Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. júní 1998 Fréttir 13 Á Dögum lita og tóna um hvíta- sunnuna hélt Jón Kristinsson í Lambey, alias Jóndi myndlistar- maður og fagurkeri, sýningu á vatnslita- og akrílmyndum í Akó- ges. Sýningin var mjög vel sótt og sýningargestir ánægðir með sýn- inguna. Jóndi hefur ekki verið sýn- ingarglaður um ævina en hann hélt síðast sýningu á Húsavík árið 1983. Jóndi er hins vegar vel þekktur af myndlistarsköpun sinni og ekki síður af auglýsingum sem hann hefur gert um ævina. Uppistaðan í sýningu Jónda voru landslagsmyndir frá Vestmannaeyjum og víðar að af landinu. Einnig sýndi hann nokkrar andlits- og blóma- myndir. Jóndi er hugfanginn af smáatriðum og hinum fínni núönsum náttúmnnar. Stundum er það á kostnað lífs í myndum hans. Trúlega má rekja það til tækninnar sem hann notar, því hann lætur litinn ekki flæða frjálsan, heldur hemur hann og skorðar milli dökkra tússstrika sem hann dregur um hvert form sem byggja svo upp eftirmynd hlutveru- leikans. Veruleikinn í myndheimi hans virðist því á stundum stífur og kaldur, þó nær litagleði hans stundum að brjóta upp þessa stífni og myndin öðlast innra líf, svo slett sé gömlum frasa. Ofangreind lýsing á þó ekki við allar myndir Jónda. Nokkrar myndir málar hann með vatnslit á mjög grófan og stífan pappír. Hann er hins vegar mjög spar á gegnumdreypi pappírsins, þannig að liturinn liggur á hærri flötum hans, en fellur ekki í skorumar á milli þeirra. Áhrifm verða svipuð og í mósaíkmynd, eða púsluspili, þar sem spenna magnast upp svo áhöld em um, hvort myndin muni hrynja af pappímum eða ekki. I þessum myndum þótti mér Jónda takast best upp. Liturinn var yfirleitt fölur, en nógu sterkur til þess að halda þessum mósaíkáhrifum og þar með skapa heildstæða og lifandi mynd. Vert er að þakka aðstandendum Daga lita og tóna fyrir þetta framtak og ekki síður Jónda fyrir að þiggja boðið. Jóndi hefur nokkra sérstöðu í hópi íslenskra vatnslita- og akríl- málara og hefur þróað með sér tækni sem hann fer mjög vel með. Benedikt Gestsson Tuttugu og þrír útskrif ast úr Hamarsskóla Tíundu bekkingar í Hamarsskóla uorið 1998 ásamt kennurunum Jóhönnu Niálsdónur og Huldu Karen Róbertsdónur. Áinnfelldu myndinni eru nemendur, sem hlutu uiðurkenningar, ásamt Halldoru Magnúsdónur skólastjóra. Tíundi bekkur Hamarsskóla kvaddi gamla skólann sinn með við- höfn síðastliðið miðvikudagskvöld. Tuttugu og þrír nemendur gengu undir samræmd próf og náðu allir lágmarkseinkunn í íslensku að því er kom fram hjá Halldóru Magnúsdóttur skólastjóra. Einnig var mjög góður árangur í stærðfræði og ensku en danskan kom illa út eins og oft áður. Að þessu sinni fengu fimm nemendur viðurkenningu. Nadia R. Ásgeirsdóttir fyrir frábæran náms- árangur í grunnskóla. Lilja B. Arn- grímsdóttir fyrir frábæran árangur í íslensku. Silja Konráðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir jákvæðni og frábæran árangur í handlistum og Hrafnhildur Bjömsdóttir fékk viður- kenningu fyrir frábæran árangur í handlistum. Loks fékk Nanna Bryn- geirsdóttir viðurkenningu fyrir fé- lagsstörf í þágu nemenda. Að lokinni kveðjuathöfn á bóka- safni skólans þágu viðstaddir veitingar í boði skólans sem 10. bekkingar höfðu útbúið og framreitt undir stjóm Unnar Tómasdóttur heimilisfræði- kennara. Veglegt Sjó- mannadagsblað Sjómannadagsblað Vestmanna- eyja 1998 er komið út, veglegt að vanda. Blaðið er mjög efnismikið, alls 135 síður auk auglýsingasíðna. Af efni blaðsins má nefna grein um Hjörsa eftir Árna frá Eiðum, frásögn eflir Guðmund Þ.B. Ólafsson. frá- sögn Pálma Sigurðssonar um minnisstæða siglingu á Sindra árið 1963, minningarljóð um Hannes lóðs og Ása í Bæ eftir Benedikt Sæmundsson. Þá er og minningar- ljóð eftir Unu Jónsdóttur. Haraldur Guðnason á tvær greinar