Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 1
 \ R i ® iaMBBba ÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINQA 25. árgangur • Vestmannaeyjum 26. febrúar 1998 • 8. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Morgun- flugihætthjá FlugfélagiVm Vegna fiugmannaskorts hættir Flugfélag Vestmannaeyja að fljúga morgun- og kvöldflug fyrir Islandsflug frá 1. mars nk. I tilkynningu frá FV segir að flug þetta hafi notið ntikilla vinsælda og er stefnt að því að bjóða aftur upp á það næsta vetur. íslandsflug flýgur á Dornier flugvélum tvisvar á dag milli Vestmannaeyja og Reykja- víkur, í hádeginu kl. 12.30 og síðdegis kl. 16.45 frá Eyjum en frá Reykjavík er farið 45 mínútum fyrr. I maf mun síðan bætast við morgunflug og verður flogið þrisvar sinnunt á dag í allt sumar. Fjórirsækjaum stöðuferða- málaráðgjafa Fyrir nokkru auglýsti Þróunar- félag Vestamannaeyja eftir manni í starf ferðamálráðgjafa. Staðan er fimmtíu prósent starf og gert ráð fyrir að ferðamálaráðgjafi sinni allri framkvæmd ferðamála á vegum Þróunarfélagsins, auk kynninga, tengsla og skipulagn- ingar verkefna. Bjarki Brynjarsson hjá Þróunar- félaginu segir að fjórir aðilar hafi sótt um starfið og þeir séu allir heimamenn. Hann segir að verið sé að meta umsækjendur og að ákvörðun um ráðningu verði tekin á næstu dögum. Bæjarveiturhækka framlag sitttil Þróunarfélagsins A fundi stjórnar Bæjarveitna 18. febrúar sl. var samþykkt að hækka framlag Bæjarveitna til Þróunarfélags Vestmannaeyja. Er það gert vegna rekstrarverkefna og tækjakaupa í samstarfsverkefni úr 520 þúsundum í 1,5 milljónir á árinu 1998. Þess ber að geta að Bæjarveitur ásamt hafnarstjóm og bæjarstjóm em stofnaðilar að Þróunarfélaginu. Guðmundur VE kemur með fullfermi af loðnu til Eyja á mánudaginn. Rólegt yfir loðnunni Óhætt er að segja að loðnuvertíðin fari rólega af stað. Loðnan hefur hegðað sér nokkuð öðruvísi en á síðustu árum, rétt eins og hún fari sér rólegar. Þeir á Austfjörðum hagnast á því en þessi hegðan kemur verr niður á þeim sem vestar eru eins og hér í Eyjum. Sigurður Friðbjömsson, hjá bræðslu Vinnslustöðvarinnar, sagði í gær að þeir væru búnir að taka á móti um 6000 tonnum og Kap var væntanleg eftir hádegið með um 800 tonn. Sigurður sagði að eitthvað væri búið að frysta af hæng á Rússlandsmarkað en það væri ekkert stórvægilegt, beðið væri eftir að hrygnan skilaði sér og þá færi allt á fullt. Hörður Óskarsson, hjá Isfélaginu, tjáði Fréttum að þeir væm búnir að taka á móti um 4300 tonnum. I gær brældi á miðunum og tók fyrir veiði þannig að ekkert er væntanlegt alveg í bráðina af loðnu hingað. Hörður sagði að lítillega væri bytjað að frysta á Japansmarkað en enn væri ekki ljóst með hvert verð fengist fyrir þær afurðir enda væri hrygnan á mörkunum með að uppfylla kröfur Japana. „Þetta er svona heldur rólegt ennþá," sagði Hörður. „Mér finnst þetta varla byijað ennþá.