Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. febrúar 1998
Fréttir
11
Ekki larnir að meta
hugsanleg áhrif
Umferð um Vestmannaeyja höfn gæti aukist mikið ef draumurinn um
uegtengingu milli lands og Eyja vrði að veruleika.
Nokkur umræða hefur verið um
gerð jarðganga milli fastalandsins
og Vestmannaeyja að undanförnu í
fjölmiðlum. Hefur Árni Johnsen
verið að afla hugmyndinni
stuðnings til þess að gera megi
einhverjar forathuganir og hag-
kvæmniskannanir á slíkum
göngum. Eins og heyra hefur mátt
í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar
vikur þykir fuil ástæða til þess að
kanna möguleikana á göngum,
sem kæmu upp einhvers staðar í
Landeyjunum.
Með þetta í huga leituðu Fréttir
til nokkurra sveitarstjóra á
Suðurlandi til þess að kanna hvort
þeir hefðu eitthvað velt fyrir sér
þeim ávinningum og möguleikum
sem getu falist í slíkum göngum
milli lands og Eyja. Sérstaklega
var þó spurt um möguleikana sem
fælust í því að Vestmannaeyjar
yrðu lesturnar- og losunarhöfn
fyrir Suðurland, ef jarðgöngin
yrðu að veruleika. Menn líta og til
þess hvort hægt væri að lækka
flutningskostnað með tilkomu
slíkra ganga.
Jákvæö áhrif á
samgöngur
Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri
Hvolsvallar, segir að menn hafi ekki
mikið velt fyrir sér þeim möguleikum
sem sveitum á Suðurlandi opnuðust
með tilkomu ganga. hitt væri þó ljóst
að gegnumstreymi umferðar myndi
aukast í báðar áttir. „Ég hef hins
vegar engar forsendur til þess að meta
hversu raunhæfur möguleiki þetta er.
En það er engin ástæða til þess að
blása af hugmyndir sem eru í
umræðunni og miða að þvf að kanna
hversu raunhæfur kostur þetta er.“
Hann segir að formlega hafi þessi
gangagerð ekki verið rædd í
sveitarstjóm Hvolhrepps, hins vegar
hafi þetta verið í spjallinu milli manna.
„Ég get alla vega ekki fortekið neitt í
þessum efnum, því ef þessar
hugmyndir ná fram að ganga, þá
munu þær hafa jákvæð áhrif á
samgöngumál fjórðungsins."
Gæti aukiö valkosti inn-
flytjenda á Suðurlandi
Helgi Helgason bæjarritari á Selfossi
segir þessa umræðu það nýtilkomna
að menn hafi ekki velt þessum málum
fyrir sér. „Þetta hefur ekki komið neitt
formlega upp á vettvangi bæjar-
kerfisins. En þetta er gæti verið mjög
jákvætt fyrir Suðurland ef hægt væri
að lækka til að mynda flutningsgjöld.
Annars er þetta það mikið á frumstigi
og menn hafa ekki kannað þetta ofan í
kjölinn. Einhvem veginn er þetta svo
fjarlægt manni.“
Helgi segir að miklar breytingar
hafi hins vegar orðið á öllum
innflutningi. Menn séu mikið í
sameiginlegum magninnkaupum með
innflytjendum á Reykjavíkursvæðinu,
en það megi vel vera að gangagerð
gæti aukið valkosti innflytjenda á
Suðurlandi. „Það verður gaman að
fylgjast með framvindu mála, en það
er alveg Ijóst að hagræðið fyrir
Vestmannaeyjar er ótvírætt."
Mörgum spurningum
ósvarað
Guðmundur Hermannsson sveitar-
stjóri Þorlákshafnar segir að þessu
máli hafi ekki verið hreyft í
sveitarstjóm Þorlákshafnar. „Þetta er
allt á byrjunarreit. Hvalfjarðargöng
munu fyrst hafa verið nefnd fyrir
þrjátíu ámm, svo þetta getur verið
langur meðgöngutími. Ef tæknilegur
og peningalegur gmndvöllur er fyrir
þessu, þá standa menn ekki í vegi fyrir
framþróuninni og hagsmunir Vest-
mannaeyinga hljóta að vega mjög
þungt í þessu máli og ef Herjólfur
verður lagður niður þá hljóta menn að
meta það af skynsemi.“
Guðmundur segir að þetta séu
einungis hugmyndir sem hafi verið
viðraðar, þannig að það sé engin
forsenda til efnislegrar umfjöllunar í
sveitarstjóminni. „Það er hins vegar
mörgum spurningum ósvarað
varðandi þessa framkvæmd. Jafnvel
þó menn sjái fyrir sér að hægt verði að
lækka flutningsgjöld, ef menn losna
við krókinn fyrir Reykjanes.
Skemmtileg hugmynd
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
sveitarstjóri Rangárvallahrepps segir
að engin afstaða hafi verið tekin á
Hellu um hugsanleg áhrif jarðganga
milli lands og Eyja. „Þetta er bara það
sem maður hefur heyrt Áma Johnsen
skýra frá undanfarið. Persónulega
finnst mér hugmyndin góð, en er hún
raunhæf? Annars þótti mér
skemmtilegri hugmynd að leggja eins
konar rör á milli. Miðað við það sem
gerst hefur í síðast liðin tuttugu og
fimm ár í samgöngumálum þjóð-
arinnar, þá er þetta ekkert svo
fjarlægur möguleiki og við hljótum að
leita leiða til þess að geta verið í
aksturssambandi við Eyjamar."
Skipafélögin ekki farin
að skoða málið
Þegar haft var samband við forráða-
menn Eimskips og Samskips sögðu
þeir Samskipsmenn að þessi
gangagerð hefði ekki komið til
umræðu hjá fyrirtækinu og menn
ekkert spáð í þessa hluti með tilliti til
hugsanlegrar jarðgangagerðar milli
lands og Eyja.
Hjá Eimskip eru ekki uppi neinar
hugmyndir til athugunar vegna
flutningaþjónustu þeirra í Ijósi
hugsanlegra jarðganga. Hjörleifur
Jakobsson framkvæmdastjóri innan-
landssviðs Eimskips, segir að þetta
hafi ekki verið skoðað hjá félaginu. ,J
raun og vem er þetta eins og margt
annað sem menn em að spá í. Það em
víða uppi hugmyndir um jarðgöng en
erfítt er fyrir okkur að gera áætlanir út
frá slíkum hugmyndum fyrr en við
sjáum meira um kostnað við notkun
slíkra ganga. Eins og staðan er núna
þá liggja Vestmannaeyjar vel við inn-
og útflutningi til og frá Evrópu. í
fljótu bragði sé ég ekki að
jarðgangagerð milli lands og Eyja sé
valkostur til lækkunar og hagræðingar
í flutningum til og frá landinu."
Hermann Einarsson, SæUór Orri Guðjónsson, Ólafur Hreinn Sigurjónsson,
Gunnhildur Bjarnadóttir og Ingi Tómas Björnsson.
Framhaldsskólinn:
Rauði krossinn styrhlr
jafningjafræðsluna
Á miðvikudaginn í síðustu viku
færði Vestmannaeyjadeild Rauða-
kross íslands, jafningjafræðslu
Framhaldsskólans í Vestmanna-
eyjum tvöhundruð og fimmtíu
þúsund krónur til eflingar starf-
seminnar í Vestmannaeyjum.
Hermann Einarsson formaður
deildarinnar afhenti gjöfina. Fyrir
hönd jafningjafræðslunnar tók Sæþór
Orri Guðjónsson við gjöfinni og af-
henti síðan Ólafi H. Sigurjónssyni
skólameistara FV gjöfina, en gefandi
óskaði eftir því að féð yrði í vörslu
hans og að hann hefði hönd í bagga
með ráðstöfun tjárins.
Ólafur hélt stutta tölu og þakkaði
gjöfina fyrir hönd jafningjafræðsl-
unnar og sagði að féð myndi koma í
góðar þarfir til eflingar vírnu-
efnavömum.
Ólafur segir að jafningjafræðslan sé
liður í því að nemendur taki
vímuefnavarnir í sínar eigin hendur
með nýjum og ferskum hætti. Hann
segir að ekki sé ákveðið í hvað féð
verði notað, en reynt verði að setja það
í verkefni sem ná mætti eyrum og
augum fólks og vekja athygli á þeirri
vá sem vímuefni eru.
Dagur tónlistarskólanna:
Opið hús í Tónlistar-
skólanum ð laugardag
Árviss dagur tónlistarskólanna í
landinu er næstkomandi
laugardag. Þann dag standa allir
tónlistarskólar landsins fyrir
tónleikahaldi og ýmis konar
kynningum á starfsemi sinni. Af
því tilefni verður
Tónlistarskólinn opinn frá kl. 3
síðdegis á laugardaginn. í
samkomusal skólans verður
vöfflur og kaffisala á vegum
Foreldrafélags
skólalúðrasveitarinnar til
fjáröflunar í ferðasjóð. Verð fyrir
fullorðna er kr. 500 á mann og
kr. 200 fyrir börn.
Skólalúðrasveit Vestmannaeyja á
20 ára afmæli um þessar mundir
og hefur starfað óslitið þessi 20 ár
í einni og stundum tveimur
deildum og var formlega stofnuð
22. febrúar 1978. Þá var kosin
stjórn og hún ásamt stjórnanda
samdi starfsreglur, eða lög um
æfingar, varðandi mætingar og
hegðun meðlima. Veitt hafa verið
verðlaun fyrir góða mætingu.
Sveitin hefur sótt öll landsmót
skólalúðrasveita frá upphafi, að
einu undanskildu, en það ár fór
sveitin ásamt stórum hluta
foreldrafélagsins í tónleikaferð til
Norðurlanda. Að auki hefur
sveitin farið nánast árvisst í
heimsóknir og einnig boðið
öðrum sveitum víðs vegar að til
Eyja, starflnu til eflingar. Árið
1983 var haldið glæsilegt
landsmót hér í Eyjum, sem 20
skólalúðrasveitir sóttu. Við það
mótshald naut sveitin og
foreldrafélagið frábærrar
aðstoðar Lúðrasveitar
Vestmannaeyja og hefur
samstarf sveitanna og skólans
ávallt verið með hinum mestu
ágætum. I tilefni 20 ára
afmælisins stendur til að fara í
skíðaferð upp í Skálafell og munu
hljóðfærin fylgja með í
farteskinu.
Fréttatilkynning.
Mikill áhugi fyrir iðngarðinum
í tengslum við stofnun iðngarðs í
Vestmannaeyjum var haldinn
opinn kynningarfundur síðastliðinn
laugardag í Rannsóknarsetrinu
Strandvegi 50.
Bjarki Brynjarsson segir að hátt í
tuttugu áhugasamir aðilar hafi mætt á
fundinn til þess að kynna sér þá
möguleika sem væntanlegur iðn-
garður kæmi til með að bjóða upp á.
„Það var farið yfir samninginn sem
gerður hefur verið milli Þróunar-
félagsins og Sparisjóðs Vestmanna-
eyja og kynnt námskeið um stofnun
og rekstur smáfyrirtækja sem
fyrirhugað er að halda um mánaða-
mótin apríl og maí.“
Bjarki segir þessa mætingu vonum
framar, þar sem ekki hafi verið gert
ráð fyrir að fleiri en tíu aðilar kæmust
að í Iðngarðinum. „Það var ákveðið
að þeir aðilar sent áhuga hefðu á
þátttöku sendu mér skriflegt erindi og
tjáðu hvað þeir hefðu í huga og hversu
mikið pláss starfsemi hvers og eins
þyrfti. Ef fjöldinn yrði það mikill að
plássið yrði ekki nóg yrði að vega og
meta hverja umsókn gaumgæfilega.“