Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Side 15
Fimmtudagur 28. maí 1998
Fréttir
15
Pólitík í majónesi og ijóma
Stjórmálaflokkar og stjórn-
málasamtök beita ýmsum að-
ferðum til að ná athygli kjós-
enda. Þau stjórnmálasamtök
sem buðu fram í Vestmanna-
eyjum fyrir kosningarnar um
síðustu helgi viðhöfðu fjöl-
breytta nálgun við kjósendur,
hvort sem það var á formi
greina í blöð, heimasíðu á
Intemetinu eða útvarps og hvers
kyns skemmtidagskrár. Svo að
sjálfsögðu voru bæði framboðin
með kosningaskrifstofur þar
sem alls kyns bakkelsi var til
reiðu handa þreyttum og
sársvöngum kjósendum.
Telur sá er þetta skrifar að hann hafi
aldrei séð jafn öflug veisluborð hlaðin
jafn miklu mæjónesi og rjóma á jafn
skömmum tíma og þessi kosn-
ingabarátta tók yfir. Fer þó ekki
sögum af neinum pólitískum matar-
eitrunum af þess völdum. Ekki skal
lagður dómur á það hversu áhrifarík
þessi hlaðborð eru á nýja kjósendur,
hins vegar er það ekki ósennilegt að
þetta efli baráttuanda þeirra sem hafa
þegar mótaðar pólitískar skoðanir. Því
hvað er betra en að ræða mál
andstæðinganna og sinna eigin
fylgismanna yfir kaffibolla og
Fjölbreyttu úrvali bakkelsis. En í
'iugum margra stendur trúlega hæst í
flóru áróðursins svignandi hlaðborð,
iem náði hámarki á sjálfan
kosningadaginn. Röltu þá bæjarbúar
milli kosningakaffihlaðborða fram-
ooðanna og nutu þess að baða sig í
ástúð flokkanna. Því leiðin að hjarta
kjósenda liggur samkvæmt þessu, í
gegnum magann, eins og svo margt
annað.
Ég fór á kosningaskrifstofur fram-
boðanna nokkrum sinnum á þessum
rétta mánuði sem hvað mestur „hiti“
var í kosningabaráttunni og allir vissir
og eða óvissir um sigur í
kosningunum sjálfum. Þannig mátti
finna nokkum taugatitring á báðum
stöðum, sem rokkaði frá sigurvissu
niður í efasemdir um gengi. En eins
og svo algengt var í svörum manna
þegar þeir vom spurðir um væntingar
og vonir þá var samt jákvæðnin
yfirleitt yfirsterkari neikvæðninni.
„Við finnum mikinn. mjög mikinn og
þó nokkum meðbyr. Það er mikill
baráttuandi í okkar herbúðum og við
emm sannfærð um að halda
meirihlutanum/vinna meirihlutann.“
Til þess að ná niður innri spennu sem
margir frambjóðendur voru helteknir
af gátu menn stillt á útvarpsstöðina
sína, farið á skemmtikvöld hjá uppá-
haldsframboðinu sínu, mætt á pylsu-
og kamivalhátíð eða hvíslað einhverju
í eyra samherja að stemma sig við
hinn rétta baráttuanda. Frambjóð-
endur vom einnig duglegir við að fara
niður á höfn og sækja vinnu-
staðafundi, ef ske kynni að eitthvert
vafaatkvæði væri á sveimi.
Bæði framboðin starfræktu út-
varpsstöð. Vestmannaeyjalistinn út-
varpaði allan sólarhringinn og var þar
prímus mótor útvarpsfrömuðurinn
Bjarki Bragason ásamt Guðmundi
Kristinssyni. Hann sagði á föstudag-
inn fyrir kosningadaginn þegar undir-
ritaður kíkti inn í beina útsendingu að
það væri mjög aukin hlustun. „Það er
sama hvert maður kemur, það em allir
að hlusta á stöðina okkar. Við höfum
reyndar aðeins hlustað á Eyverja-
Sjállstæðismenn uoru með sitt kosningakaffi í Kiwanishúsinu og Vestmannaeyjalistinn uar í Alhýðuhúsinu.
Júlíus Theódórsson stjórnaði tökkum og tólum á útuarui Heímaey en á Birtunni aðstoðaði Bjarki Bragason Þorgerði odduita uið spilunina.
stöðina og finnst hún frekar bamaleg,
svo emm við með fullkomnari tæki.
