Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 4. júní 1998 Klippíngar á ffullu í síðustu viku voru færslur í dagbók lögreglu 197. Er það nokkuð meira en í síðustu viku. Ein höfuðskýr- ingin á því er sú að töluvert var klippt af skráningamúmerum öku- tækja sem ekki höfðu verið færð til skoðunar. Alls var klippt af 13 bifreiðum en umferðarlagabrot, sem komu til kasta lögreglu voru alls 26. Aukinrúðubrot 'í síðasta blaði lýstu lögreglumenn yfir ánægju sinni með fáar kærur vegna eignaspjalla. Ekki stóð sú dýrðin lengi því að í sex tilvikum var kært vegna þess háttar athæfis í þessari viku. I flestum tilfellum var um rúðubrot að ræða. Tekinnmeðfíkniefni Maður nokkur var tekinn fastur um helgina þar sem hann hafði farið inn í hús í leyfisleysi. Fékk hann að gista fangageymslu en við leil á honum kom í ljós að hann hafði fjeira á samviskunni en húsbrotið. A honum fundust nefnilega bæði fíkniefni og áhöld til neyslu þeirru. Má hann því að líkindum búast við tvöfaldri ákæru. Stúturnr.7 Einn til viðbótar var tekinn um helgina, grunaður um ölvun við akstur. Er þetta sá sjöundi á árinu. Nýlega hafa viðurlög verið hert við ölvunar-akstri auk þess sem áfeng- ismagn í blóði má nú aðeins nema 0,5 prómillum en var 0,6 áður. Rólegt, prátt fyrir allt Þrátt fyrir þau mál, sem hér hafa verið rakin, þótti lögreglumönnum þeim sem voru á vakt yfir hvítasunnuna sem helgin hefði verið róleg þrátt fyrir fjölda manns í bænum. Þar mun eitthvað hafa að segja að flestir þeirra sem hér voru gestkomandi, voru hér í öðrum erindagjörðum en að vera með vandræði, allflestir í fermingar- veislum, við golfleik, sjóstanga- veiði eða að spilajass. Og enginn þeirra gjörninga mun krefjast sérstakra afskipta lögreglu. SöngkvöldíAkóges Árni Johnsen mun verða með sitt árlega söngkvöld í Akóges föstudagskvöldið 5. júní. næst- komandi. Árni segir að söng- kvöldið hafi verið haldið undan- farin ár föstudaginn fyrir sjómtinna- daginn og njóti alltaf mikilla vinsælda. Ásamt Áma munu troða upp þeir Gísli Helgson, Páll Ámason og flokkurinn Eymenn mun taka létta snerru. Á efnis- skránni verða þekkt og mirrna þekkt Eyjalög flutt og er lofað góðu partíjammi. Húsið opnar klukkan 21:00, en flytjendur hetja leik sinn kl. 22:00 og munu fylla eyru hlustenda hinum einu og sönnu Eyjatónum til kl. 01:00. EnnafKeikó Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 2. júní var samþykkt tilleitan Páls Marvins Jónssonar forstöðumanns Rannsóknaseturs Vestmannaeyja um að bæjítrsjóður annist viðgerðir vegna hugsanlegara skemmda á slitlagi á Vestmannaeyjaflugvelli komi til þess að „Keikó“ verði fluttur með flugvél til Vest- mannaeyja. Breytingar hafa orðið í stjórn- unarstöðum hjá KA og ná þær m.a. til verslunarstjóranna í Vestmanna- eyjurn. Helsta breytingin er sú að Sigurður Hinrik Teitsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Við starfi hans tekur Sigurður G. Mark- ússon sem hefur verið verslunarstjóri á Selfossi. Unt leið verður nokkur breyting á starfmu og verður Sigurður yfirmaður og sölustjóri allra verslana KÁ. Karl West, sem undanfarin misseri hefur verið verslunarstjóri Tangans Magnús Jónasson framkvæmda- stjóri Herjólfs segir að vegna um- ræðna og kvartana yfir að fluttn- ingavagnar séu teknir framfyrir einkabíla með Herjólfi, þá sé það gömul saga og ný. Hann segir að það komi dagar þar sem miklir flutningar séu, en að vöm- flutningavagnarnir séu látnir ganga fyrir sé ekki rétt. „Þegar mikið er af vögnum minnkar plássið og á toppum getur þetta orðið til vandræða. Hins vegar leggja þeir flutningsaðilar sem flytja hjá okkur inn pantanir fyrir flyst um set á Selfoss þar sem hann tekur við starfi verslunarstjóra. Svan- hildur Guðlaugsdóttir, verslunarstjóri KÁ í Goðahrauni, tekur við af Karli en verður áfram verslunarstjóri í Goðahrauni. Af Sigurði Teitssyni er það að segja að hann tekur við framkvæmdastjóm 11-11 búðanna í Reykjavík sem KÁ er helmingseigandi að. Breytingamar voru kynntar starfs- fólki í Vestmannaeyjum á þriðju- daginn. í samtali við þau kom fram að miklar breytingar em fyrirhugaðar hjá KÁ í Eyjum, sérstaklega á Tanganum hvem mánuð. Þessir föstu flutningar em tveir íjömtíu feta vagnar, annar frá Flutningaþjónustu Magnúsar og hinn frá Landflutningum og þrír tuttugu feta vagnar frá HSH.