Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur4. júní 1998 Fimmtudagur 4. júní 1998 Fréttir 9
Sjómannadagurinn á sér embá fastan sess í hugum sjámanna
í tilefni af sjómannadeginum næstkomandi sunnudag þótti rétt að taka púlsinn á sjómönnum
og reyna að fá þá í spjall. Spjall á bryggjunni ætti að gefa einhverja mynd af pælingum
sjómanna um lífíð og tilveruna, og kvóta og ekki kvóta, sjómannadaginn fyrr og nú,
afreksverk á sjó, hetjudýrkunina; hvort sjómaður dáða drengur, eins og segir í einum
dægurlagatexta, sé enn þá til staðar. Kannski er þó ekki hægt að fá neitt í æð í spjallinu á
kæjanum. Menn verða að vera til sjós ef hin rétta tilfinning fyrir sjómannslífinu á að komast
til skila. Þess var þó freistað að fá einhverja mynd af því sem berst inni fyrir hjá
sjómanninum. Það kom alltént í ljós að menn eru léttir og glaðir. Það er þá sama hvort það
er vegna góðra aflabragða, eða einfaldlega vegna þess að þeir eiga svo góðar eiginkonur að
það er vel tilvinnandi að vera úti á sjó í einhvern tíma, því að það sé svo gott að komast í
fang þeirra þá stutlu stund sem stoppað er í landi. Benedikt Gestsson.
Menn fara héðan
beint á eftirlaun
Hannes segir að hann hafi verið í útgerð allt of lengi og skipstjóri á
Baldri hefur hann verið síðan 1973.
Hannes Haraldsson er skipstjóri og
einn útgerðarmanna Baldurs VE
24. Baldur VE er 55 tonna bátur og
hefur gert út á troll og hefur verið á
„floti síðan 1930,“ eins og Hannes
orðar það. Ahöfnin var að koma
með fimmtán kör af ýsu og dálítið
af þorski, sem Hannes segir að sé
alveg þokkalegur afli. Það er 400
þorskígildistonna kvóti á Baldri og
Hannes segir að það verði ekki
mikil aukning í þorski, en hins
vegar minnkun í ýsu og skarkola.
Hannes segir að það séu fjórir
menn í áhöfninni og að þeir hafi
verið að gera það þokkalegt og
uppistaðan í aflanum hafi verið ýsa
undanfarið. Annars segir hann
fullur hógværðar að hann geti og
þori varla að spjalla vegna þess að
hann sé báðum megin við borðið.
Eftir nokkur sannfæringarorð lætur
Hannes þó til leiðast og ekki mjög
nauðugur eftir því sem líður á spjallið.
„Eins og ég sagði höfum við aðallega
verið að fá ýsu, sem fer beint í gáma.
Hins vegar höfum við sent stóran
þorsk á markað, en þennan afla höfum
við verið að fá við Álseyna. Við
höfum setið að þessu einir undanfarin
ár en nú fjölgar þeim sem vilja komast
í þetta."
Hannes segir að hann hafi verið í
útgerð allt of lengi og skipstjóri á
Baldri hefur hann verið síðan 1973.
„Annars er ég eiginlega kominn á
seinni hlutann í þessu og verð sex-
tugur á þessu ári ef ég man rétt og
kominn tími til að fara að hætta
þessu.“
Hversu mikilvægur er sjómanna-
dagurinn fyrir stéttina sem slflca?
„Ég veit ekki fyrir mig. Þetta er
mjög rótgróinn dagur í vitund sjó-
manna. Hins vegar hefur maður
fækkað ferðum á skemmtanir sjó-
mannadagsins, eftir að maður hætti að
fara með krakkana. Hins vegar er það
mjög gott að sjómannastéttin skuli
eiga einn frídag á ári. Þá tekur maður
ekki inn í málið frátafir vegna
verkfalla sem hafa nú verið árviss at-
burður undanfarið. Hins vegar finnst
mér skemmtiatriði sjómannadagsins
höfða miklu meira til krakkanna, sem
er jú líka ágætt. Þetta ætti að vera
skemmtun fyrir alla fjölskylduna."
Hvað ætlar þú að gera á sjómanna-
daginn?
„Við höfum alltaf farið út að borða
skipshöfnin og skemmt okkureitthvað
á eftir. Ég minnist þess ekki að það
hafi verið dekrað neitt sérstaklega við
mig á þessum degi. Maður reynir að
gera sér dagamun og gera vel við
konuna og öfugt. Annars er ekki
mikil bryggjustemmning í kringum
þetta nú orðið. Menn spjalla dálítið á
bryggjunni, en spjallið er orðið meira
á kaffistöðum og innan dyra.“
Nú hefur Sverrir Hermannsson
brugðið sér í gervi miskunnsama
samverjans og ætlar að stokka upp
það sem hann kallar óréttlátt
kvótakerft. Hvað finnst þér um það?
„Það verða örugglega einhverjir
sem taka þessu fagnandi, en ég hef
ekki trú á því að það verði miklar
breytingar á þessu kerfi. Þetta er orðið
svo fast í sessi og því miður kannski.
Við fáum aldrei að fiska frjálst. Það
verður alltaf einhver stýring á veið-
unum. Svo vilja menn breytingar en
vita svo ekkert hvaö á að koma í
staðinn."
Hannes segir að menn hafi stoppað
lengi á Baldri. „Menn fara á eftirlaun
þegar þeir hætta héma. Sem betur fer
hefur okkur haldist vel á mann-
skapnum og hann hefur verið sam-
heldinn. Þetta hefur lfka verið farsæll
tími á heildina litið. Ef menn hafa lent
í einhverju eru þeir fljótir að gleyma
því.“
Borgpór Yngvason fjölmiðlafulltrúi á Kap, eins og hann titlaði sig og Gunnar Sigurðsson vélstjóri, Árborgartöffari og
skemmtanastjóri.
Kap kom inn með fullfernii af sfld á
mánudagskvöldið. Það var verið að
ljúka löndun þegar tíðindamaður
Frétta kom á bryggjuna daginn
eftir og náði tali af tveimur
galvöskum mönnum úr áhöfninni.
Það voru þeir Borgþór Yngvason
fjölmiðlafulltrúi á Kap, eins og
hann titlaði sig og Gunnar Sigurðs-
son vélstjóri, Arborgartöffari og
skemmtanastjóri. Þeir voru ekki
bangnir við að spjalla, enda ekki
talað við ókunnugan mann í licilar
tvisvar sinnum 500 mflna.
„Þetta er ágætis sfld,“ segir Borg-
þór. „En hún fer öll í bræðslu vegna
mikillar átu sem í henni er. Hins
vegar fengum við gott veður þannig
að þetta er ekki bara grautur sem við
komum með.“
Hvað á að gera á sjómannadaginn?
„Það verður dottið í það og ýmis-
legt sér til gamans gert. Það er hefð
fyrir því að skipstjórinn bjóði áhöfn-
inni heim og svo förum við út að
borða í Týsheimilinu. Það er líka hefð
fyrir því að tala ekki illa um skip-
stjórann. Þetta er allt í góðu hófi
samt,“ segja þeir báðir. „Það er nauð-
synlegt að menn klæði sig upp og
mæti á bryggjunni eða á Stakkó að
hefðbundnum sið, en frekar illa séð að
hafa pelann í rassvasanum. Þetta er
miklu meiri fjölskylduhátíð og mér
finnst að svo eigi að vera,“ segir
Gunnar.
Annars segja þeir að sjómanna-
dagurinn hafi verið mjög svipaður
undanfarin ár og þeim finnst að
nefndin sem hafi séð um hátíðahöldin
undanfarin ár hafi staði sig mjög vel.
Borgþór og Sigurður segjast hafa
verið saman til sjós í tíu ár. „Við
byrjuðum saman á Valdimar Sveins-
;yni. Svo við eigum tuttugu ára sjó-
óknarafmæli til samans ef það mætti
egra vora glæstu mynd,“ segir
torgþór.
Dekra ekki eiginkonur ykkar við
ykkur á þessum degi?
„Konan mín er svo góð að hún
getur ekki bætt sig,“ segir Borgþór.
, Já ég get alveg tekið undir það," segir
Gunnar. „Annars er varla hægt að tala
um þetta sem einn dag,“ segir Borg-
þór. „Það er öll helgin sem liggur
undir og sum atriðin eru á laugardeg-
inum eins og knattspymukeppnin
milli áhafna skipanna.”
Borgþór og Sigurður segjast hafa
skoðanir á kvótakerfinu og segja það
bæði hafa kosti og galla. „Það er til að
mynda mikii aukning hjá okkur í
uppsjávarfiski, sfld og Ioðnu, en við
getum einnig farið á kolmunna, þess á
milli." segir Sigurður. Og Borgþór
bætir við. „Reyndar hefur kolmunn-
inn ekki verið hafður í hávegum hjá
íslendingum hingað til, en ef menn sjá
peninga í þessu þá breytist alltaf
viðhorfið.“
Hvað finnst ykkur um síðustu fréttir
af Sverri Hermannsyni um að stofna
stjórnmálaflokk með það að megin
tnarkmiði að breyta kvótakerfmu?