Við emm með fyrstu stafrænu út-
varpssöðina sem starfrækt er í Vest-
mannaeyjum, eftir því sem best er
vitað. Við miðum dagskrána líka við
kamivalið sem við ætlum að vera með
núna seinnipartinn og vonum að við
náum að hita upp fyrir það.“
Þegar undirritaður kom á staðinn
var oddviti Vestmannaeyjalistans,
Þor-gerður Jóhannsdóttir í beinni út-
sendingu að létta fólki biðina. Hún
var eingöngu í því að kynna lög, en
blés ekki neinum pólitískum áróðri út
á ljósvakann. „Þetta er fyrst og fremst
skemmtistöð og dægradvöl íyrir unga
fólkið,“ sagði Bjarki.
, JÉ.g verð að senda Omari á Fréttum
kveðju,“ sagði Þorgerður. „Bjarki,
hvar er lagið með Páli Óskari. Þú
manst lagið hvað heitir það aftur. Já
Yndislegtlíf. Ég verð að senda Ómari
kveðju með því.“ og svo hljómaði
Yndislegt líf á ljósvakanum og í eyru
hins vinnandi manns og plötu-
snúðurinn dillaði sér með tónlistinni í
X-V bol og var greinilega kominn í
kamivalstemmningu.
Ekki veit ég hvort Ómar heyrði
nokkum tíma kveðjuna, eða hvort
þetta var liður í einhverju pólitísku
samsæri milli Frétta og Vest-
mannaeyjalistans, enda það í sjálfu sér
aukaatriði, þegar ekki er vitað um
hlaðborð innan seilingar.
Hvemig líst oddvitanum á stöðuna
svona síðasta daginn fyrir kosningar?
„Ég held að það komi til með að
muna fímm atkvæðum þegar búið
verður að telja upp úr kjörkössunum."
Hvort fara þau á hægri eða vinnstri
hendina?
„Ekki spuming að þau fara á þá
vinstri. Við emm bjartsýn og finnum
meðbyr,“ segir Þorgerður. „Sígandi
lukka er best.“
Ég gekk út úr útsendingunni og út á
götuna. Það virtist vera að þykkna
upp og ekki útlit fyrir að veðurguðimir
ætluðu að verða á kamivalstultunum.
Skyldi þetta vita á eitthvað stærra og
meira og ég hugsaði um atkvæðin
fimm. Ég lagði land undir fót og kom
mér upp í Asgarð þar sem höfuðvígi
íhaldsins er. Þar voru Eyverjar búnir
að koma fyrir sinni útvarpsstöð,
Utvarp Heimaey. Þegar ég kem inn er
Einar Sigurðsson að tala við einhvem
hlustanda sem var að biðja um
óskalag, en ekki allir á eitt sáttir um
það hvort hann væri á sjó eða landi að
panta sitt óskalag. „Undir bláhimni,
hverbiður um Undir bláhimni," segir
Einar ásamt Júlíusi og er fullur
hneykslunar og heilsar komumanni.
Hvemig gengur útvarpsstöðin, er
mikil hlustun og samkeppni milli
þessara stöðva sem framboðin em
með?
, Já það er alltaf að aukast hlustunin,
segirÉinar. Við heyrum það þar sem
við komum, að fólk hlustar mikið á
stöðina. Við erum líka með betri
sendi en hin stöðin og náum lengra.
Við reynum að vera í beinu sambandi
við fólk, en um beina samkeppni er
ekki að ræða held ég.“
Einar segir að þetta sé ekkert
áróðursútvarp, sem Eyverjamir séu
með. „Hins vegar hafa frambjóðendur
komið í viðtöl, en við leggjum aðal-
lega upp úr því að vera með góða
tónlist sem allir geta hlustað á.“
Hvemig finnst ykkur kosninga-
baráttan undanfama daga hafa verið?
„Mér heyrast þeir vera hálf ör-
væntingafullir hjá V-listanum og ekki
mjög málefnalegur málllutningur,"
segir Júlíus.
„Og þetta bjórmál uppi í Ásgarði,
sem þeir ætluðu að gera einhverja
sprengju úr er bara rugl,“ segir Einar.
„Að minnsta kosti er ekkert af þessu
unga fólki, sem á að hafa verið að
drekka bjór, með bjór fyrir framan sig
ámyndinnisem birtist íFylki. Þetta
er eins og hvert annað upphlaup, sem
enginn getur tekið mark á.“
Svo mörg vom þau orð og ekki
laust við að mér þætti ég kominn í
hring. Á efri hæðinni vom nokkrar
konur að setja kort í umslög. Þær
sögðust hafa góða tilfmningu fyrir
sigri síns flokks í kosningunum, enda
mikil vinna búin að vera í gangi með
það að markmiði að tryggja, að fólk
mætti á kjörstað og ekki síður ef takast
mætti að snúa einhverjum til betri
vegar á síðustu stundu.
Benedikt Gestsson.