Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Qupperneq 12
12 Fréttir Fimmtudagur 28. maí 1998 Aukin víðsýni og umbu lyndi í samskiptum við -Er megintilgangur náms ásamt því að auka skilning okkar á ui virðingu fyrir því, sagði skólameistari Framhaldsskólans í skc Á laugardaginn var Fram- haldsskólanum slitið og lauk þar með formlega 19. starfs- ári skólans sem að mati skólameistara hefur að ýmsu leyti verið sérstakt og ber þar fyrst að telja sameiningu Stýrimannaskóla og Fram- haldsskóla. Alls útskrifuðust 48 nemendur frá FIV að þessu sinni. Þar af voru 15 stúdentar og átta úr öðru stigi skipstjómamámsins. Ólafur H. Sigurjónsson, skólameistari, gerði sameiningu Framhaldsskólans og Stýrimannskólans að umtalsefni í upphali skólaslitaræðu sinnar. „Þó að ákvörðun um sameininguna hafi verið tekin haustið 1996, var það fyrst í vetur sem reyndi á framkvæmdina. Eg met veturinn þannig að vel hafi tekist til og nemendur séu fremur sáttir þegar upp er staðið. Samstarlið við kennara skipstjómarbrautar hefur gengið vel og þakka ég þeim fyrir það. Framtíðarverkefni okkar sameiginlega er að tryggja það að hér verði áfram hægt að stunda nám skipstjórn- armanna svipað og verið hefur,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að tjöldi nemenda sem hóf nám í haust haíi aldrei verið meiri. „Fómm við yfir 300 nemenda markið. Á vorönn hafa verið heldur færri eða um 260 nemendur. Fjölmennustu námsbrautirnar em náttúrufræðibraut og félagsfræðibraut en þeim lýkur báðum með stúdentsprófi. Það má vera okkur nokkuð umhugsunarefni hvort nemendur í bóknámi séu ekki ol' margir og nemendur í verknámi of fáir.“ K-neminn Ólafur sagði að skólastarfið hafi í aðalatriðum gengið vel og mikill meirihluti nemenda hafi reynst duglegt fyrirmyndarfólk á fjöl- breyttum aldri. „Svörtu sauðirnir eru auðvitað til innan um eins og er í hverri hjörð. En við látum þá ekki verða aðalatriðið í dag, því þetta er einmitt dagurinn til að gleðjast yfir því sem vel ergert. Af því tilefni kynni ég ykkur fyrir ágætum nemanda, sem við skulum kalla x-nema. Hann hefur átt misjöfnú gengi að fagna en alltaf verið bjartsýnn og ótrauður lagt í hverja þraut. Eg er svo lánssamur að eiga í fórum mínum sum af þeim svörum sem hann hefur látið frá sér fara í prófum og ritgerðum. Til dæmis þetta úr ritgerð um Abraham Lincoln: „Móðir Lincolns dó í æsku, en Lincoln fæddist í bjálkakofa sem hann hafði sjálfur byggt. Kvöld eitt árið 1865 fór Lincoln í bíó og var skotinn til bana í sæti sínu af einum leikara í myndinni. Hinn meinli morðingi John Wilkes Booth var geðveikur leikari, en þetta eyðilagði feril hans.“ Ölafur sagði að þegar litið væri yfir veturinn kæmu í Ijós bæði plúsar og mínusar. Nefndi hann þrennt sem hann sagði að laga þyrfti. „í fyrsla lagi eru það kennaramálin, en nú er kennaraskortur í vissum greinum, t.d. sérgreinum vélstjóra. Einnig er fullmikið vinnuálag á marga kennara. Halda þarf áfram að bæta menntun kennaranna og fækka þeim sem ekki hafa kennsluréttindi. Nú stunda nokkrir af föstu kennurunum rétt- indanám af kappi og er það vel. Okkar ágæti x-nemi var eitt sinn að lýsa einum þekktasta kennara allra tíma, Sókratesi og sagði: „Sókrates var frægur grískur kennari, sem gekk um og gaf mönnum góð ráð, þeir drápu hann.