„Hann hefur trúlega eitthvað til síns
máls, en hins vegar höfum við ekki
heyrt hvaða tillögur hann ætlar að
setja fram. Mér finnst hins vegar að
þeir eigi bara að eiga kvótann sem
veiða fiskinn. en ekki aðrir. Hins
vegar er þetta ekki mikið í
umræðunni. Það er frekar að verð-
myndunarákvæðin séu til umræðu,
eftir síðustu lög sem sett voru á
sjómenn. Þetta er þó allt í rétta átt
varðandi skip sem eru á upp-
sjávarveiðum. Það er góður kvóti sem
við höfum til ráðstöfunar núna á sfld
og loðnu. Kvótakerfið sem slíkt er því
ekki alvont," segir Borgþór.
Borgþór segir að sfldin sé að gefa
sig dálítið núna. Hins vegar sé langt
að sækja hana. „Þennan afli sem við
komum með að landi núna fengum
við utan við tvöhundruð mflumar. En
það er hagsmunamál í samningum
okkar við Norðmenn að hún mjaki sér
inn í lögsöguna okkar.”
Er einhver rómantík í kringum
sfldveiðamar nú eins og menn hafa
talað um í eina tíð? „Nei, nei,“ segja
báðir. „Talaðu við okkur þegar við
erum orðnir gamlir menn. Þessir
kallar héngu eða lágu bara uppi í
Hvanneyrarskál á Sigló, eins og segir
í sönglagatextum frá þessum tíma.
Við megum ekki taka þátt í neinni
kvennarómantík. Það eru engin stopp.
né bið eftir losun. Þessi tæki eru orðin
það hraðvirk og enginn tími til fyrir
rómantík. Menn taka sér bara eitt gott
sumarfrí og láta það duga, að öðru
leyti em menn bundnir við þetta meira
og minna.“
Gunnar segir að miklar framfarir
hafi átt sér stað á undanfömum árum
hvað varðar aðbúnað áhafna. Hann
segir að það sé ljósabekkur. þrekhjól
og lóð fyrir menn að reyna sig á í
frítímanum um borð, að ógleymdu
vídeóinu. Um leið og hann sleppir
orðinu er galað á Borgþór og hann
beðinn að fara aftur á og hífa í endann,
en það hafði eitthvað slaknað á
honum. Ég kalla til Gunnars og spyr
hann að því hvort þetta sé lævíst bragð
til að koma sér undan frekara spjalli.
Hann segir það af og frá. „Það getur
allt skeð héma við kæjann." í sama
mund er híft í endann, sem ekki er
sterkari en það að hann slitnar og lás
einn mikill kemurfljúgandi og lendir
við tær tíðindamanns. Menn halda
samt ró sinni, þó að skipið sé farið að
mynda níutíu gráðu horn við
bryggjuna. Borgþór kemur aftur og
búið að koma upp nýjum enda mið-
skips og skipið mjakast nær.
Er algengt að sérstakir fjölmiðlafull-
trúar séu um borð í skipum gerðum út
frá Vestmannaeyjum?
„Ekki er það nú,“ segir Borgþór.
„En ef þörf er á slíku þá tek ég málið
að mér.“
En hvemig er með ímyndina sem sjó-
menn hafa nú?
„Hún er orðin dálftið breytt,“ segir
Borgþór. „Þessi hetjuímynd hefur dá-
lítið látið á sjá. Þetta em engar hetjur
eins og sögur fóm af í eina tíð enda
allt önnur aðstaða sem menn búa við
núna. Sumir kunna kannski einhverj-
ar hetjusögur, en menn eru ekkert að
miklast af verkum sínum né of-
metnast. Menn eru ekkert að spilla
móralnum með slíku tali. Endaerein
undirstaða góðs mórals bundinn við
það að menn segi ekki allt sem þeim
býr í brjósti."
Ismokarinn og aflakóngurinn
Garðar II er að leggjast að bryggju
inn í Friðarhöfn og tíðindamaður
ákveður að kanna hvort nienn séu
ekki til í spjall, glóðvolgir af mið-
unum. Það er auðsótt mál og mér
er sagt að von sé á Smára Harðar-
syni, kraftamanni og kafara til þess
að losa togvír úr skrúfunni. „Þetta
klúðraðist einhvern veginn undir
bátinn með fyrrgreindum afleið-
ingum,“ segir einn úr áhöfninni.
