Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 4. júní 1998 Landa- KIRKJA Föstudagur 5. ,júní Kl. 16:00 Útför Unnar Lcu Sig- urðardóttur. Laugardagur 6. júní Kl. 11:00 Utför Fannars Óskars- sonar Sjómannadagur 7. júní Kl. 13:00 Sjómannamessa í kirkjunni. Fulltrúar sjómanna lesa ritningartexta. Að messu lokinni verður minn- ingarathöfn við minnisvarðann um lirapaða og drukknaða. Miðvikudagur 10. júní KFUM&K húsið opið unglingum. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur um „að vera með lýð Guðs". Föstudagur Kl. 20:30 Unglingasamkoma Laugardagur Kl. 20:30 Brotning brauðsins Sunnudagur K1 11:00 Vakningarsamkoma með þáttöku trúboðshópsins. Samskot verða lekin til Petrusjóðs. Allir hjartanlega velkomnir! Fjölbreyttur stingur og lifandi orð. Aðventkirkjan I.augardagur 6. júní Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Bahái' sam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481- 1585 Arsþing ÍBV Ársþing íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir starfsárið 1997 verður haldið í Týsheimilinu mánudaginn 8. júní kl. 19.30. Dagskrá samkvæmt lögum og venjum. Stjórn íþróttabandalags Vestmannaeyja Sisur hjá óðrum flokki TTtiseicrn Húsiö Hergilsey, Kirkju- vegur 70a, er til sölu. Frekari upplýsingar veitir Jóhann Pétursson fasteignasali Bárugötu 15, sími 481-2622 Aðstandendur Fjörunnar ásaint fjölskyldum sínum. Grímur og Ema opna Fjömna í síðustu viku opnuðu Grímur Gíslason matreiðslumeistari og Erna Júnsdóttir þjónn veitinga- staðinn Fjöruna sem er til húsa þar sem HB-Pöb var áður. Þau ætla að brydda upp á ýmsum nýjungum og leggja áherslu á ferskt hráefni við matseldina. Yfirkokkur verður Sigurður Gísla- son, bróðir Gríms, en hann lærði í Perlunni og var í vor hjá Charlie Trotte sem er einn þekktasti mat- reiðslumaður Bandaríkjanna. Grímur sagði í samtali við Fréttir að á Fjörunni verið lögð áhersla á ítalska og franska matargerð. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að vera með ferskt hráefni. Við lögum allt okkar pasta sjálfir, leggjum mikla áherslu á að laga okkar eigið físk- og kjötsoð og bökum allt brauð sjálfir," segir Grímur. Grímur og Ema vom saman í Hótel og veitingaskólanum en Ema lærði á Hótel Sögu. Maður hennar, Andri Ólafsson, er fæddur í Eyjum og bjó hér fram að gosi en foreldrar hans em Guðrún Lísa Óskarsdóttir kennari og Ólafur heitinn Edvinsson. Við vígslu staðarins á laugardaginn sagði Erna að Fjaran yrði fyrst og fremst matsölustaður en ekki pöbb. „Við verðum hugsanlega með tónlist fyrir matargesti og við höfum ekkert á móti því að þeir dvelji hjá okkur eftir matinn. Við höfum aðstöðu í koníaks- stofunni þar sem hægt er að láta fara vel um sig,“ sagði Ema. Þau leigja húsnæðið af Páli Helga- syni og er samningurinn til fimm ára. Staðurinn hefur fengið andlitslyftingu, bæði í sal og eldhúsi. „Við erum tilbúin til að taka á móti einstak- lingum og hópum í mat. Hvað varðar Veisluþjónustuna, þá verður rekstur hennar óbreyttur," sagði Grímur að lokum. Annar flokkur karla hóf sína knattspyrnuvertíð síðastliðinn þriðjudag, með sigri á Grinda- vík, hér heima. Eyjastrákar léku mjög sann- færandi í fyrri hálfleik, og hrein- lega nilluðu gestunum upp. Bolt- inn gekk rnanna á milli og var leikurþeirra mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Staðan í hálfleik var 3-0. í seinni hálfleik missti ÍBV dampinn og Grindavík komst betur inn í leikinn. Gestimir náðu að minnka muninn í 3-2, en lengra komust þeir ekki. Bestu menn ÍBV í leiknum voru Páll Almars- son, sterkur vamarmaður, Hjalti Jónsson og Bjami G. Viðarsson, sem voru duglegir á miðjunni og Óskar Jósúason, sem gerði rnikinn usla í vöm gestanna. Mörk ÍBV skoruðu: Óskar 2 og Hjalti 1. Lið ÍBV var þannig skipað: Gunnar-Elías, Páll, Jón H.-Unnar, Davíð, Hjalti, Bjami, Birgir-Óskar, Magnús(Gunnar H.) ÚTBOÐ J-£L Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum óskar eftir tilboðum í þrif á vinnslusölum fyrirtækisins að Hafnargötu 2 í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þrif í móttöku, saltfisk- vinnslu, vélasal og snyrti- og pökkunarsal. Nánari upp- lýsingar og útboðsgögn fást hjá Inga Júlíussyni verkstjóra (S: 488 8033) Tilboðum skal sldla eigi síðar en 10. júní 1998. Síðustu f ermingar börn Bjarna í Vestmannaeyjum . Síðasta embættisuerk séra Bjarna Karlssonar í Uestmannaeyjum uar að ferma síðustu fermingarbörn ársins á huítasunnudag. Bjami tók uið starfi sóknarprests í Laugarnesskírkju um mánaðamótin. Á myndunum em Bjarni og séra Jéna Hrönn ásamt f ermingarbörnunum frá buí á sunnudaginn. c£7 r .... ^ Þanki vikunnar Kúgun gjörir vitran mann að heimskingja, og mútur spilla hjartanu. Pd. 7:7 Ein smá Þú sem fékkst hjólið, Trekk, mitt „lánað" ert beðinn um að skila því að Foldahrauni 42, síma 481-2948. _ __ “TÖ Auglýsinga síminn er 481-3310

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.