Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. febrúar 1998
Fréttir
13
vegna ungt fólk sér ekki framtíð í því
að búa hér. Hluti skýringarinnar er
fábreytt skemmtanalíf en aðalástæð-
an er sú að nú komast færri að
kjötkötlunum. Þar á kvótakerfi í
fiskveiðum stóra sök. Þar til fyrir tíu
árum áttu ungir menn möguleika á að
komast í útgerð, auðvitað með
misjöfnum árangri en menn áttu von-
ina um að komast í álnir. Nú er búið
að loka fyrir þennan möguleika því
aumur er kvótalaus maður. Honum
eru allar bjargir bannaðar á þessum
vettvangi. Um leið hefur bátum
fækkað þó flotinn hafi aldrei verið
öflugri og afkastameiri.
Bjart í Sumarhúsum er að finna í
öllum íslendingum og við erum til í að
fóma miklu fyrir sjálfstæðið. Gott
gengi í sjávarútvegi og kvótakerfið
hafa getið af sér sterkar einstak-
lingsútgerðir sem eru einn af hom-
steinum byggðarlagsins. Stofnendur
þeirra voru ungir menn, nýskriðnir út
úr stýrimannaskóla og með tvær
hendur tómar. Með vonina og dugn-
aðinn að vopni lögðu þeir upp;
nokkrir heltust úr lestinni en flestir
náðu að þrauka og uppskám eftir þvf.
Þama voru á ferðinni kraftmiklir
einstaklingar sem ætluðu sér stóra
hluti sem skiluðu sér til bæjarfélagsins
en spumingin er -hvað hefðu þessir
menn gert í dag? Varla hefðu þeir
farið í útgerð. Einhverjir hefðu komist
í góð skipsrúm og orðið skipstjórar en
draumurinn um eigin útgerð er ekki til
staðar. Er nú svo komið að til að svala
athafnaþránni sér fólk meiri mögu-
leika í því að opna sjoppu í Reykjavík
en að fara í útgerð í Eyjum.
Tvöávísanahefti
Nú skyldi enginn ætla að sá sem þetta
skrifar sé á móti kvótakerfinu, þvert á
nróti. Kvótakerfið og framsal á kvóta
er ein af stoðum undir velsæld í
Vestmannaeyjum en á því em gallar
sem þarf að laga og opna þarf ungum
og efnilegum mönnum leið inn í stétt
útgerðarmanna.
í könnun sem bæjarstjóm stóð fyrir
um ástæður þess að fólk flytti frá
Eyjum, svaraði einn á þá leið að það
væri ekki nóg að tvö ávísanahefti
væru í Vestmannaeyjum. í þessari
athugasemd er nokkur broddur því að
sumum finnst að sér þrengt eftir
sameiningu frystihúsanna árið 1992.
Aðrir segjast settir hjá ef þeir em ekki
réttu megin í pólitík eða heyra undir
annað afl sem má sín einhvers í
bæjarfélaginu. Ljótt er ef satt er því ef
eðlileg samkeppni nær ekki að þrífast
er illa komið fyrir okkur. Þá er líka
spuming hvort þama er ekki líka
komin ástæða fyrir því að færra ungt
fólk sér framtíð í að búa í Eyjum.
Þá kvarta þeir sem hafa misstigið
sig í lífinu á einhvem hátt yfir því að
eiga sér ekki viðreisnar von í Eyjum. í
því er nokkur sannleikur og þessu þarf
að snúa við.
Tækífærin eru fyrir hendi
Hvað hægt er að gera til að snúa
þróuninni við verður ekki svarað hér.
Vestmannaeyjar standa föstum fótum
þó fólki eigi eftir að fækka eitthvað.
Þama á sér stað þróun sem við ráðum
ekki við. Fólk sækir í fjölmennið. Þar
eru tækifærin og við því er ekkert að
gera en þessi þróun getur snúist við.
Þá koma sveitarfélög, sem tekist hefur
að halda sjó, standa með pálmann í
höndunum. Vestmannaeyjar eiga alla
möguleika á að verða meðal þeirra en
til þess þarf framsýni og kjark.
Við höfum dæmi um hvort tveggja
áárinu 1997. Bærinn yfirtók rekstur
grunnskólanna og málefni fatlaðra og
fyrstu skrefin lofa góðu. Þetta era
dæmi um að Eyjamenn hafa bæði
getu og eru tilbúnir til að takast á við
erfið og krefjandi verkefni. Auk þess
var stofnaður Listaskóli Vestmanna-
eyja sem býður upp á mikla
möguleika verði hlúð að honurn.
Önnur dæmi um kraft og dugnað era
árangurinn í fótboltanum, uppgangur
Rannsóknasetursins, aukin umsvif
Isólfur Gylfi spyr um háan löggæslukostnað á þjóðhátíð og öðrum útihátíðum:
Mismumin milli höfuðborgar-
svæðlslns og landsliyggðminnar
Löggæslukostnaður á móðhátið er 1500 búsund til 1000 liúsund krónur, segir
isólfur Gvlfi.
Tölvunar og Þróunarfélagsins, fjár-
festingar upp einn milljarð hjá bæði
ísfélagi og Vinnslustöð og afrek í
tónlist og á öðrum sviðum lista.
Eflaust má tína fleira til en allt kemur
þetta okkur til góða í framtíðinni.
Halda þarf áfram á þessari braut,
hugsa fram á veginn, grípa þau
tækifæri sem gefast og sjá til þess að
klíkuskapur og eiginhagsmunapot
verði ekki ofan á í bæjarfélaginu. Það
leiðir til stöðnunar sem er vísasta
leiðin til hnignunar. Þá þarf að gefa
frumkvöðlum og mönnum með for-
ystuhæfileika tækifæri. Þeir rekast
víða á en til að ná árangri þarf hörku
og ósérhlífni sem þeir eiga í ríkum
mæli. Þeir ætlast líka til rnikils af
öðram og sætta sig illa við meðal-
mennsku. Við skulum ekki heldur
gleyma þeim sem minna eiga sín. Þó
þeir þurfi á aðstoð að halda í augna-
blikinu geta þeir seinna orðið nýtir
þjóðfélagsþegnar.
Að lokum er rétt að minnast þess að
í vor verður kosið til bæjarstjómar. Þá
gefst bæjarbúum tækifæri til að gefa
flokkunum einkunn fyrir starfið á
kjörtímabilinu. Hver þeirra fær fall-
einkunn skal ósagt látið, valið er
ykkar, Vestmannaeyingar.
Eftirskrift
Þegar þetta var skrifað var verkfall
sjómanna ekki skollið á. Standi það út
mánuðinn skulum við bara gleyma
þessu, eins og krakkamir segja. Það
mun taka mörg ár fyrir Vestmanna-
eyjar að ná sömu stöðu og í dag ef það
tekst þá nokkum tímann. Þetta verk-
fall hlýtur að vekja upp margar
spumingar, m.a. þá hvort sjómönnum
og útgerðarmönnum er treystandi til
að hafa forræði með kvótanum. Allir
era sammála um að fiskurinn sé sam-
eign allrar þjóðarinnar. Það hlýtur að
vera krafa hennar, að þeir, sem falið er
forræði yfir auðlindinni, komi sér
saman um framkvæmdina. Það er
ekki til of mikils mælst. Og hver er
réttur fiskverkunarfólks sem sífellt
færi minni sneið af kökkunni sem
fiskurinn gefur?
Ómar Garðarsson,
ritstjóri.
ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður
Framsóknarflokksins í Suðurlands-
kjördæmi, hreyfði þörfu máli þegar
hann lagði fram fyrirspurn fyrir
dómsmálaráðherra um löggæslu-
kostnað félagasamtaka og íþrótta-
félaga vegna skemmtana sem þau
halda í fjáröflunarskyni.
Hann bendir á að haldi félög
dansleiki eða útihátíðir greiði þau frá
5000 krónum fyrir skemmtanaleyfi og
9000 krónur fyrir hvem staifandi
löggæslumann. „ÍBV-íþróttafélag
greiðir 1500.000 krónur til 1800.000
krónur í löggæslukostnað á Þjóðhátíð
Vestmannaeyja. Svipaða sögu er að
segja um Iöggæslukostnað á
landsmótum hestamanna og öðrum
sumarhátíðum. Kostnaður þessi er
mjög íþyngjandi fyrir félögin," segir
ísólfur Gylfi í fyrirspum sinni og
bendir á að í miðbæ Reykjavíkur séu
90 veitingastaðir sem rúma um 11.000
manns sem safnast saman eftir lokun.
Þá fyllist miðbærinn af fólki en
löggæslukostnaðurinn lendir ekki á
samkomuhölduram heldur almenn-
ingi í landinu. Hér er því um ákveðið
ósamræmi að ræða varðandi gjald-
töku. Hyggst dómsmálaráðherra beita
sér fyrir breytingum hvað þetta varðar
og ef svo er á hvem hátt?“ spyr ísólfur
Gylfi.
Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð-
herra, sagði í svari sínu að lögreglu-
stjóram sé heimilt að innheimta
aukakostnað vegna löggæslu í tengsl-
um við skemmtanir ef löggæslan er
meiri en venjulegt er. „Vissulega getur
falist mismunun í þessu milli
lögregluumdæma þar sem eru margir
lögreglumenn og auðvelt að takast á
við sérstök viðfangsefni sem koma
upp og hinna þar sem era fáir
löggæslumenn og útilokað að takast á
við nema með viðbótarlöggæslu. í
þeim tilvikum gera lögin ráð fyrir
löggæslukostnaði hjá þeim sem fyrir
skemmtun standa," sagði Þorsteinn.
Hann sagði ekki auðvelt að breyta
þessu en það hafi verið skoðað með
ýmsu móti. Mjög mikilvægt sé að
reyna að tryggja samræmda fram-
kvæmd þessara lagaákvæða en það
verði ekki gert nema með laga-
breytingum. „En jafnvel þó menn litu
til þess þá stöndum við frammi fyrir
því að í litlum lögsagnarumdæmum
verður aldrei hægt að áætla fyrir svo
miklum kostnaði sem einstaka
útihátíðir geta haft í för með sér,“
sagði Þorsteinn.
Isólfi Gylfa fannst ekki koma nógu
skýrt fram hjá ráðherra hvort
mögulegt er að breyta þessu og koma
í veg fyrir mismunun. „Þegar við
berum saman höfuðborgarsvæðið og
landsbyggðina gleymast þættir eins og
þessir. I nýrri skýrslu Byggðastofn-
unar um höfuðborgarsvæðið og
landsbyggðina kemur einmitt fram að
menningarlíf á landsbyggðinni líður
m.a. fyrir þetta - að við erum að borga
þama kostnað sem ekki er lagður á hér
á höfuðborgarsvæðinu. Og eins og
kom skýrt fram í fyrirspum minni þá
er oft og tíðum um fjáröflun að ræða
fyrir félagasamtök sem hafa síðan
ómæld áhrif í viðkomandi byggðar-
lögum. Þess vegna hvet ég dóms-
málaráðherra taka þetta gaum-
gæfilega til athugunar og breyta
lögum,“ sagði ísólfur Gylfi að lokum.
Auknar námskröfur á sjúkraliðabraut Framhaldsskólans:
Nytt kerfi þyðir launalausa kynn-
ingu á sjúkarhúsum í Reykjavík
-Nemar sem byrjuðu nám samkvæmt fyrra kerfi eru enn á launum
Nú standa fyrir dyrum breytingar
á námsskrá sjúkraliða. Breyting-
arnar taka meðal annars til starfs-
þjálfunar þeirra.
Fram að þessu hafa sjúkraliðar á
námsbraut sjúkraþjálfunar við Fram-
haldsskólann í Vestmannaeyjum
fengið starfsþjálfun við Heilbrigðis-
stofnun Vestmannaeyja samkvæmt
sérstökum samningi. Starfsþjálfunin
hefur verið í 32 vikur, í formi
sumarafleysinga og þeir þegið laun
fyrir. Þar af voru þeir í átta vikur í
Reykjavík. Með breyttu skipulagi
námsbrautarinnar er stefnt að því að
auka bóknámið í sérfögum og setja
verknámið undir sérstakan leiðbein-
anda sem er þeim innanhandar á
sjúkrastofnunum. Starfsþjálfunin
mun fara úr 32 vikum niður í 28
vikur, en óljóst er hversu langur tími
mun verða í kynningu á sjúkrahúsi í
Reykjavík með leiðbeinanda.
Þennan tíma í Reykjavík er nem-
andinn launalaus, en fær þó sjö
þúsund króna ferðastyrk. Komið
hefur upp gagnými á Framhalds-
skólann fyrir að bjóða upp á sjúkra-
liðanám og geta hins vegar ekki
boðið upp á verklega þáttinn í Eyjum.
Á móti hefur verið sagt að námið sé
lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna, eins og til að mynda
vélstjómar- og skipstjómarbraut.
Iris Þórðaidóttir deildarstjóri náms-
brautar sjúkraliða við Framhalds-
skólann segir að nemamir viti af
þessu þegar þeir hefji námið. En þrír
hópar hafa farið til Reykjavíkur á
þessum forsendum Hún segir þetta
fyrirkomulag spumingu um fjöl-
breytni og komi til með að auka
víðsýni og reynslu nemandans. „í
Vestmannaeyjum býður Heilbrigðis-
stofnunin ekki upp á þá fjölbreytni
sexn nauðsynleg er og hætt við að
nemamir séu einungis í aðhlynningu
aldraðra. Við hefðum aldrei fengið
nein pláss í Reykjavík ef nemamir
hefðu fengið laun. Þess vegna heitir
þetta „kynning". Málin vora orðin
þannig að sjúkrahúsin neituðu orðið
að taka nema inn á sjúkrahúsin í
starfsþjálfun, sem líka var hluti af
niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Þess
má einnig geta að veittur hefur veiið
ferðastyrkur að upphæð sjö þúsund
krónur á mann.“
fris segir einnig að jafnvel þótt að
nemar færa inn á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja með leiðbeinanda þá
fengju þeir ekki laun fyrir það. Hún
segir hins vegar að unnið sé að því að
sjúkraliðar með réttindi sem gerast
leiðbeinendur geti fengið eins til
tveggja launaflokka hækkun á meðan
þeir era með nema hafi þeir lokið
námskeiði fyrir leiðbeinendur.
, J>etta er aukin ábyrgð á sjúkraliða
og okkur finnst ekki óeðlilegt að þeir
fái einhverja umbun fyrir. Nemamir
fá einnig einingar fyrir verklega
þáttinn sem ekki var áður. Nú er
heildareiningafjöldinn í nánxinu 120
en var áður 87.“
Hún bætir við að það sé ekki óeðli-
legt að einhverjir sjúkraliðar séu inni
á sjúkrahúsunum samkvæmt gamla
kerfinu og séu þá á launum. „Það er
alltaf hætta á einhverri sköran þegar
verið er breyta skipulagi. í Vest-
mannaeyjum era sex nemendur á
launum samkvæmt gamla kerfinu en
fjórir þeirra hafa verið í Reykjavík frá
áramótum, þá launalausir. Reiknað
er með að allir eigi að vera komnir
inn á nýja ketfið fyrir 1. september á
þessu ári og verði þá enginn á
launum. Laun leiðbeinandans eru
greidd af Menntamálaráðuneytinu og
skólamir semja svo við viðkomandi
sjúkrahús, vegna hans.“
Hildur Helgadóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja-
víkur segir að í gamla kerfinu komi
nokkrir nemar inn í áttatíu til hundrað
prósent starf á nematímanum og era
hluti af vinnuaflinu.
„Þeir nemar sem eru í nýja kerfinu
koma inn einn dag í viku á hverja
deild meðan þeir eru í bóklega
náminu og leiðbeinandinn hefur þá
með sér í sinni vinnu, einn í senn.
Eftir bóklega námið tekur við sextán
vikna starfsþjálfun til dæmis á
sjúkradeild. Það er ekki óeðlilegt að
einhver skörun eigi sér stað undir
þessurn kringumstæðum. Þannig er
það ætíð þegar nýtt nám fer í gang."