Reynir Pálsson og Guðjón Ágúst
Gústafsson eru hásetar á Garðari II
sem er í eigu Útgerðarfélags Vest-
mannaeyja. Reynir segist hafa verið á
sjó síðan 1995, en hafi líka verið við
nám á skipstjómarbraut FÍV síðast
liðinn vetur. Guðjón var hins vegar í
sínum öðrum túr og segist ekki ætla
að leggja fyrir sig sjómennskuna,
heldur muni hann fara að kenna í
Bamaskólanum í haust. Reynir segist
hins vegar staðráðinn í því að leggja
fyrir sig sjómennskuna og klára
stýrimanninn. „Ég ætla að leggja
þetta fyrir mig og verða aflakóngur."
Hvemig reyndist Guðjón í túmum?
„Þetta er að venjast," segir hann.
„Ég var sjóveikur fyrst í stað.
„Þetta var vont,“ segir Reynir og
glottir til félaga síns. „En það venst.
Hann var ágætur í ísnum, en ómögu-
legur í allt annað.“ Með það er
Guðjón kallaður ofan í lest að moka
ís.
Var þetta góður túr hjá ykkur?
, Já mjög góður, við fylltum bátinn
í einu hali. Tuttugu og þrjú tonn.
Þetta var mjög góður fiskur um áttatíu
prósent stórþorskur. Sem fer beint í
Vinnslustöðina,“segir Reynir.
Reynir segir að sjómannadagurinn
sé nauðsynlegur fyrir stéttina og það
að geta klætt sig upp og gert sér
glaðan dag með fjölsky Idunni sé
nauðsynlegt, hvort heldur er út á við
eða bara fyrir sálartötrið. Hann segist
hins vegar ekki ætla að detta íða „Það
er gríðarleg stemmning í kringum
þennan dag. Þetta er hátíðisdagur
sjómanna og ég jafna honum alveg
við frídag verkalýðsins 1. maí. Ég hef
tekið þátt í ýmsum uppákomum á
þessum degi. Það er til að mynda
keppt í fótbolta milli áhafna, en sá
dagskrárliður er reyndar á laugar-
dögum. En þetta er nauðsynlegt til að
brydda upp á einhverju öðru í rútínu
Reynir Pálsson og Guðjón Ágúst Gústafsson eru hásetar á Garðari II sem
er í eigu Útgerðarfélags Vestmannaeyja.
hversdagsins. Þetta er líka orðinn
meiri dagur fjölskyldunnar, þar sem
allir taka þátt. Fyllirí er líka á
undanhaldi í skemmtun dagsins. Nú
er þetta hins vegar orðin heil helgi.
Sunnudagurinn er hins vegar aðal
dagurinn, þar sem sjómenn eru
heiðraðir og messuhald í hávegum
haft.“
Reynir segist ekki hafa neina
sérstaka skoðun á kvótamálum. „En
það er að minnsta kosti nógur fiskur í
sjónum. Svo að möguleikinn á því að
verða aflakóngur er ágætur," segir
Reynir að lokum.
Ég spyr hann hvort ekki sé hægt að
ná ísmokaranum upp úr lestinni, svo
hægt sé að Ijósmynda þá saman. Því
er tekið ljúfmannlega og Guðjón
vippar sér frá borði og þeir stilla sér
upp fyrir myndatökuna.
I millitíðinni hefur Smári Harðar
smokrað sér í kafarabúninginn og er
tilbúinn að stökkva í sjóinn að losa
benduna úr skrúfunni. Tíðindamaður
þakkar fyrir spjallið og finnst það góðs
viti fyrir framtíð Vestmannaeyja að
ungur maður eigi sér þann metnað og
draum að verða aflakóngur.
Settum hann
í tissjú og
kveiktum í
Kristinn Jónsson er kokkur á Dala
Rafni VE 504. Hann hefur verið
átján ár til sjós á ýmsum skipum
pg var meðal annars í 10 ár á
ísleifi VE 63. Kristinn spilar líka á
bassa og lék með Logum frá
Vestmannaeyjum í eina tíð, en
síðast hafi hann stigið á svið á
Dögum lita og tóna í fyrra þegar
hann lék með jasshljómsveitinni
Vinum Ola.
Kristinn segist hafa byrjað til sjós
sem vélstjóri, en svo tekið að sér
kokkaríið. „Þetta er að einhverju
leyti spurning um áhuga og hvað
liggi vel fyrir mönnum. Ég ætlaði að
hvfla mig eitt ár frá skólanum. en ég
hef nú ekki mætt þar aftur enn þá.
Kokkaríið lærist allt saman og ef
menn hafa þetta í sér þá er þetta
ekkert mál. En maður teynir að
breyta til öðnt hvom, en kannski ekki
of miklu."
Er kokkurinn ekki mest skammaði
maður um borð í hverju skipi?
