Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Page 4
4 Fréttir Fimmtudagur 23. apríl 1998 Nú grillum við Nú grillum við Þröstur Johnsen, sælkeri síðustu viku, skoraði á samstarfsmann sinn hjá Flugfélaginu, Laufeyju Bjama- dóttur að taka við boltanum. „Takk fyrir, Þröstur. Nú er komið sumar og þar með grilltími. Veðrið að undanfömu hefur líka boðið upp á slíka iðju og því verða uppskriftirnar miðaðar við það. Sesam marinering: (fyrir lamba- eða nautakjöt) 1/2 bolli matarolía 1/3 bolli sesamfræ 1/2 bolli sojasósa 1/4 bolli sítrónusafi (1/2 sítróna) 1 msk. sykur 1/4 tsk. pipar 2 rif hvítlaukur Hitið þetta allt á pönnu. Meðan það er heitt eru 4 laukar í þykkum sneiðum settir út í ásamt steinselju. Látið krauma aðeins og kælið síðan. Látið kjötið liggja f þessum legi í 2-4 daga í fsskáp og þerrið það áður en það er grillað. Berið það síðan fram með bökuðum kartöflum og banana- salati. Bananasalat: 1 dós sýrður rjómi 1/2-1 tsk. sykur kókosmjöl eftir smekk 2 sneiddir bananar Hrærið saman sýrðan rjóma, sykur og kókosmjöl. Best er að láta það bíða í ísskáp í 2-3 tíma. Bananarnir eru svo settir saman við, rétt áður en salatið er borið fram. Ávaxtaeftirréttur: I dós perur I dósjarðarber 3 bananar 200 g rjómasúkkulaði 7-8 kókosbollur Setjið ávextina ásamt niðurskorn- um banönum og súkkulaði í eldfast mót (athugið að taka safann frá). Kremjið kókosbollurnar yftr allt. Bakið við 170° C í smástund. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. Ég hef ákveðið að halda sælkeranum enn um stund innan flugvallarsvæðisins og ætla að skora á Jennýju Jóhannsdóttur að taka við. Ég á von á að enginn verði svikinn af hennar framlagi. Laufey Bjarnadóttir er sælkeri þessa viku. O P ð B p O P - Þá er kosningabaráttan hafin og framboðslistarnri lofa bara nokkuð góðu. Reyndir menn og ferskar konur í bland. Dúlla, hans Bedda prýðir 13 sæti V-listans og hún hóf kosninga- baráttuna á barnum fyrir utan El Ranco á Kanaríeyjum fyrir hálfum mánuði. Hópur Eyjamanna lá þar afvelta eftir gríðar vel útilátna nautakjötsmáltíð þegar Dúlla fór að tala um pólitík og agitera fyrir sínum lista. Það var eins og við manninn mælt að allur drungi var úr mönnum undir eins og hin hressilegustu skoðanaskipti fóru af stað. Sitt sýndist hverjum en að afloknum umræðum varð niðurstaðan sú að fara út að skemmta sér. - V-lista balðið hefur komið út í tvígang, bæði tölublöðin hin myndar- legustu. Þeir V-listamenn báru blaðið í hús eins og Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn hafa gert undanfarið og er það ólíkt skemmtilegra heldur en að sjá bunkana velkjast um í sjoppum og búðum dögum saman. Ekkert hefur enn sést til Fylkis en þar á bæ hefur tíðkast að gefa út blað 1. maí og því enn von. - Gróusögur virðast fylgja kosningum eins og dæmin sanna. Nú er mikið talað um svekkelsi þeirra sem ekki fengu náð fyrir augum uppstill- inganefnda beggja lista. Heldur er þó varasamt að trúa öllu sem skrafað er því einn þeirra sem talað er um að hafi farið í fýlu starfar á fullu fyrir sína menn og annar auglýsir stuðning sinn við sína menn í Fréttum. Því virðist vera þolanleg sátt um listana í flokkunum sem að þeim standa og bara almenn ánægjameðal bæjarbúa. - Þó er eitt sem enn vantar í kosningabaráttuna og enginn virðist taka eftir. Það eru loforðin. Að vísu eru loforð stjórnmálamanna eins og sólarglenna á íslenskum vordegi. Þau eru gleymd daginn eftir kosningar. SUKKULAÐISUHULAÐISUKKULAÐI Sjálísagt þekkja flestir Eyjamenn handboltamanninn Zoltán Belanýi en hann hefur um margra ára skeið verið einn af burðarásunum í handboltanum i Eyjum. Hann og kona hans, Gabriella, hafa lengi beðið eftirþví að fá íslenskan ríkisborgararétt og nú á dögunum fengu þau þær ánægjulegu fréttir að í það færi að styttast. Börnþeirra þrjú eru þegar búin að fá réttinn, Belló fær sinn í ágúst og Gabriella í desember. Belló var Eyjamaður vikunnar hjá okkur í fyrra ennú finnst okkurkominn timi til að þessi verðandi Eyjamaður okkar fái kynningu, hún Gabriella. Fullt nafn? Gabriella Polkovics Bélanýi. Fæðingardagur og ár? 16. október 1966. Fæðingarstaður? Ungverjalandi. Fjölskylduhagir? Gílt Zoltán Bélanýi og við eigum þrjú börn, Domino, Daniellu og Jónatan Aron sem öll eru orðin löglegir íslendingar. Menntun og starf? Lærður kennarí, sjúkraþjálfari, íþróttakennari og þjálfari. Vinn við fimleikaþjálfun hjá Rán. Laun? Aldrei nóg þegar maður á þrjú böm. Helsti galli? Get verið svolítið lokuð. Helsti kostur? Góður vinur vina minna. U ppáhaldsmatur? íslenskur fiskur, grænmeti og súkkulaði, súkkulaði og súkkulaði af öllum tegundum Versti matur? Það sem ég má ekki borða. Uppáhaldsdrykkur? íslenskt sódavatn og maltöl. Uppáhaldstónlist? Kelly Family og Celine Dion. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er margt. En mér finnst gaman að hanna ýmsa hluti, svo sem húsgögn. Svo er mjög gaman að fara til Ungverjalands á sumrin og hitta fölskylduna. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að strauja. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Kaupa eitthvað fyrir fjölskylduna og gera eitthvað fyrir handboltann og fimleikana hér. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Fylgist ekkert með pólitík. Uppáhaldsíþróttamaður? Bragi Belánýi, það er nýja nafnið hans Belló. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Ekkí ennþá en vonandi verður það í framtíðinni. Uppáhaldssjónvarpsefni? Gamanmyndir og fréttir. Uppáhaldsbók? Nokkrar ungverskar bækur. Ég er ekkert að telja þær upp hér. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Baknag. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Strendurnar á Ítalíu. -Er gott að búa í Vestmannaeyjum? Stórkostlegt, svo öruggt, allt svo hreinlegt, dásamlegt. -Hvernig líður þér að vera bráðum orðinn „alvöru" íslendingur? Það er mjög góð tilfinning að komast inn í þetta þjóðfélag. Hér eru allir svo vingjarnlegir og ég vona að við eigum eftir að falla inn í þetta samfélag. Við erum ánægð og hamingjusöm. -Verðurðu áfram Ungverji í hugsun? Ég held að í hjarta mínu verði ég áfram bæði Ungverji og íslendingur. Kannski má orða það svo að hjartað hafi bara stækkað við það að fá íslenskan ríkísborgararétt. Eitthvað að lokum? Okkur langar til að búa áfram í Vestmannaeyjum. Aftur á móti er framtíðin óráðin og við vitum ekki á þessari stundu hvert framhaldið verður. En hér hefur okkur liðið frábærlega vel og við vonum að Vestmannaeyingar minnist okkar sem góðra vina hvar sem við verðum. NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Stúlka Þann 1. apríl eignuðust Magnea Richardsdóttir og Ómar Þórhallsson dóttur. Hún vó tæpar 10 merkur og var 48 sm að lengd. Hún er fædd í Reykjavík. Með henni á myndinni er stóra systir Lilja Dröfn. Drengur Þann 6. apríl eignuðust Sigurhanna Friðþórsdóttir og Jón Atli Gunnarsson son. Hann vó 14 merkur og var 52 sm að lengd. Með henni á myndinni er Selma stóra systir. Ljósm. var Drífa Björnsdóttir. • • 00,0 nurux/u 9lla« J xmxw: Nýji geisladiskurinn með Litlum Lærisveinum er frábær gjöf. ❖ Góður boðskapur með sannkallaðri Eyjasveiflu. ❖ Fæst keyptur í Vöruvali, Bókabúðinni og Flamingó. Atvlnna - atvlnna i Vantar konur vanar snyrtingu og pökkun og einnig aðgerðamenn í aukavinnu. Upplýsingar gefur Ási Friðriks Vinnusími: 481 3477 Heimasími: 481 1077 Gsm: 894 0377

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.