í blaðinu, aðra um skipsstrand á Hallgeirs- eyjasandi 1906 og hina um flösku- skeytapóst milli lands og eyja. Ingibjörg Hafliðadóttir skrifar grein sem nefnist Hugleiðingar sjómanns- konu, Bjami Jónsson segir frá vertíð fyrir 74 árum. Snorri P Snorrason segir frá því þegar Sigurður VE var færður til Noregs, Friðrik Ásmunds- son skrifar grein um útgerð Jóns Ólafssonar á Hólmi og afkomenda hans, Gisli Steingrímsson segir frá því þegar Bergur VE sökk 1962 og Tryggvi Sigurðsson skrifar um síðustu ferð Skaftfellings VE. Ingólfur Amarson skrifar um félags- hyggð útvegsbænda fyrr á árum, viðtal er við Hermann Pálsson og grein um Ársæl Sveinsson eftir Guðmund S Hermannsson. Guðjón Á Eyjólfsson skrifar grein um Löngsjó- mannadagshelgi fiskimiðin austan við Eyjar og Sigurður Guðmundsson segir frá síldveiðum á Sídon árið 1947. Hér er aðeins nokkuð upp talið af efni blaðsins og þá einnig ótalið að mikill Ijöldi mynda prýðir það. Ritstjóri þess er Sigmar Þ Svein- bjömsson. Blaðið verður afhent sölufólki á laugardag kl. 10 í Básum en það mun einnig verða til sölu í versl- unum í Vestmannaeyjum og í Reykjavík verður það selt í Granda- kaffi, Bókabúð Árbæjar og Umferð- armiðstöðinni og í Hafnarfirði í Skeljungi og Kænunni. Sjómannadagshelgin verður með lengra móti að þessu sinni. Hún hefst annað kvöld kl. 21 í Akóges þar sem Árni Johnsen og félagar verða með sjómannastemmningu fram til kl. eitt um nóttina. Laugardaginn 6. júní hefjast há- tíðahöldin við Friðarhöfn kl. 13.30 með bæn en síðan verður keppt í kappróðri, tunnuhlaupi, reiptogi, pokahnýtingu og netabætningu. Þá verðureinnigsýntteygjustökk. Kl. 16 verður skákmót í Alþýðuhúsinu milli sjómanna og landmanna og á tímabilinu 16-18 verður Lóðsinn til sýnis við Básaskersbryggju. Kl. 20 verða sjómannahóf í Alþýðuhúsinu og Týsheimilinu þar sem boðið verður upp á skemmtiatriði meðan á borðhaldi stendur. Svo verður dansað í báðum húsum til kl. íjögur og hægt að ganga milli húsa eftir kl. tvö. I Alþýðuhúsinu verður hljómsveitinn Skítamórall en í Týsheimilinu Dans á rósum. Á sjómannadaginn, 7. júní, hefjast hátíðahöldin með sjómannamessu í Landakirkju. Að henni lokinni verður minningarathöfn við minnisvarðann í umsjá Snorra Óskarssonar. Á Stakkagerðistúni kl. 15.30 mun Lúðrasveit Vestmannaeyja leika og Samkór Vestmannaeyja syngja. Heiðranir og verðlaunaafhendingar verða á sínum stað og ræðumaður dagsins verður Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður. Þá mun Jón Gnarr skemmta og hljómsveitin Skítamórall leika. VigdísHelgaUEvinnur grálúðu við Grænland Vigdís Helga VE, sem er í eigu Gests Gunnbjörnssonar skipstjóra, hefur verið leigð til Grænlands næstu þrjú árin. Um borð verður fryst grálúða sem safnað verður af smábátum. Þetta kemur fram í síðasta blaði Fiskifrétta þar sem haft er eftir Gesti að skipið haldi til Grænlands í þessari viku. Siglt verður til norðvestur- strandarinnar, í Diskóflóann, en þaðan er bátunum fylgt eftir eftir því sem ísinn hopar norður á bóginn. Royal Greenland leigir Vigdísi Helgu og segir Gestur að Grænlend- ingar stundi grálúðuveiðar á litlum línubátum og aflinn hafi verið nokkuð góður. „Það er gert ráð fyrir því að við förum á þrjá til fjóra staði daglega til þess að taka við afla frá bátunum og munum sjá um að haus- og sporðskera grálúðuna og frysta hana um borð. Þess munu vera dæmi að taka þurfi við allt að 40 tonnum af grálúðu á degi hverjum en að jafnaði er aflinn minni. Við erum að auka við frysti- getuna hjá okkur og eftir breytingar, sem verið er að gera uppi á Akranesi, verður frystigetan um 25 tonn á sólarhring,“ segir Gestur við Fiski- fréttir. Auk hans verða þrír aðrir íslenskir yfirmenn í áhöfn en vinnslan verður í höndum Grænlendinga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.