Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1998 Austurrískir og finnskir nemendur sem unnid hafa að rannsóknum á neysluvafni mei nemum Framhaldsskólans íheimsókn: Dáöust að flóknu og háHróuðu veitukerfl Vestmannaeyinga Hópurinn í heimsókn hjá Bæjarveitum. Friðrík Friðriksson, veitustjóri leiðir hau í allan sannleikann um vatnsöflun Vestmannaeyinga og ueitukerfið sem uakti mikla athygli gestanna. í síðustu viku var á ferð í Vestmannaeyjum hópur fólks frá Finnlandi og Austurríki. Heintsóknin er liður í Comenicusarverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu, en verkefnið fjallaði um neysiuvatn og hvernig fólk nýtir það á ólíkum svæðum í Evrópu, sérstaklega þó í Joensuun, Innsbruck og á Heimaey. Neysluvatn, gæði þess og magn hefur mikil áhrif á afkomu fólks og búsetu. I Evrópu er þetta ekki talið vandamál en þó vakna sífellt upp spurningar um það vatn sem neytt er. Hópurinn stóð saman af nemendum og kennurum frá Joensuun í Finnlandi og Innsbruck í Austurríki. Tíu nemendur og fjórir kennarar komu frá Austurríki, tveir kennarar og þrír nemendur fá Finnlandi auk þess var fulltrúi vatnsveitunnar í Innsbruck með í för. Farið var með gestina skoðunarferðir um eyjuna, bátsferð og þeim gefið rúgbrauð bakað í hrauninu. Síðasta daginn var farið með gestina með flugi upp á Uakka og þaðan að vatnsbóli Vestmannaeyinga uppi undir Eyjafjöllum. Einnig var dælustöðin í Bakkafjöru beimsótt.” Fréttir fengu tvo nemendur í spjall, þau Kaisa Mustonen sem er í menntaskólanum (Lyseon Lukio) í Joensuun í Finnlandi og Kufner Marcus sem einnig er í menntaskóla (Akademisches Gymnasium/AGI) í Innsbruck í Austurríki. Þau vildu líka koma á þakklæti fyrir hönd hópsins til allra sem tóku á móti þeim í Vest- mannaeyjum og stóðu að því að gera þessaferð mögulega. Hún muni seint líða úr minni." Foruítnílegt samfélag Kaisa Mustonen segist ánægð með ferðina og að hún veki margar spurn- ingar ekki bara um vatn, heldur ekki síður um líf fólksins í plássi eins og Heimaey. „Þetta er mjög ólíkt því sem gerist í Joensuun fyrir utan það að Heimaey er eyja og getur verið erfitt að afla neysluvatns á slíkum stað, enda skilst mér að það séu ekki nema þrjátíu ár síðan Vestamannaeyingar hættu að safna rigningarvatni af hús- þökum og fengu vatn ofan af landi. En mér mér hefur þótt Heimaey mjög hrífandi og margt skemmtilegt að skoða hér.“ Hvemig vaknaði áhugi þinn á þessu verkefni? „Ég er í námi í umhverfishagfræði og líffræði og þegar ég frétti af því að þetta verkefni stæði fyrir dyrum lá beint við að taka þátt í því. Og allir sem höfðu áhuga á því að taka þátt áttu möguleika á því. Ég held að þessi lönd sem taka þátt í verkefninu hafi verið valin vegna þess hve ólík þau eru. Þetta er verkefni sem staðið hefur yftr í þrjú ár og er þetta síðasta árið sem það er í gangi. Það er styrkt af Evrópusambandinu, en einnig fengum við styrki frá fyrirtækjum og sjóðum í Finnlandi til þess að greiða niður kostnað, en flugfarseðlana þurf-um við að borga sjálf." Kaisa hefur þó ekki verið við þetta verkefni öll þrjú árin. heldur er þetta í fyrsta skipti sem hún kemur að því. „Námið í skólanum sem ég er í tekur þrjú ár og það er alltaf hreyfing á nemendum. Þeir útskrifast og svo framvegis, en ég er á öðru ári í skól- anum. Þetta hefur verið mikil hóp- vinna sem hefur verið mjög gefandi og skemmtileg og þó að tungumálin séu ólík, þá hefur það ekki valdið neinum vandræðum. Þetta er opið Kaisa Mustonen. ungt fólk sem hefur metnað og áhuga á því sem það er að gera. Hins vegar vissum við ekki að það yrði farið í heimsókn til Islands. Það kom síðar inn í myndina og er kannski smá óvæntur bónus nú þegar verkefninu fer að ljúka. Einnig mun það vera í undirbúningi að íslenski hópurinn fari til Innsbruck í september. en það er ekki Ijóst enn þá hvort finnski hóp- urinn fer þangað.“ Hópurinn hefur farið í skoðunar- ferðir um Heimaey til þess að sjá hvemig vatnsins er aflað og það kerfi og tækni sem notuð er til þess að koma því til neytenda. „Við skoð- uðum Bæjarveitumar og hvemig allt er tölvustýrt þar frá einum stað. Einnig skoðuðum við vatnstankinn og þegar við förum aftur upp á land munum við skoða dæluhúsið uppi á Bakka. En auðvitað höfum við líka skoðað eitt og annað sem kemur kannski ekki verkefninu beint við, eins og þjóðgarðinn á Þingvöllum. sem þó er mjög áhugaverður út frá vatnsfræðilegum sjónarhóli. Einnig fómm við í Bláa lónið.“ Kaisa segir að vatnið í Joensuun komu úr berglögum djúpt í jörðu og því sé dælt upp á yfirborðið og þaðan íhúsin. Hún segir að þó að Finnland sé stundum kallað Þúsundvatnalandið, þá sé neysluvatnið ekki yfirborðsvatn í Joensuun. „Vatn sem fengið er úr jörðu er miklu hreinna og ferskara. en ef það fengist úr vötnum, og lindum. eða sem rigningarvatn. Hins vegar er vatnið ekki alls staðar gott í Finnlandi. eins og til dæmis í Helsinki. þá finnst mér það betra í Joensuun." Eigið þið svo að skila einhverri skýrslu um niðurstöður verkefnisins? „Já bæði í skólanum og einnig munum við skrifa grein um ferðina í dagblaðið í Joensuun sem heitir Karja- lainen og ber nafn af sveitarfélaginu. Og ég hlakka mjög til þess.“ Hvemig finnst þér vatnið hér í Heimaey? ,,Mér finnst það mjög gott hér og ftnn lítinn mun á þvf og uppi á landi, þó flnnst mér það einhvem vegin öðm vísi í Reykjavík. en ég get ekki skil- MarcusKufner Stóðu sig vel í Ameríku- keppni sýningar- stúlkna Vestmannaeyjastúlkurnar Val- gerður Sigurjónsdóttir 16 ára, Ester Helga Sæmundsdóttir 18 ára og Guðný Sigríður Gísladóttir 15 ára slógu heldur betur í gegn í Ameríkukeppni sýningarstúlkna 1998, því þær fengu allar samninga við umboðsskrifstofur crlendis og fá því að spreyta sig við fyrirsætu- og sýningarstörf í London, París og New York í sumar og komast í skóla þar sem þær fá frekari þjálfun í faginu. Stúlkumar tóku þátt í Ameríku- keppninni á vegum Módelskóla John Casablancas og sagði fulltrúi Casa- blancas á Islandi, Kolbrún Aðal- steinsdóttir. að þetta væri mikill sigur fyrir Vestmannaeyjar og ímynd Éyjtinna jafnt hér heima sem erlendis. Stúlkumar segja að þær hafi verið valdar úr hópi stúlkna fyrir ári síðan til þess að taka þátt í keppninni. Sjálf Ameríkukeppnin var svo haldin í New York um páskana, þar sem þær náðu þessum frábæra árangri. Þær segjast vera mög ánægðar og Ester segir að hún sé varla komin niður á jörðina ennþá. Hins vegar langi þær allar til þess að spreyta sig á þessu sviði og þær hafi stuðning foreldra sinna til þess. Kolbmn Aðalsteinsdóttir verður í Eyjum þann 9. maí nk. þar sem hún muni verða til viðtals á Pizza 67 og velja stúlkur í næstu keppni að ári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.