimsókn margir af bestu listamönnum þjóðarinnar, einkum tónlistarfólk. Málverkasýningar em og allnokkrar og á Dögum lita og tóna er þessu slegið saman í eitt; þriggja daga jassveislu og málverkasýningu. Fram- lag Eyjamanna er afgerandi í þessum geira og hefur farið vaxandi á undanfömum árum. Má í því sam- bandi benda á Kirkjukór Landakirkju og Samkórinn, Leikfélagið og Lúðra- sveitina. Auðvitað er aðsókn misjöfn en þegar boðið er upp á vandaða dagskrá er hún ágæt. Dapurtskemmtanalíf Um almennt skemmtanahald er svo aftur á móti fátt að segja, það er heldur dapurt. Tveir staðir bjóða upp á böll um helgar og hægt er að velja á milli nokkurra veitingastaða vilji fólk fara út að borða. Þegar kemur að þvf að halda stærri samkomu er ekki um annað að ræða en íþróttasal. Þama þarf að verða breyting á og besti kosturinn er að byggja nýtt samkomuhús. Að því gætu komið einstaklingar og fyrirtæki með fulltingi bæjarins. Margir hafa horft til gamla Samkomu- hússins sem í dag hýsir Hvítasunnu- kirkjuna. En sá kostur er ekki inni í myndinni af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er húsið ekki til sölu og í öðm lagi þyrfti að gera á því endurbætur og breytingar sem yrðu einfaldlega of kostnaðarsamar. Þarna er á ferðinni mjög brýnt mál sem þarf að hyggja að sem fyrst því myndarlegt samkomuhús er orðin aðkallandi nauðsyn. Orkuverð til húshitunar í fyrmefndri skýrslu kemur líka fram að fbúum hér fmnst orkuverð of hátt og það sama gildir um fargjöld milli lands og Eyja. Á síðasta ári varð breyting til hins betra á hvoru tveggja. Orka ti! húshitunar, bæði hitaveita og rafmagn til húshitunar, lækkaði urn 30% urn mitt ár. Fargjöld með Herjólfi voru löguð að þörfum bama- fjölskvldna og kostar nú álfka mikið fyrir fjölskyldu með bíl að taka sér far með skipinu og að fara samsvarandi vegalengd eftir þjóðvegum landsins. Þá hefur samkeppni í flugi leitt til lækkunar á flugfargjöldum. Ef áfram er haldið á jákvæðu nótunum þá hefur margt jákvætt verið að gerast í Rannsóknasetri Háskólans og Þróunarfélag Vestmannaeyja hefur farið vel af stað. Þama eru vaxtarbroddar sem þegar em famir að skila sér í bæjarfélagið. Verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni þar en að því kemur að menn standa frammi fyrir því hvort eigi að hrökkva eða stökkva. Möguleikamir eru ótæmandi en taka verður vissa áhættu. Það kemur að þeim tímapunkti hvort menn hafa kjark til að fylgja málurn eftir af fullum krafti og útvega það fjármagn sem þarf til að Þróunarfélagið og félög sem því tengjast nái að blómstra. Verði sú raunin eigurn við eftir að sjá hér rísa fyrirtæki sem eiga eftir að skapa störf í tugatali ef ekki meira. Þá litu þrjú ný fyrirtæki dagsins Ijós, Hurðaverksmiðjan Imex þar sem starfsmenn eru tíu til fimmtán, Þvottastöðin Ásar og Eyjablikk. Þau tvö síðast-nefndu em ekki mannmörg en oft er rnjór mikils vísir. Undarlegumræða Þegar talað er um atvinnumál hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni undanfarin misseri í Vest- mannaeyjum. Ef taka ætti mark á umræðum manna á milli mætti halda að hér sé allt á fallanda fæti og framtíðin kolsvört. Bæjarstjómin er sökuð um að láta allt reka á reiðanum og Vinnslustöð og ísfélag eiga að vera að sölsa undir sig allan kvótann. Þegar grannt er skoðað blasir svo- lítið önnur mynd við okkur. hinum almennu bæjarbúum. Auðvitað er alls staðar til fólk sem á undir högg að sækja og það sama gildir urn Vestmannaeyjar. Þá eru laun fiskverk- unarfólks ekki til að hrópa húrra fyrir og ekki óeðlilegt að því sé brugðið þegar það hefur ekki vinnu dögum saman eins og gerðist í haust. Þá setja fréttir af því að útgerðarmenn rninni báta séu að gefast upp hroll að fólki. Fyrir utan þetta er staðan góð sem sést af því að nýir bílar hafa ekki í annan tíma verið fleiri á götum bæjarins og stóm jeppamir tala lika sínu máli. Sjómenn hafa aldrei haft það eins gott svo ekki sé minnst á útgerðarmenn. Kernur það ekki á óvart því annað árið í röð eru öll fyrri aflamet slegin. Iðnaðarmenn sjá varla fram úr verk- efnum og hafa þeir m.a. notið ntikilla framkvæmda hjá stóru sjávarútvegs- fyrirtækjunum, sem eru og verða undirstaða atvinnulífs í Eyjum. Kaupmenn bera sig betur eftir jólin en nokkur undanfarin ár. Þannig mætti lengi telja en þrátt fyrir þetta er fólk ekki ánægt. Hversvegna? Það er spuming sem vert er að velta fyrir sér. Sem betur fer er til fólk í Vestmannaeyjum sent vill búa hér og vill sjá hag bæjarins sem mestan. Rödd þess verður samt hálf hjáróma í samanburði við úrtöluraddirnar og eins virðist þetta fólk stundum neita að horfast í augu við staðreyndimar. Á meðan mála þeir svartsýnu eins dökka mynd og kostur er. Og komast upp með það. Tilfellið er að báðir þessir hópar hafa nokkuð til síns máls en til þess að hægt verði að snúa vöm í sókn þarf að horfast í augu við raunveru- leikann. Hann er, að fólki fækkar í Vestmannaeyjum og stærsti hlutinn er ungt fólk. Bjartur í Sumarhúsum ætti sér litla framtíð í Eyjum Það er verðugt umhugsunarefni hvers

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.