„Það er allur gangur á því, en oft
liggur kokkurinn vel við höggi, svo
það er ágætt að hann sé skikkanlega
gamansamur. Menn fá alltaf eitt-
hvað á sig. Þetta fer stundum eftir
því hvort menn eru að koma eða fara
í vinnu. Það er stundum haft að
orðatiltæki hér að segja. „Sjáðu
auminginn þinn, búinn að rníga og
skíta á þig.“ En þetta er allt á góðu
nótunum. Mórallinn er mjög góður
um borð, enda gengi ekki annað í
svo smáu samfélagi sem áhöfn á einu
skipi er. Ef menn standa sig ekki þá
fá þeir að heyra það, en menn verða
að hafa húmorinn og geðslagið í lagi.
Það er yfirleitt samhugur meðal
sjómanna, þó að menn geti greint á
þegar kemur að kjaramálum. Þetta
er þó misjafnt eftir því á hvers konar
veiðum menn eru.“
Hvað ætlar þú að gera á sjó-
mannadaginrí?
„Ég fer niður á bryggju með
krakkana, þó fer það nú eftir veðri
hvemig dagurinn þróast. Ég var á
sínum tíma í sjómannadagsnefhdinni
og hafði umsjón með hljóðkerfinu.
svo ég kannast lítillega við hvernig
þetta er unnið. Mér finnst að sjó-
mannadagurinn eigi að vera fyrir alla
fjölskylduna og að allir eigi að geta
fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Koddaslagurinn og tunnuhlaupið er
til dæmis alltaf vinsælt, en stundum
kennir óþolinmæði eftir kappróðr-
inum. Það er alltaf að verða minna
fyllirf að deginum til og mér finnst
það af hinu góða. Það eru þá frekar
yngri menn sem em að fá sér neðan j
því og skemmta sér á þann hátt. I
eina tíð var alltaf skemmtun og
matarboð í Höllinni á sjómanna-
daginn, en nú hefur guð verið settur
yfir Höllina og sjómenn undir það
heiðna goð Tý.“
Hversu mikilvægan telur þú sjó-
mannadaginn vera fyrir sjómenn?
„Ég tel það mjög mikilvægt að
sjómenn geti átt sinn sameiginlega
frídag einu sinni á ári. Þó að það séu
breyttir tímar bæði hvað snertir
Kristinn segist fá blómuönd og
stundum pela frá konunni á sió-
mannadaginn.
vinnuaðstöðu og samskipti við
fjölskylduna á meðan menn eru úti á
sjó, þá er þetta spuming um að allir
geti skemmt sér saman og átt sam-
eiginlegan dag.“
Dekrar eiginkonan eitthvað meira
við þig þennan dag, umfram aðra
daga sem þú ert í landi?
„Það get ég nú ekki sagt. en ég hef
fengið blómvönd og stundum pela
með. Ég hef tvisvar verið í siglingu
á sjómannadaginn og þá gerði
áhöfnin sér glaðan dag úti. En þessi
ímynd með sjómanninn og slark-
arann, held ég sé á undanhaldi.
Hetjufmyndin er líka mikið breytt.
Menn eru á það traustbyggðum
skipum að það er ekkert í líkingu við
það sem áður var, þegar menn vom í
lífsháska við hvert öldufall."
En eru ekki alltaf sagðar góðar sögur
af mönnum sem lent hafa í
einhverjum ævintýmm, þótt það séu
kannski ekki endilega hetjusögur?
„Jú það gerist nú alltaf eitthvað.
Ég get sagt þér eina frá því ég var á
rækju fyrir vestan. Við komum inn
til Isafjarðar og þegar þangað var
komið fengum við tveir félagamir
okkur neðan í því og héldum út á
lífið. Það var frost og þegar við
vomm komnir aftur til skips, langaði
félaga minn einhver lifandis býsn til
að stökkva í sjóinn. Hann gerir það
vafningalaust og skríður svo upp
stiga sem lá utan á bryggjunni og er
heldur blautur, og hrakinn eftir að
hafa brölt í sjónum um stund. Nema
hvað að við fömm um borð og sjáum
að það þarf að þurrka manninn. En
það snjallræði sem við fundum upp á
var að vetja manninn í tissjú og
kveikja svo í. Það gekk ágætlega og
maðurinn fékk í sig yl og hlýju. En
það sern gerði útslagið var að við
vöfðum hann aftur í tissjú og
kveiktum í. Það hafði nefnilega
gleymst að taka ljósmynd af atburð-
inurn." segir Kristján að lokum og
við hlæjum innilega að þessari ágætu
sögu.