“ Næst nefndi Ólafur agaleysi sem vart yrði við, bæði í námi og félagslífi nokkurs hluta nemenda. „Skólinn hefur verið að móta ákveðnar reglur þar að lútandi og hefur t.d. nýlega sett sér áætlun í vímuvörnum. Hinsvegar er því ekki að leyna að hér er einnig á ferðinni skortur á sjálfsaga. Nemendur eru margir hverjir alltof góðir við sjálfa sig og láta það eftir sér að fylgja ekki þeim reglum sem skólinn, heimilin eða þeir sjálfir hafa sett. Sjálfsaga verða menn að temja sér, áður en haldið er til starfa í atvinnulífinu, eða í framhaldsnám, ekki síst háskólanám," sagði Ólafúr og nefndi í þriðja lagi húsnæðismálin. „Þrátt fyrir að við höfum eignast myndai'legt verknámshús, þari' skólinn meira pláss, auk þess að gamla húsið sárvantar viðhald. Nú er komin hreyfing á þetta mál og henni þarf að fylgja eftir.“ Þaðjákvæða Af því jákvæða og því sem vel hefur gengið nefndi Ólafur gott gengi nemenda í námi sem líta yrði á sem aðalatriði í skólastarfinu. „Mikið af mjög sterku og góðu námsfólki er í skólanum og víða mátti sjá háar einkunnir á þessu vori. Þetta er sérstakt fagnaðarefni og ekki síður gott gengi margra nemenda er við höfum útskrifað, bæði í námi annars staðar og í starfi á ýmsum víg- stöðvum. Aðsókn að skólanum er vaxandi, þrátt fyrir fækkun íbúa, en reyndar mismunandi eftir nárns- brautum. Félagslíf nemenda hefur einnig blómstrað og er á uppleið, þó ekki sé framkvæmdin alltaf hnökralaus. Skólinn hefur í vetur haldið áfram samstarfi við tvo erlenda framhalds- skóla, í Austurríki og Finnlandi. Nú í vor fengum við heimsókn 20 manna hóps nemenda og kennara frá þessum skólum og tóku nemendur okkar og kennarar á móti þeim í gistingu og fjölbreytta dagskrá. Þetta er hið svonefnda vatnsverkefni og hafa okkar nemendur nú sett sér það markmið að endurgjalda þessa heim- Nýútskrífaðír stúdentar setia upp hvítu kollana. Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélagsins, ásamt premur nemum sem útskrifuðust af 2. stigi skipstjórnanámsins. Myndir Sigurgeir Jónasson. Ragnar Eðvaldsson flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Viðurkenningar fyrir námsárangur Eftirtaldir fengu viðurkenningar fyrir árangur í námi: Anna Kristín Birkisdóttir, Svetrir Haraldsson og Tinna Tómasdóttir fengu bækur ffá þýska sendiráðinu fyrir góðati árangur í þýsku. Fyrir góðan árangur í verslunargreinum á versluntuprófi fékk Björk Steingrímsdóttir bók frá Endurskoðun Sig. Stefánssonar. Orri Jónsson á 2. stigi véistjómarbrautar hlaut bæði véistjóraúrið frá Vélstjórafélaginu fyrir vélstjómargreinar og vandað mælitæki fyrir rafmagnsfi'æðigreinar frá Geisla. Á skipstjómarbraut 2. stig fékk Óiafur Ólafsson bók frá Rotary íyrir árangur í íslensku og Trausti Bergland Traustason fékk loftvog frá Sigurði Einarssyni og sjónauka frá Útvegsbændafélaginu fyrir góðan námsárangur. Á sjúkraliðabraut fengu allir útskriftarnemamir sex Nýja Testamentið frá Gideonfélaginu. Á stúdentspróf fékk Aldís Helga Egilsdóttir viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur á stúdentsprófi og Sigurður Bragason fékk bækur frá skólanum fyrir félagsstörf. Nemendafélagið gaf skólanum hljóðkerfi í sal skólans og afhenti Sigurður Bragason skólameistara gjafabréf fyrir því. Fulltrúi nýútskrifaðra sjúkraliða Þórunn Halldórsdóttir athenti skólanum mynd af hópnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.