“ Magnús segir að þeir hjá Herjólfi hafi oft agnúast út í það að skipið skyldi ekki verða tíu metrum lengra eins og gert var ráð fyrir í upphafi, hins vegar hefði það ekki breytt miklu þegar álagstoppar séu. „Undir slíkum kringumstæðum höfum við einnig þurft að synja flutningum á auka- vögnum frá þessurn flutningsaðilum sem er þó háð því að samningar takist við leigusala. „Hvað mig varðar, þá finnst mér spennandi að fá tækifæri til að takast á við stærra verkefni," sagði Svanhildur í samtali við Fréttir. „Það er ekki síst gaman vegna þess að mikið er framundan hjá okkur." Karl segist fara frá Eyjum með góðar minningar. „Þetta hefur verið góður tími og verið ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast Eyjamönnum, bæði starfsfólki og viðskiptavinum. Vil ég þakka þeim samstarfið og viðskiptin,“ sagði Karl. sem ég nefndi áðan. Þannig að allt tal um forgang þeirra á ekki við nein rök að styðjast. Svo er hins vegar líka önnur hlið á þessu máli sem líka skapar vandræði, en hún snýr að þeim sem hafa pantað, en gleyma svo að láta vita ef þeir hætta við. Ef fólk hefði meiri andvara á sér varðandi afpantanir gæti það bjargað öðrum sem ein á biðplássi." Magnús segir að eftir veturinn hafi almennt ekki verið fullt skip og fólk þess vegna treyst á það að ekki þyrfti að panta fyrirfram. Þetta fólk hafi lent RíkeysýniríAkóges Listakonan Ríkey Ingimundardóttir mun opna sýningu í Akóges á morgun föstudaginn 5. júní kl 17:00. Sýningin mun standa alla helgina og verða opin sem hér segir: Á laugardag frá kl. 14:00 - 18:00 og sunnudag frá kl. 14:00 - 22:00. Ríkey sýndi í Vestmanna- eyjum síðast fyrir um fjómnt árum við góðar undirtektir. Á sýningu Ríkeyjar munu verða nýjar myndir unnar með olíulitum. vatnslitum og silkilitum, skúlptúrar, litlar postu- línsmyndir. skúlptúrskálar, þar sem litlar sögur úr hugarheimi Ríkeyjíir eru tólkaðar í teikningu og formum, auk þess sem hún ntun verða nteð skartgripi af ýmsu tági. Ríkey segir að sjón sé sögu ríkari og hvetur Vestmannaeyinga til þess að fjölmenna á sýninguna. Þess má geta að á sýningunni verður leyniskúlptur sent listakonan segir að muni örugglega vekja óskipta athygli. Öll verkin eni til sölu. Breytingar í blaðinu í dag er auglýsing frá Vinnslustöðinni þar sem óskað er eftir tilboðum í þrif á vinnslusölum. Fram til þessa hafa starfsmenn Vinnslustöðvarinnar séð um þau verk. Ingi Júlíússon, verkstjóri, sagði í samtali við Fréttir að ákveðið hefði verið að breyta til og reyna þetta. fela starfið verktökum. „Ég veit ekki hvort við högnumst á þessu," sagði Ingi. „En allt í okkar lífi er breytingum háð og við erum alltaf að leita leiða til að hagræða í rekstrinum, prófa eitthvað nýtt. Stunditm lukkast það og stundum ekki. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta skilar árangri," sagði Ingi. Vélbátamyndir Um sjómannadagshelgina verða sýndar 52 bátaljósmyndir í anddyri Safnahúsins. Myndimar era af fyrstu vélbátum sem gerðir vora út frá Vestmannaeyjum allt frá árinu 1906. Myndimar era gjöf Bryn- dísar og Jóns Björnsssonar frá Bólstaðarhlíð. Jón er löngu lands- þekktur fyrir söfhun sína og útgáfu bóka nteð myndum af bátum og skipum. Opið verður unt helgina frá kl 14:00 - 17:00 og á opnunartíma safnsins út vikuna. á bið en ekki komist með skipinu. „Flutningur einkabfla jókst á síðasta ári fyrir utan júní og júli, sem stafaði aðallega af veðri hér, en það sem af er þessu ári hefur verið samdráttur. Hins vegar lítur vel út með sumarið. Það era stórar helgar inni í því eins og Þjóðhátíð, Shellmótið og Pæjumótið, sem við mætum með aukaferðum. Öðram álagstoppum reynum við að mæta með aukaferðum fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.“ FRETTIR I Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig I lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Fjárfestlngabankl atvinnulífsins hélt stjórnarfund í húsnæði Háskóla íslands i Vestmannaeyjum síðastliðinn hriðjudag. Þetta er fyrsti staðurinn utan Reykjavíkur bar sem stjórnarfundur bankans er haldinn. Fjárfestingabanki atvinnulífsíns er sá banki íslenskur sem á mest eigið fé. Stjórnín kom til Eyja seinni part mánudags og fór aftur seinni part briðjudags. Stjórnín skoðaði meðal annars ýmis fyrirtæki og kynnti sér ýmis framfaramál í atuinnurekstri. Ákveðið uar að halda bennan fund í Vestmannaeyjum uegna bess að margir uiðskiptauinir bankans eru í Eyjum og ekki síður uegna bess að Vestmannaeyjar eru stærsta uerstöð landsins. Á myndinni má sjá stjórnína í húsakynnum Háskólans í Eyjum. ðruggara að panta fyrirfram með Herióin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (04.06.1998)
https://timarit.is/issue/375329

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (04.06.1998)

Aðgerðir: