Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 26. febrúar 1998 Eild aoal- aiilðiiað verameðal brlggja efstu -Á Ólympíuleikum gildir að vera með og þar ó gamli góði ungmenna- fé agsandinn ve við, segir Nanna Leifsdóttir sem tók þótt í Ólympíu- leikunum í Sarajevó veturinn 1984. Nanna Leifsdóttir með hluta af verðlauna og minjagripum frá glæsilegum skíðaferli. Það hafa ekki margir Eyja- menn fylgst með Ólympíu- leikunum í Nagano í Japan af meiri skilningi en Nanna Leifsdóttir sem tók þátt í vetrarólympíuleikunum í Sarajevo í Júgóslavíu veturinn 1984. Nanna sem er Akureyringur að uppruna er margfaldur Islandsmeistari á skíðum, var lengi í landsliði íslands á skíðum en há- punktur ferilsins eru Ól- ympíuleikarnir 1984 en þá var hún 21 árs. Keppendur frá íslandi voru fimm en í heild voru íslendingarnir níu og fór Nanna fyrir þeim sem fánaberi við setningu leikanna. Var Nanna fyrsta konan sem hlotnaðist sá heiður. Full ferðataska af verðlauna- oy minjagripum „Ég er fædd og uppalin á Akureyri og lögðum við öll systkinin. fimm að tölu, stund á skíði. Og öll náðum við því að keppa á skíðum, þar af tvö á Ólympíuleikum," segir Nanna sem hafði dregið fram stóra ferðatösku, fulla af verðlauna- og minjagripum, blaðaúrklippum og öðru sem tengist skíðaferli hennar, áður en blaðamaður heimsótti hana á mánudaginn., J>að er mörg ár síðan ég hef litið í hana þessa,“ segir hún og hlær, „en bömin eru oft búin að nauða í mér að fá að kíkja í töskuna en ég hef ekki látið það eftir þeim,“ bætir hún við. Nanna var ekki nema fimm ára þegar hún steig fyrst á skíði í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri en það átti eftir að verða hennar annað heimili næstu árin frá því í janúar fram til vors. „Það snerist allt um skíði á heimilinu. í kjallaranum hjá pabba og mömmu var allt fullt af skíðum og skíðaskóm. Frænka mín ein var að rifja þetta upp með mér um daginn. Sagðist hún ekki muna eftir öðru en skíðum þama í kjallaranum enda ekki nema von því við vorum með tvenn og fem pör af skíðum hvert. Þama vorum við að bera á skíðin og notuðum til þess straujámið hennar mömmu. Einnig vomm við með aðstöðu hjá afa. Mamma hafði í mörgu að snúast því á hverjum degi varð hún að nesta okkur upp með fimmbrúsum af kakói og stóra bunka af smurðu brauði." Glæsílegur feríll Ferill Nönnu á skíðum er að sönnu glæsilegur en hún segir að foreldrar sínir hafi séð til þess að hún var allan tímann með báðar lappir á jörðinni og að hún léti ekki velgengnina stíga sér til höfuðs. Hennar aðalgreinar vom svig og stórsvig. Hún var ekki nema átta ára þegar hún keppti í fyrsta skipti og áður en yfir lauk hafði hún unnið til yfrr 100 verðiauna í íþrótt sinni. „Ég keppti á fyrstu Andrésar andar leikunum en þá var ég tólf ára. Ég vann bæði svig og stórsvig í mínum flokki. Fyrsta Islandsmeistaratitilinn vann ég 14 ára. Það var í flokkasvigi þar sem sveit Akureyrar stóð uppi sem sigurvegari.“ Nanna varð 14 sinnum íslands- meistari. Var valin skíðamaður ársins 1983, varð númer þrjú í vali á íþrótta- manni ársins á Akureyri 1981 en árið eftir varð hún íþróttamaður Akureyrar. Þegar kom að Ólympíuleikunum í Lake Placid í Bandaríkjunum árið 1978 gerði hún sér vonir um að komast með en varð að sætta sig við að sitja heima í það skiptið. „Ég ætlaði mér alltaf að verða best en þegar ég var 15 til 16 ára gömul var ég að keppa við eldri stelpur. eins og t.d. Steinunni Sæmundsdóttur sem var mjög sterk á þessum árum. En svo kom að því að maður vann hvert mótið á fætur öðru. A þessum árum voru stelpur frá Akureyri mjög sterkar í skíðaíþróttinni.“ Ólíkæfingaaðstaða Æfinga- og keppnistímabilið var styttra á þessum tíma en nú gerist. Nanna segir að tímabilið hafi byrjað á haustin með þrekæfingum fjórum sinnum í viku og í janúar var byrjað á skíðunum. Hún fór með landsliðinu um alla Evrópu og hefur keppt í fjölda landa, m.a. Júgóslavíu, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Lichtenstein, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð og æft á Ítalíu. „Núna æfa þessir krakkar allt árið og eru í sérstökum skíðamennta- skólum og stelpumar eru fleiri. Æfingaferðir og keppnir í útlöndum vom stundum erfiðar fyrir mig því ég var oft eina stelpan í hópnum og var stundum einmana. Það var alltaf verið að spara og einu sinni átti ég að vera í herbergi með fararstjóranum sem var karl. Þá brjálaðist ég alveg og niðurstaðan varð sú að ég fékk sérherbergi." Draumurinnrætist Veturinn 1983 til 1984 uppskar Nanna árangur erfiðis síns og var valin í keppnislið íslendinga á Ólympíu- leikunum sem fram fóru í Sarajevo í febrúar 1984. í janúarfór hópurinn við í sjö vikna æfingaferð til Evrópu sem var eini undirbúningurinn sem þau fengu fyrir leikana. „Eftir að hafa misst af Ólympíuleikunum 1980 var ég ákveðin í að komast í ólympíuliðið sem fara átti til Sarajevó. Auðvitað átti ég von á að komast með en varð samt gífurlega spennt þegar það var tilkynnt. Það er eðlilegt því þátttaka í Ólympíuleikum hlýtur að vera hápunktur á ferli hvers íþróttamanns.“ Enn var Nanna eina stelpan í hópnum en henni hlotnaðist sá heiður að vera fánaberi íslenska liðsins, fyrst kvenna. „Það var æðisleg tilfmning að koma inn á leikvanginn á setningu leikanna en við sáurn ekki vel það sem fram fór. Reyndar gerði maður sér ekki grein fyrir allri litadýrðinni og mynstrunum sem fólkið myndaði fyix en maður sá þetta á myndbandi eftir að við komum heim.“ Ekkert gleymdist Oft hefur verið gert grín að íslenskum skíðamönnum á keppnisferðum er- lendis. Ymist hafa þeir gleymt skíðunum, ekki verið með réttan áburð á skíðin og komið hefur fyrir að gleymst hefur að skrá keppendur. Nanna hlær þegar minnst er á þessar ófarir. „Við gleymdum engu. vorum með skíði, áburð og annað sem til þurfti,“ segir hún og bætir við. „Aðbúnaður allur var góður og vel var hugsað um okkur á allan hátt.“ ðryggisgæslan kom á óvart Keppendur bjuggu í sérstöku þorpi sem byggt var fyrir leikana. Það var lokað öllum nema keppendum og fararstjórum og var þess gætt af hermönnum með alvæpni. „Það var skrýtið fyrir okkur Islendingana að kynnast svona strangri gæslu. Allir voru rneð passa með mynd og fékk enginn að fara inn í þorpið nema að framvísa þeim. Einu sinni gleymdi ég passanum mínum uppi á herbergi. Þegar ég ætlaði að komast inn aftur var ekki við það komandi nema í fylgd hermanns sem ekki varð ánægður fyrr en ég gat sýnt honum passann sem var í herberginu mínu.“ Gátu lítið lylgst með Ólympíuleikamir fóru fram á nokkrum stöðum og gafst keppendum lítill tími til að fylgjast með því sem var að gerast í öðrum greinum en þeir tóku þátt í sjálfir. Frá Islandi komu fimm keppendur, þrír sem tóku þátt f Alpagreinunum, svigi og stórsvigi og tveir í norrænum greinum, skíða- göngu. Sjálf keppti Nanna í svigi og stórsvigi sem voru seint á dagskránni. „Við vorum mest allan tímann við æfingar uppi fjalli en fórum þó í einhverjar skoðunarferðir inn í borgina. Það var ekki látið eins mikið með okkur eins og nú er gert en þó var sagt mjög myndarlega frá öllu sem gerðist í fjölmiðlunum heirna," segir Nanna og bendir á blaðaúrklippur sem hún á frá Ólympíuleikunum því til staðfestingar. Misstiannanstafinn Eins og flestum er kunnugt náði aðeins einn íslenskur keppandi af átta að ljúka keppni á leikunum í Japan. Það sama var uppi á teningnum í Sarajevó. I sviginu komst enginn Islendingur í mark og Nanna missti annan stafinn í seinni ferðinni í stórsviginu. Eftir að Nanna kom heim birtist við hana viðtal í Morgunblaðinu þar sem hún lýsir því hvernig hún upplifði Ólympíuleikana. ,J3g vissi auðvitað að það yrði mikið ævintýri að taka þátt í leikunum en ég hefði aldrei getað gert mér í hugarlund að það yrði neitt þessu líkt.“ segir Nanna við Morgun- blaðið. Fer hún fögrum orðum um allt skipuiag, segir að bæði opnunar- og lokahátíð hafi verið stórglæsilegar og heimamenn hafi allt viljað fyrir þau gera. Öryggisgæslan er líka til umræðu í

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (26.02.1998)
https://timarit.is/issue/375315

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (26.02.1998)

Aðgerðir: