Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Síða 11
Fimmtudagur 28. aprfl 1998 Fréttir 11 þess að auglýsa upp sjálfa sig og það sem þeir eru að gera. Þá heldur fólk að þetta sé orðið fínt um leið og það fellur fyrir auglýsingamennskunni." Að mála fyrir fólkið í kringumsig Hver verða örlög myndlistar sem svo er komið fyrir? „Ég veit það ekki. Mér fannst til að mynda Picasso mála mjög fallegar myndir, þegar hann var að hefja feril sinn, en svo skiptir hann alveg um. Ég er meiri handverksmaður í myndlistinni, heldur en hugmynda- smiður. Ég mála fyrir fólkið í kring- um mig. Eg hef lítið gaman af því að mála myndir sem pnginn vill eiga og enginn kaupir. Ég er nú að þessu öðrum þræði til þess að hafa upp í ellilaunin. Annars sagði ég við konuna mína um daginn að ég yrði að fara að hætta að mála og teikna vegna þess að ellilaunin mín hækkuðu úr heilum tuttugu og þremur þúsundum í tuttugu og fimm þúsund og það er alveg nóg fyrir mig.“ Jóndi segir að sér láti best að vinna í einrúmi og hann vilji ekki neitt ónæði þegar hann er á vinnustofu sinni, en þess á milli sé hann mikið fyrir það að vera innan um fólk og hann hafi til að mynda kennt teikningu í Gagnfræðaskólanum í Hvolsvelli í sextán ár. En á Jóndi sér einhvem uppáhalds málara eða fyrirmynd? „Asgrímur og Kjarval eru kannski efst á blaði og þessir gömlu meistarar. En hjá Asgrími er það litasam- setningin og hann er fær að fara með litina. Ég mála reyndar dálítið öðru vísi með vatnslitnum en Asgrímur. Ég læt litinn ekki flæða eins mikið og hann. Ég hem litinn meira. Ég fer hins vegar á staði sem ég mála, geri skissur og ljósmynda líka. Sérstak- lega þegar myndin er að verða búin, það er ekki svo gott að klára myndir á staðnum, heldur klára ég þær á vinnustofunni. Hins vegar held ég að það sjáist nokkuð glöggt á myndum mínum að ég hef verið mikið í auglýsingateiknun. Sérstaklega ef litið er til tækninnar hjá mér. Hins vegar mála ég jöfnum höndum landslag, fantasíur, dýr og mannamyndir. Stundum ganga myndir þó ekki upp og mér finnst þær ekki virka. Þá set ég myndina til hliðar og læt hana bíða í einhvem tíma jafnvel hálft ár. Ef ég kann vel við myndina eftir svona geymslu, þá er allt í lagi, ef ekki þá gengur hún ekki upp. Maður getur líka orðið leiður á myndum og þá reyni ég stundum að breyta þeim. Ég vil hafa líf í mínum myndum.“ Að Roma við í Kaupfélaginu Ferðalagið hefur gengið vel og allt í einu segir Jóndi. „Er þér sama þó að ég komi við Kaupfélaginu. Ég þarf að kaupa kartöflur. Það gerði frost og skemmdust hjá mér kartöflumar, þannig að ég er orðinn lens.“ Jóndi klárar sig í Kaupfélaginu og við höldum ferð okkar áfram inn í Fljótshlíðina. Þá segir hann útgerðum manni deili á ætt sinni og uppruna. „Ég er fæddur á Húsavík. Faðir minn var kaupmaður þar. Amma mín flutti hins vegar frá Húsavík til Vest- mannaeyja 1930 með þremur bömum sínum. Ein dóttir hennar hét Kristjana Óladóttir og var bæjarritari í Vest- mannaeyjum, annar sonurinn hét Sigurður sem vann við netagerð og Þórarinn Ólason sem vann lengst af í Sparisjóðnum. Þetta voru systkini Áma Óla blaðamanns, en hann var móðurbróðir minn. Einn bróðir minn bjó í Vestmannaeyjum og lærði þar bakaraiðn og var alltaf kallaður Óli beik. Hann kvæntist svo stúlku úr Vestmannaeyjum sem heitir Ingunn Jónasdóttir og er dóttir hans Jónasar í Skuld. Þegar faðir minn deyr á Húsavík, tekur hann við versluninni á Húsavík svo þau flytja norður." Við rennum í hlaðið í Lambey og Jóndi bendir stoltur á Galleríið sitt og þekkt mál á sinni tíð, en listfræðingar voru flestir vinstri sinnaðir Þeir af- skrifuðu marga ágæta listamenn. Til dæmis Eyjólf Eyfells. Þeir viður- kenndu hann ekki fyrr en að rúss- neskir listfræðingar komu hingað til lands og vom að skoða listaverk. Það kom alveg flatt upp á kommúnistana hvað þeir sögðu um myndir Eyfells: En þeir sögðu að hann væri tvímælalaust besti málari landsins. En það er tiltölulega nýlega sem hann hefur svo verið viðurkenndur. Eri þetta er ekki svona lengur held ég. En auðvitað er þetta líka háð smekk. Það er ekki hægt að lýsa mynd nema frá brjósti hvers og eins. Ég get ekki lýst henni eins og öðrum finnst hún vera. Og það er ekki hægt að deila um smekk. Hins vegar var ég aldrei póli- tískur, fyrr en ég gerðist bóndi og varð nokkuð sjálfkrafa framsóknarmaður Finnst þér þú ekki vera einangraður í listinni? „Ég hef nú aldrei gengið í myndlistarfélag. Hins vegar þekki ég marga myndlistarmenn. Gunnar Öm er til að mynda ágætis kunningi minn. Hann hefur málað margar ágætar myndir. Ólafi Túbals kynntist ég líka ágætlega. Ég komst líka í kynni við Jón Engilberts, en hann var í Múlakoti heilt sumar einu sinni. Okkur kom ágætlega saman, en þeir skömmuðu mig alveg eins og hund, þegar ég var að byrja að búa og vildu heldur að ég einbeitti mér að myndlistinni. Við ræddum mikið um myndlist, en ég komst nú aldrei almennilega að Jóni Engilberts. Einnig hef ég verið dug- legur að sækja sýningar hjá öðrum. Og þó mér finnist óbærilegt að vera í Reykjavík og leiðist þar, þá reyni ég að fara á sýningar, ef ég er á ferðinni þar. “ Leggnr mikla uínnu ímyndirsínar Við höldum nú yfir í íbúðarhúsið og ætlum að kíkja inn á vinnustofu Jónda sem þar er á efri hæðinni undir súð. Vinnustofan teldist líklega ekki stór, en hún dugar Jónda mjög vel og hann segist una vel þessari aðstöðu. „Ég þarf nú ekki stórt pláss^ fyrir mig við að vinna myndimar. Ég vil gera myndimarvel og legg mikla vinnu í þær. Ég er kannski ekki nostrari, en það er mestur vandi í þessu hvenær ég á að hætta. Stundum hef ég ofunnið myndir og þá hefur maður tapað ákveðnum blæ. En stundum næ ég því sem ég vil um leið en stundum hef ég ekki haft hugmynd um hvernig ég hef farið að. Ég hef ekki neinn sérstakan vinnutíma, en þó þegar ég var meira í búskapnum, málaði ég yfirleitt eldsnemma á morgnana, en á vetuma var maður að þessu um miðjan daginn. Það er svo sem hægt að vera úti í fjósi allan daginn. Ég er hins vegar hraðvirkur og vil ljúka þessu af.“ í framhaldi af því ljúkum við spjallinu að forminu til og Jóndi býður útsendara listgyðjunnar til snæðings. Hann þiggur það ágæta boð og að því loknu vel mettur góðum hrossa- bjúgum höldum við aftur niður á Bakkaflugvöll. Þar kveðjumst við með ágætum virktum. En skjótt skipast veður í lofti og með öllu ófært orðið til Eyja. Sá úttektarmaður sína sæng út breidda að ekki kæmist aftur til Eyja sá tíðindaaflari listgyðjunnar sem lagði af stað í blíðu. Ekki verður rakin hér í smáatriðum sú yfirreið um Suðurland sem við tók sökum ófærðar. Hitt er þó ljóst að einhvem veginn hafðist að komast aftur yfir álinn daginn eftir. Frásögn af því ferðalagi kann þó að ganga á þrykk út sfðar. Benedikt Gestsson Jóndi með sýnishorn af málverkum sem hann sýnir á Dögum lita og tóna í Akógeshúsinu um hvítasunnuna. Eins og siá máerusum mótívin. Sýnishorn af auglýsingum sem Jóndi gerði í Rafskinnu. við göngum inn og Jóndi sýnir mér myndir sem hann hefur verið að mála og það verður ekki annað sagt en að nóg sé til og fjölbreytnin eftir því. Jóndi tekur fram hverja myndina af annarri og segir úttektarmanni undan og ofan frá tilurð þeirra og sögu. „Ég ætlaði líka að vera með vinnustofu í Galleríinu, en það er svo mikið drasl sem fylgir manni þegar maður er að vinna að myndlistinni. Þess vegna er ég með vinnustofu uppi í kvistherbergi á íbúðarhúsinu.“ ínálægðviðsöguna „En héma erum við komnir í Galleríið," segir Jóndi og tekur fram mynd sem hann segir vera unna undan áhrifum úrNjálu. Hann segir að Njála sé mjög nátengd honum, ekki síst vegna þess hversu sagan sé öll nálæg þar sem hann býr í Fljótshlíðinni. )rIón Böðvarsson Njálufræðingur kom hingað og ég sagði honum að myndin væri úr Njálu. Jón spurði hvemig í ósköpunum ég gæti útskýrt það. Myndin heitir Kári sleppur. Hér em eldtungumar og reykur og í baksýn er Eyjafjallajökull, en svo sést hér í burstina á bænum og augnaráðið hans Skarphéðins. Hins vegar sleppti ég támnum. Svo er hér önnur mynd sem ég get sagt þér frá. Það komu hingað dönsk kennarahjón. Frúin var mjög hrifin af myndinni og spurði mig hvað ég væri að fara. Ég sagði henni að hún héti Morgunninn eftir brúðkaupið. Þá fer hún að skellihlæja og segir við kallinnsinn. Þetta er alveg rétt. Hún er alveg búin, en hann er tilbúinn einu sinni enn. Svo kom hingað Banda- ríkjamaður í sumar, en hann skildi ekki myndina. Hér er sjálfsmynd sem ég gerði fyrir mörgum ámm. Líklega hef ég ekki fengið betri krítík fyrir nokkra mynd. Þetta er akrílmynd, þar sem ég nota sand til þess að fá svona hámga áferð á lopapeysuna sem ég er í á myndinni. Það var bóndi hér úr sveitinni sem kom til mín. Þegar hann sérmyndinasegirhann: ,T>ettaerbara alveg eins og þú.“ Svo sé ég að hann fer að roðna alveg upp í hársrætur og ég finn að hann heldur að hann hafí móðgað konuna mína. Þá fer hann að draga úr þessu og segir. „Nei þú ert ekki alveg svona hmkkóttur," og bætir við á eftir, „ef fólk skoðar þessa mynd eftir svona hundrað ár, þá segir það. Ekki hefur þetta verið laglegur maður.“ Svo var kona sem vildi endilega kaupa myndina, því hún sagðist geta prjónað eftir henni. Hins vegar hef ég aldrei viljað selja þessa mynd.“ Fyrsta sýningín í Eyjum Þetta er í fyrsta sinn sem Jóndi sýnir í Eyjum, en árið 1993 sýndi hann á Húsavík, en annars hafi hann bara sýnt í Rangárþingi og í Galleríinu sínu í Lambey. Hann segist hins vegar aldrei hafa sýnt í Reykjavík og ég spyr hann hvers vegna það sé. „í mafíuna í Reykjavík fer ég ekki. Þar em bara einstakar fjölskyldur sem ráða eiginlega listinni, að mestum hluta. Það er hreinlega skrúfað fyrir suma og öðmm hossað. Þetta er svona í öllum listum held ég og á ekkert sérstaklega við um myndlistina. Mér hefur gengið ágætlega, en ég hef ekkert verið að trana mér fram og hef aldrei gert. Svo er nú þáttur kommúnista í einokun listarinnar vel /km osfur '&r (/(/'&sfcM '/t/r /

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.