“ Sævald Pálsson á Bergi VE var að koma frá Fáskrúðsfirði í gær þegar við náðum sambandi við hann, rétt eftir hádegi og átti eftir um 10 sjómílur á miðin. „Þetta er búið að ganga alveg prýðilega," sagði Sævald. „Við emm búnir að landa fímm sinnum, komnir með um 4500 tonn samtals og talsvert af því hefur farið í frystingu. Þegar brældi í gær vomm við komnir með 550 tonn, fómm með það inn og megnið af því fór í frystingu. Það er bræluskítur núna af suðvestri og tæplega veiðiveður en trúlega lagast það þegar hann gengur í norðrið. Þá ætti hún að gefa sig á ný,“ sagði Sævald Pálsson Guðjón Rögnvaldsson sem á sæti í stjórn hins nýstofnaða ahnennings- hlutafélags Utgerðarfélagi Vest- mannaeyja segir að hlutafjársöfnun félagsins gangi mjög vel. „Við lögðum upp með að ná 250 milljónum í hlutafé og það hefur gengið vonum framar, þannig að nú höfum við sett markið á 300 milljónir og allar líkur á að það náist.“ Hann segir að öllum heimilum í Vestmannaeyjum hafi verið sent dreiftbréf, þar sem félagið var kynnt og óskað eftir að fólk gerðist hluthafar. „Reyndar varð einhver misbrestur á að erindið bærist inn á öll heimili í Eyjum en við ætlum að bæta úr því með þvf að stjómin mun verða til staðar í Akógeshúsinu við Hilmisgötu milli klukkan 16:00 og 19:00. í dag fimmtudag 26. febrúar. Þá geta allir sem áhuga hafa á að kynna sér stofnun, rekstaráform og starfsemi félagsins fengið svör við spumingum sínum. Hins vegar sýna þessar góðu undirtektir að Vest- mannaeyingar geta staðið saman, þegar spuming er um að halda skipum og aflaheimildum í plássinu.“ Guðjón vill hvetja Vestmannaeyinga til þess að nýta sér þennan íjár- festingarmöguleika. Hann vonar og að formlegur stofnfúndur hlutafélags- ins verði það fjölmennur að halda verði hann í íþróttamiðstöðinni. Laugarnesssókn: Skýristannað kvöld hvort Bjami hlýtur hnossið Það hefur verið staðfest að séra Bjarni Karlsson hefur sótt um starf sóknarprests í Laugarness- sókn. Bjami segir að hann eigi ákveðnar rætur í Laugamesssókn og hafí starfað þar á ámm áður, hins vegar geti hann ekki metið hverja möguleika hann eigi á starfinu. „Það mun verða ljóst á föstu- dagskvöldið hver fær stöðuna, en svo er geftnn viku kæmfrestur, ef menn sætta sig ekki við niður- stöðuna. Að öðm leyti er lítið hægt að segja um málið," segir Bjami. Hlutlaus aðili metí heyforðaGunnars Fyrir bæjarráði í gær lá fyrir bréf frá Gunnari Árnasyni varð- andi fóðurmál og búfjárhald. Bæjarráð vísaði erindinu til landnytjanefndar sem fer með landbúnaðarmál fyrir bæinn. Ragnar Óskarsson (V) Iét bóka að vegna misræmis á útreikningum á heyforða Gunnars yrði hlutlaus aðili fenginn til að skera úr um hvað rétt er í málinu. Kostar 28 mílljónir Samkvæmt niðurstöðum tækni- deildar Vestmannaeyjabæjar mun framkvæmdakostnaður við flokk- unarstöð Sorpeyðingarstöðvarinn- ar vera um 28 milljónir króna að meðtöldum aukaverkefnum og breytingum. 2Þ ehf - Þór Engil- bertsson - sjá um framkvæmdimar. VoríEyjum Fyrir bæjarráði í gær lá fyrir ósk frá IB V-fþróttafélagi þar sem óskað er eftir styrk vegna atvinnu og þjónustusýningarinnar Vor í Eyjum. Bæjarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunar 1998. r-TTT Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl. 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 4 Kl: 18.00 7/erjó/|ur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúöin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.