Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 16
(fréttir) I Frétta- og auglýsingasíminn 481-3310 * Fax 481-1293 DagkgarMlrknriáhndimv. Veruafgreiðsla Sldldlngovegl 4 Síml 481 3440 Vöruafgreiðsla í Reykjavík TVG Héðlnsgola 1 - 3 Sintl S81 3030 Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson Guðmundur VE í erfiðleikum á loðnumiðunum: lékk í skrúfuna og var dreginn inn á Berufjörð Guðmundur VE fékk nótina í skrúfuna í fyrrinótt þar sem hann var staddur inni á Lónsvíkinni um eina og hálfa niílu undan landi. Björgunarskipið Elding kom 11 jótlega á vettvang og náði að koma taug í Guðmund og dró hann inn á Berufjörð þar sem reyna átti að skera úr skrúfunni. Gísli Sigmarsson stýrimaður á Guðmundi segir að þeir hafi verið í skítaveðri og brælu og menn taki enga sjensa undir þeim kringumstæðum. „Við vorum að draga nótina, þegar hún dróst aftur fyrir vegna straums og brælu. Þetta varð einn vöndull um leið og allt pikkfast. Við náðum svo að rífa nótina með blökkinni." Hann segir að þeir hafi verið með um 700 tonn og ætlunin væri að fara inn á Fáskrúðsíjörð til löndunar. „Heimaey VE fylgdi okkur líka inn og einnig var varðskip skammt undan, þannig að við vorum í öruggum höndum.“ Gísli segir að það hafi lítið dregið úr brælunni þó þeir hafi verið komnir inn á Berufjörðinn. „Það er ekki gott að segja hvemig aflinn fer í svona veltingi. Það verður bara að koma í ljós. Við erum samt bjartsýnir á fram- haldið á veiðunum, þrátt fyrir þetta óhapp.“ í gær, öskudag, fóru krakkar á milli fyrirtækja og verslana, sungu og fengu að sælgæti að launum. Hápunktur öskudagsins var þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni. Hjörleifur Davíðsson náði að reka smiðshöggið í þeim slag en tunnan reyndist innihalda bangsa. I þemastarfi Barnaskólans í síðustu viku smíðuðu nokkrir nemendanna flugdreka og reyndu flughæfni þeirra á hólnum fyrir ofan Kirkjuveginn. Margir drekanna voru mjög frumlegir og fjölskrúðugir í litum og formi, hins vegar fer ekki miklum sögum af flughæfni þeirra allra. Sumir náðu þó góðu flugi og voru yndi öndum himinsins og vegfarendum sem leið áttu hjá. Á myndinni má sjá flugkappana eftir að hafa náð hæstum hæðum með drekunum sínum. „FyrirkomulagM hætir somhirðu og umhverfismál í Vostmannaeyjum “ Guðmundur Richardsson hjá Gámaþjónustunni kveðst ánægður með samning, sem fyrirtæki hans hefur gert við Bæjarveitur um að það yfirtaki rekstur Sorpeyingar- stöðvarinnar frá og með næstu mánaðamótum. Telur hann þetta fyrirkomulag muni bæta sorp- hirðu- og umhverfismál í Vest- mannaeyjum. „Þetta er jákvætt og ég vona að ég muni eiga góð samskipti við Vestmannaeyinga áfram eins og hingað til. Við munum reka sama áróður fyrir því að fólk aðskilji járn og gler, þannig að það fari ekki með sorpi sem fer til brennslu í stöðinni.“ Hann segir að með því að flytja allt brotajám brott af eyjunni muni minnka það magn sem hingað til hafi verið urðað, eða safnast upp. „Nú verður eingöngu urðað það sorp sem nær að brotna niður í náttúrunni og hinu verður brennt“ Verður neðra svæðið áfram geymslusvæði? „Það verður eitthvað hreinsað til á því svæði, en meiningin er að menn geti geymt verðmæti þar, en hvemig framkvæmd þess verður er ekki alveg ljóst enn þá.“ Guðmundur segir að alls muni heildarfjöldi starfsmanna verða átta. „Bæjarveitumar sögðu upp þeim mönnum sem vom á launum hjá þeim frá og með áramótum og líklega hætta þeir allir nema einn sem bauðst að vera áfram um óákveðinn tíma. Annars em starfsmannamálin í vinnslu." Guðmundur segir að eftirlit muni verða hert við stöðina og reynt að koma í veg fyrir að fólk sem er að henda msli fari ekki með jafn mikið út af svæðinu aftur af einhverju öðm, eins og dæmi em um. „Já það kom hingað einhvem tíma maður sem var gangandi, en hann mun hafa farið aftur á hjóli,“ segir Guðmundur að lokum. Sjá bls. 13. 4811184. VESTUBUEO118 UESTMflNNAEYJUM Allways] Kaupir færð 1 pk mubindi pakka g frítt með Ariel, Lenor, YES, mr. Proper Kaupir 3 stk. færð Crest tannkrem frítt með Frón mjólkurkex.....................KIM451 Frón kremkex.......................kr.439 CraCroste ostakex..................kf.llB Blik 1 kg. í uppþvottavélar........klr-314 Pottasvampar 2 stk í pk..............kn414 PlastboX-geymslubox3stk.saman ... .kiH125 Plastbox-strauloksbox 3 stk. saman .kiv4250 792 IIV pK. 108 pk. 87 pk. 249 pkn. 79 pk. 688

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.