Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 4. júní 1998 rr Drengur Þann 28. apríl eignuðust Asa Birgisdóttir og Páll Heiðar Högnason son. Hann vó 13 merkur og var 53 sm að lengd. Með honum á myndinni em fr. v. frænka hans Katla Margrét og stóra systir Sandra Dís. Ljósm. var Guðný Bjamadóttir. Það er orðið í tísku að sælkerar vikunnar haldi sig innan fjölskyldunn- ar um tíma. Dröfn Gísladóttir, sælkeri síðustu viku, skor- aði á Þórunni systur sína að taka við. „Ég ætla að bjóða upp á tvo rétti, humarrétt í aðalrétt og svo eflirrétt. Úr djúpinu: 1/2 kg soðinn humar 250 g soðin hrísgtjón 400 g sveppir 250 g majones 1 1/2 dl rjómi 2 tsk. karrý 1 tsk. paprikudufl 1 tsk. chiliduft 100 g rækjur Hrísgijónin em sett í eldfast mót og humrinum raðað ofan á. Sveppirnir steiktir og þeirn dreift yfir humarinn og rækjunum söntuleiðis. Majonesi og rjóma hrært saman og kryddinu blandað saman við. Þessu er hellt yftr réttinn og rifnum osti stráð yfir. Bakað við 200° í 30 mínútur. Borið fram með snittubrauði og góðu hvítvíni. Eftirréttur: 2 pelar þeyttur rjómi 1 dós perur, vel þurrkaðar og skomar í bita 3 stk. Snickers súkkulaði, skorið smátt 1 púðursykurbotn, mulinn Hrærið öllu saman við rjómann, setjið í kringlótt kökuform og frystið. Skreytið með nýjum jarðarberjum þegar borið er fram. Eg ætla enn að halda boltanum f fjölskyldunni. Ég skora á mömmu, Oddu Gunnólfsdóttur. Þar sem hún er aðstoðarstúlka á Sjúkrahúsinu hlýtur hún að kunna eitthvað fyrir sér. Þórunn Gísladóttir er sælkeri þessarar viku. Segi allt of sjaldan nei Dagar Lita og tóna eru orðinn fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga um hvítasunnuna. Þaðer Listvinafélagið i Vestmannaeyjum sem sér um alla framkvæmd þessara tónlistar- og myndlistardaga. Ein aðaldriffjöðrin iþeim félagsskap er Hermann Einarsson. T.d. hefur hann haft það fyrir fasta siðvenju að bjóða þátttakendum til veislu í Akógeshúsinu á hvítasunnudag og hefurþá séð um að matreiða ýmsa rétti sem tilheyra Eyjum, t.d. eru fýlsegg og svartfuglsegg fastur liður í þeirri veislu. Hermanner Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Hermann Einarsson. Fæðingardagur og ár? 26. janúar 1942. Fjölskylduhagir? Kvæntur Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur, fasteigna- og skipasala og eigum við tvær dætur, Sigurborgu Pálínu, kennara og Steinunni Ástu, snyrtifræðing. Menntun og starf? Kennari. Laun? Mánaðarlaun kennara eftir 32 ár í starfieru kr. 116.588. Helsti galli? Segi allt of sjaldan nei. Helsti kostur? Spurðu aðra en mig. Uppáhaldsmatur? Hreindýr og humarklær. Versti matur? Hef aldrei kunnað að meta siginn þorsk. Uppáhaldsdrykkur? Tyrknesk mjólk. Uppáhaldstónlist? Góðurjass. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fjölskylduferð á fjöllum og að veiða eins og eitt hreindýr. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að reyta arfa. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég spila ekki í happdrætti. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Eggert Björgvinsson. Uppáhaldsiþróttamaður? Siggi minkur í bjargi. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Senilega of mörgum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttirog fræðsluþættir. Uppáhaldsbók? íslenskir sjávarhættir. Hvað metur þú mest í fari annarra? Stundvísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hælbítar fara í taugamar á mér. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Gróið og skjólgott lækjargil fyrir ofan Stöng í Þjórsárdal. Af hverju leggja Listvinir á sig alla þessa vinnu fyrir hverja hvítasunnu? Til að gleðja sig og aðra. Hvernig var aðsóknin núna? Góð að venju. Hvað er þér eftirminnilegast frá Dögum Lita og tóna að þessu sinni? Egill Ólafs og Einar Valur Scheving. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Dagar lita og tóna? Glaðir og þakklátir þátttakendur. Akóges? Góðurandi. Dagskrá? Harður húsbóndi. Eitthvað að lokum? Takk. liMMdkmiiitmdÉ'iUUdii Drengur Þann 22. apríl eignaðist Petra Fanney Bragadóttir son. Hann vó 16 1/2 mörk og var53 1/2 sm að lengd. Ljósm. var Lea Oddsdóttir. Barnfóstrunámskeið Vegna góðrar þátttöku verður annað bamfóstrunámskeið vikuna8. - ll.júníkl. 17 -20íhúsi Rauðakrossdeildarinnar Amardrangi. Getum bætt við nokkrum þátttakendum ef þeir skrá sig strax í síma 481 2293 og 481 2044. Námskeiðið kostar 3000 kr. Innifalin er mappa með námsefninu og eitthvað hollt og gott brauð ásamt drykk. Rauðakrossdeildin í Vestmannaeyjum Sundnámskeið barna Fyrir börn 5 ára og eldri hefst þriðjudaginn 9. júní og lýkur þriðjudaginn 30. júní. Innritun ferfram í afgreiðslu Sundlaugar mánudaginn 8. júníkl. 10.30-12.30. Námskeiðsgjald kr. 2.500,- greiðist v/innritun. Sundkennari verður Katrín Magnúsdóttir íþróttakennari íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum Málefni fatlaðra Sumarstarf/ liðveisla Félagsmálastofnun óskar eftir áhugasömu fóki til starfa við eftirfarandi störf: 1. Liðveislu í sumar: Starfið felur m.a. í sér að veita fötluðum einstaklingi stuðning í útivinnu á vegum bæjarins. Um er að ræða hlutastarf fyrir hádegi í júní og júlí. 2. Liðveisla: Starfið felst íþví að veita fötluðum einstaklingum stuðning og aðstoð til að taka þátt í félags- og tómstundastarfi. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími 4 klst. á viku, seinni part dags og um helgar. 3. Frekari liðveisla: Starfið felst í því að veita fötluðum einstaklingum í sjálfstæðri búsetu margháttaða persónulega aðstoð í daglegu lífi. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími ýmist á dagvinnutíma, kvöldin eða um helgar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun, í kjallara Ráðhússins. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Frekari upplýsingar veitir Hanna Björnsdóttir í síma 481 1092. Sumarstarf____________________ Auglýst er eftir starfsfóki til afleysinga í heimilishjálp tímabilið 1. júlí til 31. ágúst 1998. Um er að ræða tímavinnu á dagvinnutímabili frá kl. 8-17. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhússins, kjallara. Frekari upplýsingar veitir Sigurleif Guðfinnsdóttir í síma 481 3390I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.